Dagur - 08.01.1986, Qupperneq 1
69. árgangur
Akureyri, miðvikudagur 8. janúar 1986
4. tölublað
Álversrannsóknir við Eyjafjörð:
Lokaskýrsla frá
Staðarvalsnefnd
- skýrsla um áhrif mengunar á gróður og búfé væntanleg í þessum mánuði
Staðarvalsnefnd um orkufrek-
an iðnað hefur sent frá sér
lokaskýrslu Norsk institut for
luftforskning (NILU) um loft-
mengun frá hugsanlegu álveri
við Dysnes í Eyjafirði. Gerðar
hafa verið nokkrar breytingar
frá bráðabirgðaskýrslunni, sú
helsta að hlutfall loftkennds
flúors í heildarmagni hans hef-
Akur-
eyringum
fjölgar
„Þær tölur sem ég gef þér upp
eru með miklum fyrirvara, því
ekki hafa okkur borist allar
tölur ennþá,“ sagði Úlfar
Hauksson hagsýslustjóri Akur-
eyrar, er hann var spurður um
fjölda íbúa með lögheimili á
Akureyri um áramótin síðustu.
Áreiðanlegustu tölur eru að
íbúar á Akureyri séu 13801. Það
er fjölgun miðað við síðasta ár,
en þá voru íbúarnir 13717 og
hafði fækkað frá árinu 1983. Að-
fluttir voru 622 en brottfluttir
520. Mun þessi fjölgun vera ná-
lægt því sem er á landsvísu.
„Þetta sýnir okkur að við erum á
réttri leið eftir þá lægð sem bær-
inn hefur verið í undanfarin ár,
þegar veruleg fækkun varð hér,“
sagði Úlfar.
Fæðingar á Fjórðungssjúkra-
húsinu á Akureyri voru 303 á síð-
asta ári. Það er nánast sami fjöldi
fæðinga og varð árið 1984, en þá
urðu fæðingar 305 og hafði þeim
fækkað verulega frá árinu 1983.
Þá voru þær 394. Ljósmóðirin
sem gaf okkur upp þessar tölur
reiknaði ekki með því að fæðing-
um fjölgaði aftur á ársvísu. Eða
eins og hún sagði: „Ætli það sé
ekki þjóðfélagið sem skapar það
að ekki verður aukning frá því
sem nu er.
gej-
ur verið lækkað. Má því segja
að nefndin hafi að nokkru leyti
dregið í Iand vegna þeirrar
gagnrýni sem fram kom um að
mengunin væri of hátt metin.
Bætt hefur verið við útreikn-
ingum og skýringarmyndum
verið fjölgað.
Meginniðurstöður eru þær, að
þegar miðað er við hæsta styrk
mengunarefna í útblæstri gæti
svæði með of mikilli loftmengun
náð allt að 20 km til norðurs, um
10 km til suðurs og um 5 km til
austurs og vesturs. Þegar miðað
er við lægsta styrk mengunarefna
gæti áhættusvæðið náð um 10 km
til norðurs, 5 km til suðurs og 3
km til austurs og vesturs. Óvissa
er talin 10-50% og vegna ónógr-
ar þekkingar á þessum efnum
hefur verið gert ráð fyrir að
mengun geti verið 2-5 sinnum
meiri en viðmiðunarmörkin gefa
til kynna, áður en með fullri vissu
megi halda því fram að um skað-
leg áhrif sé að ræða. Þess vegna
má ekki túlka viðmiðunarmörk
þannig að styrkur yfir mörkum
sé örugglega hættulegur og ekki
heldur þannig að minni styrkur
sé skaðlaus.
Staðarvalsnefnd gerði samning
við Rannsóknastofnun landbún-
aðarins um að leggja mat á af-
leiðingar loftmengunar á gróður
og búpening í Eyjafirði í fram-
haldi af dreifingarspánni. Er sú
skýrsla í burðarliðnum og vænt-
anleg í þessum mánuði. Ætlunin
var að Staðarvalsnefnd héldi
fund með samráðshópnum svo-
kallaða um skýrslu RALA, þar
sem iðnaðarráðherra lagði nefnd-
ina niður frá og með áramótum,
með bréfi 11. des., getur ekki af
þessu orðið. Skýrslu RALA
verður væntanlega dreift engu að
síður, segir í frétt frá nefndinni,
sem eins og áður sagði hefur nú
verið lögð niður. HS
Það var þá snjór á Akureyri. Af auðri jörð í Reykjavík komu ferða-
langarnir ■ norðlenskan vetur, snjó og jafnvel frost. Mynd: KGA
Viðræðum Útgerðarfélags N.-Þingeyinga og Fiskveiðasjóðs lokið:
Málið fer fyrir
stjóm sjóðsins
„Yiðræðum okkar manna við
starfsmenn Fiskveiðasjóðs er
lokið og málið fer nú fyrir
stjórn sjóðsins,“ sagði Gunnar
Hilmarssn sveitarstjóri á Rauf-
arhöfn og stjórnarmaður í Út-
gerðarfélagi N.-Þingeyinga í
samtali við Dag í gærkvöld.
