Dagur - 22.01.1986, Blaðsíða 12

Dagur - 22.01.1986, Blaðsíða 12
Akureyri, miðvikudagur 22. janúar 1986 Ritstjóm • Auglýsingar • Afgreiðsla Síminn er 2 4 222 Dráttar- bíll fór þversum -og lokaði veginum milli Siglufjarðar og Fljóta Fyrir hádegið í gær lokaðist vegurinn milli Siglufjarðar og Fljóta, ekki vegna fannfergis heldur vegna þess að dráttar- bfll með tengivagn fór þversum á veginum og teppti þannig alla umferð. Að sögn Símonar Gestssonar, útibússtjóra Kaupfélags Skag- firðinga í Fljótum varð óhappið með þeim hætti að þegar bílstjóri flutningabílsins var að leggja í bratta brekku í Hraunadal, skammt utan við Hraun, kom snörp hviða á móti honum og byrgði honum sýn fram á veginn. Því varð bílstjórinn að hægja á bílnum og missti hann svo mikla ferð að hann hafði sig ekki upp brekkuna, þrátt fyrir keðjur á öll- um hjólum. Kafaldsbylur var á þessum slóðum og færð í þyngra lagi. í brekkunni slóst tengivagn- inn til þannig að bíllinn fór þvers- um á veginum og var ekki talið vogandi að reyna að koma bíln- um frá nema með utanaðkom- andi aðstoð. Fenginn var veghefill Vega- gerðar ríkisins sem staðsettur er í Ketilási í Fljótum, en áður en hægt var að hefjast handa varð að bíða eftir stjórnanda hefilsins sem er búsettur á Sauðárkróki og kom akandi þaðan. Það gekk fljótt og vel að losa bílinn og opn- aðist vegurinn þar með aftur eftir tveggja og hálfs tíma lokun. -yk. Blóðsýni tekið úr einum meðlima blóðgjafasveitairinnar. Mynd: KGA. Gífurleg kaffihækkun - Heimsmarkaðsverð á kaffi hækkaði um 30-35% í haust og önnur álíka eða meiri hækkun er framundan Mikil hækkun varð á heims- markaðsverði á kaffibaunum í haust og enn á kaffibaunaverð eftir að hækka á næstu mánuð- um. Að sögn Gunnars Karis- sonar framkvæmdastjóra Kaffibrennslu Akureyrar nam hækkunin 30-35% í haust og framundan er önnur eins hækkun. Kaffibaunaverð á heimsmarkaði hefur því hækk- að um 90-100% þegar þessar hækkanir verða komnar til eft- ir nokkra mánuði. Pessar hækkanir stafa af mikl- um þurrkum, og uppskerubresti í Brazilíu í kjölfar þeirra. Mikið drapst af kaffiplöntum, sérstak- lega af betri tegundunum, og þegar svo var komið fóru menn að treysta á kaffibaunir frá Kol- umbíu. Þar urðu hins vegar mikl- ar náttúruhamfarir og sagði Gunnar að í kjölfar þess hefði nánast orðið sprenging á kaffi- baunaverði á heimsmarkaði. „Kaffibaunirnar eru lang- stærsti útgjaldaliðurinn hjá okkur,“ sagði Gunnar Karlsson. „Ég tel að það sé rúmlega 70%, og þetta leiðir auðvitað til mikilla hækkana hjá okkur á næstunni. Þeir sérfræðingar sem ég hef rætt við, telja að ekki verði neinar breytingar til bóta næstu mánuði. Ég vil hins vegar vekja athygli á því að þrátt fyrir þessar hækkanir verður kaffi áfram ódýr drykkur miðað við marga aðra og það gildir þá fyrir fólk að fara vel með kaffið.” gk.- Allt fullt á framsóknarvist A föstudagskvöld verður ann- að af þremur keppniskvöldum í félagsvist á Hótel KEA. Það eru framsóknarfélögin á Akur- 30% raunlækkun árgjalda til Fjórðungssambandsins Framlög sveitarfélaga til Fjórðungssambands Norð- lendinga verða þau sömu í ár og þau voru í fyrra, þrátt fyrir að tekjur sveitarfélaga hækki í krónutölu á milli ára um rúm- 1 lega 30%. Ástæða þessarar lækkunar er sú, að á síðasta fjórðungsþingi Norðlendinga var ákveðið að grípa til ýmissa ráðstafana til sparnaðar í rekstri. Par má m.a. nefna að milliþinganefndir voru lagðar niður að strjálbýlisnefnd Bæjarstjórn Akureyrar vísaði til bæjarráðs á ný: ucjbjuioijuiii nnuiujfiui wiouui iii uvujuiiuuo u ny. Heimild til endurráðn ingar eftir sjötugt Samþykkt bæjarráðs Akureyrar frá 16. janúar um