Dagur - 08.01.1986, Side 8
8 - DAGUR - 8. janúar 1986
LETTIfi
Jtl Léttisfélagar!
Árshátíðin okkar verður 1. mars. Nánar auglýst síðar.
Skemmtinefnd.
Kylfíngar
Skemmtikvöld _______________
Við byrjum árið með dúndrandi fjöri laugardaginn
11. janúar kl. 9 e.h.
Fjölmennið og takið með ykkur gesti.
Skemmtincfnd.
Svæðamót í bridge
- sveitakeppni
Undankeppni fyrir íslandsmot.
Spilað á Akureyri 31. jan., 1. og 2. febrúar og er þátttökugjald
2.500 krónur í sveit.
Þátttökutilkynningar berist til Harðar Blöndal (23124) eða Arnar
Einarssonar (21058) fyrir 24. jan. nk.
Badminton
er holl og skemmtileg íþrótt
fyrir hvern sem er.
Höfum nokkra lausa tíma á laugardögum.
Upplýsingar í síma 25606 á daginn
og 25817 á kvöldin. T.B.A.
Orgelskóli Ragnars Jónssonar
Innritun fyrir vorönn er hafin
Hægt er að bæta við byrjendum
bæði í yngri deildir og eldri deildir.
Hringið og leitið upplýsinga í síma 26699.
UMF Mývetningur sýnir ieikritið
Margt býr
í þokunni
Miðgarði Skagafirði
Laugaborg Eyjafirði
Húsavíkurbíói
10. jan. kl.21.00.
11. jan. kl. 20.30.
12. jan. kl. 20.30.
Viðtalstímar
bæjarfulltrúa
Miðvikudaginn 8. janúar
1986 kl. 20-22 verða bæjar-
fulltrúarnir Jón Sigurðarson
og Freyr Ófeigsson til viðtals
í fundarstofu bæjarráðs í
Geilsagötu 9, 2. hæð.
Bæjarstjóri.
^Jokdreifan
„Þorskstofninn gæti
veríð 25-30% stærri“
- ef farið hefði verið að tillögum fiskifræðinga sl. 2 ár, segir
Jakob Jakobsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar
Hvað er óhætt að veiða
marga þorska árlega, án þess
að hætta sé á hruni þorsk-
stofnsins við landið? Um
þetta eru skiptar skoðanir,
enda er spurningin erfið.
Hafrannsóknastofnun gefur
út sínar skýrslur, en útgerðar-
menn og sjómenn eru þeim
ekki alltaf sammála. Og á
undanförnum árum hefur
niðurstaðan orðið sú, að veitt
hefur verið verulega mikið
meira af þorski, heldur en
fískifræðingar lögðu til. í
nýútkomnum Sjávarútvegs-
fréttum er fróðlegt viðtal við
Jakob Jakobsson, forstjóra
Hafrannsóknastofnunar, um
þessi mál. Við birtum sýnis-
horn af þessu viðtali. Hann er
fyrst spurður um samskiptin
við sjómenn; hvort viðhorf
þeirra til Hafrannsóknastofn-
unar hafí breyst með aukinni
kynningu?
- Ég vona að svo sé. Ég geri
mér alveg grein fyrir því að við
fjöllum um það erfið mál að það
má alltaf búast við því að það
verði skoðanamunur á milli
stofnunarinnar og einhverra
sjómanna og að sjálfsögðu er
það út af fyrir sig ágætt. Ég er
ekki að sækjast eftir neinum
hallelújakór. Ég vil að fram fari
málefnaleg skoðanaskipti í stað
þess að menn kasti fram órök-
studdum fullyrðingum. Það má
einnig segja um okkur að við
höfðum ekki nægileg tækifæri til
að kynna okkar tillögur eða
gerðum ekki nóg af því að út-
skýra þær. Hugsanlega er ein
skýringin líka sú að okkar til-
lögur hafa ekki alltaf verið
réttar, svona eftir á að hyggja
enda þótt við reynum auðvitað
á hverjum tíma að koma fram
með þær tillögur sem við teljum
skynsamlegastar.
Slæm aflabrögð
- lélegur stofn
- Nýting fiskistofna við landið
núna, er hún skynsamleg að
þínu mati eða mætti haga henni
með öðrum hætti?
- Ef við tökum nú blessaðan
þorskstofninn, þá finnst okkur
að það sé sótt of hart í hann.
Við teljum að það fengist betri
nýting með því að aflinn yrði
lægra hlutfali af stofnstærðinni.
Núna er veitt um 30 til 40 prós-
ent af veiðistofninum árlega,
þ.e.a.s. af fjögurra ára fiski og
eldri. Það fengist miklu jafnari
og betri nýting ef þetta hlutfall
væri lægra. Það yrði t.d. sótt
minna í fimm og sex ára fisk
með þeim afleiðingum að
vetrarvertíðirnar yrðu miklu
jafnari. Það yrðu ekki þessar
sveiflur á vetrarvertíð sem verið
hafa undanfarin ár og eins
myndi þessi ráðstöfun gera okk-
ur kleift að brúa bilið þegar lé-
legir árgangar kæmu inn í veið-
ina. Aflinn gæti því orðið nokk-
uð jafn frá ári til árs þrátt fyrir
sveiflur í náttúrunni.
