Dagur - 22.01.1986, Blaðsíða 11

Dagur - 22.01.1986, Blaðsíða 11
22. janúar 1986 - DAGUR - 11 75 ára: Fanney Sigtvyggsdóttir húsmæðrakennari Fanney Sigtryggsdóttir fæddist á Stóru-Reykjum í Reykjahverfi, S.-Þing. 23. janúar 1911. Foreldrar: Sigtryggur bóndi á Stóru-Reykjum Hallgrímsson Jónatanssonar, og kona hans Ásta Lovísa Jónasdóttir Krist- jánssonar. Fanney stundaði nám á Lauga- skóla 1929-30 og á Húsmæðra- skólanum á Laugum 1936-37. Hún sótti sauma- og handavinnu- námskeið á Siglufirði og í Reykjavík og lauk námi við handavinnudeild Kennaraskóla fslands. Hún var handavinnukennari við Laugaskóla 1939^10 og hafði jafnframt með höndum umsjón- arstörf til 1942. Hún var handa- vinnukennari við Húsmæðraskól- ann á Staðarfelli í Dölum 1944- 46 en var þá ráðin handavinnu- kennari við Húsmæðraskóla Þingeyinga á Laugum, og gegndir því starfi til 1975. Jafnframt var hún þar skólastjóri í tvo vetur. Eitt af árum sínum á Laugum fékk hún orlof til framhaldsnáms. Þegar hún hætti kennslu hafði hún stundað það starf í 32 ár. Jafnframt kennslunni vann Fanney Sigtryggsdóttir að búi foreldra sinna á Stóru-Reykjum á sumrin og veitti þeim aðhlynn- ingu svo sem hún gat við komið á meðan bæði lifðu. Móðir hennar, Ásta Lovísa andaðist árið 1965, níutíu og tveggja ára og faðir hennar Sigtryggur, 1979, níutíu og fimm ára. Árið 1967 giftist Fanney Páli H. Jónssyni rithöfundi og fyrr- verandi kennara, sem þá var ekkjumaður. Árið 1975 fluttust þau til Húsavíkur og hafa átt þar heima síðan. í tilefni sjötíu og fimm ára af- mælis síns tekur Fanney Sig- tryggsdóttir á móti gestum í fé- lagsheimilinu í Reykjahverfi fimmtudaginn 23. janúar kl. 20 til 23. Frá fræsöfnunarieiðangri til Alaska og Yukon haustið 1985 í byrjun sejttember á nýliðnu ári fóru fjórir íslendingar í 8 vikna fræsöfnunarferð vestur til Alaska og Yukon. Söfnunin var undir leiðsögn Óla Vals Hanssonar fyrrv. garðyrkjuráðunauts Bún- aðarfélags Islands, en aðrir þátt- takendur voru Ágúst Árnason skógarvörður, Hvammi, Skorra- dal, Böðvar Guðmundsson skóg- arvörður í Þjórsárdal og Kári Aðalsteinsson garðyrkjufræðing- ur, Laufskálum, Stafholtstung- um. Safnarar ferðuðust í fyrstu um strjálbýl héruð í norður- og vest- urhluta Alaska. Böðvar og Óli flugu til Kotzebue og Ambler en báðir þessir staðir eru aðeins norðan heimskautsbáugs. Síðan héldu þeir suður á Seward-skaga og leituðu fanga á svæðum út frá Nome og umhverfis þorpið Elim, sem er nokkru austar, við norðurströnd Nortonflóa, en þar teygir hvítgreni sig alveg niður undir Sjávarmál. Síðan-var haldið til Unalakleet sem er fámennt þorp við botn flóans að austan- verðu, en þar var fengist við söfn- un í tvo daga. Ágúst og Kári flugu til Bethel en það er 3400 manna kauptún út undir mynni Kuskokwimfljóts. Eftir söfnun við Bethel héldu þeir félagar til St. Marys við Yukonfljót, en það er fámennt þorp innfæddra. Siglt var upp eft- ir Andreafsky ánni sem rennur í Yukonfljót. Fengust nokkur áhugaverð sýnishorn trjátegunda frá báðum þessum svæðum, en þarna er mjög raklent og gróð- urfjölbreytni takmörkuð. Þessu næst héldu fjórmenning- arnir út á Alaskaskaga og dvöldu í fáeina daga við söfnun í Iliamna og við Clarkvatn. Við Clarkvatn er mikil gróðursæld, bæði barr- og laufskógar ásamt runnagróðri. Þarna fékkst töluverður fjöldi sýnishorna af mörgum tegundum viðarplantna, jafnt græðíingar sem fræ. Þá var haldið suður á Kenaiskaga og dvalið þar í 2 vikur. Haldið var til í bækistöð USDA Forest Service við Kenai- vatn. Víða á skaganum, einkum vesturhluta hans, er vegakerfi mjög gott, en þar var ýmist ekið um eða þræddir skógarstígar í leit að plöntum. Náðist mikill fjöldi sýnishorna á Kenaiskaga. Þá var lagt upp í 10 daga ökuferð til Yukon í Kanada, en Yukon umdæmið er tæplega 484.000 km landsvæði sem liggur næst Alaska að austanverðu. Var fyrst stefnt í átt til Whitehorse sem er aðal- bærinn í Yukon með tæplega 15000 íbúum af þeim 26000 sem byggja allt landsvæðið. Frá Whitehorse var haldið til Car- cross og þaðan inn