Dagur - 20.02.1986, Page 12

Dagur - 20.02.1986, Page 12
Akureyri, fímmtudagur 20. febrúar 1986 K túkUrajai^^^ujuinfií Skipagötu 12 • Sími 21464 Kjúkfíngar em cjceðcifceða Skipagötu 12 ■ Sími 21464 íþróttahúsið að Hrafnagili: Hefur verið tíu ár í byggingu • En samt er ekki ann- að komið en grunnurinn • Ekkert íþróttahús framan Akureyrar „Staðan í inálum okkar íþróttahúss er sú að búið er að steypa grunninn og stefnt er að því að steypa upp kjallarann í sumar, en hvenær húsið verður tilbúið er ómögulegt að vita,“ sagði Sigurður Aðalgeirsson skólastjóri Hrafnagilsskóla í Eyjafírði. Að Hrafnagili hefur ekki verið aðstaða til íþrótta- kennslu sem neinu nemur. íþróttakennsla fer fram í sam- komusal félagsheimilisins að Laugaborg. Ekkert íþróttahús er í Eyja- firði sunnan Akureyrar svo íþróttakennsla samkvæmt náms- skrá er ckki fyrir hendi. Að Hrafnagili er búið að byggja sundlaug og búningsherbergi sem einnig ciga að þjóna íþróttahús- inu. Framkvæmdir við íþrótta- ntannvirki hófust árið 1976 og grunnurinn að íþróttahúsinu var steyptur í fyrrasumar. Ef kjallari hússins verður steyptur í sumar er hugmyndin að nýta hann fyrir verknámskennslu fyrir skólann, en húsnæði undir þá kennslu hef- ur vantað. Sigurður sagði að það lægi mikið á því að fá íþróttahús við skólann og sótt hafi verið um fé til verksins á hverju ári síðan 1976. Fjárveitingar verið naumar og haft lítið að segja. Áætlanir um kostnað við íþróttahúsið fok- helt eru síðan í október 1983, en þá var áætlunin upp á 10 milljónir króna. Sigurður sagði að ómögu- legt væri að segja til um það hve- nær húsið vrði tilbúið til notkun- ar, því allt færi eftir fjárveiting- um frá ríkinu. gej- Sigurður beitir vírnum góða með góðum árangri. Mynd: KGA. Með verkfærin í húfunni - Lögreglan opnar læstan bíl Hefur það komið fyrir þig að læsa bíllykilinn inni í bílnum? Varstu ekki óhress? Hvað gerðir þú? Hringdir þú í lögg- una og baðst hana að hjálpa þér? Þeir eru liprir hjá lög- reglunni ef eitthvað þessu líkt kemur upp á og ekkert virðist vera hægt að gera. Við komum að Valgeiri Axelssyni og Sigurði Sigurðs- syni þar sem þeir voru að að- stoða mann sem hafði læst lykil- inn inni í bílnum sínum. Valgeir sagði að mikið væri um það að fólk læsti lyklana í bílum. „Þá reynum við að aðstoða eftir föngum," sagði Valgeir. - Hafið þið einhver sérstök tæki til þess að “brjótast inn í bflá? „Jú, við höfum góð tæki,“ sagði Valgeir og sýndi okkur vír sem er í húfum lögreglumanna. Þessi vír er til þess að húfan haldi formi sínu. „Þetta er nán- ast það eina sem við höfum til að opna bíla og hefur reynst mjög vel. Ekki bar á öðru því Sigurður var ekki lengi að opna græna Toyotu sem stóð við sundlaugina. Eigandinn varð feginn og Sigurður setti vírinn aftur í húfuna eftir að hann var búinn að laga hann til eftir átök- in. - Er ekki misjafnlega erfitt að opna bíla? Þeir félagar sögðu að svo væri. „Það kemur fyrir að við þurfum fleiri verkfæri en vírinn og jafnvel að opna bílstjór- ahurðina í gegnum hurðina farþegameginn. Þá er eins gott að vera ekki skjálfhentur," sögðu þeir liðlegu lögreglu- menn Valgeir og Sigurður. gej- Hitaveitan og Öngulsstaðahreppur: Full samstaöa um leiðréttingu hitaveitureikninga hálft ár aftur í tímann „Þaö er enginn ágreiningur um afturvirkni samkomulagsins milli okkar og hreppsnefndar Öngulsstaðahrepps. Málið er bara ekki komið það vel á veg að einstakir notendur séu bún- ir að fá útreikningana í hendur,“ sagði Wilhelm V. Steindórsson hitaveitustjóri er blaðamaður spurði hann frétta af Iciðréttingum á hitaveitu- reikningum íbúa í Önguls- staðahreppi. Stjórn hitaveitunnar hélt fund með hreppsnefnd Öngulsstaða- hrepps þann 14. febrúar s.l. Á þeim fundi náðist samkomulag um uppgjör hituveitureikninga í Öngulsstaðahreppi fyrir tímabil- ið 1. júlí - 31. desember 1985. Öngulsstaðahreppur hefur nokkra sérstöðu hvað varðar hitaveituna, aðallega vegna þess hversu notendur eru fáir og lagn- ir langar. Þess vegna var ekki hægt að notast við þær afsláttar- reglur sem í gildi eru á Akureyri og þurfti því að móta nýjar. Þær reglur voru tilbúnar í lok des- ember. Samkomulag náðist um að þær reglur giltu aftur fyrir sig til 1. júlí. Því þurfti að endur- skoða og leiðrétta alla hitaveitu- reikninga í hreppnum með hlið- sjón af nýju reglunum. Stjórn Hitaveitu Akureyrar og hreppsnefnd Öngulsstaðahrepps gerðu með sér samkomulag í janúar s.l. Þar skuldbindur hita- veitan sig til að halda uppi 65° vatnshita á endum dreifikerfisins í hreppnum. Til þess að ná þess- um hita er nauðsynlegt að láta talsvert vatnsmagn renna út úr kerfinu á þremur stöðum. „Þessi aðferð er auðvitað kostnaðarsöm fyrir hitaveituna en við munum skoða hvernig þetta kemur út þegar líða fer á árið,“ sagði Wilhelm. En notendur í Öngulsstaða- hreppi eiga sem sagt von á bréfi frá Hitaveitu Akureyrar einhvern næstu daga þar sem hin aftur- virka leiðrétting verður útskýrð. Þar með ætti allur ágreiningur að vera úr sögunni. BB. Lionsbingó: 60 þúsund króna tap Það vantaði fleira fólk og þá sérstaklega fullorðið,“ sagði Þóroddur Þóroddsson formað- ur Lionsklúbbs Akureyrar. En Lionsmenn héldu glæsilegt bingó í íþróttahöllinni fyrir stuttu, þar sem 14 ára drengur fékk aðalvinning bingósins, sem var Skódabifreið. Tap var á bingóinu sem nam 60 þúsund krónum. Það komu 400 börn á skemmt- unina og 200 fullorðnir. „Við reiknuðum með fleirum, en ég held að þessi dræma þátttaka fullorðins fólks sé endurspeglun af ástandinu í dag. Það virðist sem fólk sé almennt í meiri pen- ingavandræðum en oft áður og það tengist skemmtanahaldi sem þessu. Á síðasta ári gekk bingóið mjög vel og skilaði góðum hagnaði sem rann til góðgerðarmála. „Okkur langar að halda áfram á næsta ári, en við munum skoða tíma- setningu og fleira til að komast hjá tapi sem þessu.“ Þegar hann var spurður hvernig Lionsmenn færu með 60 þúsund króna tap, sagði hann: „Við þurfum að taka peninga af auglýsingablaði sem við gáfum út fyrir stuttu og skil- aði nokkrum hagnaði.“ gej- Sony-menn til við- ræðna við Samver - um hugsanleg kaup á tækjabúnaði til útvarps- og sjónvarpsrekstrar Nú eru staddir á Akureyri tveir yfírmenn frá Sony-Danmark til viðræðna við forsvarsmenn myndbandafyrirtækisins Sam- vers hf. um hugsanleg kaup á tækjabúnaði til útvarps- og sjónvarpssendinga. Þetta eru Steen Vestrup, for- stjóri þeirrar deildar Sony-Dan- mark sem annast sölu á búnaði til faglegra nota, m.a. útsendinga, og Jens Ingevall, framkvæmda- stjóri fyrir þeirri deild sem annast hönnun og uppsetningu mynd- banda- og útsendingakerfa af þessu tagi. Einnig hefur Birgir Skaftason, framkvæmdastjóri Japis, sem hefur umboð fyrir Sony-vörur á íslandi, tekið þátt í fundum með þeim Þórarni Ágústssyni, framkvæmdastjóra Samvers, og Hermanni Svein- björnssyni, ritstjóra Dags og stjórnarformanni í Samveri hf. Endanleg ákvörðun hefur enn ekki verið tekin um uppsetningu og rekstur útvarps- og sjónvarps- stöðvar, en línur ættu að fara að skýrast hvað það varðar. Rætt hefur .verið um það að Samver kaupi tækjabúnað til dagskrár- gerðar, en fyrirtækið á þegar tölu- vert af tækjum sem nýtasl í þess- um tilgangi. Þá hefur það verið rætt sem hugsanlegur möguleiki að sú starfsemi sem rekin er í tengslum við Dag verði útvíkkuð og aukin og geti þar með tekið að sér dag- legan rekstur við efnisöflun, þ.e. annað en tæknilegu hliðina sem Samver myndi annast. - GS. ‘Jm' V 4P§ Þórarinn Ágústsson og Hermann Sveinbjörnsson ræða hér við Steen Vestrup, Birgi Skaftason og Jens Ingevall í húsakynnum Samvers hf. á Akureyri. Mynd: KGA.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.