Dagur - 22.01.1986, Blaðsíða 3

Dagur - 22.01.1986, Blaðsíða 3
22. janúar 1986 - DAGUR - 3 Ferðamálafélag Húnvetninga: Heilsárshótel hafi forgang „Heimafólk og sveitarfélög hafa ekki þann hag af rekstri sumarhótela sem þau ættu að hafa,“ - segir Bessi Þorsteinsson hótelstjóri á Blönduósi Ferðamálafélag Húnvetninga hélt aðalfund sinn nýlega, en Ferðamálafélagið er hags- munafélag aðila í ferðaþjón- ustu í Húnavatnssýslum. A aðalfundinum var eftirfarandi ályktun samþykkt: Pálmholt: Nýr for- stöðumaður Helga Steinunn Guðmunds- dóttir hefur verið ráðin for- stöðumaður dagvistarinnar Pálmholts. Ráðningin er frá 20. janúar og gildir í eitt ár. Félagsmálaráð sótti um undan- þágu til menntamálaráðuneytis- ins til að mega ráða forstöðu- mann að Pálmholti, sem ekki væri með fóstrumenntun. Var það gert vegna þess að engin fóstra sótti um stöðuna. Helga Steinunn hefur nú verið ráðin á grundvelli þessarar undanþágu. Hún mun verða í hálfri stöðu til 1. júní n.k. en þá hækkar stöðu- hlutfall hennar í 75%. Hugrún Sigmundsdóttir fóstra mun gegna stöðu forstöðumanns í hálfu starfi á móti Helgu til 1. júní. A fundi félagsmálaráðs í síð- ustu viku var lagt fram yfirlit yfir biðlista vegna dagvista Akureyr- ar miðað við 10. janúar 1986. Á biðlista eru nú 367 börn en eftir að leikskóladeildir taka til starfa þá verða 295 börn á biðlistanum. Af þessum fjölda eru 39 börn ein- stæðra foreldra. BB. Slys á gangbraut Lkið var á gangandi vegfar- anda á gangbraut á Glerár- braut við Sjallann s.I. sunnu- dagskvöld. Parna er mjög vel merkt gang- braut með ljósum er gangandi vegfarendur stjórna sjálfir. Þarna verða þó óhöpp eins og sjá má en sá er lenti þar fyrir bifreiðinni í fyrrakvöld slapp vel. Var hann fluttur á sjúkrahús og kvartaði um eymsli á fæti og í mjöðm. gk-- „Aðalfundur Ferðamálafélags Húnvetninga haldinn í Víðihlíð 11. des. 1985 beinir því til Ferða- skrifstofu ríkisins að starfsemi Ferðaskrifstofu ríkisins verði í samræmi við 12 gr. laga um skipulag ferðamála no. 79/1985, þannig að gisti- og veitingaþjón- usta sem rekin er allt árið hafi forgang. Stefnt sé að því að rekstur sumarhótelanna sé í höndum heimamanna. Þá beinir fundurinn því til stjórnvalda að lagaákvæðum um innflutning á matvælum verði stranglega framfylgt, og er sér- staklega bent á nauðsyn þess að efla tollgæslu á Seyðisfirði." Á aðalfundinum var kosin ný stjórn Ferðamálafélagsins og er Bessi Þorsteinsson hótelstjóri á Blönduósi formaður hennar. Ég spurði Bessa hvað lægi að baki ályktuna aðalfundarins. Hann sagði að þeim sem rækju gisti- og veitingaþjónustu allt árið, fyndist gengið framhjá sér á þeim tíma sem sumarhótelin væru opin þ.e. að ferðamönnum væri um of beint á sumarhótelin, auk þess sem rekstur þeirra væri iðulega í höndum aðkomufólks sem hefði af þeim góðar tekjur en færi svo burt að hausti. „Það liggur því í augum uppi að hvorki heimafólk né viðkom- andi sveitarfélög hafa þann hag af rekstri sumarhótelanna sem þau ættu að hafa.“ Varðandi síð- ari hluta ályktunarinnar sagði Bessi að það væri alkunna að alls kyns tollvarningur kæmist inn í landið með farþegum Norröna á Seyðisfirði og því væri brýnt að efla tollgæslu þar mjög verulega. - En hvað er helst framundan hjá Ferðamálafélaginu? „Við erum að vinna að útgáfu bæklings um Húnaþing á ensku, og reiknum með að hann verði tilbúinn til dreifingar bæði hér heima og erlendis fyrir vorið. Þá er í athugun að efna til kynning- arferðar um Húnaþing og bjóða sérstaklega þeim sem vinna að ferðamálum svo og blaðamönn- um.