Dagur - 13.02.1986, Side 12

Dagur - 13.02.1986, Side 12
Akureyri, fimmtudagur 13. febrúar 1986 K\úkíi * ar - KiúhCirif AKUREYRI Skipagðtu 12 ■ Sími 21464 Kjiííiíingar eru gceðafctða \t CROWN j. CHICKEN ' AKUREYRI Skipagötu 12 • Sími 21464 Sigríður Árnadóttir, einn umsjónarmanna murgumitvarpsins var á Akureyri í gærmorgun. Hér má sjá Sigríði ásamt Birni Sigmundssyni tæknimanni í góðum félagsskap í göngugötunni. Söngur þessa fríða krakkahóps hljómaði í út- varpinu - beint úr Hafnarstrætinu. Mynd: KGA. Orlofsbúðir á Akureyri: „Mér lístvel a þessar hugmyndir" - segir Gísli Jónsson hjá F.A. Mér líst vel á þessar hugmynd- ir um stofnun orlofsbúða á Ak- ureyri. Ég tel að það sé gott að fá fólk til bæjarins, hvort sem það er til dvalar á hótelum, orlofsbúðum eða í tjöldum,“ sagði Gísli Jónsson forstjóri Feröaskrifstofu Akureyrar. Eins og komið hefur fram eru uppi hugmyndir að stofnun orlofsbúða á Akureyri. Valdimar Kristinsson lagði fyr- ir Atvinnumálanefnd Akureyrar tillögu um orlofsbúðir í bænum. Á fundi sem atvinnumálanefnd efndi til með fulltrúum Ferða- málaráðs kom fram að þeir teldu hugmyndir þessar fýsilegar og til framdráttar annarri ferðamanna- þjónustu á Akureyri. Haft hefur verið samband við verkalýðsfélög og stærri laun- þegasamtök í landinu og lýsa þau áhuga sínum á að taka þátt í upp- byggingu orlofsbúða á Akureyri. Bærinn hefur gefið vilyrði sitt fyr- ir því að greiða úr þessu máli með því að útvega lóðir undir búðirnar. Er áætlað að staðsetja þær við Kjarna sunnan Akureyr- ar. Gísli sagði að það fólk sem kæmi til dvalar í orlofsbúðum, væri fólk sem ekki kæmi annars til dvalar á Akureyri. „Pað verð- ur alltaf eithvað að gera fyrir bæjarbúa að veita dvalargestum þjónustu og engin hætta er á að þeir einangri sig þarna sunnan við bæinn,“ sagði Gísli Jónsson. gej- Geysileg veiði Örvars og Arnars Berst kartöflusjúkdómurinn „hringrot“ norður? Hættan felst í flutn- ingum að sunnan - segir formaður kartöflubænda við Eyjafjörð „Mesta hættan á því að þessi sjúkdómur bcrist hingað norð- ur er fólgin í því að það sé ver- ið að flytja kartöflur að sunnan í verslanir hér á Norðurlandi,“ sagði Guöniundur Þórisson formaður kartöflubænda við AKVA: Beðið eftir þeim þýsku Enn verður einhver bið á að vatnspökkun hefjist hjá AKVA, fyrirtækinu á Akur- eyri sem mun selja vatn í neyt- endaumbúðum til Danmerkur, Bandaríkjanna og fleiri landa. Öll tæki til pökkunarinnar eru fyrir löngu tilbúin og lengi vel var beðið eftir umbúðunum fyrir vatnið. Þær eru nú komnar, en þá vantar þýska sérfræðinga sem ætla að hjálpa til þegar pökkunin hefst. Þeir voru væntanlegir til landsins í fyrradag en komu ekki einhverra hluta vegna, þannig að flest bendir til þess að pökkunin hefjist ekki fyrr en í næstu viku. Eyjafjörð er við ræddum við hann vegna kartöflusjúkdóms- ins „hringrots“ sem komið hef- ur upp á Suðurlandi. Að sögn Guðmundar felst hættan í því að umbúðir undan kartöflum sem hugsanlega yrðu fluttar að sunnan kæmust í um- ferð hér, en talið er að sjúkdóm- urinn breiðist einkum út með umbúðum og útsæðiskartöflum. Guðmundur sagði einnig að nokkur dæmi væru þess að fólk keypti sér matarkartöflur í versl- unum en notaði þær síðan sem útsæði. Hann sagði að sér væri ekki kunnugt um að kartöflur að sunnan hefðu verið fluttar í versl- anir við Eyjafjörð, en sér væri kunnugt um að þetta hcfði átt sér stað á Sauðárkróki. „Auðvitað vona ég að þessi sjúkdómur berist ekki