Dagur - 22.01.1986, Blaðsíða 6

Dagur - 22.01.1986, Blaðsíða 6
r 4 ■»*— - v-- 6 - DAGUR - 22. janúar 1986 22. janúar 1986 - DAGUR - 7 Jón Helgason í ræðustóli. Hann var þar alls í rúma 2 tíma og geri aðrir betur! Ævarr Hjartarson: „Loðdýraræktin er Ijós punktur í tilver- unni . . . Gunnar Jósavinsson: Hver borgar vextina af þessu láni . . .?“ Jón Helgason landbúnaðar- ráðherra hélt fund með bænd'- um á Hótel KEA á fimmtu- dagskvöldið í síðustu viku. Var þetia fyrsti stórfundurinn í hin- um nýju og stórglæsilegu salar- kynnum hótelsins. Bændur og búalið fjölmenntu til fundarins og dróst nokkuð að hann gæti hafist, því ekki hafði verið reiknað með slíku fjöl- menni. Þjónar stóðu í ströngu við að be.ra stóla og borð í salinn, svo vel gæti farið um fundargesti, löngu eftir að landbúnaðarráð- herra hóf ræðu sína. AIls munu um 200 manns hafa sótt fundinn. Haukur Halldórsson bóndi í Sveinbjarnargerði var fundar- stjóri og bauð hann gesti vel- komna. Síðan sté Jón Helgason í pontu. Landbúnaðarráðherra flutti yfirgripsmikið og greinargott er- indi. Hann rakti gang mála síð- ustu mánuði og lýsti því hvernig tekið hefði verið á hinum mikla vanda sem blasti við í landbúnað- armálum. Hann nefndi kjötútsöl- una sem haldin var til að ráða bót á birgðasöfnuninni og skuld- breytingu Iausaskulda sem gripið var til vegna erfiðrar greiðslu- stöðu bænda og 700 bændur not- uðu sér. Einnig hefði verið farið að huga að lagabreytingu sem gæti létt undir við þá vinnu sem fram undan var við að koma betri skipan á málefni bænda. Landbúnaðarráðherra benti á að ytri aðstæður í þjóðfélaginu hefðu verið bændum óhagstæðar og þær raddir margar og háværar að bændur væru baggi á þjóðfé- laginu og bændasamtökin væru bændum sjálfum fjötur um fót og þau þyrfti að brjóta á bak aftur. Þessi atlaga hefði tekist að nokkru og nægði þar að benda á Grænmetisverslun landbúnað- arins. Jón benti á að breytingar í framleiðslumálum land6únaðar- ins á síðasta áratug hefðu verið miklar. Nýjum búgreinum hefði fjölgaði og samtök bænda í auka- búgreinum orðið til. Nauðsyn á endurskoðun löggjafarinnar hefði verið knýjandi. Á síðasta ári voru svo samþykkt ný lög urn Framleiðsluráð landbúnaðarins. Við samningu þeirra hefði þurft að beita málamiðlun og tilslökun- um milli stjórnarflokkanna en út- koman væri vel viðunandi. Landbúnaðarráðherra tíund- aði markmið laganna og sagði þau vera eftirfarandi: A. Að stuðla að framförum og aukinni hagkvæmni í búvöru- framleiðslu, vinnslu og sölu bú- vara fyrir neytendúr og fram- leiðendur. B. Að framleiðsla búvara til neyslu og iðnaðar verði í sem nánustu samræmi við þarfir þjóð- arinnar og tryggi ávallt nægjan- legt vöruframboð við breytilegar aðstæður í landinu. C. Að nýttir verði sölumögu- leikar fyrir búvöru erlendis eftir því sem hagkvæmt getur talist. D. Að kjör þeirra sem land- búnað stunda verði í sem nánustu samræmi við kjör annarra stétta. E. Að innlend aðföng nýtist sem mest við framleiðslu búvara, bæði með hliðsjón af framleiðslu- öryggi og atvinnu. F. Að stuðla að jöfnuði milli framleiðslu í hverri búgrein, hvað varðar afurðaverð og markað. Síðan rakti