Dagur - 22.01.1986, Blaðsíða 2

Dagur - 22.01.1986, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 22. janúar 1986 _j/iðtal dagsins. ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 420 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 40 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÓRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GÍSLi SIGURGEIRSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BRAGI V. BERGMANN, GESTUR E. JÓNASSON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík), YNGVI KJARTANSSON, KRISTJÁN G. ARNGRÍMSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Jeiðari_______________________________ Hveijir em bestu hags- munir Fiskveiðasjóðs? Málefni Fiskveiðasjóðs íslands hafa verið mikið til umfjöllunar í fjölmiðlum undanfarnar vikur vegna þeirra erfiðleika sem útgerðarfyr- irtæki hafa lent í og uppboða á skipum þeirra í kjölfarið. Hæst hefur borið uppboðið á Kol- beinsey og útboðið á skipinu. Útgerðarfélag Norður-Þingeyinga átti hæsta tilboð í skipið en féll frá því eftir verulegan þrýsting. Að sögn Norður-Þingeyinga skipti mestu þar um hið bága atvinnuástand sem er á Húsavík eft- ir að Kolbeinsey fór af staðnum. Útgerðarfé- lag Akureyringa hafði þann fyrirvara á sínu tilboði, sem var næsthæst, að það félli frá því ef tilboðið yrði til þess að taka skipið frá Hús- víkingum. Báðir þessir aðilar sýna lofsverða víðsýni og tillitssemi. Sama verður varla sagt um Fiskveiðasjóð. Þar láta menn hart mæta hörðu og telja sig vera að gæta hagsmuna sjóðsins, sem út af fyrir sig er gott sjónarmið. Hins vegar mega starfsmenn og stjórn Fiskveiðasjóðs ekki gleyma því þjóðfélagslega hlutverki sem sjóðurinn gegnir. Hann var settur á laggirnar af stjórnvöldum og í honum sitja menn sem eiga að hafa yfirsýn yfir flesta þætti útgerðar og fiskvinnslu. Hvernig getur það t.d. sam- ræmst bestu hagsmunum Fiskveiðasjóðs að svipta nýtt, fullkomið og vel búið frystihús Húsvíkinga hráefni til vinnslu þegar þess er gætt, að Fiskveiðasjóður hlýtur að hafa lánað fé til uppbyggingar fiskvinnslunnar á staðnum? „Ef Kolbeinsey er seld frá staðnum vaknar spurning um nýtingu á þessari miklu fjárfest- ingu og hvort Fiskveiðasjóður telur það sam- ræmast sínum bestu hagsmunum að frysti- húsið fái ekki hráefni og lendi í greiðsluerfið- leikum. Stjórnarmenn sjóðsins verða líka að huga að því að ekki verði búið til nýtt dæmi sem ekki gengur upp og fer á sömu leið,“ sagði Guðmundur Bjarnason, alþingismaður, í viðtali við Dag um þetta mál. Hann sagði ennfremur: „Það er ljóst að ef Húsvíkingar missa Kol- beinsey verður að koma önnur lausn á mál- inu, nýtt skip til staðarins, bæði vegna fjár- festingarinnar 1 fiskiðnaðinum á staðnum og vegna atvinnuástandsins. Með tilkomu nýs skips er verið að ganga gegn fiskveiðistefn- unni eða hagsmunum einhvers annars byggðarlags sem síðan þarf að fá lausn sinna mála,“ sagði Guðmundur Bjarnason, og minna má á í þessu sambandi stjórnarsátt- mála ríkisstjórnarinnar um að koma í veg fyrir atvinnuleysi. „Er mikill fjölmiöla- áhugamaður" - segir Gestur Kristinsson fréttaritari Dags á Blönduósi „Ég er Hafnfirðingur, alinn upp í Kópavogi og er kominn af Reykvíkingum. Þetta er mjög góð blanda. Samt ekki sunnlenskur í húð og hár, því ég get rakið ættir mínar hingað í Húnavatnssýslu, en amma mín var héðan.