“ - Hvernig hefur rekstur Hótel Blönduóss gengið þetta fyrsta heila ár sem þú hefur verið hótel- stjóri? „Það er ekki endanlega búið að ganga frá uppgjöri en mér sýn- ist að við séum réttum megin við strikið, gistinætur voru talsvert á sjötta þúsund sem þýðir að nýt- ingin var ekki nógu góð í heildina en fer þó batnandi, íslendingar eru okkar aðalviðskiptavinir sem sést best á því að á móti hverjum einum útlendingi sem gisti hjá okkur síðastliðið ár gistu fjórir íslendingar,“ sagði Bessi. G.Kr. Helgarpakkar á Hótel Sögu Mikil aðsókn hefur verið í hina svokölluðu helgarpakka á Hótel Sögu og hefur fólk á landsbyggðinni flykkst í þessar ferðir í vetur. Hótel Saga hefur boðið upp á þessa helgarpakka í tengslum við sýninguna „Laddi á Sögu“. Þessi sýning Ladda hefur svo sannar- lega slegið í gegn og hefur verið fullt út úr dyrum á hverri sýn- ingu. Þeir sem enn hafa ekki séð þessa sýningu geta huggað sig við það að þeir Laddi, Eiríkur Fjalar, Þórður húsvörður, mann- fræðingurinn, búfræðingurinn og allir hinir sem fram koma í sýn- ingunni eru ekki á förum af Sögu heldur munu skemmta þar áfram næstu vikur og e.t.v. mánuði. Þess má geta að þeim sem taka þátt í þessum helgarferðuin á Sögu er gefinn kostur á „dög- urði“ í stað hins hefðbundna morgunverðar. Hefur þetta mælst mjög vel fyrir, enda fær fólk þannig tækifæri til þess að sofa út, auk þess sem „dögurður- inn“ er mikið meiri máltíð, nokk- urs konar sambland af morgun- verði og hádegisverði. Allar nán- ari upplýsingar um helgarpakka Hótel Sögu er að fá í síma 91- 29900. r Aætlunarferðir til Grímseyjar eru þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga kl. 12.30 alla daga. Vörumóttaka alla virka daga frá kl. 8-17 í vöruafgreiðslu Flugleiða Akureyrarvelli, sími 22004 og 21824. fluqfélaq noróurlands hf. Viðtalstímar bæjarfulltrúa Miðvikudaginn 22. janúar 1986 kl. 20-22 verða bæjar- fulltrúarnir Sigríður Stefáns- dóttir og Gunnar Ragnars til viðtals í fundarstofu bæjar- ráðs í Geislagötu 9, 2. hæð. Bæjarstjóri. Hestamenn! Látum ekki aka á okkur í skammdeginu - notum ENDURSKINSMERKI LETTIR b HESTAMANNAFÉLAGIÐ LÉTTIR siotnaö S nóv 1928 P O Bo» 348 - 602 AKureyn Á AKUREYRI INNRITUN Almenn námskeið Myndlistaskólans á Akureyri 3. febrúar til 14. maí Teiknun og málun fyrir börn og unglinga 1. fl. 5 og 6 ára. Einu sinni í viku. 2. fl. 6 og 7 ára. Einu sinni í viku. 3. fl. 8-10 ára. Einu sinni í viku. 4. fl. 10-12 ára. Einu sinni í viku. 5. fl. 13-15 ára. Einu sinni í viku. Teiknun og málun fyrir fullorðna Byrjendanámskeiö I. Tvisvar í viku. Byrjendanámskeið II. Tvisvar í viku. Framhaldsnámskeiö I. Tvisvar í viku. Framhaldsnámskeið II. Tvisvar í viku. Myndlistardeild I. Tvisvar í viku. Myndlistardeild II. Tvisvar í viku. Skrift og leturgerð Byrjendanámskeió I. Tvisvar í viku. Byrjendanámskeið II. Tvisvar í viku. Módelteiknun Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku. Framhaldsnámskeið. Tvisvar í viku. Byggingarlist Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku. Auglýsingagerð Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku. Allar nánari upplýsingar og innritun í síma 24958 virka daga kl. 13.00-18.00. Skólastjóri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.