landbúnaðarráð- herra innihald laganna og út- skýrði einstaka þætti. Samkvæmt lögunum er heimilt að koma á héraðabúmarki og ákvað stjórn Stéttarsambands bænda að hag- nýta það- ákvæði strax og skipaði nefnd til aðLskipta afurðamarkinu á milli einstakra bænda. Ráð- herra sagðist harma hversu lang- an tima sú vinna hefði tekið en málið væri þess eðlis að varasamt gildi. Einnig yrði bændum, sem fella vildu niður búskap um 5 ára skeið, tryggðar ákveðnar greiðsl- ur fyrir hvert ærgildi í þann tíma. Þannig vildi ríkisvaldið stuðla að ákveðnum búháttarbreytingum til að draga úr offramleiðslu. Ráðherra lagði mikla áherslu á að bændur notfærðu sér þá hag- fræðilegu ráðgjöf sem búnaðarfé- lögin byðu þeim upp á. Búskapur væri ákaflega margþættur at- vinnurekstur og því væri ákaflega áríðandi að hafa sem besta bók- haldslega yfirsýn yfir hann. Þá gerði hann grein fyrir skipt- ingu þess afurðamagns sem full ábyrgð er tekin á í hinum nýju lögum. Bændum var tryggt fullt verð fyrir 12.150 tonn af dilka- kjöti í haust og þegar sláturtíð lauk höfðu borist 12.153 tonn af kjöti sem þýddi að allt kjöt var staðgreitt til bænda. Til þess að fjármagna þær greiðslur veitti ríkisstjórnin 600 milljónum króna. Sú upphæð skiptist þannig að sláturleyfishafar fengu 450 milljónir króna en mjólkurfram- leiðendur fengu rúmar 150 millj- ónir króna. í ræðu sinni kom landbúnaðar- ráðherra inn á stöðu hinna nýju búgreina og fjallaði sérstaklega um stöðu fiskeldis og loðdýra- ræktar. Hann sagði að við þær greinar væru miklar vonir bundn- ar og möguleikarnir væru óþrjót- andi ef rétt væri að málum staðið. Taldi hann að styrkja þyrfti fóð- urstöðvarnar til þess að ná fóður- verði niður. Hann fjallaði um hinn umdeilda kjarnfóðurskatt og taldi hann nauðsynlegan til að vernda hinar hefðbundnu bú- IVIenn fylgdust af athygli með ræðu landbúnaðarráðherra. Ólafur Vagnsson taldi að á marg- an hátt væri skynsamlegra að hjálpa mönnum í vonlausri að- stöðu til að hætta búskap heldur en að reyna endalaust að veita þeim aukna fjárhagsaðstoð. Hann spurði hvort komið hefði til tals að stöðva innflutning á unnum kartöflum og jafnframt vildi hann fræðast um nýjar hug- myndir sem komið hafa fram um niðurgreiðslur landbúnaðaraf- urða. Jón Árnason fóðurfræðingur hélt langa tölu um fiskeldi og loð- dýrarækt. Hann taldi að ekki væri nægjanlega vel búið að rann- sóknum og að fjármagn til rann- sókna væri ekki í neinu samræmi við fjárfestingu. Hann talaði um fóðurstöðvarnar og taldi að fóð- urverð hér á landi í fyrra hefði verið of hátt en það mundi lækka með aukinni framleiðslu og því væri varasamt að draga ályktanir um fóðurverð almennt af reynslu síðasta árs. Stefán Halldórsson taldi allt of seint að tilkynna bændum um nýtt héraðabúmark nú og taldi að stjórnmálamenn væru skuld- bundnir að taka tillit til þessa dráttar á ákvarðanatöku þegar framleiðslumagn yrði endanlega ákveðið. Þannig ættu bændur rétt á því að fá hærri „kvóta“ nú, vegna þessa. Einnig varpaði hann fram þeirri hugmynd að bændur byrjuðu að greiða áburðinn strax að hausti og greiddu þannig jafnt og þétt allt árið. Þannig mætti bæta greiðslustöðu Áburðarverk- smiðjunnar