Dagur - 22.01.1986, Blaðsíða 9

Dagur - 22.01.1986, Blaðsíða 9
_JþróttÍL Umsjón: Kristján Kristjánsson 22. janúar 1986 - DAGUR - 9 Guðrún H. Kristjánsdóttir hefur staðið sig vel á mótum erlendis að undanfömu. Keppa við þau bestu Eins og margoft hefur komið fram í blaðinu er skíðalandsiið- ið í alpagreinum í keppnisferð í Evrópu um þessar mundir. Það eru þau Guðrún H. Krist- jánsdóttir, Tinna Traustadótt- ir, Snædís Úlriksdóttir og Daníel Hilmarsson sem í liðinu eru. Mótin sem þau keppa á eru svokölluð Fis-mót. í fyrradag kepptu stelpurnar í stórsvigi í Leogang í Austurríki. Þar sigraði austurrísk stúlka, Birgitt Eder á 2:29,02 mín., Guðrún H. Kristjánsdóttir hafn- aði í 60. sæti á 2:44,67 mín. en Guðrún hafði rásnúmer 85. Snædís Úlriksdóttir varð í 70. sæti á 2:46,24 mín. en hún hafði rásnúmer 111. Síðan varð Tinna Traustadóttir í 73. sæti á 2:49,21 mín. en hún hafði rásnúmer 105. Alls voru keppendur á þessu móti um 130. Árangur stúlkn- anna er alveg þokkalegur, þær starta mjög aftarlega og hefur það sitt að segja. En daginn áður eða á sunnu- daginn kepptu þær í svigi í Kuss- en í Austurríki á mjög sterku móti. Þar sigraði Annie Kronbichler frá Austurríki á 84,20 sek. En Annie þessi er ein besta skíða- kona heims í dag. Hún keppir í heimsbikarkeppninni og sigraði m.a. á einu slíku móti um daginn. Guðrún H. Kristjáns- dóttir hafnaði í 41. sæti á 97,96 sek. en þær Tinna og Snædís keyrðu út úr brautinni og urðu úr leik. Keppendur voru 128 en að- eins 53 luku keppni. Næst keppa stelpurnar 25. og 26. janúar í Immenstadt í Þýska- landi. Bæði þau mót eru svigmót en þær koma síðan heim um mánaðamótin. Daníel Hilmarsson frá Dalvík hefur einnig keppt erlendis en honum hefur ekki gengið alveg nógu vel. Hann keppir næst 23. jan. og síðan 24., 25. og 26. jan. á mótum í Þýskalandi og Austur- ríki. Einnig eru fleiri mót fram- undan hjá honum áður en hann kemur heim 4. febrúar. Vonandi fara hlutirnir að ganga upp hjá honum á þeim mótum sem eftir eru. Lið Tindastóls frá Sauðár- króki leikur í 2. deildinni í körfubolta í ár. Liðinu hefur gengið mjög vel í sínum riðli og hefur unnið alla leiki sína til þessa. Þjálfari liðsins og > jafnframt leikmaður er Kári Marísson. Kári er skólastjóri i barnaskóla sem starfræktur er í ielagsheimilinii Héðins- minni á Okrum og einnig er hann bóndi á Sólheimum í Staðarhreppi í Skagafírði. Blaðamaður Dags hitti Kára að máli fvrir skömmu og ræddi við hann, m.a. um körfubolta- iðkun á Sauðárkróki. Hann var fyrst spurður um sín fyrstu kynni af körfubolta. „Ja, það er orðið svo langt að ég man þetta ekki lengur. Jú bíddu, ætli ég hafi ekki verið 16 ára gamall þegar ég byrjaði að æfa hjá Körfuknattleiksfélagi Reykjavíkur, KFR, en það er félag sem ekki er til lengur. Körfuknattleiksdeild Vals var síðan stofnuð upp úr því félagi og var ég einn af þeim sem stofnuðu þá deild innan Vals á sínum tíma. Mig minnir að það hafi verið 1970 eða ’71 sem það gerðist. Ég lék síðan með Val í ein 4-5 ár en gekk þá til liðS við UMFN í Njarðvík. Lék með liði UMFN í 3 ár en flutti þá hingað norður og fór að leika með og þjálfa lið Tindastóls. Eftir að ég kom norður lék ég á fullu með liðinu í 2 ár en tók mér þá hvíld frá körfubolta í 3 ár, þar til í haust að ég byrjaði aftur. Nú, aðalástæðan fyrir því að ég hætti nú síðast var það okkar riðli, við, Skallagrímur og Isafjörður sem eru mjög jöfn að getu. Við rétt mörðum þessi lið í fyrri umferðinni með einu og tveimur stigum, þannig að það getur allt gerst en eins og þctta hefur gengið fram að þessu gel ég ekki annað en ver- ið bjartsýnn." ' - En hvernig er það, nú fer bara eitt lið úr 2. deild í I. deild. Keppa tvö efstu liðin í hvorum riðli um það sæti? „Nei aldeilis ekki. Það verður úrslitakeppni á milli fjögurra liða, tveggja efstu úr hvorum riðli og verður þar byrjað upp á nýtt. Liðin fara ekki með stigin úr innbyrðisleikjunum í riðlun- um í úrslitakeppnina. Þannig að það má segja áð cf við náurn efsta eða næstefsta sætinu í okk- ar riðli að þá fyrst byrji ballið. Verður ieikið heima og heiman og fer úrslitakeppnin fram í mars." - Hvernig líst þér á fyrir- komulag úrslitakeppninnar? „í sjálfu sér held ég að þetta sé í lagi eins og það er, nema mér finnst að stigin úr riðlunum ættu að fylgja liðunum í úrslita- keppnina. Én það sern hefur verið hvað erfiðast fyrir okkur er það að leikurinn sem við spil- uðunt við USAH í síðustu viku er fyrsti leikur okkar síðan í október. Ég myndi vilja losna við að leika í 2. deild aftur, þó ekki væri nema bara til að fá jafnara keppnistímabil. Þetta væru náttúrlega fleiri leikir ef ekki væri þessi riðlaskipting í 2. deildinni. En ég held að hún sé nauðsynleg vegna ferðakostn- aðar og fleira.