Dagur - 22.01.1986, Blaðsíða 5

Dagur - 22.01.1986, Blaðsíða 5
22. janúar 1986 - DAGUR - 5 „Vatnsspamaðurinn þýðir byltingu í okkar áætlanagerð“ -segir Wilhelm V. Steindórsson, hitaveitustjóri, sem er bjartsýnn á rekstrarhorfur veitunnar. Á undanförnum dögum hafa notendur hjá Hitaveitu Akur- eyrar fengið reikninga fyrir heitavatnsnotkunina í desem- ber, sem jafnframt er upp- gjörsreikningur fyrir nýliðið ár. Reiknaður er út mismunur- inn á áætlaðri notkun og raun- verulegri notkun, samkvæmt aflestri á rúmmetramælana, sem gerður var um áramótin. Sumir notendur áttu inni hjá veitunni, aðrir skulduðu henni, en hjá langflestum not- endum reyndist áætlun veit- unnar því sem næst rétt. Þeir notendur, sem áttu inn- eign hjá hitaveitunni um áramót, geta fengið upphæðina endur- greidda, ellegar geymt hana á viðskiptareikningi sínum hjá veitunni, þar til janúarreikning- urinn verður sendur út. Velji þeir síðari kostinn fá þeir fulla vexti á upphæðina, jafnframt því sem upphæðin er verðbætt um 16%, en það er sú hækkun sem varð á gjaldskránni um áramótin. Raun- ar gildir síðarnefnda atriðið um alla, hvort heldur sem þeir taka innistæðu sína út, eða geyma hana til greiðslu á næsta reikn- ingi. Að sögn Wilhelms V. Steindórssonar, hafa langflestir valið þann kostinn að geyma inn- eign sína. Sagði hann, að það mætti telja þá á fingrum sér, sem hefðu beðið um endurgreiðslu. Wilhelm var spurður, hvernig veitan hefði unnið þá áætlun, sem notendur hennar hafa greitt eftir, allt frá því að rúmmetra- mælarnir voru teknir í notkun, þar til uppgjörið fór fram um ára- mótin. Aætlunin í stöðugri endurskoðun „Okkar áætlun hefur verið í stöðugri endurskoðun á þessu tímabili, sagði Wilhelm. „Upp- haflega var hún miðuð við rúm- metrafjölda húseignar, sam- kvæmt upplýsingum frá bygg- ingafulltrúa, og þá mínútulítra, sem notandinn hafði fengið sam- kvæmt hemlakerfinu. Pessir þættir voru látnir vega jafnt. Pessa áætlun leiðréttum við eftir því sem ástæða þótti til, eftir ábendingum notenda, ekki síst með hliðsjón af því, að víða eru stórir hluta húseigna óupphitað- ir. Næsta skref var að óska eftir því við neytendur, að þeir læsu sjálfir á mæla sína og sendu okk- ur niðurstöðurnar. Þeir urðu vel við þessum tilmælum og svörun var yfir 90%. Pessar niðurstöður voru síðan skoðaðar og áætlunin leiðrétt samkvæmt því. Loks lásu starfsmenn veitunnar af mælun- um 31. október. Þar með var fengin raunveruleg notkun í 4 mánuði og enn var áætlunin leið- rétt. Jafnframt þessu höfum við allan tímann verið tilbúnir til að skoða ábendingar frá notendum, til leiðréttingar á áætluninni. Og oft hafa þær ábendingar reynst réttmætar.“ - Ykkar innheimta miðast við að notandinn greiði svipaða upp- hæð mánaðarlega allt árið. Fyrir vikið áttu margir verulega upp- hæð inni hjá veitunni á haustdög- um. „Já, við töldum það koma bet- ur út fyrir notandann, að greiða jafnaðarupphæð mánaðarlega, frekar heldur en að fá lága reikn- inga yfir sumartímann, en síðan reikninga með svimandi tölum yfir veturinn. Mælarnir voru teknir í notkun um mitt sumar. Þá var notkunin eðlilega lítil og fyrir vikið áttu flestir notendur verulega inneign hjá veitunni eftir fyrstu mánuð- ina. En þegar kólnaði í véðri jafnaðist þetta. Niðurstaðan varð sú, að um 80% notenda voru ná- lægt núllinu um áramótin. En nú snýst dæmið við. Það fer í hönd kaldasti tími ársins, þannig að hætt er við að margir notendur noti mun meira vatn heldur en áætlunin og væntanlegir reikning- ar segja til um. Þar með eru þeir komnir í verulega skuld við veit- una. Dæmið snýst síðan við þeg- ar vorar. Þá notar notandinn minna magn heldur en áætlunin gerir ráð fyrir. Þar með jafnast reikningarnir aftur, fram að upp- gjöri 1. júlí. Eftir það snýst dæm- ið enn við og nú er það notandinn sem kemur til með að eiga inni hjá veitunni. Þar af leiðandi held ég að það halli hvorki á notend- ur, né veituna, þegar þetta dæmi er skoðað yfir allt árið.