í Gufunesi, draga úr erlendum lántökum og lækka fjármagnskostnaðinn. Jóhannes Geir Sigurgeirsson sagði að bændur á Eyjafjarðar- svæðinu ættu ekki að verða fyrir miklum samdrætti í framleiðsl- unni, þar sem þeir hefðu dregið meira úr framleiðslu en aðrir. Hann faldi rétt að fara hina svo nefndu „stýringarleið" í landbún- aðarframleiðslunni og byggja upp fyrir framtíðina. * Þóranna Björgvinsdóttir var eina konan sem tók til máls á fundinum. Hún vildi fræðast um nýjar hugmyndir að niðurgreiðsl- um, þar sem kjöt yrði aðallega greitt niður að hausti, sem mundi þýða að kjöt hækkaði jafnt og þétt eftir því sem geymslutími þess væri lengri. Einnig lýsti hún áhyggjum sínum með það að börn væru að auka drykkju sykr- aðs vatns á kostnað mjólkur. Kristján Theódórsson vildi vita hvernig hin nýju framleiðslu- ráðslög kæmu niður á nautakjöts- framleiðendum og hvernig þeirra búmarki yrði háttað. Hann benti mönnum á að ein framleiðslu- grein mundi örugglega styrkja búframleiðsluna í landinu. Það væri barnaframleiðsla, en hún hefði dregist mjög saman á síð- ustu árum. Jónas Halldórsson var síðastur á mælendaskrá og ræddi hann um málefni aukabúgreinanna og þá sérstaklega alifugla- og svína- bænda. Hann taldi að bændur þyrftu að hætta að skattleggja sjálfa sig til að geta selt dýrar landbúnaðarafurðir. Þarna þyrfti að snúa við blaðinu. Jón Helgason landbúnaðarráð- herra steig síðastur í pontu. Hann þakkaði þær mörgu ábend- ingar sem hann hefði fengið og síðan svaraði hann öllum þeim fyrirspurnum sem fram höfðu komið. Leysti hann það verkefni vel af hendi. Klukkan var að verða tvö á föstudagsnóttina þegar fundi lauk og menn héldu til síns heima, ánægðir með góðan fund. Margir höfðu komið til fundarins um langan veg og er ég viss um að menn hafa gengið seint til náða á sumum bæjum þessa nótt. Jón Árnason: „Fjárveiting til rann- sókna er ekki í neinu samræmi við fjárfest- mgu Ólafur Vagnsson: „Skynsamlegra að hjálpa mönnum í von- lausri aðstöðu til að hætta búskap.4 Benjamín Baldursson: „Hart að mega ekki njóta lækkandi verðs kjarnfóðurs , greinar. Að lokum óskaði land- búnaðarráðherra eftir ábending- um og fyrirspurnum frá fundar- gestum. Eins og áður segir var ræða hans mjög yfirgripsmikil og þegar hann lauk máli sínu hafði hann haft orðið í næstum tvær klukku- stundir. Stuttu eftir að landbúnaðar- ráðherra lauk ræðu sinni var gert kaffihlé. Þótt fjölmennt væri á fundinum gekk mönnum greið- lega að nálgast kræsingarnar sem boðið var upp á á hlaðborðum miklum, sem voru á tveimur stöðum í salnum. Margt var skrafað á meðan á borðhaldi stóð og virtust menn almennt mjög ánægðir með ræðu land- búnaðarráðherra. Menn voru enn að drekka kaffi þegar fundarstjóri setti fund að nýju. Margir urðu til að koma með ábendingar og fyrirspurnir til ráðherra. Allir sem fóru í ræðu- stól lýstu ánægju sinni með grein- argóða ræðu ráðherrans. Ævarr Hjartarson ráðunautur nefnilega að fá staðgreiðslu fyrir sínar vörur. Stefán Valgeirsson lýsti þeim átökum sem orðið hefðu á Al- þingi þegar verið var að semja og samþykkja hin nýju lög um Framleiðsluráð landbúnaðarins. Hann las upp