Dagur - 27.01.1986, Blaðsíða 4

Dagur - 27.01.1986, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 27. janúar 1986 í dag segir frá Richard Gere. Sæta leikaranum úr An Officer And a Gentleman, American Gigolo, Yanks, Breathless, Honory Council og svo framvegis og svo framvegis. Nú er hann Richard okkar að reyna að losna út úr hlutverki sexy mannsins. Hvernig svo sem hann ætlar að fara að því! Þetta er geðveiki. Ég gæti auðveldlegaleikið hlutverk þar sem einkum er fókuserað á sexið. Og ég gæti grætt alveg helling af peningum því. En ég ætla bara ekki að gera það. Fjöllum þá aðeins um myndina Breathless. Þegar verið var að velja í aðalkven hlutverk myndar- innar, var 60 konum stefnt upp í ákveðið hótel- herbergi. Pær voru látnar leika dálítið naktar fyrir vídeóupptökuvél. Og hvað hefur Richard Gere að um málið:Ég er hrifinn af konum, en eftirþetta þá var mér sama þó ég hitti þær ekki aftur. Það var ekki alveg á hreinu hvort hann var að grínast smávegis. Eftir nokkrar vangaveltur var Valerie Kaprisky valin úr þessum stóra hópi kvenna. En til að vera alveg viss um að rétt hafi verið valið, þá þurfti Valerie að fara í frekari prófanir. Hann Richard okkar þurfti svo sem ekkert frekar að vera nakinn sjálfur á meðan á nefnt próf fór fram, en hann tók þá ákvörðun að striplast svo lítið. Til að henni liði betur.“ Eins og hann orðaði það sjálfur svo skemmtilega. Ef aldurinn einhverju máli, þá er Richard líklega eitthvað um 36 áragamall. Enþað kemur okkur ekkert við, hins vegar hefur Richard verið nokkuð við að fara í sturtu í þeim myndum sem hann leikur í. Og um það hefur hann þetta að segja: Mörgum finnst það afskaplega sexý senur, þegar ég bregð mér aleinn í sturtu, en þessar senur eru ekki hugsaðar þannig. Þær eru bara hugsaðar sem svolítið spaugsamar uppfyllingar. Allt í lagi með það. Við gefum knúsar- anum aftur orðið: Hvað með það þó allar mínar myndir hafi eitthvað með samband karls og konu að gera? Að hafa samband við konur er mikilvægt í mínu lífi og er það ekki svo hjá flestum karlmönnum? Aftur að Breathless, sá orðrómur komst á kreik að Richard okkar og Valerie Kapr- isky hefðu eytt einhverjum stundum saman. Um það segir Valerie: Richard á kærustu, braselíska málarann Sylvia Martins. Pau elska hvort annað mjög mikið. Við skiljum ekki af hverju orðrómurinn komst á kreik! Eg er þreyttur á að vera sexy... # Sérkenni- legt spil Nýtt spil kom á markaðinn i Bandaríkjunum fyrir jól- in og ku hafa selst eins og heitar lummur. Það geng- ur undir nafninu „kynlífs- spilið hennar Dr. Rutar kynlifsráðgjafa“ og er spilað á spjaldi svipað og Matador. Það gengur út á að safna „æsistigum" og er ætlað tveímur til fjórum pörum. Pörin safna kven- og karlstigum með þvi að kasta teningi og hreyfa peð eftir fjórum brautum á spjaldínu. Brautirnar eru kallaðar „rómantíska brautin", „undirbúnings- brautin“, „athafnabraut- in“ og „braut sameigin- legrar ánægju“. Pörín þurfa síðan að svara spurningum á ákveðnum reitum og eru þær að sjálfsögðu tengdar kyn- lífi. Rétt svör er að finna á bakhlið spjaldanna, og er það höfundurinn Dr. Ruth sem þar eys úr visku- brunni sínum. Ekki er vogandi að fara nánar út í spilareglurnar hér og nú. En það verður seint af Bandaríkjamönn- um skafið að þeir eru hug- myndaríkír mjög. Ætli Námsgagnastofn- un hafi áhuga á að fá þetta spil til notkunar í skólum...? 