Dagur - 22.01.1986, Blaðsíða 4

Dagur - 22.01.1986, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 22. janúar 1986 Díana Ross - meiriháttar stjarna Að atlokinni hljómleikaferð um Evrópu hefur Díana Ross snúið sér af fullum krafti að því að vinna mynd um Jósefínu Baker. Áður hefur hún unnið að gerð myndar um Billie Holiday (Lady sings the Blues) og hún hefur leikið í „Mahogany" og „The Wiz“. Michael Browne sem hefur séð um að skipuleggja hljómleika- ferðir fyrir hana segir að söngkonan sé „drottning á sviðinu" en hún vilji einnig láta koma fram við sig sem drottningu í einkalíf- inu. Hún krefjist ótakmarkaðrar athygli alla 24 tíma sólarhringsins. Pau 5 ár sem hann vann fyrir hana rak hún 24 einkaritara. Ástæða fyrir brottrekstri var í nokkrum tilvik- um sú að ritaranum varð það á að spyrja spurninga án þess að hafa til þess leyfi! „Það er enginn til sem getur haldið það út að eltast við duttlunga hennar til lengdar,“ segir Michael og hann spáir því að jafnvel hinn þolinmóði Arne Næss muni gefast upp. Díana sé með eindæmum afbrýðisöm og þjáist af algjöru kaupæði. Fyrir jólin leigði hún sér eina DC-9 og skrapp til Sun Valley til að kaupa jólagjafir fyrir Iitlar 8 milljónir íslenskar!!! Litimir koma upp um þinn innri mann Litir eru liluti af lífinu. Við íklæðumst fötum í ýmsum litum og þeir litir gefa ýmislegt til kynna um okkur. Litir hafa áhrif á tilfinningalífið, já þeir geta jafnvel haft áhrif á púlsinn, andardráttinn, heilastarfsemina og meltinguna. Þetta hafa margir sálfræðingar sagt og enn fleiri hafa reynt að setja fram reglur um tengslin á milli manngerða og lita. Sé uppáhaldsliturinn þinn rauður, þá ertu sennilega fullur af lífsorku, með ofsafengið skap og ástríðufullur. Sé gulur liturinn þinn, þá áttu þér margar hugsjónir, ert hrifnæmur og rómantískur. Grænn er sá litur sem gefur til kynna ást, ævintýralöngun og sjálfstæði í vinnunni. Blár er mjög skær litur og bendir til að menn hafi áhuga á samskiptum við aðra, einnig til þess að menn séu róman- tískir og að þeir finni hamingjuna með hinum „eina sanna". Haldir þú mest upp á appelsínugulan, hefur þú gaman af að skemmta þér og fyrir þér er lífið leikur. Þú hefur yndi af hinu óþekkta og hatar einveru. Brúnn er litur varkárninnar. Hann gefur til kynna tryggð og heiðarleika. Að síðustu er það svo svarti Iiturinn, hann er tákn þess kynræna. En svart er cinnig merki um hömlur og innri baráttu, sem bug þarf að vinna á áður en hægt er að njóta lífsins. • Ekki ófrískur! Á síðasta ári voru settir viðvörunarmlðar á alla sígarettupakka þar sem kaupendum þeirra var gerð grein fyrir hversu skaðsama vöru þeir voru að kaupa. Viðvörunarmið- arnir eru af ýmsum toga. Vinur okkar einn sem eitt sinn reyktl bað afgreiðslu- fólk ætíð um að láta sfg fá pakka með viðvörun sem beindist einkum og sér í lagi til ófrískra kvenna, en þar er sagt að reykingar á meðgöngu ógni heilbrlgði móður og barns. Vininum fannst sem þessi viðvör- un kæmi honum ekkl við sérstaklega. Hann var nefnilega ekki ófrískur sjálfur! # Útlendingar í framboð? Flokkur mannsins var með útsendara sfna á Blönduósi á dögunum og stóð til að efna þar til hellmikils fundar eitt kvöldið. Á staðinn komu einir 8 fulltrúar flokksins og hófu þeir að ganga í hús á staðnum f þeim til- gangi að fá fólk til að mæta á fundinn um kvöldið. Það vaktf mikla athygii að a.m.k. tveir þeirra sem gengu í hús á vegum flokksins töluðu ekkert nema ensku og velta Blöndósingar þvf fyrir sér hvort Flokkur manns- ins haldi að það verði hægt að setja útlendinga í framboð þar f vor. Þess má svo að lokum geta að á fundinn um kvöldið mætti enginn Blönduósbúi, ekki einn einasti. # Óreiða í bókhaldi í skyndirannsókn skatt- rannsóknarstjóra sem gerð var á síðasta ári kom í Ijós að víða var bókhaldi fyrirtækja meira en lítið ábótavant. Ekki þarf.það endilega að þýða að þau fyrirtæki sem ekki höfðu fullkomið bókhald svíki undan skatti en þó hvarfl- ar það að manni að svo sé i sumum tilfella. _á Ijósvakanum. Örn Ingi er með þátt sinn, „Hvað finnst þér,“ á dagskrá útvarpsins á Rás 1 kl. 15.15 í dag. Isiónvarpí MIÐVIKUDAGUR 22. janúar 19.00 Stundin okkar. Endursýndur þáttur frá 19. janúar. 