Þrír menn frá Útgerðarfélagi
N.-Þingeyinga, þeir Jóhann A.
Jónsson og Grétar Friðriksson
frá Þórshöfn og Hólmsteinn
Björnsson frá Raufarhöfn, voru í
gær og fyrradag í viðræðum við
Kolbeinsey ÞH-10. Verður Útgerðarfélag N.-Þingeyinga eigandi togarans?
Mynd: IM/Húsavík.
Hitaveita Akureyrar:
Samkomulag við Öngulsstaðahrepp
Samkomulag hefur náðst á
milli stjórnar Hitaveitu Akur-
eyrar og hreppsnefndar Öng-
ulsstaðahrepps vegna þess
ágreinings sem verið hefur um
hitastig og verðlagningu hita-
veituvatnsins í hreppnum.
í samkomulaginu felst að Hita-
veitan skuldbindur sig til að
halda uppi 65° vatnshita á endum
kerfisins við Arnarhól, Sigtún og
Stóra-Hamar. Afsláttur vegna
kólnunar verður miðaður við
reiknað hitastig í brunni sem væri
100 metra frá viðkomandi húsi.
Samkomulag þetta er aftur-
virkt, þannig að það gildir fyrir
tímabilið júlí til desember 1985.
Afsláttur vegna kólnunar verður
veittur eftir þeim afsláttarreglum
sem notaðar eru á Akureyri.
„Til þess að halda uppi 65°
hitastigi á endunum, verðum við
að láta vatnið renna beint út úr
kerfinu, þannig að við erum að
henda þarna verulegu vatns-
magni. Mér sýnist það vera tvö-
falt til þrefalt það vatnsmagn sem
þyrfti til eðlilegrar upphitunar í
hreppnum. Hins vegar þegar
kemur fram á vorið og dregur úr
vatnsnotkun fólks, verður enn
erfiðara að halda uppi þessu hita-
stigi. Auk þessa verðum við að
gefa afslátt vegna kólnunar í
löngum leiðslum frá brunni til
bæjar,“ sagði Wilhelm V. Stein-
dórsson hitaveitustjóri.
Hann sagðist telja að þarna
væri um að ræða dæmigert kerfi
sem ætti að vera tengt rafmagni
en alls ekki hitaveitu.
Samkomulag þetta verður
væntanlega endurskoðað eftir
hálft ár. BB.
starfsmenn Fiskveiðasjóðs, en
Útgerðarfélagið átti sem kunnugt
er hæsta tilboðið í togarann Kol-
beinsey sem Fiskveiðasjóður
auglýsti til sölu á dögunum. Þess-
um*'iðræðum lauk sem fyrr sagði
í gær og stjórn Fiskveiðasjóðs
mun í vikunni taka ákvörðun um
það hvort Útgerðarfélag N.-Þing-
eyinga verður hinn nýi eigandi
Kolbeinseyjar.
Nokkuð hefur verið um það
rætt að Útgerðarfélag N.-Þingey-
inga myndi ekki geta staðið við
tilboð sitt sem nam um 180 millj-
ónum króna, og m.a. var sagt frá
því í Ríkisútvarpinu að allar lýk-
ur væru á því að Húsvíkingar
myndu halda togaranum vegna
þess að tilboð N.-Þingeyinganna
væri ekki raunhæft. Við spurðum
Gunnar Hilmarsson álits á þessu.
„Þessar raddir hafa ekki komið
frá Fiskveiðasjóði, ég hef vissu
fyrir því. Þær hafa að sjálfsögðu
ekki komið frá okkur og menn
verða bara að leggja saman tvo
og tvo ef þeir vilja svar við þess-
ari spurningu."
- Hefur eitthvað verið rætt við
ykkur um að leysa þetta mál
þannig að þið fáið raðsmíðabát
frá Akureyri og Húsvíkingar
haldi Kolbeinsey?
„Það er ekkert nýtt mál en hef-
ur ékki verið rætt nú upp á síð-
kastið. Raðsmíðabátur er ekki
heppilegast kosturinn fyrir okkur
því þetta dæmi byggist upp á því
að Stakfellið er frystiskip ef gerð-
ar eru á því örlitlar breytingar, og
það sem okkur vantar er ísfisk-
skip og það er slíkt skip sem við
erum að leita að, raðsmíðaskip er
ekki heppilegt fyrir slíkar veið-
ar." gk-.