Dagur - 27.01.1986, Blaðsíða 12

Dagur - 27.01.1986, Blaðsíða 12
Ritstjórn Auglýsingar • Afgreiðsla Síminn er 24222 Akureyri, mánudagur 27. janúar 1986 Ibúðarverð á Akureyri: 31,6% lægra en í Reykjavík íbúðarverð á Akureyri fyrri hluta ársins 1985 var 68,4% af verði sambærilegra íbúða í Reykjavík. Þetta kemur fram í markaðsfréttum sem Fast- eignamat ríkisins gefur út. Þar er gerður samanburður á milli Akureyrar og hins vegar Keflavíkur og Njarðvíkur. Þar kemur fram að íbúðarverð á Suðurnesjum er um 6% hærra en á Akureyri en mikið vantar upp á að sama verð fáist fyrir eignir og í Reykjavík. Söluverð á fer- metra er 15.306 kr. Á Akureyri, 16.665 á Suðurnesjum og 22.367 í Reykjavík. Ef litið er á hlutfall útborgunar er hún 70,6% á Ak- ureyri, 63,8% á Suðurnesjum og hæst í Reykjavík eða 72,6%. Meðalverð 1-2 herbergja íbúða á Akureyri fyrri hluta ársins 1985 var 1063 þúsund, 3 herbergja var að meðaltali 1239 þúsund, fjög- urra herbergja 1679 þúsund og meðalverð stærri eigna var 2280 þúsund krónur. Á síðasta ári hækkaði söluverð íbúða um 20% á Suðurnesjum en um 16% á Akureyri og í Reykja- vík. gk-. Leysti bílstjórann af I sumarfríi og veikindum - segir Sverrir Hermannsson um launagreiðslur til dóttur hans „Þetta eru staðlausir stafír og hefur ekki við rök að styðjast,“ sagði Sverrir Her- mannsson, menntamálaráð- herra, um frétt þess efnis að hann hafí haft tvo bílstjóra á sínum snærum, fastráðinn og auk þessi hafí dóttir hans ekið honum til vinnu frá heimili hans og þegið fyrir 3 tíma útkall. „Það er ekki heil brú í þessari frétt og ég tel að verið sé að reyna að koma höggi á mig vegna uppsagnar Sigurjóns Valdimars- sonar hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna. Sannleikurinn er sá að yngsta dóttir mín leysti bíl- stjórann minn af þegar hann fór í sumarfrí sumarið 1984 og einnig í desember 1984 þegar hann var Togarinn Sveinborg frá Siglu- fírði fékk veiðarfærin í skrúf- una þar sem hann var að veið- um út af Rifsbanka á Iaugar- daginn. Rækjubáturinn Þor- lákur helgi kom á vettvang og dró Sveinborgu til hafnar. Skipin komu til Siglufjarðar á laugardagskvöldið. Bæði þessi skip átti að bjóða upp á laugardaginn en því upp- boði hefur nú verið frestað í tvo mánuði. Mikil og góð þorskveiði hefur verið síðustu daga víðast hvar úti fyrir Norðurlandi. Á Skaga- grunni er mokveiði og algengt er að 5-10 tonn fáist í hverju hali. BB. fjarverandi vegna veikinda. Ég þykist vita hvaðan þessar upplýs- ingar eru komnar og hyggst taka málið föstum tökum,“ sagði menntamálaráðherra í viðtali við Dag. - HS Síðdegis á föstudag lentu þrír bflar í árekstri á mótum Kaupvangsstrætis og Eyrarlandsvegar. Skemmdir urðu nokkrar, en engin meiðsl. Mynd: KGA. Mjólkurframleiðsla: 6% skerðing framleiðslu á Eyjafjarðarsvæðinu Ný reglugerð um framleiðslu- magn mjólkur var endanlega afgreidd frá landbúnaðarráðu- neytinu á miðvikudag og tekur þegar gildi. Hún gildir fyrir þetta verðlagsár eingöngu og tilgreinir einungis mjólkur- magn. Samkvæmt