0 Nýrhitagjafi Hitaveita Akureyrar sendi frá sér nýja reikninga um áramótin og fengu þá sumir notendur nokkra hækkun. Ekki eru allir sáttir við reikningana sína, en það er nú bara eins og gerist-og gengur. Hins vegar er komin fram ný aðferð til þess að halda á sér hita með tiltölulega litlum tilkostnaði. Henní hér með komið á fram- færi: Frost mun herða, fréttir boða fönnin lemst ígluggann minn. En vel mér hitnar við að skoða varmaorkureikninginn. • Seðla- banka- þankar Fyrst ég er á annað borð farinn að skrifa vfsnaþátt kemur hér önnur sem Þór- ir Valgeirsson í Auð- brekku sendi okkur í til- efni af því að Gelr Hall- grímsson er setjast í bankastjórastól í Seðla- bankanum. Þar er hann í góðum félagsskap þvt þar er Jóhannes Nordal aðal- maðurinn en síðan eru nokkrir vaskir sveinar honum til aðstoðar. Geir bætist nú í þann hóp. Um það segir Þórir: Engu fórnað, engu hætt, ágirnd til að fróa. Aðeins núlli einu bætt aftan við hann Jóa. á Ijósvakanum sjónvarp I MÁNUDAGUR 27. janúar 19.00 Aftanstund. Endursýndur þáttur frá 22. janúar. 19.20 Aftanstund. Bamaþáttur. Tommi og Jenni, Einar Áskell sænsk- ur teiknimyndaflokkur eft- ir sögum Gunillu Berg- ström. Þýðandi Sigrún Ámadóttir, sögumaður Guðmundur Ólafsson. Amma, breskur brúðu- myndaflokkur. Sögumaður Sigríður Hagalín. 19.50 Fréttaágríp á tákn- máli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dag- skrá. 20.40 íþróttir. Umsjónarmaður: Bjami Felixson. 21.10 Heilsað upp á fólk Alfreð Jónsson í Grímsey. í nyrstu byggð landsins, Grímsey.a búa á annað hundrað manns og lifa góðu lífi. Einn skeleggasti forystumaður eyjar- skeggja hefur verið Alfreð Jónsson, fyrmm oddviti þeirra. Sjónvarpsmenn heilsuðu upp á Alfreð í haust og létu gamminn geisa með honum . Kvik- myndataka Örn Sveins- son. Hljóð: Agnar Einars- son. Stjóm upptöku og umsjón: Ingvi Hrafn Jónsson. 21.45 Olbogabörn (Orfaos da Terra). Brasilísk sjónvarpsmynd. Leikstjóri Paulo Alfonso Grisolli. Leikendur: Tania Alves, Amoud Rodrigues og Gabriela Storace. Myndin gerist á þurrka- svæði í noð-austurhluta Brasilíu. söguhetjan er einstæð móðir sem á fyrir fjómm börnum að sjá. Jörðin er skrælnuð og upp- skemvon engin. Vatnsleit á vegum stjórnarinnar ber lítinn árangur. Bömin svelta og hjá kaupmannin- um er enga úrlausn að fá. í örvæntingu sinni beitir móðirin sér fyrir aðgerðum meðal þjáningasystra sinna. Þýðandi: Sonja Diego. 22.50 Sviðin jörð (La Terra Quema). kanadísk heimildamynd frá þurrkasvæðunum í Brasil- íu þar sem sjónvarps- myndin Olnbogabörn gerist. 23.45 Fréttir í dagskrárlok. útvarpM MÁNUDAGUR 27. janúar 11.30 Stefnur Haukur Ágústsson kynnir tónlist. (Frá Akureyri) 12.00 Dagskrá • Tilkynning- ar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir • Til- kynningar • Tónleikar. 