“ Inneignin í vatns- bankanum eykst - Annað af meginmarkmiðum hitaveitunnar með því að taka upp mælanotkun, var að kalla fram minni vatnsnotkun, til að hlífa vatnsnámum veitunnar. Með því móti var reiknað með, að hægt væri að fresta dýrum virkjunarframkvæmdum urn óákveðinn tíma. Hafa þessar vonir ræst? „Já, það er ekki hægt að segja annað, því ástandið í okkar vatnsnámum hefur ekki verið betra í langan tíma. Raunar datt notkunin niður strax og mælarnir höfðu verið settir upp, þó ekki væri búið að taka þá í notkun til gjaldtöku. En eftir að þeir komu í gagnið fór vatnsnotkunin niður í 70 sek.l., sem ekki hafði sést áður á sama árstíma. Þó var síð- asta sumar í kaldara lagi. Sama þróun hefur haldið áfram, þannig að þegar á heildina er litið hefur vatnsnotkunin verið um 32% minni eftir að mælarnir komu til sögunnar. Þetta þýðir byltingu í okkar áætlanagerð, því það er sýnt, að við getum frestað öllum virkjunarframkvæmdum fram á næstu öld. Samt sem áður búum við við aukið öryggi og erum í stakk búnir til að bæta við okkur nýjum notendum, sem nú nota rafmagn.1' - Önnur forsenda fyrir mælun- um var fjárhagurinn, þeir áttu að bæta fjárhagsstöðu veitunnar. Hefur það líka farið eftir? „Já, dæmið virðist ætla að ganga upp, það er ekkert sem bendir til annars en okkar tekju- áætlanir standist. Raunar er þetta samhangandi, því minni vatns- notkun sparar okkur verulegar fjárhæðir, t.d. vegna minni raf- orkukaupa samhliða minni dælu- notkun. Ég get nefnt sem dæmi, að á Laugalandssvæðinu einu höfum við sparað 5 m. kr. í raf- orkukaupum, með þeim aðgerð- um sem við höfum beitt á undan- förnum tveim áruni. Fjárhagsstaðan er því mun betri, þannig að í ár þurfum við ekki að taka ný erlend lán til að greiða vexti og verðbætur af þeim eldri, og ég er sannfærður um að við getum greitt þessi lán niður á næstu árum.“ Þurfum að standa fast í ístaðinu - Er þá vandi veitunnar úr sög- unni? „Nei, síður en svo, nú þurfum við að standa fast í ístaðinu. Ég nefni fjögur atriði, sem leggja þarf áherslu á. Meira en helming- ur okkar rekstrarútgjalda er til kaupa á raforku og á þessu ári áætlum við að verja til þeirra hluta 21,9 m. kr. Af þessari upp- hæð þurfum við að greiða 6,4 m. kr. í söluskatt og verðjöfnunar- gjald. Slíkt er ekki sanngjarnt. 1 öðru lagi þurfum við að fá leið- réttingu á verðlagningu þeirrar raforku sem við kaupum. Við kaupum mikið magn og nýtum það vel, en samt sem áður þurf- um við að greiða það sama fyrir orkuna og bændur, sem nota raf- orkuna til að knýja sína súg- þurrkun, svo tekið sé dæmi. Þetta er heldur ekki sanngjarnt. í þriðja lagi þarf að endur- skoða okkar erlendu lán, með til- liti til gengisþróunnar. Það er hugsanlegt að hagkvæmt sé að tryggja þau í öðrum gjaldmiðl- um, en nú er gert. í fjórða lagi er í bænum stór hitunarmarkaður, sem Hitaveita Akureyrar þarf að yfirtaka. Hönnum dreifikerfis veitunnar er miðuð við að allur bærinn sé tengdur veitunni. Það er því mik- ið atriði, t.d. gagnvart hitastiginu á vatninu, að þetta verði að veru- leika fyrr en síðar. Þar að auki færir þetta hitaveitunni um það bil 40 m. kr. viðbótartekjur, án þess að til stofnkostnaðar komi, þar sem dreifikerfið hefur víðast hvar verið lagt í göturnar. Þar undanskil ég þó Gerðahverfi 2.