reglugerðinni er landinu skipt í svæði og réttur hvers svæðis til framleiðslu fund- inn út eftir ákveðnum reikniregl- um. Er sá réttur nefndur héraða- búmark. Samkvæmt samningi við bændasamtökin frá því í sumar tryggir ríkissjóður bændum fullt verð fyrir 107 milljón lítra mjólk- ur en þar sem héraðabúmarkið gefur meira framleiðslumagn en gert var ráð fyrir í þeim samn- ingi, þarf að reikna það hlutfalls- lega niður í samningsmagnið. Heildarmagninu er fyrst skipt niður á búmarkssvæðin, sem eru alls 25. Síðan er fundið út full- virðismark hvers mjólkurfram- leiðanda, þ.e. hve mikla mjólk hver bóndi getur framleitt á verð- lagsárinu og fengið greitt fullt verð fyrir. Þeir sem eru neðan fullvirðismarks fá sama fram- leiðslumagn og þeir höfðu á síð- asta verðlagsári en aðrir verða fyrir skerðingu, mismikilli eftir framleiðslumagni ofan fullvirðis- marks. Ekkert svæði fær meiri rétt en sem nemur framleiðslu síðasta árs og heildarsamdráttur á hverju svæði verður hvergi meiri en 6%. Samdráttur í mjólkurframleiðslu verður misjafn eftir svæðum. Gera má ráð fyrir að Eyjafjarðar- svæðið verði fyrir 6% skerðingu en t.d. S.-Þingeyjasýsla vestan Ljósavatnsskarðs fyrir 1-2% skerðingu. BB. Hvammstangi: Oánægja með rækjukvótann „Það lítur þokkalega út hjá okkur með rækjuveiðina. Hins vegar gengur ekki eins vel að veiða skel. Við þurfum að hafa mikið fyrir því að ná henni og það sem næst er lítið,“ sagði Hreinn Halldórsson hjá Mel- eyri á Hvammstanga. Það fyrirtæki er með vinnslu á rækju og skelfíski. Fjórir bátar eru gerðir út af Meleyri og allir á rækju og skel. Þó er einum báti skotið á línu- veiðar á milli þegar vikukvótinn er veiddur á skömmum tíma. Kvótaskipting er á rækjuveiðum sem öðrum og komu 18% af kvótanum í Húnaflóa í hlut Hvammstangabúa. Eru þeir óánægðir með sinn hlut. Hólmvík- ingar og Vestfirðingar fá 25% af veiðinni, en gera út frá 2 veiði- stöðum, Blönduós fær 10% og Skagaströnd 22%. Hreinn taldi mikiö óréttlæti að mismuna þannig stöðum við sama veiði- svæði. Vildi hann að sams konar fyrirkomulag væri á rækjuveið- inni og er á skelfiskinum þar sem kvótanum er skipt jafnt milli vinnslustaða. Rækjan sem unnin er hjá Mel- eyri er seld til Bandart'kjanna og Englands. Salan hefur gengið mjög vel og mun betur en á síð- asta ári. Taldi Hreinn ástæðuna vera minnkandi framboð. Norð- menn og Sovétmenn hafa veitt minna en venjulega. Auk þess sem Norðmenn kaupa rækju frá Austurlöndum og vinna hana í Noregi. Síðan er hún seld sem norsk rækja, en þykir ekki eins góð og rækja frá norðlægari slóðum. „Ég álít að gæði okkar framleiðslu séu stöðugri og það geti verið ein af ástæðunum fyrir aukinni eftirspurn,“ sagði Hreinn. Á síðasta ári tók Meleyri á móti um 1600 tonnum af rækju og skel til vinnslu. „Rækjuveiðimcnn eru sam- mála um að nóg sé af innfjarðar- rækju, svo horfurnar eru nokkuð góðar hjá okkur á þessu ári,“ sagði Hreinn Halldórsson á Hvammstanga. gej-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.