Dagur - 27.01.1986, Blaðsíða 11
27. janúar 1986 - DAGUR - 11
„Engin ástæða
til svaitsýni"
- Fundað um atvinnumál á Blönduósi
Hilmar Kristjánsson oddviti Blönduóshrepps.
Föstudaginn 17. janúar síðast-
liðinn boðaði hreppsnefnd
Blönduóss til fundar með þing-
mönnum kjördæmisins, fulltrú-
um sýslunefndar og aðilum í
atvinnurekstri á staðnum og
var fundarefnið atvinnumál,
fjárveitingar og ýmis önnur
hagsmunamál Blöndósinga og
nágranna.
Eftir fundinn hitti fréttaritari
Pálma Jónsson alþingismann og
spurði hann hvað helst hefði bor-
ið á góma. Pálmi sagði að málin
hefðu verið rædd svona vítt og
breitt og fólk hefði talað af
mikilli hreinskilni og verið opin-
skátt og það væri mikils virði að
fá svo góða og hressilega fundi
sem þennan með heimamönnum.
Aðspurður um hafnarmálin sem
hafa verið mjög í brennidepli hér
síðan hreppurinn lýsti sig reiðu-
búinn til að láta allt sitt fram-
kvæmdafé þetta árið renna til
hafnargerðar ef samkomulag
tækist á milli Hagvirkis h/f og
ríkisins um hlut ríkisins í þeirri
framkvæmd, sagði Pálmi að fram
væri komin ný hugmynd í því
máli og sýndist sér hún mun að-
gengilegri en sú eldri. „Við höf-
um sameinast um þetta mál þing-
mennirnir og munum nú kynna
það fyrir samgönguráðherra og
öðrum sem með þessi mál fara og
vonandi fáum við góðar undir-
tektir því það er brýnt að hafnar-
aðstaðan á Blönduósi verði
lagfærð."
Hilmar Kristjánsson oddviti
Blönduóshrepps sagði að þetta
hefði verið góður fundur og
gagnlegur t.d. hefði verið ákveð-
ið að þingmennirnir héldu fund
með samgönguráðherra um hafn-
armálin fyrir 10. febrúar og von-
andi yrðu undirtektir jákvæðar í
þessu mikla hagsmunamáli
Blöndósinga. Hilmar sagði að sér
þætti gæta fullmikillar svartsýni
hjá sumum á framtíðina hér á
staðnum ýmislegt væri á döfinni í
atvinnumálum t.d. myndi danskt
ráðgjafafyrirtæki skila hugmynd-
um um hugsanlegan nýjan at-
vinnurekstur á staðnum nú í mars
og sér væri kunnugt um að
minnsta kosti eina hugmynd Dan-
anna sem gæti vel komið til
greina. Pá sagði Hilmar að sér
væri kunnugt um að það vantaði
fólk til starfa á skrifstofu kaupfé-
lagsins.
Pólarprjón myndi sennilega
bæta við starfsfólki fljótlega,
framkvæmdir við byggingu nýs
húss fyrir Póst og síma hæfust á
árinu, og fleira mætti telja en af
þessu ætti að sjást að það er eng-
in ástæða til svartsýni. „Þá erum
við að hugsa um að kynna þá
möguleika sem Blönduós býður
þeim sem vilja stofna til atvinnu-
reksturs hér, en það hefur verið
stefna okkar hjá hreppnum að
taka sem minnst beinan þátt í at-
vinnurekstri sjálfir en reyna frek-
ar að létta undir með þeim sem
eru að byrja og gera þeim þannig
kleift að komast af stað."
Að síðustu var talað ég bið
Baldur Valgeirsson fram-
kvæmdastjóra Pólarprjóns h/f.
Baldur sagði að slíkir fundir sem
þessi væru af hinu góða og nauð-
synlegt væri að halda slíka fundi
annað slagið. „Þingmennirnir
mæta þarna og hlusta á álit
manna, svara ýmsum spurning-
um og upplýsa um gang mála og
það er enginn vafi að svona fund-
ir gera mikið gagn," sagði
Baldur. Aðspurður um fyrirhug-
aða fjölgun starfsfólks hjá Pól-
arprjóni sagði hann að í bígerð
væri að koma á launahvetjandi
kerfi og þá þyrfti eitthvað að
fjölga starfsfólki. „Þá erum við
að vona að með bónusnum hald-
ist okkur betur á fólki," sagði
baldur Valgeirsson að lokum.
G.Kr.
Baldur Valgeirsson framkvæmdastjóri Pólarprjóns hf.
hópferðaaksturs
Þann 1. maí 1986 falla úr gildi réttindi til hópferða-
aksturs útgefin á árinu 1985.
Umsóknir um hópferðaréttindi fyrir tímabilið 1. maí
1986-30. apríl 1987 skulu sendar Umferðamála-
deild, Vatnsmýrarvegi 10, 101 Reykjavík fyrir 20.
febrúar nk.
í umsókn skal meðal annars tilgreina árgerð, tegund
og sætafjölda bifreiða. Símanúmer umsækjenda
fylgi.
Skipulagsnefnd fólksflutninga.
Umferðamáladeild.
Sjúkraliðar -
Hjúkrunarfræðingar
Kristnesspítali óskar að ráða hjúkrunarfræðinga
og sjúkraliða til starfa nú þegar eða síðar eftir
samkomulagi. Einstaka vaktir koma til greina.
Húsnæði og barnagæsla fyrir umsækjendur
koma til greina.
Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma
31100.
Kristnesspítali.
Sunnuhlid
opnaði í morgun
eftir gagngerar breytingar
og í nýju húsnæði
í Sunnuhlíð
Líttu inn hjá okkur, því þú sérð margt nýtt
bæði af prjónagarni og vefnaðarvöru, t.d.
vorum við að fá nýjustu línurnar
í Dorothee Bees prjónagarni,
Caktus, einnig í frábærum litum.
Geysimikið úrval af nýrri vefnaðarvöru
í fermingarfatnaðinn, athugaðu það.
Við verðurn með kaffi á könnunni í dag.
Clnna. Hxviia
Sunnuhlii)
Póstsendum
sími 25752.
/EftVER/LUn
mEO
HflnnVRÐflVÖRUR