heimild til að endurráða starfsmcnn bæjarins eða stofnana hans í hálft starf á tímavinnukaupi eftir 70 ára aldur var vísað til bæjarráðs á ný, eftir töluverðar umræður í bæjar- stjórn í gær. Skoðanir voru þar mjög skiptar um málið og töldu sumir bæjarfulltrúar ekki óeðli- legt að starfslok væru við sjötugt og ménn þyrftu ekki að fara í grafgötur með það. Á hinn bóg- inn var upplýst að með þessu væri í raun ekki verið að breyta neinu, því tíðkast hefði að leyfa mönnum að vinna fram yfir sjötugt. STAK mun einnig fjalla um þctta mál áður en til af- greiðslu kemur á ný. í samþykktinni segir svo: „Heimilt er að endurráða mann, sem náð hefir 70 ára aldri og lætur af föstu starfi hjá Akur- eyrarbæ eða stofnunum hans, í annað starf á tímavinnukaupi, allt að hálfu starfi. Laun vegna endurráðningar til starfa, sem falla undir kjara- samninga verkalýðsfélaga, greið- ast skv. þeim samningum, en ella greiðist tímavinnukaup skv. 2. tölulið, gr. 1.2.2. í aðalkjara- samningi starfsmanna Akureyr- arbæjar. Starfsmaður, sem óskar að ráða sig til vinnu eftir sjötugt samkvæmt þessum skilmálum, skal sækja um það skriflega til viðkomandi stofnunar. Ákvörðun um ráðningu sam- kvæmt þessari grein skal tekin af bæjarstjóra að fenginni umsögn yfirmanns viðkomandi stofnunar og umsögnum þeirra sérfræð- inga, sem talið er rétt að leita til hverju sinni. Hafa skal náið sam- starf við starfsmanninn um með- ferð málsins.“ HS undan skilinni, felld voru niður framlög til sérverkefna og loks var ákveðið að færa iðnráðgjafa- starfsemina til iðnþróunarfélaga sveitarfélaganna. Þessi sparnaður gaf olnboga- rými til að lækka árgjöld sveitar- félaga úr 0,50% í 0,35% af álagn- ingartekjum og Jöfnunarsjóðs- framlögum. Parna er um 30% raunlækkun að ræða. Ef gengið er út frá því að öll sveitarfélög á Norðurlandi eigi aðild að iðnþróunarfélögum og greiðslur sveitarfélaga til þeirra verði 0,5% af álögðum útsvör- um, fasteignasköttum og að- stöðugjöldum, má reikna með að heildarframlög sveitarfélaga til iðnþróunarfélaga verði 5,3 millj- ónir króna í ár, miðað við 34% tekjuhækkun á milli ára. Lækkun árgjalda til Fjórðungssambands- ins miðað við sömu verðlags- forsendur er um 1860 þúsund krónur. Sú upphæð samsvarar 35% af greiðslu sveitarfélaganna til iðnþróunarfélaga. Sparnaður vegna Fjórðungssambandsins er þannig notaður til að mæta út- gjöldum vegna iðnráðgjafastarf- seminnar. BB. eyri sem sjá um félagsvistina og er þetta því sannkölluð framsóknarvist. Fyrsta félagsvistin var sl. föstu- dag og komust færri að en vildu. Samtals var spilað á 43 borðum, eða með öðrum orðum öllum lausum borðum á KEA að undanskildum þeim sem upptek- in voru í matsalnum. Þeir sem kepptu voru því 172 að tölu. Verðlaun eru veitt fyrir hvert kvöld og einnig heildarverðlaun að loknum þremur kvöldum. Næst verður spilað á föstudags- kvöld, eins og áður sagði, og framsóknarvistinni lýkur síðan 7. febrúar. Að lokinni keppni það kvöld verður hamonikudansleik- ur. HS Fjórir bílar í árekstri Fjórir bflar lentu í árekstri í gærdag á mótum Oddeyrar- götu og Brekkugötu á Akur- eyri. Til að byrja með skullu saman þrír bflar en þegar lög- reglumenn voru að vinna á vettvangi kom sá fjórði og ók inn í þvöguna og áttu lögreglu- menn fótum fjör að launa. Fram að kvöldmat í gær urðu fjórir aðrir árekstrar á Akureyri. Ékið var á brúarstólpa við Eyja- fjarðará, annar ók á lóðagirðingu við Hafnarstræti. Þá urðu tveir árekstrar á Glerárgötu og voru nokkrar skemmdir í öllum þess- um árekstrum en meiðsli engin. Mjög mikil hálka var á götum bæjarins. gk-.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.