frávísunartillögu formanns Álþýðuflokksins og taldi hana sýna best það skiln- ingsleysi sem ríkti meðal sumra alþingismanna á málefnum land- búnaðarins. Einnig kom Stefán inn á málefni fiskeldis og loðdýra- ræktar í máli sínu. Landbúnaðarráðherra fékk gott hljóð og framíköll og athugasemdir heyrðust ekki. Fjölmennur, langur kom í sínu ávarpi sérstaklega inn á þann samdrátt sem fyrirsjáan- lega þyrfti að verða í hinum hefð- bundnu búgreinum og varpaði fram þeirri spurningu hversu neðarlega yrði hægt að fara með framleiðslumagnið án þess það leiddi til hruns. Síðan fjallaði hann sérstaklega um björtu hlið- ar landbúnaðarins og nefndi þar loðdýrarækt sérstaklega. Hún væri vel til þess fallin að mæta stórum hluta samdráttarins. Gunnar Jósavinsson vildi vita hver borgaði vextina af því fjár- magni sem ríkið'hefði útvegað til að staðgreiða bændum afurðir þeirra. Hvort bændur greiddu vextina í formi aukinnar skatt- heimtu, ellegar hvort ríkið greiddi þá sjálft. Hann sagðist óánægður með hversu seint hér- aðabúmarkið lægi fyrir og óttað- ist að samdrátturinn kæmi harð- ast niður á þeim bændum sem voru það forsjálir að draga saman seglin á allra síðustu árum. Benjamín Baldursson taldi hart að mega ekki njóta lækkandi verðs kjarnfóðurs erlendis, því nauðsynlegt væri að lækka fram- leiðslukostnaðinn. Hann spurði hvort graskögglaverksmiðjur væru ekki tímaskekkja og hvort kjarnfóðursskatturinn væri settur á til að halda lífinu í þeim. Þá ,spurði hann hvort ekki væri raun- hæft að halda útsölu á osti, þar sem kjötútsalan hefði gefið svo góða raun. Hann fagnaði því að bændur væru loks komnir með þau sjálfsögðu réttindi, sem aðr- ar stéttir hefðu haft til fjölda ára, málefnalegur gæti verið að fara sér óðslega. Sagðist hann eigá von á að hér- aðabúmarkið yrði endanlega af- greitt frá ráðuneytinu á næstu dögum. Ráðherra benti á að ef finna ætti reglur um héraðabúmark sem gilda ættu til frambúðar tæki það allt of langan tíma og því væri verið að semja reglur sem giltu út þetta verðlagsár. Þar væri gert ráð fyrir að finna fullvirðis- mark hvers svæðis miðað við nú- verandi búmark og þeir sem yrðu innan þessa fullvirðismarks fengju framleiðslu greidda að fullu, miðað við framleiðslu síð- asta árs. Þeir sem færu umfram fullvirðismarkið fengju skerðingu í samræmi við það sem hvert búmarkssvæði fær. Frá útreikn- ingi hvers kvóta yrðu svo dregin 3% til ráðstöfunar fyrir heima- menn til að útdeila til þeirra sem staðið hefðu í uppbyggingu á allra síðustu árum og hefðu þar af leiðandi stólað á mikla fram- leiðslu til að standa undir sinni fjárfestingu. Það væri í verka- hring búnaðarfélaga í héraði að útdeila því fjármagni sem þannig fengist. Ráðherra lýsti þeim möguleik- um sem í lögunum felast til handa þeim bændum sem draga vilja saman seglin í hinum hefð- bundna búskap ellegar hætt@ honum alveg og fara út í nýjar búgreinar. Þannig fengju bænd- ur, sem afsöluðu sér búgildi og legðu út í nýjar búgreinar, 2000 krónur greiddar fyrir hvert ær- Um 200 manns sóttu fundinn og sátu menn þétt, enda sáttir . . . bændafundur á Hótel KEA og

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.