Dagur - 27.01.1986, Blaðsíða 1
69. árgangur
Akureyri, mánudagur 27. janúar 1986
17. tölublað
„Það er dómstólanna
að kveða upp dóm“
- segir Valur Arnþórsson vegna ákæru
ríkissaksóknara í kaffimálinu
Ríkissaksóknari sendi frá sér
fréttatilkynningu síðastliðinn
föstudag þar sem hann tilkynn-
ir að ákæra hafi verið gefin út
á hendur fimm starfsmönnum
Sambands íslenskra samvinnu-
félaga. í ákærunni er þeim gef-
ið að sök að hafa á árunum
1980 og 1981 náð undir Sam-
bandið með refsiverðum hætti
samtals 4,8 milljónum dollara
af innflutningsverði kaffibauna
sem Kaffibrennsla Akureyrar
hf. flutti inn á fyrrgreindum
árum með milligöngu Sam-
bandsins. Þá er þeim ennfrem-
ur gefíð að sök skjalafals og
brot á lögum um skipan gjald-
eyris og viðskiptamála.
Valur Amþórsson, stjómarfor-
maður Sambandsins, hafði eftir-
farandi að segja þegar Dagur
innti hann álits á ákæru ríkissak-
sóknara í gær: „Ég er að sjálf-
sögðu ekki í stakk búinn til að
segja til um það hverjar lyktir
verða í þessu máli. Það er dóm-
stólanna að kveða upp úrskurð
um það. Ég vil benda á að það er
ekki verið að ákæra þessa menn
fyrir persónuleg auðgunarbrot,
ekki verið að ákæra þá fyrir verð-
lagsbrot, enda var kaffiverð
Kaffibrennslu Akureyrar, ef eitt-
hvað var, hagstæðara en hjá öðr-
um á íslandi á þessum tíma. Það
er ekki verið að ákæra þá fyrir
brot á tollalöggjöf. Það er nánast
verið að ákæra þá fyrir að hafa
gengið of langt í að skara eld að
Sigurfari II.:
ÚAtÍI
viðræðna?
Háværar raddir eru nú uppi
um að forsvarsmenn Útgerðar-
félags Akureyringa hf. muni
verða kallaðir til viðræðna við
Fiskveiðasjóð strax eftir helg-
ina.
Heimildi Dags telja að Fisk-
veiðasjóður hefi mikinn áhuga á
að ra:ða við ÚA um tilboð félags-
ins í Sigurfara II. frá Grundar-
firði sem Fiskveiðasjóður bauð til
sölu á dögunum. Útgerðarfélag
Akureyringa átti þriðja hæsta til-
boðið í togarann í krónum talið,
um 177 milljónir króna.
Næsthæsta tilboðið var frá
Akranesi og það hæsta frá
Hornafirði um 190 milljónir. Þótt
tilboð ÚA hafi verið það þriðja í-
röðinni þykir samkvæmt heimild-
um Dags líklegt að það sé þess
eðlis áð Fiskveiðasjóður vilji við-
ræður við félagið og munu þau
mál skýrast mjög fljótlega. gk-.
köku síns fyrirtækis. Það leikur
ekki vafi á að þeir hafa talið að
vegna þátttöku Sambandsins í
NAF sem er stærsti kaffiinnflytj-
andi í Evrópu hafi því borið þess-
ar tekjur fremur en kaffibrennsl-
unni sem er ekki aðili að NAF og
getur ekki orðið það. Það er líka
ljóst að ef þetta hefði verið fært
þannig að Sambandið hefði keypt
kaffið og selt það síðan í heild-
sölu til Kaffibrennslu Akureyrar
hefðu þessi viðskipti verið lög-
mæt en ákæruvaldið telur að um
ólögmæt viðskipti hafi verið að
ræða þar sem þetta hafi verið um-
boðsviðskipti og þessir aðilar hafi
misfarið með hagsmuni umbjóð-
anda síns.
