Dagur - 27.01.1986, Blaðsíða 9
Jeiklist
27. janúar 1986 - DAGUR - 9
í skjóli bak við heiminn
Leikfélag Akureyrar sýnir Silfur-
túnglið eftir Halldór Kiljan
Laxnes.
Leikstjórn og búningar: Haukur J.
Gunnarsson.
Leikmynd: Örn Ingi.
Lýsing: Ingvar Björnsson.
Hljómsveitarstjórn og útsetningar:
Edward Frederikssen.
Höfundur lags við barnagælu: Jón
Nordal.
Silfurtúnglið segir frá ungri
stúlku, Lóu, sem á góðan
mann, barn og lítið hús, í litlum
bæ við lygnan fjörð, í skjóli bak
við heiminn. Hún syngur gjarn-
an ljúfa barnagælu fyrir dreng-
inn sinn. Þessu fórnar hún til
þess að verða fræg og syngja
fyrir allan heiminn. Hún lendir í
klóm fégráðugra manna, sem
skríða fyrir auðugum útlending-
um og láta sér nægja botnfallið
af menningu stórborganna.
Þetta eru ómanneskjulegir
braskarar sem eru tilbúnir að
selja hvað sem er, jafnvel vini
sína, þjóð og föðurland, bara til
að græða. En Lóa þolir ekki
frægðina og falska ímynd
skemmtanalífsins. Hún tapar
öllu; frægðinni, eiginmanni,
barni, jafnvel sjálfri sér, og hún
syngur aldrei fyrir allan heim-
inn.
Silfurtúnglið var skrifað 1954
og var hörð ádeila nóbelsskálds-
ins á íslenskt þjóðfélag þess
tíma. En þetta verk á fullt er-
indi á fjalirnar í dag; boðskapur
þess er sígildur. Þetta er harm-
leikur, en hann er líka fullur af
húmor, sem oft á tíðum er bein-
skeyttur. Boðskapur verksins,
um efnishyggjuna gagnvart
manneskjunni, hlýtur að vekja
umhugsun hjá leikhúsgestum. í
verkinu eru líka ótal smáatriði,
sem höfða til manns; þaulhugs-
aðar og meitlaðar setningar,
sem innihalda mikla heims-
speki. Og boðskapurinn kemst
til skila, án þess að leikhúsgest-
um leiðist.
Haukur J. Gunnarsson fer þá
leið við uppsetninguna, að vera
raunveruleikanum trúr. Hann
dregur fram myndir frá árinu
1954. Haukur hefur áður gert
góða hluti með Leikfélagi Ak-
ureyrar og þar stendur Bréfber-
inn frá Arles upp úr. Heilt yfir
hefur Hauki tekist vel til með
Silfurtúnglið. Þó voru nokkrar
minniháttar brotalamir á sýn-
ingunni; ég nefni aðgerðarlitla
og langdregna senu að tjalda-
baki í Silfurtúnglinu, á meðan
Lóa er að syngja, sem dæmi.
Vilborg Halldórsdóttir vinnur
leiksigur í þessari sýningu. Hún
nær vel fram sakleysi og hlýju
hjartarþeli Lóu. Og norðlenski
framburðurinn fór henni oftast
vel í munni, þó stundum yrði
hann full tilgerðarlegur.
Theódór Júlíusson leikur
Feilan og gerir það vel. Þó
fannst mér vanta í sköpun hans
örlítið meiri andstyggð og læ-
vísi. Sunna Borg leikur ísu,
sýslumannsdótturina, sem varð
fræg og fékk að syngja fyrir all-
an heiminn. Sunna bregst ekki
frekar en fyrri daginn. Ellert A.
Ingimundarson kemst vel frá
Óla, eiginmanni Lóu. Ekki var
ég þó alveg sáttur við leik hans í
upphafi sýningarinnar; þá
fannst mér stundum eins og
hann væri að lesa textann af bók
og framganga hans var ögn
óörugg. En sennilega má skrifa
þetta á reikning frumsýning-
arskjálfta.
Árni Tryggvason fer með
kómiskt hlutverk Lauga, föður
Lóu, og það gerir hann eins og
honum einum er lagið. Laugi er
stórskemmtilegur karl hjá
Árna. Þráinn Karlsson leikur
drykkjusjúklinginn og afbrota-
manninn Róra og skilar því
hlutverki af alúð. Útlenda for-
stjórann Peacock leikur
Marinó Þorsteinsson. Hann var
ögn óöruggur í Silfurtúngls-
atriðinu og skilaði ekki þeim
heimsmanni, sem maður átti
von á. Það mætti segja mér, að
hann hafi ekki fundið sig í rauð-
köflótta jakkanum, sem var eini
búningurinn sem ég sætti mig
ekki við. Hins vegar náði
Marinó sér á strik í lokaatriðinu
og þar kom heimsmaðurinn.
Pétur Eggerz lék aflraunamann-
inn, en náði því miður aldrei að
gera úr honum heilsteypta pers-
ónu, að því er mér fannst.
í minni hlutverkum voru Þór-
ey Aðalsteinsdóttir, Barði Guð-
mundsson, Erla B. Skúladóttir,
Sigríður Pétursdóttir, Haraldur
Hoe Haraldsson, Kristján E.
Hjartarson og Björg Baldvins-
dóttir. Öll skiluðu þau sínu, en
samt hafði ég það á tilfinning-
unni, að leikstjórinn hefði mátt
leggja meiri alúð í sum þessara
hlutverka. Það var eins og leik-
ararnir væru stundum ekki al-
veg vissir um hvað þeir ættu að
gera við sig. Eftirminnilegust er
Björg Baldvinsdóttir, sem skap-
aði stórkómiska drykkfellda
söngkonu.
Leikmyndir Arnar Inga eru
raunverulegar og falla vel að
verkinu. Sérstaklega var innra
fordyri Silfurtúnglsins hugvits-
samlega gert. Sú mynd undir-
strikaði boðskap verksins. En
leikmyndirnar eru viðamiklar
og erfiðar í skiptingum. Þrátt
fyrir það tókst að framkvæma
þær á undraskömmum tíma, að
vísu á full hávaðasaman hátt.
Jón Nordal samdi hugljúft lag
við barnagæluna hennar Lóu og
Edward Frederiksen hefur út-
sett það fyrir uppfærslu LA. Þar
hefur honum tekist mjög vel til.
Þrátt fyrir þá agnúa sem ég
hef hér tilgreint, þá var sýning
Leikfélags Akureyrar á Silfur-
túnglinu eftirminnileg. Agnú-
arnir eiga margir hverjir eftir að
slípast af sýningunni og kostirn-
ir vega langt um þyngra. Þess
vegna er ástæða til að hvetja
Akureyringa og nærsveitamenn
til að láta þessa sýningu ekki
fram hjá sér fara. Góða
skemmtun. Gísli Sigurgeirsson.
unanniít
Sambands-
Árshátíð Sambands
íslenskra samvinnufélaga
var haldin á Hótel Sögu í
Reykjavík um fyrri helgi. Þar
m var margt um manninn og
allir skemmtu sér konung-
lega, eins og vera ber.
Meðfylgjandi myndir
eru frá hátíðinni.
Erlendur Einarsson, framkvæmdastjóri Sambandsins, og Vahir Arnþórsson, stjórnarformaöur þess, ásamt eiginkonum sínum.
Stjúpsystur gerðu
mikla lukku
á hátíðinni.
&
Sólveig og Eysteinn í léttum dansi.