“ - Þú minntist á hitastigið, margir notendur bera sig illa und- an lágu hitastigi. Er einhver von um úrbætur? „Það er rétt, mismunandi hita- stig milli hverfa hefur valdið okk- ur erfiðleikum, en notendur, sem búa við lágt hitastig, hafa fengið leiðréttingu á sínum reikningum. Að hluta ti! stafar þetta af því, að dreifikerfið er hannað út frá þeirri forsendu, að allur bærinn tengist hitaveitu. Það hefur ekki verið gert cg fyrir vikið er minna rennsli í kerfinu. Auk þess hafa kotnið í ljós hönnunargallar. Við höfunr smátt og smátt verið að gera endurbætur á kerfinu, til að fækka þessum kuldapollum, og í sumar verður gert átak í þeim efnum." Eigum að bjarga okkur sjálf - Nú hefur verið talað um að ríkisvaldið komi með einhverjum hætti inn í myndina, til að bæta hag veitunnar. Einnig hefur verið talað um sölu á eignum bæjarins í fvrirtækjum, til að útvega veit- unni eigið fé. Styður þú þessar hugmyndir? „Nei, ég tel að við eigum sjálf að vinna okkur út út úr þeim vanda sem hitaveitan er i og ég held að okkur takist það. Þessi vandi er ekki það stór, að við get- um ekki sigrast á honurn. Á eftir stöndum við sterkari en ella, sterkari gegn Reykjavíkurvald- inu. Við eigum ekki að sækja þangað með betlistaf. Með því móti verður Akureyri ekki annað en hjáleiga frá Reykjavík. Við þurfum hins vegar að njóta sann- girni; það er til dæmis ekki eðli- legt að ríkið skattpíni okkur og okri á þeirri raforku sem við kaupum. En ég er ósammála öll- urn inngripum ríkisvaldsins í rekstur veitunnar. Við getum leyst þessi mál, ef menn þora að taka á þeim í fullri alvöru," sagði Wilhelm V. Stcindórsson. - GS HITAVEITA AKUREYRAR HAFNAR8TRÆTI B8B - 8lMI (96) 22105 NAFNNÚMER 4151-2377 VARMAORKUREIKNINGUR Nr. 018000 1740357 ÚtgBfudagur 10.01.86 aindagi 25.01.86 Orkukaupandi Nalnnumar 1 — Siðan 3ón Oónsson 1332-1332 Oagt A'aat'a' i 01.12.85 01.01.86 Nolkunarataður Aðalstræti 100 Vaitunumar 6H-011 -023-011-1 M«tie- staða m* I 367 424 Taxti A og B1, Hitun og neysla Maiianumar H2554815 Skyring Áætluí^ Á1estur Sundurliðun Orkugjald: 57 rúfnm.v. í 31 dag a 50 kr/rúmm.v 2. Fast aflgjald: 2,0 l/mín í 31 dag á 3 .000 kr/mín/ari Osga'iOidf 31. NotRun. n 57 Stillmg hemiK. ! a 509 krl Leiðretting vegna hitafalls, -5 % Upplýslngar Samtals Til greiðslu 3.359 kr 167 kr| 3.192 kr lUpphitað húsrými: 419 rúmm.h. irr§f [Viðmiðunarnotkun: 704 rúmm.v./ári EE |Viðmiðunarafl: 2,7 1 /mín (Orkunotkun: 815 rúmm.v./ári F ráv ik f rá viðmiðun 1 6% |keypt afl: 2,0 1 /mí n Fráv i k f rá viðmiðun -26% |Cráðudagafjöldi: 2970 gráðudagar lOrkunotkun á rúmm.h.: 1,95 rúmm.v./rúmm.h. (Orkunotkun á gráðudag: 0,27 rúmm.v./gráðudag Vlnnmlega tllkynnlö flutnlng. Kaupandl ar ábyrgur fyrlr gralðalum, par tll tllkynnlng helur borlat Hltavaitu Akureyrar. Uppgjörsreikningur Jóns Jónssonar. Skýringar: 1. Áætluð notkun 1. desember og samkvæmt því greiddi Jón. 2. Við álestur uni árainótin reyndist notkun hans hafa verið 424 m'. 3. Jón skuldaði því hitaveitunni fyrir 57 mJ um áramótin. 4. Hemill Jóns er stilltur á 2 1/mín. 5. Jón þarf að greiða 50 kr. fyrir hvern rúm- metra. 6. Hann grciðir leigu fyrir hvern mínútulítra á hemli. 7. Jón fær 5% afslátt, þar sein vatnið er ekki nægilega heitt. 8. Jón hitar upp 419 rúmmetra af húsi sínu, samkvæmt upplýsingum frá byggingafulltrúa. 9. Samkvæmt upplýsingupi hitaveitna og rafveitna á hann að þurfa 704 rúmmetra vatns á ári, til að hita upp þetta húsrými, samkvæmt landsmeðaltali. 10. Þess vegna ætti Jón að láta stilla hemil sinn á 2,7 I. 11. Reynslan hefur sýnt, að Jón notar 815 m á ári, ef miðað er við eyðslu hans síðari helming síðasta árs. Það er 16% meira en landsmeðaltal gerir ráð fyrir. 12. Hann stillir heimil sinn hins vegar aðeins á 2 lítra á mín- útu, sem er 26% undir því sem „normið“ gerir ráð fyrir að hann þurfi. Þess vegna er að öllum líkindum svalt hjá Jóni í kuldaköstum. 13. Síðari helming nýliðins árs voru gráðudagar 2.970 á Akurcyri. Þar er um að ræða mismuninn á 20°C stofuhita og raunvcrulegu hitastigi utanhúss. 14. Jón licfur notað 1,95 rúmmetra vatns, til að hita hvern rúmmetra í húsi sínu. Þessi tala er góð til samanburðar við reikning grannans. 15. Hann hefur notað 0,27 rúmnietra vatns fyrir hvern gráðudag. Þessi tala er góð til viðmiðunar á milli upp- gjöra, þar sem mismunandi vcðurfar er tekið inn í dæmið.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.