Dagur - 27.01.1986, Blaðsíða 5

Dagur - 27.01.1986, Blaðsíða 5
lesendahorniá 27. janúar 1986 - DAGUR - 5 Dýrt læknisvottorð - Bréfritara þykir dýrt að fá vottorð hjá læknum Kæri Dagur. Mig langar að vita hvort þú getur leyst úr forvitni minni. Svo er mál með vexti, að ég var staddur inni á læknamiðstöð hér um daginn og inn kemur maður sem er að sækja læknisvottorð. Ég sé að hann er eitthvað að ræða við stúlkuna og þau ræða saman. Hann fer svo að tala við mann þarna inni og segir, að sér þyki læknisvottorðin orðin dýr. Það þurfi að greiða þrjú hundruð þrjátíu og sex krónur fyrir þau, en það kosti þrjú hundruð tuttugu og fimm krónur að fara til sér- fræðings. Ég spyr, getur það ver- ið rétt og satt, að læknar taki þessa upphæð fyrir vottorð, sem tekur tvær til þrjár mínútur að rita. Ég botna ekki í bessu og þannig er því eflaust varið með Með fyrirfram þökk. Forvitinn bæjarbúi. Svar: Við leituðum svara við þessum spurningum bréfritara hjá Heilsugæslustöðinni. Þar var okkur tjáð, að læknisvottorð kostaði 336 kr. Tilvísun til sér- fræðings kostar hins vegar ekki annað en viðtalsgjald hjá lækni, sem er 100 kr., en viðtal hjá sér- fræðingi kostar 325 kr. nema fyrir örorku- og ellilífeyrisþega. Þeir greiða 130 kr. Lesendabréf Við hvetjum lesendur til að koma úr felum og láta skoðanir sínar í Ijós hér í lesendahorninu. Símiiin er 24222 Þeir sem skrifa merkja bréfin; Dagur, Strandgötu 37, Akureyri, „lesendahornið“. Þeir sem vilja geta feng- ið bréf sín birt undir dulnefni, en fullt nafn verður samt sem áður að fylgja til ritstjórnar. Sama gildir um þá sem hringja; við birtum erindi þeirra undir dulnefni, en það verður ekkert birt ef viðkomandi segir ekki til nafns í símann. Sumum þykir læknisþjónustan dýr, en fæstir vilja þó vera án heimilislæknis og fara því í langar biðraðir til að ná í einn slíkan. „Klökknar njólu...“ Laufey Sigurðardóttir frá Torfu- felli hringdi og sagðist hafa séð í blaðinu leiðréttingu Einars Krist- jánssonar á vísnaþætti Jóns frá Garðsvík en Jón hafði eignað Ól- ínu Jónasdóttur vísu eftir Einar. Við þennan lestur kvaðst Lauf- eyju hafa dottið í hug að gefa les- endum Dags á að líta sýnishorn af kveðskap Dýrólínu Jónsdóttur sem bjó alla sína ævi í Skagafirði. Líklega mun það hafa verið hún sem Jón frá Garðsvík átti við en kallaði Ólínu Jónasdóttur. Eitt sinn kvað Dýrólína: Klökknar njólu kalda brá, kemur ról á fossinn, þegar hólar freðnir fá fyrsta sólarkossinn. Öðru sinni kvað hún um jörð sem hafði verið ofnýtt: Margt til bóta guð þér gaf, en gæðin hljóta að falla. þú ert mótuð ágirnd af upp að rótum fjalla. Og enn kvað Dýrólína um kvöld: Allt er hljótt um haf og sund hulið óttu skýlu. Tárast nótt en grátin grund gengur rótt til hvílu. Jiögni.____ Nóttin Það er kunnara en frá þurfi að segja, að maðurinn þarfnast svefns. En hér eins og svo oft áður, sannast hið fornkveðna, að hóf er best á hverjum hlut. Er reyndar vafamál hvort er betra, of mikill eða of lítill svefn. Sumir eiga í miklum erfiðleik- um með að sofna en aðrir eru í mestum vandræðum með að vakna. Frægur maður sagði einhverju sinni, að tvennt væri það, sem hann ætti bágt með að sætta sig við í lífinu: Að hátta á kvöldin og fara á fætur á morgnana. Mikið til í því. Annars er það verðugt rann- sóknarefni aö rannsaka sof- andi menn. Sumir eru svo ger- samlega meðvitundarlausir, að þótt himinn og jörð færist, myndu þeir ekki rumska. Aðrir sofa svo laust, að þeir loka naumast augunum og hrökkva upp með andfæium „ef lóa verpir frammi (firði." Athugull og skarpgreindur kunningi minn, minnti mig á það um daginn, að bæjarstjómar- langa kosningar væru í nánd. Mætti í því sambandi búast við því að „pólitíkusar" innan og utan bæjarstjórnar, færu að rumska og jafnvel vakna af fjögurra ára værum blundi. Að vonum þótti mér þetta mikil og váleg tíðindi. Það er augljóst að sofandi menn (og konur), gera nálega ekkert illt af sér og reyndar ekk- ert gott heldur. En af vakandi mönnum og konum er við öilu að búast, - góðu og illu. Það hiýtur þess vegna að fylgja því nokkur áhætta að hafa allan þennan „pólitíkusa“ skara glað- vakandi. En ætli við verðum samt ekki að taka þessa áhættu, Kfið er hvort sem er „lotterC'. Við getum svo líka huggað okkur við þá líffræðilegu stað- reynd, að eftir stranga vor- vöku, eru „pólitíkusar'1 trúlega svefnþurfi. Má. þá búast við að þeir fái fjögurra ára svefnfrið á ný. Eins og kerlingin sagði: Þeir gera þá ekkert til bölvunar á meðan. Högni. Við eigum úrval afgleri f öllum stærðum og gerðum. Sjáum einnig um viðhald og endurnýjun á gleri og gerum föst verðtilboð. Hafðu samband í dag og kynntu þér möguleikana. ÍSPAN 21332,22333 œ > VIDHALD OG NÝSMÍDI Smíðum glugga, útihurðir, innihurðir, skápa, eldhúsinnréttingar, baðinnréttingar. Leggjum dúka og parkett og útvegum öll efni. Föst verðtilboð í vinnu og efni. Hafðu samband í dag og kynntu þér möguleikana. Aðalgeir&ViÖor 21332,22333

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.