Dagur - 27.01.1986, Blaðsíða 2

Dagur - 27.01.1986, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 27. janúar 1986 mmm ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 420 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 40 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GÍSLI SIGURGEIRSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BRAGI V. BERGMANN, GESTUR E. JÓNASSON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík), YNGVI KJARTANSSON, KRISTJÁN G. ARNGRlMSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF í—leiðarí__________________________ í átt til nýrra atvinnuhátta Aðgerðir í byggðamálum eiga sér langa sögu á Norðurlöndunum og töluverður áhugi er á rannsóknum sem skýra áhrifaþætti byggða- þróunar og meta áhrif opinberra aðgerða á hana. Norræna rannsóknastofnunin í byggðamálum, NordREFO, hefur það verk- efni að sjá um norræna samvinnu á þessu sviði. Á síðasta vori lauk umfangsmesta rann- sóknatímabili stofnunarinnar með ráðstefnu í Danmörku. Viðfangsefni þessa tímabils voru af ýmsum toga þó ef til vill megi segja að þau hafi að nokkru leyti endurspeglað þá miklu stöðnun efnahagslífs, sem einkennt hefur umheiminn undanfarin ár. Á Norðurlöndunum sjá menn nú fyrir stöðnun í vexti opinbera geirans, en hann hefur séð nágrannaþjóðum okkar fyrir nær öll- um nýjum störfum undanfarin ár. Vafalítið eru nágrannar okkar lengra komnir í þessari þróun en íslenska þjóðin, en varasamt hlýtur að teljast að gera ráð fyrir verulegri aukn- ingu í opinberri þjónustu. Líklegast er að þróunin verði sú sama og á hinum Norður- löndunum. Meðal Norðurlandaþjóðanna hafa risið nýjar hugmyndir í kjölfar þeirrar kreppu sem verið hefur í efnahags- og atvinnumálum - nýjar hugmyndir um möguleika til framfara, nýjar vinnuaðferðir og nýjar aðgerðir af opin- berri hálfu. Þessum hugmyndum hefur verið sameiginlegt að þær snúast um eflingu stað- bundins framtaks í hinum dreifðu byggðum. Þær snúast um það hvernig hægt er að virkja þann mikla sköpunarkraft og sjálfsbjargar- viðleitni sem athuganir hafa sýnt fram á að jafnvel minnstu samfélög búa yfir. Segja má að ýmsar aðgerðir til eflingar at- vinnustarfsemi hér á landi miðist að sama marki — að efla staðbundið framtak. Má þar nefna aðgerðir í fiskeldismálum og loðdýra- rækt. Á Norðurlöndunum er mikill áhugi á þætti rafeindatækni í mótun byggðarinnar. Notkun rafeindatækni felur í sér gífurlega möguleika til þess að bæta lífsskilyrði í jafn- vel afskekktasta dreifbýli. Þróunin til nýrra atvinnuhátta á eftir að vera mjög ör um allan heim og mikilvægt að íslendingar verði ekki eftirbátar annarra í þeirri þróun. _viðtal dagsins. 1 ! m IUI g CD i kl CD & i 6Í - segir Júlíus Tryggvason sem leikur með 21 árs landsliði íslands í Qatar „Ég var smápolli þegar ég byrjaði í fótboltanum, svona se\ sjö ára. Já, ég hef alltaf verið Þórsari. Byrjaði í sjötta flokki og síðan fikrað mig upp og spila í meistaraflokki í sumar,“ sagði Júlíus Tryggva- son, en hann hefur verið valinn til að spila með unglingalands- liðinu í knattspyrnu í Qatar nú alveg á næstunni. Júlíus sagði að Þórsararnir væru rétt að byrja að æfa, „við erum byrjaðir að hlaupa úti og svo erum við líka dálítið í lyfting- um.“ Þetta er í fyrsta sinn sem Júlíus er valinn í 21 árs landsliðið. „Þjálfarinn hafði samband við formann knattspyrnudeildar og bað um okkur þrjá, mig, Halldór Áskelsson og Siguróla Kristjáns- son. Það var tuttugu og fimm manna hópur sem mætti á æfingu á gervigrasvöllinn í Laugardaln- um úr þeim hópi voru sextán valdir, við vorum allir valdir til að spila með héðan að norðan." - Kom það þér á óvart að verða valinn? „Ég hugsaði lítið um það. Eig- inlega hvarflaði það ekki að mér. Hins vegar eru margir þessara stráka í liðinu að verða tuttugu og eins árs, en þetta er landslið tuttugu og eins árs og yngri. Þeir sem verða orðnir tuttugu og eins eftir 1. ágúst falla þá út. Þannig að það verður valið aftur í sumar.' - Hvenær leggið þið upp í ferðina til Qatar og hvar er þetta land? „Qatar er við Persaflóann, ég bara hreinlega veit ekki hvar ná- kvæmlega. En við leggjum af stað á föstudaginn, þann 24. Fljúgum til London og stoppum þar yfir daginn. Getum notað tímann og verslað. Um kvöldið verður flogið til Bahrain og það- an verður ekið til borgarinnar Doha, en þar verðum við.“ - Þú varst að koma úr sprautu, voru þær margar? „Nei, þetta var bara ein sprauta. Það var hringt í okkur og tilkynnt að við ættum að mæta í þessa sprautu. Ég spurði nú ekki fyrir hverju verið væri að sprauta.“ Á minnisblaði er Júlíus hafði meðferðis er strákunum sem fara í þessa ferð tekinn vari fyrir því að hafa hvorki með sér alkóhól né klámblöð. Af hverju það? „Þetta er bannað í landinu, skilst mér. Ég held mönnum sé bara stungið í steininn ef þeir eru að þvælast með þessa hluti.“ - Er þetta sterkt lið sem þið eruð að fara að keppa við? „Já, það er mjög sterkt, hefur unnið bæði Englendinga og Vest- ur-Þjóðverja en bæði þessi lið eru mjög góð.“ - Eigið þið möguleika á að vinna? „Ég hef litla trú á því. Við erum í lítilli æfingu, rétt nýbyrj- aðir og höfum því lítið þrek. En við reynum okkar besta. Við spil- um tvo leiki og svo er meiningin að við reynum að æfa dálítið. “ - Hvað gerirðu annars fyrir utan að spila fótbolta? „Ég er í Verkmenntaskólan- um, í bakaraiðn. Er búinn með þrjá bekki í skólanum og er að bíða eftir að komast á samning. Hef loforð um samning hjá kaupfélaginu og bíð eftir að komast að.“ - Að lokum. Orðinn spenntur? „Já, óneitanlega. Þetta er spennandi. Gaman að fá að vera með. Svo er ekki á hverjum degi sem maður fer til útlanda, hvað þá til svona fjarlægra landa.“ -mþþ Júlíus Tryggvason.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.