Dagur


Dagur - 20.01.1986, Qupperneq 5

Dagur - 20.01.1986, Qupperneq 5
20. janúar 1986 - DAGUR - 5 _Jesendahorniðl Háleistar og lopa peysur það sem gildir á Akureyri - Ekki fýsilegt að flytja til Akureyrar vegna þess hversu dýrt er að hita upp húsin, segir bréfritari Ágæti Dagur! Eftir 10 ára fjarveru úr bænum við nám og störf innanlands og utan, þurfum við hjónin nú að fara að ákveða hvar á landinu helst kæmi til greina að setjast að. Við feðgarnir skruppum hingað í síðbúna jólaheimsókn til afa og ömmu, m.a. til að rifja upp hversu gott það væri hér á Akureyri. En viti menn, hér hef- ur fólk ekki efni á að kynda húsin sín lengur! Nú eru það bara há- leistar og lopapeysur sem gilda. Mér koma í hug árin í Eng- landi þegar ég hugsaði með stolti heim til íslands, aldrei þyrfti maður að klæða af sér kulda innandyra þar. Því er sárt að þurfa að viðurkenna annað núna. Á ég að trúa því sem ég heyrði að í frostakafla um daginn hafi eldra fólk hér í bæ orðið að yfir- gefa íbúðir sínar vegna kulda? Tvíeggjaður spamaður - Óverulegur aukakostnaður við hækkun á hemilsstillingu, segir hitaveitustjóri Það gæti svo sem staðist, hér þarf fólk víst að borga kr. 58/m’ meðan við borgum kr. 17/m’ í Reykjavík, kunningi minn hér sagði mér að hjá honum hefði hitastigið á heita vatninu aldrei farið yfir 68 stig í vetur. Pað er því greinilegt að við verðum að íhuga það vel hvort borgi sig að setjast hér að, sem þó var mjög ofarlega í huga okkar. Með u Hrafn Sigurðsson. Höfundur er deildarhjúkrunarfræðingur á skurðdeild Borgarspítalans. Mælarnir sjá til þess að notandinn greiði ekki fyrir annað en það heita vatn, sem hann notar. Efnisatriði þessa bréfs voru borin undir Wilhelm V. Steindórsson, hitaveitustjóra. Hann sagði það vissulega áhyggjuefni, ef fólk hefðist ekki við í húsum sínum vegna kulda. Þar væri hins vegar ekki við hitaveituna að sakast, því nægilegt vatn væri til staðar. Ástæðuna mætti hins vegar rekja til þess, að húseigendur tækju inn minna vatnsmagn heldur en þeir þurfa þegar kaldast er. Þetta væri arfleifð frá því að vatnið var selt samkvæmt hemli. Þá gátu húseig- endurnir sparað sér verulegar fjárhæðir á ári, með því að láta stilla hemlana undir hámarks- vatnsþörfinni, en leggja það þess í stað á sig, að skjálfa úr kulda köldustu daga ársins. Þetta væri hins vegar liðin tíð. Wilhelm benti á, að eftir að mælasölufyrirkomulagið var tek- ið upp, þá greiði neytendur að- eins fyrir það vatn sem þeir nota, auk fastagjalds fyrir hvern lítra samkvæmt hemli. Það væri 250 kr. á mánuði, eða 3.000 kr. á ári. Wilhelm sagði þess mýmörg dæmi, að ekki vantaði nema um hálfan lítra til viðbótar á hemli, til að nægilegt vatn væri til staðar, þegar kaldast er. Þessi hálfi lítri þyrfti lítinn annan kostnað að hafa í för með sér en leigugjaldið, þar sem hann væri ekki nýttur nema í kuldaköstum. Kostnaðaraukinn væri því óveru- legur, en hins vegar væru krón- urnar fljótar að fjúka, ef laus- tengdir rafmagnsofnar væru not- aðir til að halda hita í húsunum í frosthörkum. En Wilhelm undir- strikaði það, að þetta væri háð því að stýrikerfi á ofnakerfum húsanna væri í góðu lagi. Þjónustan á hótel KEA ekki nógu góð - Svar til KEA-unnanda, sem skrifaði í blaðið í síðustu viku Svar til Kea-unnanda Kea-unnandi skrifaði lesendabréf 15. janúar sl. og hældi nýja saln- um á Hótel KEA í hástert. Lang- ar mig að setja nokkrar línur á blað um þetta líka þar sem ég var einnig á staðnum. Jú, þetta er fyrirmvndarstaður fyrir utan smá vankanta sem venjulegur leikmaður sér ekki og leggur sig sennilega ekki eftir. En sumt mætti betur fara og veit ég að fleiri hafa séð, en ætla ég ekki að tína það til hér. Það sem ég hjó