hingað norður, en fyrstu áhrif þess að hann hefur skotið rótum fyrir sunnan verða þau að við fáum meiri markað fyrir útsæðið,“ sagði Guðmundur. „Annars geta þeir sem hafa lent í þessu fyrir sunnan sjálfum sér um kennt, það varð vart við sjúkdóminn fyr- ir sunnan 1984, bændum þar var þá bent á að henda útsæðinu og kaupa nýtt en þeir gerðu það ekki og seldu jafnvel öðrum út- sæði. Það er að mínu mati ekki rétt sem fram hefur komið að sjúkdómurinn hafi borist hingað með þessum frægu finnsku kart- öflum, hann var kominn hingað áður,“ sagði Guðmundur. gk-. Skagastrandartogararnir tveir, Arnar og Örvar, hafa veitt mjög vel frá áramótum. Örvar er þegar búinn með um þriðj- ung af þorskkvóta sínum og hefur komið með um 315 tonn af frystum flökum að landi, auk 20-30 tonna af heilfrystum fiski. Þessi afli Örvars mun jafngilda um 700 tonnum upp úr sjó. Arn- ar er kominn með um 500 tonn, en hann hóf ekki veiðar fyrr en 16. janúar vegna þess að verið var að vinna að ýmsum lagfæring- um um borð. Tvívegis hefur Arn- ar verið aðeins fjóra daga í túrn- um og kom með um 100 tonn í annað skiptið en nærri 130 tonn í hitt. Heyrst hefur að reynt hafi ver- ið að fá því framgengt að þeir að- komumenn sem eru á togurunum flytji lögheimili sín til Skaga- strandar eða hætti annars. Sveinn Ingólfsson hjá Skagstrendingi sagði að viðkomandi mönnum hefði verið bent á þetta og hefðu verið þrjár íbúðir í boði fyrir þessa menn fyrir áramót en þær væru nú komnar í leigu. Sveinn sagði að 15 heimamenn biðu nú eftir plássi á togurunum, og þeir hjá fyrirtækinu myndu að sjálfsögðu fara að óskum verka- lýðsfélagsins í þessu máli. Sveinn var rétt nýstiginn á land eftir að hafa farið í veiðiferð með Arnari og sagði hann að það væri nauðsynlegt að skreppa svona annað slagið því með því fengist betri yfirsýn og betra samband skapaðist á milli manna. „En ég fékk ekkert að reyna hvernig þetta er í vetrarveðrum hjá þeim, því það var blíðuveður allan tímann." gk-. Iðnsýning á Norðurlandi? - Fjórðungssamband Norðlendinga kannar hvort áhugi sé fyrir norðlenskri kaupstefnu Á vegum Fjórðungssambands Norðlendinga hafa farið fram umræður um nauðsyn þess að á Norðurlandi verði komið á kynningarsýningu fyrir norð- lenska framleiðslu og þjón- ustu. Fjórðungsþing Norðlendinga 1985 ákvað að leita eftir samstarfi við norðlenska aðila í framleiðslu og þjónustu um að koma á norð- lenskri kynningarsýningu. Leitað verði eftir því við þessa aðila, að mynduð verði samtök norð- lenskra framleiðenda og þjónustuaðila um sameiginlega kynningarstarfsemi með vörusýn- ingum og kaupstefnum eða með öðrum hætti. Með tilliti til þessarar sam- þykktar síðasta fjórðungsþings ákvað stjórn Fjórðungssambands Norðlendinga að gangast fyrir könnun meðal framleiðslu- og þjónustuaðila á Norðurlandi, um hvort efnt skyldi til kynningar- sýningar á norðlenskri fram- leiðslu og þjónustu, sem jafn- framt væri kaupstefna. í þessu til- efni hafa verið sendir spurninga- listar til yfir 200 fyrirtækja og ein- staklinga og til allra sveitar- stjórna á Norðurlandi. í könnun þessari er leitað svara við því hvort áhugi sé að halda kynningarsýningu framleiðslu og þjónustu á Norðurlandi. Þá er spurt um hvort sýningin eigi jafn- framt að vera kaupstefna og einnig spurt hvort hér eigi ein- göngu að vera iðnsýning eða hvort sýningin eigi að vera víð- tæk íramleiðslu- og þjónustusýn- ing.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.