í Bresku Kolumbíu og síðan suðvestur til Skagway í Alaska. Á leiðinni voru tekin sýni af Mótmæli til Mörgum hnykkti við þeirri um- ræðu um Hólmfríði Karlsdóttur er kom fram í þættinum „Á líð- andi stundu“ síðastliðið miðviku- dagskvöld. Konur á Húsavík sömdu um helgina mótmælabréf, vegna þessara ummæla, til útvarpsráðs og söfnuðu á skömmum tíma undirskriftum fjörutíu kvenna. Bréfið er svohljóðandi: Til útvarpsráðs, Ríkisútvarpinu, Skúlagötu 4, Reykjavík. Við undirritaðar, konur á Húsa- vík, mótmælúfn umræðunni um Hólmfríði Karlscfóttur, fóstru, í þættinum „Á líðandi stundu" miðvikudaginn 15. janúar sl. Sér- staklega mótmælum við forræðis- hugmynduni og kvenfyrirlitningu í máli Davíðs Oddssonar, borg- arstjóra. Við bendum útvarps- ráði á að þótt kvennaáratugi sé lokið, er ástæðulaust að hampa í Ríkisútvarpinu þeim nátttröllum, er enn vinna gegn jafnrétti kynj- anna. Húsavík, þann 17. janúar 1986. stafafuru, öspum, greni, ýmsum víðitegundum og runnum. Frá Skagway var haldið með ferju til Haines og ekið síðan norður til Yukon á ný og staldrað víða við í leit að gróðri. Ferðast var norður eftir Yukon til Mayo og Keno en þar eru nyrstu vaxtarsvæði fjalla- þins. Við Keno var komið að dreifðum þinskógi í 1000 m hæð yfir sjó. Þar var þá mikill snjór (14.10.) og þinurinn að mestu leyti búinn að fella fræ. Áfram var haldið til Davson City við Yukonfljót og síðan yfir fljótið með ferju, en sakir snjóa á fjallvegum í Alaska varð að snúa við og halda sömu leið til baka allt suður til landamæra- stöðvarinnar við Beaver Creek, en þaðan var haldið til Anchor- age. Lokakafli söfnunar var flug- ferð suður til Cordova við Prins William flóa. Þar var dvalið í húsakynnum skógarþjónustu fylkisins. I þessari lotu var tekið verulegt magn sýna af lauftrjám: ösp og víði. Sömuleiðis af ýmsum runnum. Einnig var flogið norður til Ceder Bay til tínslu á könglum af Alaskasípress. Er staður þessi á meginlandi Alaska vestan Columbíujökuls. Að síðustu var haldið til Yakutat sem er um 340 km suðaustan Cordova. Náðist þar í ýmislegt áhugavert efni bæði í nágrenni þorpsins og við Harlequin Lake. Meðan á Yakutatdvölinni stóð byrjaði að snjóa enda nálguðust óðum októ- berlok. Batt þetta enda á söfnun- ina. Var því haldið til Anchorage þar sem gengið var frá síðustu sendingum heim og síðan búist til brottfarar. Leiðangursmenn söfnuðu alls liðlega 720 skrásettum sýnum á þeim 8 vikum sem dvalið var vestra, en ferðast var yfir 14000 km í lofti og á landi. Aðallega er hér um fræ og græðlinga að ræða, en einnig smávegis af rótum og smáplöntum. Af græðlingum var tekinn greinafjöldi sem gæti gefið 12000-15000 græðlinga þegar bútað hefur verið niður. Teg- undafjöldi er takmarkaður, að- eins um 130, en af honum eru um 70 trjá- og runnategundir. Eru sumar þeirra með öllu óreyndar hér, og aðrar koma frá svæðum þar sem aldrei hefur verið leitað fanga áður. Gildir þetta t.d. um vestur- og norðursvæði Alaska og Yukon. (Fréltatilkynning frá Alaskaleiðangri Óli Valur Hansson). Skíðaskólinn í Hlíðarfjalli Ný námskeið hefjast á hverjum mánudegi. Innritun og upplýsingar í síma 22280 eða 22930. Langir dráttarsleðar Kraftmiklir sportsleðar Artic-Cat Umboðið á Norðurlandi Bílasalinn v/Hvannavelli Símar: 24119-21715. Nýir vélsleðar frá Artic-Cat fyrirliggjandi. ^ Jörð til sölu í nágrenni Grenivíkur er til sölu jörðin Hvammur- Arbær ásamt íbúðar og útihúsum. Möguleiki er á að taka íbúð á Akureyri upp í söluverð. > Til sölu Til sölu er Hafnarstræti 67, Akureyri. Húsið er tilvalið fyrir ýmiss konar félagsstarfsemi. r n REKSTRARRAÐGJOF FELL hf. Kaupvangsstræti 4 -Akureyri ■ simi 25455 Gjaldkeri Laus er til umsóknar staða gjaldkera á skrifstofu Dalvíkurbæjar. Um heilsdagsstöðu er að ræða. Umsóknarfrestur til 29. jan. nk. Nánari upplýsingar veitir undirritaður í síma 96- 61370. Bæjarritarinn á Dalvík. Starfsstúlkur óskast í eldhús að Skíðastöðum. Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 22280.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.