13.30 í dagsins önn - Sam- vera. Umsjón: Sverrir Guðjóns- son. 14.00 „Miðdegissagan: „Ævintýramaður," - af Jóni Ólafssyni rítsjóra. Gils Guðmundsson tók saman og les (18) 14.30 íslensk tónlist. 15.15 Bréf úr hnattferð. Dóra Stefánsdóttir segir frá. (Endurtekinn þáttur frá laugardagskvöldi.) 15.45 Tilkynningar • Tón- leikar. 16.00 Fréttir • Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Síðdegistónleikar. 17.00 Barnaútvarpið. Meðal efnis: „Stína" eftir Babbis Friis Baastad í þýð- ingu Sigurðar Gunnars- sonar. Helga Einarsdóttir les (7). Stjórnandi: Kristín Helga- dóttir. 17.40 Úr atvinnulífinu - Stjórnun og rekstur Umsjón: Smári Sigurðsson og Þorleifur Finnsson. 18.00 íslenskt mál Endurtekinn þáttur frá laugardegi sem Gunnlaug- ur Ingólfsson flytur. 18.10 Tónleikar • Tilkynn- ingar. 18.45 Veðurfregnir • Dag- skrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.35 Daglegt mál Margrét Jónsdóttir flytur þáttinn. 19.40 Um daginn og veginn. Sigurður Jónsson stýri- maður talar. 20.00 Lög unga fólksins. Þorsteinn J. Vilhjálmsson kynnir. 20.40 Kvöldvaka. a. „Orgar brim á björgum." Gunnar Stefánsson les þátt úr fjórða bindi af Sögu Dalvíkur eftir Kristmund Bjarnason. b. Skáld og verkamaður. Jón frá Pálmholti flytur frumsaminn frásöguþátt. Umsjón: Helga Ágústs- dóttir. 21.30 Útvarpssagan: „Horn- in prýða manninn" eftir Aksel Sandemose. Einar Bragi les þýðingu sína (11). 22.00 Fréttir Dagskrá morgundagsins Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir • Tón- leikar. 22.20 Lestur Passíusálma hefst. Herdís Þorvaldsdóttir les sálmana. 22.30 Fullorðinsfræðsla frá sjónarhóli launafólks. Tryggvi Þór Aðalsteinsson flytur erindi. 22.50 „Saga úr sundlaug", smásaga eftir Gruðrúnu Guðlaugsdóttur. Höfundur les. 23.00 Frá tónleikum Sinfón- íuhljómsveitar íslands í Háskólabíói 23. þ.m. 24.00 Fréttir • Dagskrárlok. ÞRIÐJUDAGUR 28. janúar 7.00 Veðurfregnir • Fréttir • Bæn. 7.15 Morgunvaktin. 7.20 Morguntrimm. 7.30 Fréttir • Tilkynningar. 8.00 Fréttir • Tilkynningar. 8.15 Veðurfregnir. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barn- anna: „Pési refur" eftir Kristian Tellerup. Þórhallur Þórhallsson les þýðingu sína (2). 9.20 Morguntrimm • Til- kynningar • Tónleikar, þulur velur og kynnir. 10.00 Fréttir. 10.05 Daglegt mál. Endurtekinn þáttur frá kvöldinu áður sem Mar- grét Jónsdóttir flytur. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Lesið úr forystugrein- um dagblaðanna. 10.40 „Ég man þá tíð." Hermann Ragnar Stefáns- son kynnir lög frá liðnum árum. 11.10 Úr söguskjóðunni - Samvinnuútgerð ísfirð- inga. Umsjón: Sigurður Péturs- son. Lesari: Sigríður K. Þorgrímsdóttir. rás 2M MÁNUDAGUR 27. janúar 10.00-10.30 Kátir krakkar. Dagskrá fyrir yngstu hlustendurna í umsjá Helgu Thorberg. 10.30-12.00 Morgunþáttur. Stjómandi: Ásgeir Tómas- son. Hlé. 14.00-16.00 Út um hvippinn og hvappinn. Stjómandi: Inger Anna Aikman. 16.00-18.00 Allt og sumt. Stjórnandi: Helgi Már Barðason. 3ja mín. fréttir kl. 11, 15,16, og 17. 17.03-18.30 Rikisútvarpið á Akureyri - Svæðisútvarp.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.