Dagur - 27.02.1986, Síða 5

Dagur - 27.02.1986, Síða 5
27. febrúar 1986 - DAGUR - 5 Pað eru rétt um tvö ár síðan þau giftu sig Karólína og Stef- ano, nánar tiltekið þann 29. des- ember 1983 og Andrea litli kom frekar með fyrra fallinu í heiminn eða 8. júní 1984. Ást við fyrstu sýn Þau hittust á skemmtisiglingu á Miðjarðarhafinu sumarið 1983 og það var ást við fyrstu sýn. Allir héldu að þetta myndi ganga yfir og að Karólína snéri sér aftur að Robertino Rossellini. En það gerðist ekki og á haustdögum varð ljóst að það væri fjölgunar- von hjá Karólínu og Stefáni. Brúðkaup var undirbúið í hasti, frekar fábrotið þar sem hún var að gifta sig öðru sinni. Karólína hefur þroskast mikið síðan hún eignaðist Andrea og nú er það hún sem reynir að siða Stefaníu systur sína til, en sem kunnugt er hefur sú „stutta“ mjög gaman af að sækja nætur- klúbba og baðstrendur. Karólína og Rainier fursti sjá um að mæta við allar opinberar athafnir en nú vonar Karólína að Albert bróðir hennar fari að ná sér í konu sem gæti sinnt þessum opinberu skyldum, því eftir því sem fjöl- skyldan stækkar verður þetta erfiðara fyrir Karólínu. Stefanía er ekki til mikillar aðstoðar, það eina sem hún er dugleg við er að fjölga hinum gráu hárum föður síns. Mesta ánægja hans er að eyða tímanum með dóttursynin- um og brátt einnig með Iítilli Grace? Það var enginn i vafa um að annað barn væri á leiðinni eftir að Karólína hafði sýnt sig í þessum jakka í búðarleiðangri. Og nú bíða allir og vona að þetta verði stúlka. Hæ pabbi! Andrea litli eitt sælubros - en þau mættu nú gefa drengnum betri útbúnað ef hann á að ná virkilega góðum árangri. m St. fr voríð komið? Nýkomnir sportskór með frönskum lás St. 20-26. Verð kr. 495.- St. 28-34. Verð kr. 570.- St. 40-46. Verð kr. 615.- Sportskór, reimaðir St. 35-39. Verð k>. 545.- Strigaskór ★ Strigaskór 20-28. Verð kr. 150,- St. 35-41. Verð k>. 150.- Kínaskór ★ Kínaskór ★ St. 34-40. Verð kr. 185,- Eyfjörð l| Hjalteyrargötu 4 - simi 22Z75 WS/t Gamlar myndir úr starfsemi KEA Um þessar mundir er verið að undirbúa bók, sem fjallar um sögu KEA síðustu 100 árin. í bókinni verða að sjálfsögðu gamlar myndir úr starfsemi KEA. Til að hafa bókina enn eigulegri leitum við eftir gömlum myndum, teknum fyrir 1950, sem ekki hafa birst áður á prenti. Átt þú í þínum fórum gamlar myndir sem snerta starfsemi KEA á einn eða annan hátt? Mætt- um við fá að taka eftir þeim? Ef þú telur þig geta aðstoðað okkur viltu þá vinsam- lega hafa samband við Áskel Þórisson í síma 21400. Heimasími hans er 25524. Kaupfélag Eyfirðinga Stórkostiegt tækífæn Þar sem verslunin er að hætta, veitum við 50-70% afslátt af öllum vörum frá og með föstud. 28. febrúar. Allt á að seljast. „Vinnuréttur“ ný útgáfa Út er komin hjá Máli og menn- ingu bókin Vinnuréttur - ný út- gáfa, eftir Arnmund Backman og Gunnar Eydal. Er þetta önnur útgáfa verksins, mjög aukin og endurbætt, en það kom fyrst út 1978. Tilgangur bókarinnar er, eins og höfundar segja í formálsorð- um, „að gefa almennt yfirlit yfir meginefni vinnuréttar á íslandi." í sérstökum köflum er fjallað um stéttarfélög, kjarasamninga, vinnudeilur og verkföll, réttindi og skyldur atvinnurekenda og starfsmanna og bætur og trygg- ingar. Með atriðisorðaskrá og spássíugreinum er reynt að gera Vinnurétt að sem aðgengilegastri handbók fyrir launþega og at- vinnurekendur, en heimildaskrá og skrá yfir dóma og lög auð- velda notkun hennar þeim sem fást við málefni vinnuréttar að staðaldri. Auk nýrrar lagasetn- ingar voru það ekki síst þeir fjöl- mörgu dómar, sem fallið hafa á síðustu 7 árum, sem gert höfðu endurskoðun fyrri útgáfunnar tímabæra. ViftityUHEi s Uft Ný útgáfa Vinnuréttur - ný útgáfa er 216 blaðsíður að stærð og unnin í Prentsmiðjunni Hólum hf. Ný sending af góifteppuin dreglum og stökum teppum ★ ADt á frábæru verði ★ Leigjum út teppahreinsivél

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.