mest eftir í þessu bréfi var hól á þjónustuna. Það má vera unnandi góður að þú -högnL Hraust sál í heilbrigðum, - eða þannig Ég held að það hafi verið fyrir þremur árum að likams- og heilsuraektaráhugi fór að gera vart við sig hjá undirrituðum. Líklega átti þetta rætur að rekja til skyndilegrar fyrirferðar-aukn- ingar kringum nafla, ásamt fjór- földun á undirhökum. Þessu fylgdi svo ískyggileg aftur- þyngdaraukning. I stuttu máli: Ég var að hlaupa i spik. Hért þurftl að spyrna við fót- um og lá beinast við að gripa til íþrótta. Þar sem þetta var að vetrarlagi komu skíði fyrst í hugann. Athugun ieiddi í Ijós að brun- og svig-skíði rennna svo hratt niður brekkur, að hver sá er á þeim stendur, er í bráðri Kfshættu. Gönguskíði fara mun hægar, eins og nafnið bendir til, enda urðu þau fyrir valínu. En það er ekki eins og maður só að kaupa sér pylsu, að fjár- festa í göngusklðaútbúnaði. Maður labbar ekki inn í sport- vörubúð og biður um göngu- skíði með öllu. Nei. Úthaidið kostar skildinginn. Þess vegna var kaupunum skipt niður á fjár- iög þriggja ára. Loksins var allt komið: Gönguskíði, mikið boginn í annan endann (að framan), bindingar (á bæði skíðin) stafir (2 stk), skór, íþróttagalli, skíða- hanskar, uppháir sokkar, föður- ■ land og prjóna-húfa. Allt var þetta hannað og framleitt fyrir afreksmenn og ólympíu-meist- ara I greininni. Skyldi maður nú ætla að svona útbúinn væri hver sem er fær (fiestan snjó. En snjór er þeirrar náttúru gæddur að biotna í hláku en frjósa í frosti. Þetta hafði einmitt gerst daginn, sem vígja átti búnaðinn: Hláka fram eftir degi en frysti með kvöldinu og komið glæra svell. En þrátt fyrir óhag- stæð skilyrði, var hvergi hopað en haldið í Kjarnaskóg. Allt gekk vel í fyrstu en brátt • var á brattann að sækja. Reyndist þetta vera talsvert f fangið góða stund. En þar sem hér var um hring að ræöa, hlaut göngubrautin fyrr eða síðar að halla í hina áttina. Auðvitað reyndist þetta rétt ályktað, - því miður. Fyrr en varði var óiymplu-út- haldið komið á kol-ólöglega, bullandi ferð. Þetta gat ekki endað nema eins og það gerði. Að sjálfsögðu er ekki verið að álasa áhorfendum, þótt þeim gengi erfiðlega að halda niðri I sér hlátrinum. Ég hins vegar, er búinn að velja mér aðra íþróttagrein, sem ég ætla að leggja stund á, þegar ég losna úr gifsinu. Ég er búinn að sækja um inngöngu I tafl-félagið. Högni hafir verið svo heppinn að hafa fengið þjón sem kunni til verka. en ég sá aðra hluti þarna, sem ég var ekki hrifinn af og þar sem ég hef sjálfur unnið þessi störf tel ég mig geta dæmt unt hvenær þjónar gera augljósar vitleysur í starfi og hjá því varð ekki komist þetta kvöld. Þótt þeir hafi kannski ver- ið liprir þá er það bara ekki nóg. Einnig voru of fáir þjónar að vinna þetta kvöld alla vega þegar líða tók á kvöldið og ætti það ekki að konta fyrir neins staðar allra síst á opnunarkvöldi hússins. KEA-unnandi góður! þú ættir að skrifa varlega þó að þú hafir kannski fengið sérstaklega góða þjónustu þetta kvöld þá er skynsantlegra að líta á heildina. Allra síst skaltu krítisera þjón- ustu á öðrum veitingastöðum bæjarins. þó að hnökrar séu þar einnig, að svo komnu máli en kynna þér frekar örlítið betur þeirra störf áður. Síðan óska ég þér áframhald- andi góðrar skemmtunar á Hótel KEA sem er ágætisstaður að öðr- unt ólöstuðum. SPENNUM BELTIN sjálfra okkar vegna! Dömusíðbuxur tvær gerðir Stærðir 29-35. Verð aðeins kr. 770.- Mjög gott snið. Herravinnuskyrtur Stærðir 38-46. Verð kr. 410.- Herragallabuxur Stærðir 30-40. Verð kr. 730.- Flauelsbuxur væntanlegar á mjög hagstæðu verði Eyfjörð Hjalteyrargötu 4 simi 22Z75 i

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.