Dagur - 05.02.1986, Side 8

Dagur - 05.02.1986, Side 8
8 - DAGUR - 5. febrúar 1986 Eldridansaklúbburmn Dansleikur verður í Húsi aldraðra, sími 23595, laugardaginn 8. febrúar. Húsið opnað kl. 21. Miðasala við innganginn. Allir velkomnir. Stjórnin. Tjónabíll til sölu Lancer árgerð 1980, skemmdur eftir veltu. Til sýnis á verk- stæði Höldurs sf., Fjölnisgötu 1b, 5., 6. og 7. febrúar. Tilboðum í bifreiðina sé skilað til Sjóvá-umboðsins, Ráð- hústorgi 5, Akureyri. Uppl. gefnar í síma 22244. ÚTSALA Seljum ýmsar vörur okkar á niðursettu verði, næstu þrjá daga, fimmtudag, föstudag oglaugardag Dæmi um verð: Áður Nú Don Cano barnaúlpur ... 3.300 2.190 Craft barnaúlpur 2.950 1.650 Northland dúnúlpur ... 3.995-4.375 2.990 Craft úlpur fullorðinna .. 5.450 3.550 Adidas bómullargallar ... 1.650 990 Adidas bómullargallar ... 2.700 1.390 Kuldaskór 1.390 950 Patrick glansgallar 2.950 1.900 Jazz-skór 690 400 Hummel-æfingaskór 690 400 fimleikafatnaður, - sundfatnaður og margt margt fleira. Aðeins fímmtudag- föstudag og laugardag Sporthúydhf HAFNARSTRÆTI 94 SÍMI 24350 AKUREYRARBÆR Viðtalstímar bæjarfulltrúa Miðvikudaginn 5. febrúar 1986 kl. 20-22 verða bæjarfulltrúarnir Úlfhildur Rögnvaldsdóttir og Gunnar Ragnars til viðtals í fundarstofu bæjar- ráðs í Geislagötu 9, 2. hæð. Bæjarstjóri. Umboosmenn Dags Sauðárkrókur: Sísí Steindórsdóttir, Furuhlíð 1, sími 5828. Siglufjörður: Matthías Jóhannsson, Aðalgötu 5, sími 71489. Blönduós: Snorri Bjarnason, Urðarbraut 20, sími 4581. Ólafsfjörður: Helga Jónsdóttir, Hrannarbyggð 8, sími 62308. Hrísey: Halla Jóhannsdóttir, Norðurvegi 9, sími 61728. Dalvík: Gerður Jónsdóttir, Miðtúni, sími 61247. Grenivík: Anna Rósa Pálmarsdóttir, sími 33112. Húsavík: Ingibjörg Magnúsdóttir, Sólbakka 5, sími 41529 Mývatnssveit: Þuríður Snæbjömsdóttir, sími 44173. Kópasker: Anna Pála Kristjánsdóttir, Boðagerði 10, sími 52128. Raufarhöfn: Friðmundur H. Guðmundsson, sími 51225. Kópavogur: Guðbjörg Bjarnadóttir, Vallhólma 12, sími 641562. Léleg laun kennara koma einnig til með að bitna á nemendunum, segja kennarar. Tilneyddir til að grípa til aðgerða - ef ekki fæst fram leiðrétting á okkar launakjörum, segja kennarar Eins og frarn hefur komiö í fréttum, þá ríkir mikil óánægja meðal kennara í HIK og KI, léleg launakjör, kennaraskort- ur og stöðugt vaxandi hlutfall réttindalauss fólks við kennslu. Öll þessi atriði, ekki síst þau síðastnefndu, bitna illilega á skólahaldi í hinum dreifðu byggðum landsins, að því er segir í fréttatilkynningu frá Kennarasambandi íslands. í tilkynningunni segir ennfrem- ur, að kennurum þyki ekki lengur verða unað við léleg kjör og muni þeir því sjá sig til- neydda til að grípa til aðgerða ef leiðrétting fæst ekki nú þegar, A nýafstöðnum fundi Kennarasambands íslands, sem haldinn var að Flúðum, voru eftirfarandi tillögur samþykktar: I. Fundur fulltrúaráðs KÍ hald- inn að Flúðum 10.