Dagur - 22.01.1986, Blaðsíða 1

Dagur - 22.01.1986, Blaðsíða 1
Fjárhagsáætlun Hitaveitu Akureyrar 1986: í fyrsta sinn greitt af erlendum skuldum í gær var fjárhagsáætlun Hita- veitu Akureyrar fyrir.árið 1986 lögð fyrir bæjarstjórn Akur- eyrar til staðfestingar. E.t.v. er það markverðast í þessari áætl- un að í henni er í fyrsta sinn í sögu hitaveitunnar gert ráð fyrir því að veita fé af tekjum veitunnar til að greiða af er- lendum lánum. Niðurstöðutölur tekna og gjalda í áætluninni eru 256 millj- ónir króna. í afborganir af er- lendum lánum fara 72,4 milljónir króna. Til greiðslna á þessum af- borgunum er gert ráð fyrir að taka ný lán að upphæð 62,7 millj- ónir . króna. Mismunurinn verður greiddur af tekjum veit- unnar og er það eins og áður seg- ir í fyrsta sinn sem ráðist er í að greiða af erlendum skuldum Hitaveitu Akureyrar. Reiknað er meö 35% verð- bólgu á árinu og til að mæta henni er gert ráð fyrir 17,4% gjaldskrárhækkun 1. júlí. Heildarútgjöld, án vaxta, eru 54 milljónir króna, þar af fara 21,9 milljónir til kaupa á raforku til dælingar og endurhitunar í varmadælum. Af þessum 21,9 milljónum króna fara 6,4 milljón- ir í greiðslu á söluskatti og verð- jöfnunargjaldi. Það hefur verið krafa þeirra hitaveitna sem nú eiga í fjárhagserfiðleikum að söluskattur og verðjöfnunargjald verði fellt niður af þeirri raforku sem veiturnar kaupa til dælingar á heita vatninu, með þeim rökum að verðjöfnunargjaldið sé hugsað til þess að jafna hitunarkostnað landsmanna og því sé lítið rétt- læti í því að það sé lagt á íbúa þeirra svæða sem búa við hærra húshitunarverð en þeir sem njóta niðurgreiðslnanna. „Við gjör- byltum ekki rekstri hitaveitunnar með þeim 6,4 milljónum sem þarna er um að ræða, en margt smátt gerir eitt stórt,“ sagði Wil- helm Steindórsson hitaveitu- stjóri. Wilhelm sagði ennfremur að þessi áætlun væri spor í rétta átt en það væri hægt að gera betur og yrði að gera betur ef takast ætti að koma fjárhag hitaveitunnar í traustari skorður. Hákon Hákonarson, formaður stjórnar- hitaveitunnar, sagði að þessi fjárhagsáætlun markaði tímamót í sögu hitaveitunnar þar sem nú er í fyrsta sinn gert ráð fyrir afborgunum af erlendum skuldum fyrirtækisins. Einnig tók hann undir þau orð hitaveitu- stjóra að bæta mætti hag hitaveit- unnar með niðurfellingu sölu- skatts og verðjöfnunargjalds, en fleira þyrfti að koma ti! svo tekj- ur hitaveitunnar mættu aukast. Það mætti t.d. gera með þeim hætti að þeir sem hita með raf- magni skipti yfir í hitaveitu sem yrði til mikils hagræðis fyrir bæði fyrirtækið og notendur. Það yrði að leita áfram allra leiða til að létta þungum byrðum af notend- um Hitaveitu Akureyrar. Á blaðsíðu 5 er viðtal við Wil- helm þar sem hann útskýrir m.a. árangur af breyttu sölufyrir- komulagi Hitaveitu Akureyrar. -yk. Dregið í krossgátunni. Stefán Hallgrímsson, eigandi Hljómvers, dregur úr tæplega 1000 lausnum sem bárust. Uin- slögin voru vandlega hulin þegar drátturinn fór fram. Mynd: KGA. Kolbeinsey ÞH 10. Ishaf hf. fékk