“ Kári Marísson skólastjóri, bóndi og þjálfari Tindastóls í körfubolta. Mynd: KK. „Legg áherslu á l( íttleikandi j spil og góðan« ind a í liðinu“ 1 - segir Kári Marísson þjálfari Tindastóls í körfubolta hversu aðstaðaa er léleg á Króknum til æf.nga og keppni. Við erum í pínulitlum sal sem er óskaplega leiðinlegur. Það sem fékk mig fyrst og fremst af stað aftur er það að nú á að fara að taka í notkun nýtt og glæsi- legt íþróttahús á Sauðárkróki. Er meiningin að vígja það núna 25. janúar.“ - Ertu bjartsýnn á möguleika Tindastóls um sæti í 1. deild að ári? „Já, ég held ég geti varla ver- ið annað. En þctta getur orðið barningur, það eru þrjú lið í - Það hlýtur samt að verða mikill plús fyrir ykkur að vera að taka nýja húsið í notkun. Ekki síst ef þið komist í úrslita- keppnina. „Já, það verður það og kem- ur til með að breyta öllu í sam- bandi við körfuboltann hjá okkur.“ - En ert þú ekkert orðinn þreyttur á að kcyra á æfingar til Sauðárkróks? „Nei, ég finn ekkcrt fyrir því. Þetta eru 100 km í ferð og við æfum þrisvar í viku. Vegurinn er það góður að þetta er bara rúll þarna út eftir.“ - Hvernig verður með þig næsta ár, ætlar þú að spila áfram með þeim? „Ég veit það ekki ennþá. En það kemur alveg til greina ef ekkert óvænt kemur upp á. Ég finn ekki fyrir neinni þreytu eða svoleiðis enda nýkominn úr fríi, þannig að ég held að það sé alveg eins víst að ég spili áfram.“ - Nú ertu skólastjóri, bóndi og þjálfari. Hvenig gengur að samræma þaö allt sarnan? „Ja, þetta einhvern veginn slcppur allt saman. Það er aö vísu dálítið erfitt aö hlaupa svona á milli staða en á nteðan maður er ekki oröinn leiður er það allt í lagi.“ - Nú þykja margir efnilegir körfuboltamenn á Sauðárkróki, hvað er til í því? „Þaö eru tvéir leikmenn Tindastóls í unglingalandslið- inu, þeir Eyjólfur Sverrisson og Haraldur Leifsson. Þeir strákar cru virkilega skemmtilegir spil- arar. Eyjólfur mjög lipur og Haraldur stór og sterkur. Einn- ig eru strákar eins og Hólntar Ástvaldsson góðir en hann er í námi á Akureyri og spilar með Þór og ég á ekki von á að hann komi hcim á næstunni. Þetta breyttist mikið þegar Fjöl- brautaskólinn hér fór af stað á Króknum. Hcimastrákarnir fóru minna í burtu í nám. Ég man að fyrstu árin mín hérna fyrir norðan voru aðeins 2 leik- menn úr fasta liðinu á staðnum. Hinir voru fyrir sunnan og á Akureyri en nú eru þeir allir á staðnum. Þá á tilkoma nýja hússins eftir að gerbreyta öllu fyrir íþróttina og bæjarlífið almennt." - Að lokurn Kári ertu ánægður með strákana í liðinu? „Já, mjög þeir hafa æft vel og sýnt mikinn áhuga á því sem við erum að gera. Andinn í liðinu er mjög góður og ég hcf lagt mikið upp úr því að við spilum upp á léttleikann og ánægjuna og þá kemur hitt á eftir. Strák- arnir hafa greinilega fundið sig í slíku og það er eins og í kennsl- unni að þegar menn svara þeim hlutum svona vel þá ná þeir miklu meira út úr mér sem leið- beinanda. Það nýtist strákunum vel hjá hversu góðurn þjálfurum ég hef verið í gegnum tíðina og ég get miðlað þeim því sem ég lærði hjá þeim. Ég fékk til dæm- is æfingaprógramm hjá Gunnari Þorvarðarsyni þjálfara UMFN sem ég hef ekki getað notað enn vegna plássleysis. Ég bíð bara ineð það skjálfandi eftir að nýja b.úsið verði tekið í notkun og þá mun ég fara í það af fullum krafti. Gunnar er mjög góður þjálfari og notar þá aöferð sem mér líkar vel, að þetta sé byggt upp á góðum anda. Það er helmingurinn af öllu saman að mórallinn sé góður," sagði Kári að lokum. Körfuboltalið Tindastóls 1985-86 ásamt þjálfara og liðstjóra. Mynd: KK.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.