Dagur - 27.02.1986, Síða 6

Dagur - 27.02.1986, Síða 6
6 - DAGUR - 27. febrúar 1986 Góður skóli, góður andi - segja nemendur Hólaskóla Jón Bjarnason skólastjóri. Myndir og texti: Þórhallur Ásmundsson. Hólar í Hjaltadal. Nafn staðarins kemur víða við í íslandssögunni. Par var snemma komið áfót biskupsstóli og staðurinn hefur verið eitt mesta mennta- og menningarsetur á Norðurlandi frá alda öðli. Pess vegna þótti vel við hœfi að setja þar niður bændaskóla, þegar slíkt var á döfinni vel fyrir síðustu aldamót. Bœndaskólinn á Hól- um var stofnaður 14. maí 1882. í fyrstu var skólinn rekinn af Skagafjarðar- og Húnavatnssýslum, en síðar af Norðuramtinu. Frá 1907 hefur ríkissjóður haft veg og vanda af rekstri skólans og Hóla- staðar. Aðsókn að skólanum hefur verið góð ef undan eru skilin árin fyrir 1980., en skólahald féll niður árin 1979 og 1980 vegna dræmrar aðsóknar. Héldu þá margir að dagar Bændaskólans á Hólum vœru taldir, en svo reyndist aldeilis ekki. Arið 1981 var Jón Bjarnason ráðinn skólastjóri við skólann. Síðan hefur nemendum fjölgað á ný, svo að vegna húsnæðisleysis hefur ekki verið hægt að veita öll- um umsækjendum aðgang. Ný- nemar eru í ár 23 og hafa aldrei verið fleiri. í sjónmáli er nú aukning á heimavistarrými fyrir nemendur, því á næstunni verða reist tvö parhús, sem í verða fjór- ar íbúðir og verða þær nýttar af Bændaskólanum yfir veturinn, en sem orlofsíbúðir fyrir ýmsa aðila yfir sumarið. Nýjar búgreinar hafa sett svip sinn á búfræðinámið undanfarin ár og hefur verið reynt að laga námið að þeim. Má þar nefna loðdýrarækt, fiskeldi ásamt fiskirækt og í haust hófst kennsla í trjárækt við skólann. Loðdýra- rækt og trjárækt eru ásamt fleiri greinum valgreinar. Árið 1984 var tekið upp brautaskipt nám í skólanum og þá boðið upp á nám á tveim brautum, almennri bú- fræðibraut og fiskeldisbraut, sem í daglegu tali er kölluð sporð- braut. Það er ekki aðeins að skólinn hafi vaxið í tíð Jóns Bjarnasonar á Hólum, heldur hefur verið unn- ið markvisst að lagfæringum á húsakostj staðarins, en viðhald á honum hafði verið ófullnægjandi alllengi. Hafa iðnaðarmenn verið þar tíðir gestir á undanförnum árum, þ.á m. höfundur þessarar greinar, sem hefur lítillega stund- að þar vinnu á síðustu mánuðum. Þegar ég snæddi í mötuneytinu í fyrsta skipti í haust, veitti ég strax eftirtekt spjaldi á eldhús- hurðinni, sem á stóð: „Hér eldar kokkur sem lært hefur af mis- tökunum." Maturinn sem borinn er á borð þar, ber þess reyndar ekki vott að mistök séu í matar- gerðinni annað veifið. Hins vegar er þessi setning sjálfsagt ágætur samnefnari fyrir þann anda er virðist ríkja á staðnum, léttleik- andi en alvaran samt aldrei langt undan. Þegar ég var staddur á Hólum um daginn, nýtti ég tímann eftir vinnu á kvöldin til að taka viðtal við nokkra nemendur skólans, um nám þeirra, félagslíf í skólan- um o.fl. Ég var að vísu svolítið kvíðinn að þeir myndu ekki viðurkenna mig sem blaðamann, eftir að hafa séð mig rykugan upp fyrir haus í matar- og kaffihléum, en krakkarnir voru samvinnu- þýðir eins og vera ber. Ég gekk sem sagt upp á vistina í leit að viðmælanda. • Af sjónum á sporðbraut í dyrunum til vinstri á efstu hæð- inni mætti ég ljóshærðum pilti, sem ég hafði séð draghaltan nokkrum dögum áður. „Þú ert Jóhanna Pálsdóttir, var í sveit rétt hjá þar sem landbún- aðarráðherra á heima. Ingólfur Jóhannsson: Að sjálfsögðu langar mig að verða bóndi, helst kúabóndi. orðinn góður í fætinum. Hvað gerðist eiginlega?" spurði ég. „Já, ég slasaði mig niðri í íþróttasal, missteig mig í körfu- bolta,“ sagði hann. Ég bar upp erindið og hann samþykkti viðtal. Við komum okkur fyrir í setustofunni og síð- an hófst spjallið. - Hvað heitirðu, hvaðan og hve ungur ertu? „Ég heiti Magnús Þór Haf- steinsson og er 22ja ára frá Akra- nesi.“ - Hvað kom til að þú fórst til náms í Bændaskólann? „Ja, ég hafði verið töluvert til sjós og langaði til að læra eitt- hvað í sambandi við sjávarútveg. Ég rakst þá á þennan möguleika, að í boði væri nám í fiskeldi á sérstakri braut hér við skólann. Ég ákvað því að slá til.“ - Hvernig hefur námsferillinn verið hjá ykkur á sporðbrautinni hér í skólanum? „Við komum hingað haustið ’84, vorum fram að áramótum í skólanum og tókum þá próf. Síð- an fórum við í verknám, en fyrra árs nemar fara alltaf burtu frá skólanum í verknám seinni hluta vetrar. Við á sporðbrautinni för- um í laxeldisstöðvar, en hinir á almennu brautinni fara á bú hing- að og þangað um landið. Ég fór í verknám í laxeldisstöðina að Húsatóftum við Grindavík. Svo komum við hingað í skólann aft- ur sl. haust, verðum hér í allan vetur og útskrifumst í vor. Við sjömenningarnir á sporðbraut- inni verðum þeir fyrstu sem út- skrifast úr námi í fiskeldi hér á landi.“ - Ertu bjartsýnn á atvinnu- horfur í greininni? „Já, maður getur ekki annað, það virðist vera svo mikill vöxtur í henni. Ég er samt ekkert farinn að leita mér að vinnu ennþá.“ - Hvernig er skóladagurinn? „Viö byrjum klukkan átta og erum í skólanum samfleytt fram

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.