- En þyrfti ekki talsverðan
aðlögunartíma til að koma
þessu á?
- Jú það þyrfti
aðlögunartímabil til að koma
þessu í kring og það sem við
höfum lagt til nú í okkar
nýjustu skýrslu er að við notum
árganga sem við vonum að
verði stærri en í meðallagi, þ.e.
1983 og 1984 árgangana, til þess
að ná stofninum dálítið upp án
þess að það þurfi að draga úr
afla frá því sem nú er.
- Nú kom það einmitt fram
á fundinum þegar þið kynntuð
tillögur ykkar um stjórn fisk-
veiðanna fyrir næsta ár, að
menn bentu á að það væri orðið
‘ nokkurs konar náttúrulögmál
að veitt væri um 100 þúsund
tonnum meira af þorski á ári en
þið legðuð til. Hvernig finnst
þér stjórnvöld hafa tekið ykkar
tillögum ef miðað er við það
aflamagn sem þið lögðuð til og
þess sem síðan var veitt?
- Þetta skiptist alveg í tvö
horn. Á meðan skrapdagakerf-
ið var við líði, lá yfirleitt fyrir
ákveðin vilj ayfirlýsing frá
stjórnvöldum um að stefnt
skyldi að ákveðnu marki. Síðan
ef vel fiskaðist og þessu marki
var náð, kom í ljós að það var
ekki hægt að stöðva flotann.
Á þessum árum 1977 til 1982
var ekki í raun til neitt kerfi hjá
stjórnvöldum til þess að tak-
marka aflann við það magn sem
þau höfðu þó sjálf ákveðið.
Heildaraflinn var í samræmi við
aflabrögð og gæftir. Haustið
1983 vorum við mjög hræddir
um ástand þorskstofnsins. Ver-
tíðin hafði gjörsamlega brugðist
og aflabrögð voru ákaflega
léleg. Miðað við þær aðferðir
sem við höfum notað við stofn-
mælingar þá þýða léleg afla-
brögð lélegan stofn og þess
vegna lögðum við auðvitað til
mjög lágan aflakvóta eða um
200 þúsund tonn. Stjórnvöld
treystu sér ekki til þess af ýms-
um ástæðum að fara eftir þess-
um tillögum og það var ákveðið
að leyfa að veiða meira. í árs-
byrjun 1984 kom svo í Ijós að
skilyrðin í sjónum voru að
breytast til batnaðar og fiskur-
inn þyngdist örar en hann hafði
gert um hríð. Þá var enn bætt
við og ef ég man það rétt var út-
hlutað eitthvað um 260 þúsund
tonnum. Það kerfi sem enn er
við líði gefur ákveðinn sveigjan-
leika þannig að heildaraflinn
varð eitthvað nálægt 290 þús-
und tonn. Það má því segja að
stjórnvöld hafi ákveðið að fara
30 til 50 þúsund tonn fram yfir
það sem við lögðum til en af-
ganginn má rekja til nýrra upp-
lýsinga sem fram komu eftir að
við skiluðum okkar tillögum.
Það má segja að það sama hafi
endurtekið sig fyrir þetta ár.
Vertíðin var léleg 1984 og það
sem við gerðum var að leggja
einungis fram tillögur fyrir eitt
ár, þ.e.a.s. 1985. Við komumst
að þeirri niðurstöðu að það
væru að koma lélegir árgangar
inn og ef veitt yrði meira en
200 þúsund tonn, yrði það til
þess að stofninn myndi minnka
á þessu ári. Að vísu voru vakn-
aðar hjá okkur vonir um að
1983 og 1984 árgangarnir væru í
betra meðallagi en við tókum
ekki tillit til þess í okkar tillögu-
gerð haustið 1984. Þetta er
skýringin á því af hverju við
lögðum til svo lága tölu. Stjórn-
völd treystu sér ekki til þess að
fara að okkar tillögum. Við gef-
um okkar ráðleggingar eftir
þeim forsendum sem við höfum
og teljum bestar. Það er stjórn-
valda að taka ákvörðun um
hvort þau þurfi að taka tillit til
fleiri forsenda en þeirra líf-
fræðilegu sem við byggjum til-
lögur okkar á.
- Má rekja þessa aflaaukn-
ingu sem orðið hefur til þess að
meðalþyngd hafi aukist fremur
en að verið sé að veiða fleiri
fiska?
- Það er hvort tveggja. Ef
við tökum þetta ár þá hefur
þorskurinn haldið áfram að
þyngjast mjög ört vegna góðær-
is í sjónum og einnig vegna þess
að einn árgangur hefur skilað
sér mun betur en við áttum von
á en það er ’79 árgangurinn.
Við erum ekki með neina ör-
ugga skýringu á því hvernig á
þessu stendur en það á svo eftir
að koma betur í ljós hvort mat
okkar er rétt eða ekki.
- Hvað myndir þú telja að
stofninn væri nú mikið stærri ef
farið hefði verið eftir ykkar til-
lögum í einu og öilu og miðað
við þær viðbótarupplýsingar
sem fram hafa komið eftir að
þið skiluðuð tillögum ykkar, í
stað þess að láta pólitískar for-
sendur ráða aflamagninu?
- Ef miðað er við tvö sl. ár þá
gæti ég trúað því að hann væri
um 25 til 30 prósent stærri en nú
er.