“ Þessi bland- aði viðmælandi okkar er Gest- ur Kristinsson nýráðinn frétta- ritari Dags á Blönduósi. Ætl- unin er að kynna manninn á bak við fréttaritarann í þessu viðtali, ef við megum orða það svo skemmtilega. Það sem okkur leikur einna fyrst forvitni á að vita, er hvenær Gestur flutti til Blönduóss og hvers vegna. „Við fluttum hingað í maí árið 1984. Konan mín er héðan af Blönduósi, en henni kynntist ég reyndar fyrir sunnan. Ég er pípu- lagningameistari, vann sjálfstætt, fór á hausinn. Langaði ekki að byrja á baslinu upp á nýtt þannig að við ákváðum að flytja hingað. Gera tilraun. Hún hefur tekist ágætlega. Ég starfa sem pípu- lagningameistari hjá kaupfélag- inu og það er alveg ágætt.“ - Nóg að gera? „Það er mjög bylgjukennt. Ég hef síðan í ágúst í fyrra svo til eingöngu verið að vinna að við- gerðum hjá sláturhúsinu. Hér eru engar nýbyggingar í gangi. Allt stopp. Hér getur enginn framkvæmt neitt. Það er svo lítið peningastreymi á þessu svæði. Það fékkst ekki króna til við- byggingar Héraðshælisins, þann- ig að það er allt stopp.“ - Burtséð frá því, hvernig lík- ar þér á Blönduósi? „Mér líkar mjög vel. Að flestu leyti, skulum við segja. Mér líkar það ekki nógu vel hversu vöru- úrval hér um Slóðir er takmark- að. Ég er mjög leiður á að geta ekki keypt nýjan fisk, þó ég búi hér við hliðina á Skagaströnd. Það virðist vera sem lítil áhersla sé lögð á að vera með gott vöru- úrval. Fólk gerir sér ferðir annað hvort til Akureyrar eða Reykja- víkur til að versla.“ - Hvað með menningarlífið, bíóin, leikfélagið? „Það er í ágætu lagi. í fyrstu fannst mér þó sem svo til ein- göngu væru sýndar eldgamlar Gestur Kristinsson. Hann hefur verið Dags í Húnaþingi. myndir, en það hefur skánað mikið. Þeir hafa bætt sig. Hér er starfandi öflugt leikfé- lag. Fyrir áramótin sýndum við Táp og fjör eftir Jónas Árnason. í fyrra var það Skugga-Sveinn og við fórum með það í heilmikið ferðalag, þannig að við þurfum að rétta við fjárhaginn. Já, ég hef tekið þátt í störfum leikfélagsins, lék reyndar í fyrsta skipti í Skugga-Sveini og þá sýslumann. Jú, þetta er mjög gaman. Það er fundur í kvöld hjá ieikfélaginu þar sem rætt verður um hvaða verkefni verður tekið fyrir næst., En það er hefð hér að frumsýna leikrit síðasta vetrardag og það er síðan sýnt á Húnavöku. Hér á Blönduósi eru einnig starfandi hefðbundnir klúbbar og er þeirra starf mikið, þannig að Blanda í vetrarbúningi. Mynd: G.Kr. ráðinn í hlutastarf sem blaðamaður það geta allir fundið eitthvað að gera ef þeir vilja.“ - Fleiri áhugamál en leikfélag- ið? „Það er hestamennskan númer eitt. Ég er með sjö hesta og ætla að taka þá á hús um næstu helgi. Hér er mikill og vaxandi áhugi á hestamennsku og það er verið að byggja upp nýtt hesthúsahverfi. Já, já, það er fjöldi góðra hesta hér, en við höfum mikið vígi að vinna þar sem eru Skagstrending- ar. Þeir hafa verið með betri hesta á síðustu rnóturn." - Ef við víkjum að blaða- mennskunni, hefurðu reynslu á því sviði? „Ekki get ég sagt það. Ég hef skrifað greinar um pólitísk mál- efni í blöð. Svo var ég fyrir nokkrum árum með starfsfræðslu- þætti í sjónvarpinu, þeir hétu Gagn og gaman. Ég sendi inn hugmynd að þessum þætti til Út- varpsráðs og fékk jákvæð svör. Þetta var mjög skemmtilegt. Var dálítið strekktur til að byrja með, en það vandist af. Þetta er geysilega skemmtilegt og ég hef verið að gæla við þá hugmynd hvort hægt sé að fara af stað með svæðissjónvarp, þannig að hver sýsla fái ákveðinn tíma í sjón- varpinu og geri sínum málum skil. Já, ég er mikill fjölmiðla- áhugamaður.“ - Við sláum þá botninn í þetta samtal okkar, það er allt í góðu gengi á Blönduósi? „Fólkið er jákvætt og við bú- umst við betri tíð með blóm í haga. Hér er alltaf gott veður, það hefur ekki komið vetur hér síðan ég kom. Það liggur við að hér sé hægt að ganga um allt á blankskóm allan ársins hring.“ -mþþ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.