Dagur - 27.01.1986, Blaðsíða 8

Dagur - 27.01.1986, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 27. janúar 1986 Nauðungaruppboð sem auglýst var í 95., 99. og 102. tbl. Lögbirtingablaðsins 1985 á fasteigninni Óseyri 7, Akureyri, þinglesinni eign Híbýli hf., fer fram eftir kröfu innheimtumanns ríkissjóðs á eigninni sjálfri föstudaginn 31. janúar 1986, kl. 15.00. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 52., 65. og 68. tbl. Lögbirtingablaðsins 1985 á fasteigninni Fjölnisgata 6, b og c hluta, Akureyri, þinglesinni eign Norðurfells hf., fer fram eftir kröfu Benedikts Ólafssonar hdl. og innheimtumanns ríkissjóðs á eigninni sjálfri föstudag- inn 31. janúar 1986, kl. 17.15 Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 5., 9. og 13. tbl. Lögbirtingablaðsins 1983 á fasteigninni Grenilundi 7, Akureyri, þinglesinni eign Tryggva Pálssonar, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbanka islands, Gunnars Sólnes hrl., bæjargjaldkerans á Akureyri og Ólafs Gústafssonar hdl. á eigninni sjálfri föstudaginn 31. jan- úar 1986, kl. 16.00. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 95., 99. og 102. tbl. Lögbirtingablaðsins 1985 á fasteigninni Hjarðarlundi 4, Akureyri, þinglesinni eign Halldórs Ásgeirssonar, fer fram eftir kröfu Guðmundar Ingva Sigurðssonar hrl. og Jóns Kr. Sólnes hrl. á eigninni sjálfri föstudaginn 31. janúar 1986, kl. 16.15. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð annað og síðasta á Sæbóli, Akureyri, þinglesinni eign Sigur- rósar Steingrímsdóttur o.fl., fer fram eftir kröfu Guðjóns Steingrímssonar hrl., Ólafs B. Árnasonar hdl., bæjargjaldker- ans á Akureyri, Benedikts Ólafssonar hdl. og Jóns Ólafssonar hrl. á eigninni sjálfri föstudaginn 31. janúar 1986, kl. 17.00. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 73., 80. og 84. tbl. Lögbirtingablaðsins 1985 s á fasteigninni Helgamagrastræti 7, Akureyri, þinglesinni eign Péturs Helgasonar og Ásu Ásbergsdóttur, fer fram eftir kröfu innheimtumanns ríkissjóðs, bæjargjaidkerans á Akureyri, Árna Pálssonar hdl. og Ólafs Thoroddsen hdl. á eigninni sjálfri föstudaginn 31. janúar 1986, kl. 15.15. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 128., 130. og 133. tbl. Lögbirtingablaðsins 1983 á fasteigninni Mánahlíð4, efri hæð, Akureyri, þinglesinni eign Benedikts Hallgrímssonar, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbanka Islands, Ólafs B. Árnasonar hdl. og Gunnars Sólnes hrl. á eigninni sjálfri föstudaginn 31. janúar 1986, kl. 13.45. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð annað og síðasta á Strandgötu 37, hluta neðri hæð, Akureyri, þinglesin eign Birnu Óskarsdóttur o.fl., fer fram eftir kröfu Ólafs Gústafssonar hdl., Ólafs B. Árnasonar hdl., innheimtu- manns ríkissjóðs, Steingríms Þormóðssonar hdl. og Sigríðar Thorlacius hdl. á eigninni sjálfri föstudaginn 31. janúar 1986, kl. 14.00. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð annað og síðasta á Hjallalundi 17A, Akureyri, talin eign Jóns Carlssonar, fer fram eftir kröfu gjaldheimtunnar í Fteykjavík, Jónasar A. Aðalsteinssonar hrl., Landsbanka Islands og Gunnars Sólnes hrl. á eigninni sjálfri föstudaginn 31. janúar 1986, kl. 14.45. Bæjarfógetinn á Akureyri. ^jiorðlensk fyrirtæki.__ Blikkrás hefur Elsti starfsmaður blikksmiðjunnar, Gústaf Júlíusson. Myndir: KGA næg verkefni - Bjartsýnistónn í Oddi Halldórssyni og Karli Magnússyni, eigendum þessa nýja fyrirtækis Blikkrás heitir nýtt fyrirtæki á Akureyri, - eða ætti e.t.v. frekar að segja gamalt fyrir- tæki með nýju nafni -. Fram til síðustu áramóta hefur fyrir- tækið verið rekið sem blikk- smíðadeild járnsmiðjunnar Varma. Nú hafa tveir ungir menn, Oddur Halldórsson og Karl Magnússon, tekið hús- næðið og tækin á leigu og hafið rekstur blikksmiðjunnar Blikkrásar sf. Karl hafði verið verkstjóri blikksmiðjunnar í nokkur ár en Oddur hafði komið víðar við. Var áður hjá Varma en hafði í millitíðinni farið austur á land til að vinna við blikksmíði. Oddur Halldórsson og Karl Magnússon. Þegar útsendarar Dags litu inn hjá þeim félögum um daginn voru þeir hinir bröttustu, sögðust hafa nóg verkefni fram á mitt ár að minnsta kosti, sem er meira en ýmsir aðrir geta sagt þar sem fá verkefni eru fyrirsjáanleg í þessari iðngrein, sem og öðrum greinum byggingariðnaðar. Starfsmenn fyrirtækisins eru 7 að meðtöldum eigendunum og er m.a. í þeim hópi eini kvenblikk- smiðurinn á landinu, Freydís Halldórsdóttir. „Við erum blikksmiðir og með því að vinna hér báðir erum við í nánari snert- ingu við framleiðsluna. Þannig erum við færari um að sjá van- kanta í rekstrinum og að sníða þá af,“ sagði Oddur. Að sögn þeirra félaga kemur það niður á blikksmiðum eins og öðrum byggingariðnaðarmönn- um þegar framkvæmdir dragast við opinberar byggingar, en þar er einmitt algengt að setja þurfi upp loftræstikerfi og annað sem veitir blikksmiðum vinnu. Þó var bjartsýnistónn í þeim félögum og sögðust þeir ætla að bjóða í verk utan Akureyrar og töldu sig standa vel að vígi í þeim efnum, t.d. í samanburði við sunnlenskar blikksmiðjur. -yk. Freydís Halldórsdóttir, eini kvenblikksmiðurinn á landinu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.