19.30 Aftanstund. Barnaþáttur með innlendu og erlendu efni. Söguhornið - Fitukeppur- inn, saga úr bókinni Gest- um í gamla trénu. Þor- steinn frá Hamri þýddi. Sögumaður: HaUgrímur Indriðason. Myndir: Valgerður Jónas- dóttir. Sögur snáksins með fjaðrahaminn, spænskur teiknimyndaflokkur, og Ferðir Gúllívers, þýskur brúðumyndaflokkur. 19.50 Fréttaágríp á tákn- máli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Dallas. Er öllu lokið? Bandarískur framhalds- myndaflokkur. Næstsíð- asti þáttur syrpunnar. Þýðandi: Bjöm Baldurs- son. 21.35 Á líðandi stundu. Nýr þáttur með blönduðu efni. Bein útsending úr sjónvarpssal eða þaðan sem atburðir líðandi stundar em að gerast ásamt ýmsum innskots- atriðum. Umsjónarmenn: Ómar Ragnarsson, Agnes Braga- dóttir og Sigmundur Ernir Rúnarsson. Stjóm útsendingar og upptöku: Tage Ammend- mp og Óli Örn Andreas- sen. 22.25 Höfum við gengið til góðs? Síðari hluti. (Global Report n). Heimildamynd frá breska sjónvarpinu, BBC. í mynd- inni er litið um öxl og kannað hvað áunnist hefur frá því að síðari heims- styrjöldinni lauk í velferð- armálum jarðarbúa. Þýðandi: Jón O. Edwald. 23.20 Fréttir í dagskrárlok. \útvarp\ MIÐVIKUDAGUR 22. janúar 11.10 Morguntónleikar. 12.00 Dagskrá • Tilkynning- ar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir • Til- kynningar ■ Tónleikar. 13.30 í dagsins önn - Heim- ili og skóli. Umsjón: Bogi Arnar Finn- bogason. 14.00 Miðdegissagan: „Ævintýramaður," - af Jóni Ólafssyni ritstjora. Gils Guðmundsson tók saman og les (15) 14.30 Óperettutónlist. 15.15 Hvað finnst ykkur? Umsjón: Öm Ingi. (Frá Ak- ureyri). 15.45 Tilkynningar • Tón- leikar. 16.00 Fréttir • Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Síðdegistónleikar. 17.00 Barnaútvarpið. Meðal efnis: „Stína" eftir Babbis Friis Baastad í þýð- ingu Sigurðar Gunnars- sonar. Helga Einarsdóttir les (6) Stjómandi: Kristín Helga- dóttir. 17.40 Úr atvinnulífinu - Sjávarútvegur og fisk- vinnsla. Umsjón: Gísli Jón Kristjánsson. 18.00 Tónleikar • Tilkynn- ingar. 18.45 Veðurfregnir • Dag- skrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.40 Tilkynningar. 19.45 Málræktarþáttur. Helgi J. Halldórsson flytur þáttinn. 19.50 Eftir fréttir. Bernharður Guðmundsson talar um þróunarmál í Brasilíu og Eþíópíu. 20.00 Hálftíminn. Elín Kristinsdóttir kynnir popptónlist. 20.30 Iþróttir. Umsjón: Samúel Örn Erl- ingsson. 20.50 Hljómplöturabb Þorsteins Hannessonar. 21.30 Skólasaga - Agi og refsingar í skólum á 16., 17. og 18. öld. Guðlaugur R. Guðmunds- son tók saman. Lesari með honum: Krist- ján Sigfússon. 22.00 Fréttir Dagskrá morgundagsins Orð kvöldsins 22.15 Veðurfregnir 22.20 Bókaþáttur. Umsjón: Njörður P. Njarðvík. 23.00 Á óperusviðinu. Leifur Þórarinsson kynnir ópemtónlist. 24.00 Fréttir • Dagskrárlok. FIMMTUDAGUR 23. janúar 7.00 Veðurfregnir • Fréttir • Bæn. 7.15 Morgunvaktin. 7.20 Morguntrímm. 7.30 Fréttir • Tilkynningar. 8.00 Fréttir • Tilkynningar. 8.15 Veðurfregnir. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barn- anna: „Fílsunginn” eftir Rudyard Kopling. Krisín Ólafsdóttir les fyrri hluta þýðingar Halldórs Stefánssonar. 9.20 Morguntrimm • Til- kynningar • Tónleikar, þulur velur og kynnir. 10.00 Fréttir. 10.05 Málræktarþáttur. Endurtekinn þáttur frá kvöldinu áður sem Helgi J. Halldórsson flytur. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Lesið úr forustugrein- um dagblaðanna. 10.40 „Ég man þá tíð". Hermann Ragnar Stefáns- son kynnir lög frá liðnum ámm. \rás 21 MIÐVIKUDAGUR 22. janúar 10.00-12.00 Morgunþáttur. Stjómandi: Kristján Sigur- jónsson. Hlé. 14.00-15.00 Eftir tvö. Stjórnandi: Jón Axel Ólafsson. 15.00-16.00 Nú er lag. Gömul og ný úrvalslög að hætti hússins. Stjórnandi: Gunnar Salv- arsson. 16.00-17.00 Dægurflugur. Leopold Sveinsson kynnir nýjustu dægurlögin. 17.00-18.00 Þræðir. Stjórnandi: Andrea Jóns- dóttir. 3ja mín. fréttir kl. 11, 15, 16 og 17. RlKJSLnVARPIÐ AAKUREYRI 17.03-18.30 Ríkisútvarpið á Akureyri - Svæðisútvarp.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.