Kolbeinsey: „Tel ekki að skipið standi undir þessu verði“ - segir Tryggvi Finnsson sem gefir ráð fyrir að félaginu verði lagt til verulegt eigið fé „Ég er fyrst og fremst ánægður með að málið skuli vera komið í höfn. Við ætluðum okkur aldrei að spenna bogann alveg svona hátt, en annað var ekki hægt úr því sem komið var,“ sagði Tryggvi Finnsson for- stjóri Fiskiðjusamlags Húsa- víkur þegar Ijóst var í gær að íshaf h.f. á Húsavík fengi togarann Kolbeinsey keyptan af Fiskveiðasjóði. Upphaflegt tilboð íshafs var upp á rúmar 60 milljónir króna. Fiskveiðasjóður krafðist þess hins vegar að fá 178,8 milljónir fyrir skipið, sem er tryggingar- verðmæti þess. Þarna munar því talsverðu. Er Tryggvi var spurður hvort hann teldi vera rekstrargrundvöll fyrir skipið á þessu verði, svaraði hann: „Ég tel ekki að skipið standi undir þessu verði, en ég geri ráð fyrir að hlutafélaginu verði lagt til verulegt eigið fé og þannig ætti þetta að sleppa." í gær voru opnuð hjá Fisk- veiðasjóði tilboð í tvo aðra tog- ara, Sigurfara frá Grundarfirði og Sölva Bjarnason frá Bíldudal. Fjórir nafngreindir aðilar á Hornafirði áttu hæsta tilboðið í Sigurfara og nam það 190 millj- ónum. Haraldur Böðvarsson Akranesi bauð 187,5 milljónir og Útgerðarfélag Akureyringa átti þriðja hæsta tilboðið sem nam 177,8 milljónum króna. Þvínæst kom Skagstrendingur á Skaga- strönd með 172 milljónir, þá Siglunes Grundarfirði með 168,3 milljónir, Hraðfrystihús Grund- arfjarðar 165 milljónir, Sæberg Ólafsfirði 165 milljónir og Þor- björn hf. Grindavík 150 milljón- ir. í Sölva Bjarnason bárust 6 til- boð og þar áttu heimamenn, Út- gerðarfélag Bílddælinga, hæsta tilboðið og nam það 150,5 millj- ónum króna. Bjarni Andrésson Tálknafirði var með 147,1 milljón, Jón Erlingsson og Haf- liði Þórsson Sandgerði 132,5 milljónir, Siglfirðingur hf. Siglu- firði 131,5 milljónir, Gunnvör ísafirði 128 milljónir og Þorbjörn hf. Grindavík 85 milljónir króna. Svavar Ármannsson hjá Fisk- veiðasjóði vildi að það kæmi skýrt fram að tilboðin hafa ekki verið metin með tilliti til greiðslu- tíma og greiðslutrygginga og ætti eftir að meta tilboðin með tilliti til þess. BB/gk-. Dregið í jóla- krossgátu Dags í gær var dregið úr réttum lausnum í jólakrossgátu Dags. Alls bárust um 950 lausnir. Dregið var í versluninni Hljómveri, en verðlaunin eru einmitt glæsileg hljómtækja- samstæða frá Onkyo, Það er ekkert vafamál að um einhver stórglæsilegustu verðlaun sem veitt hafa verið í krossgátu hér- lendis er að ræða. Stefán Hallgrímsson eigandi Hljómvers dró úr innsendum •lausnum og \ inningshafinn er . . . Þetta er að verða dálítið spenn- andi! Áður en við upplýsum hver hinn heppni er, skal tekið fram að Ólafur Ásgeirsson aðstoðar- yfirlögregluþjónn á Akureyri var viðstaddur er dregið var í gær. Þannig að ekkert fór á milli mála. En þá er það vinningshafinn ... Sú heppna er Sigurlaug Þ. Gunn- arsdóttir, Skarðshlíð 26 d. Sigur- laug hafðu samband við Dag! -mþþ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.