Sambandið lækkaði að eigin
frumkvæði þessi umboðslaun
mjög mikið á árinu 1981, áður en
skattrannsóknin hófst og á árinu
1984 var þetta mál gert upp að
fullu við Kaffibrennslu Akureyr-
ar á grundvelli útreiknings sem
var ágreiningslaus við skattrann-
sóknarstjóra. Allt þetta hljóta
dómstólarnir að taka inn í sitt
mat á málinu.“ *yk-
Kolbeinsey
komin heim
Kolbeinsey kom á ný til Húsavíkur sl. föstudag.
Blaðamaður Dags á Húsavík tók á móti skipinu
og ræddi við skipverja við heimkomuna.
Sjá bls. 3.
Ný skíðalyfta var vígð og tekin í notkun í Böggvistaðafjalli við Dalvík á laugardag. Stefán Jón Bjarnason, bæjar-
stjóri, og Brynjólfur Sveinsson, formaður Skíðafélags Dalvíkur, fluttu ræður við þetta tækifæri. Þeir eru vinstra
megin á myndinni fyrir framan fullkominn snjótroðara Dalvíkinga, en unglingar stóðu við fána bæjarins og skíða-
félagsins. Mynd: HS
Uppsagnir starfsfólks SÍS í fataiðnaði á Akureyri:
„Okkur vantar fólk í
útflutningsframleiðsluna“
- segir Jón Sigurðarson framkvæmdastjóri Iðnaðardeildar
„Það kemur mér mjög á óvart
ef allt eða allllest Iðjufólkið
sem starfar hjá fatadeildinni
kemst ekki í vinnu hjá Iðnað-
ardeildinni,“ sagði Jón Sigurð-
arson framkvæmdastjóri Iðn-
aðardeildar Sambandsins á
Akureyri í samtali við Dag.
Eins og skýrt hefur verið frá,
hefur verið ákveðið að leggja
niður fataiðnað Sambandsins á
Akureyri og mun starfsemin
hætta í lok apríl. Við fataiðnað-
inn starfa nú um 65 manns.
„Ég veit að þarna starfar mikið
af góðu fólki og við munum
reyna að útvega þessu fólki vinnu
eins og við mögulega getum,"
sagði Jón. „Ástandið er reyndar
þannig hjá okkur að við höfum
ekki getað keyrt útflutnings-
framleiðsluna hjá okkur á fullum
afköstum vegna skorts á vinnu-
afli. Að því leyti kemur þetta sér
vel fyrir okkur þótt auðvitað sé
slæmt að það þurfi að leggja fata-
iðnaðinn niður." gk-.
Slasaður
eftir
fall
Ungur maður er alvarlega slas-
aður eftir að hafa hrasað í stiga
fjölbýlishúss á Akureyri um
helgina.
Maðurinn var alvarlega slasað-
ur og hefur verið í meðferð á
Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur-
eyri um helgina. Hann er þó tal-
inn á batavegi.
Þá var maður fluttur úr Sjall-
anum eftir að hann hafði lent í
átökum þar. Meiðsli hans munu
ekki hafa reynst alvarleg. gk-.
vinnu-
í gær urðu tvö vinnuslys á Ak-
ureyri, annað mjög aivarlegt
um borð í Eldvík RE sem var
að landa salti við Togara-
bryggju.
Fyrra slysið var tilkynnt til lög-
reglu um klukkan 17.20. Slysið
varð með þeim hætti að verið var
að hífa laust salt upp úr lestinni
og slóst krabbinn sem notaður
var við verkið í lestarlúgu á milli-
dekki með þeim afleiðingunt að
lúgan féll niður á einn skipverja í
lestinni. Lúgan er talin vera um
1800 kg á þyngd og slasaðist ntað-
urinn mikið. Hann var þegar
tluttur á slysadeild og þaðan var
hann svo fluttur með flugvél á
sjúkrahús í Rcykjavík. Þar var
hann í aðgerð í alla nótt.
Seinna slysið var tilkynnt til
lögreglu um klukkan hálfníu í
gærkvöld. Þá hafði maður lent
með hendina í prjónavél í fata-
verksmiðjunni Heklu og þurfti að
flytja hann á slysadeild til að-
gerðar. Ekki er talið að meiðsli
hans hafi verið alvarleg. -yk.