-12. janúar 1986 mótmælir harðlega að ekki hefur verið staðið við gefin fyrir- heit fyrrverandi fjármálaráðherra um jöfnun launa kennara á grunnskólastigi. Launamunur er nú um 5% eft- ir því hvort grunnskólakennari er félagi í Kennarasambandi íslands eða Hinu íslenska kennarafélagi. Megn óánægja ríkir meðal félagsmanna KI með þennan launamun og sjá þeir sig nauð- beygða til að grípa til aðgerða nái þessi sjálfsagða leiðrétting ekki fram að ganga nú þegar. II. Fulltrúaráð Kennarasam- bands íslands vekur athygli fjár- málaráðherra á því að í Kennara- sambandi íslands er um fjórð- ungur allra ríkisstarfsmanna. Það er ljóst að svo stórt stéttarfélag sættir sig ekki við að vera án þeirra sjálfsögðu mannréttinda að geta samið um kaup og kjör fé- iagsmanna sinna. Fulltrúaráð KÍ skorar því á fjármálaráðherra að beita sér fyr- ir lagasetningu á þessu þingi sem tryggi félögum í Kennarasam- bandi íslands fullan samnings- og verkfallsrétt. III. Fundur fulltrúaráðs Kenn- arasambands íslands haldinn á Flúðum 10. janúar 1986 harmar þann seinagang sem orðið hefur á að frumvarp til laga um lögvernd- un kennarastarfsins sjái dagsins ljós og hljóti afgreiðslu Alþingis. Jafnframt lýsir fulltrúaráðið áhyggjum sínum yfir þeirri þróun að hlutfall þeirra sem kenna án réttinda í skólum landsins fer stöðugt vaxandi. Ljóst er að þetta á eftir að hafa alvarlegar afleiðingar fyrir menntun í landinu verði þessari þróun ekki snúið við. Nefnd á vegum menntamála- ráðuneytisins hefur unnið að því að semja frumvarp til laga um lögvemdun á starfsheiti og starfs- réttindum kennara og er störfum hennar að mestu lokið. Fundur- inn skorar því á menntamálaráð- herra að leggja frumvarp þetta fram nú þegar. IV. Fulltrúaráð KÍ samþykkir eftirfarandi ályktun um kjara- mál: Undanfarnar vikur hafa dunið á launafólki í landinu stanslausar hækkanir á vöruverði, þjónustu og óbeinum sköttum. Sem dæmi má nefna hækkun á lyfjum og læknisþjónustu um allt að 33%, 17% hækkun á gjaldskrá Pósts og síma, 20% hækkun dagvistar- gjalda, hækkun á flugvallarskatti og svo mætti lengi telja. Laun hafa verið óverðtryggð frá árinu 1983 sem hefur haft í för með sér gífurlega kaupmáttar- skerðingu. Benda má á að kaup- máttur kauptaxta minnkaði um 18,9% á árinu 1983 og um 7,7% á árinu 1984. Á sama tíma hefur lánskjaravísitala verið I fullu gildi. Frá því í maí 1983 hafa laun hækkað um 83,9% en á sama tíma hefur lánskjaravísitala hækkað um 120,6% og fram- færsluvísitala um 112,4%. Launafólk þolir ekki frekari kjaraskerðingu. Samningar eru lausir og ekkert skrið komið á samningaviðræður. Það er sjálf- sögð krafa launafólks að samið verði strax. Fulltrúaráð Kennarasambands íslands skorar á allt launafólk að standa saman í komandi baráttu. - Við krefjumst beinna launa- hækkana. - Við krefjumst þess að laun verði verðtryggð að fullu. - Við krefjumst samninga strax. Alyktun í ályktun sem samþykkt var samhljóða á fjölmennum fundi félagsmanna í Kennarasam- bandi Islands á Hótel Sögu miðvikudaginn 29. janúar sl. segir m.a.: „Fundur félagsmanna Kennara- sambands íslands úr skólum á Suðvesturlandi haldinn á Hótel Sögu 29. janúar 1986 krefst þess að stjórnvöld standi tafarlaust við loforð um leiðréttingu á launum félagsmanna KÍ. Fundurinn lýsir stjórnvöld ábyrg fyrir alvarlegum kennara- skorti í landinu. Petta ástand sem stafar af slæmum kjörum kennara hefur þegar komið veru- lega niður á starfi margra skóla og enn magna stjórnvöld óá- nægju kennara með mismunun í launum. Fundurinn skorar á stjórnvöld að veita KÍ nú þegar sjálfstæðan samnings- og verkfallsrétt. í Kennarasambandi íslands er um fjórðungur allra ríkisstarfsmanna og sætta þeir sig ekki við að vera án þeir mannréttinda að geta samið um kaup sín og kjör . . .“

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.