Dagur


Dagur - 27.02.1986, Qupperneq 15

Dagur - 27.02.1986, Qupperneq 15
27. febrúar 1986 - DAGUR - 15 Forsendur kjarasamninga Áætlaður kostnaður vegna aðgerða Eftirfarandi tafla sýnir áætlaðan kostnað ríkissjóðs vegna aðgerðanna til lækkunar verðlags: Aðgerð: Kostnaður: Lækkun á grænmetistollum 50 millj. kr. Niðurfelling tolla af hjólbörðum 60 millj. kr. Lækkun á bifreiðatollum 400 millj. kr. Lækkun á tollum á heimilistækjum 180 millj. kr. Afnám verðjöfnunargjalda af rafmagni 440 millj. kr. Niðurfelling launaskatts 330 millj. kr. Samtals kostnaður á heilu ári 1460 millj. kr. Áætlaður kostnaður á árinu 1986 1250 millj. kr. Ekki er reiknað með kostnaði vegna lækkunar á búvöruverði í þessum útreikningum enda gert ráð fyrir því að aðilar sjálfir standi að mestu undir þeim lækkunum innan þess fjárhagsramma sem heildarfjárveit- ingar ríkissjóðs til landbúnaðarins leyfa. Forsendur kjarasamninga ASÍ, VSÍ og VMS eru m.a. þær að gert verði ráð fyrir föstu gengi og afgerandi hjöðnun verðbóigu og hefur verið nefnd talan 7% í Iok þessa árs í því sambandi. Árangur í þessum efnum er háður því að ríkisstjórnin beiti sér fyrir veigamiklum aðgerð- um til niðurfærslu verðlags, aðhalds í verðlagsmálum og eflingar samkeppnisaðstöðu útflutnings- og samkeppnisiðn- aðar. Samningsaðilar beindu því til stjórnvalda að þau tryggðu framgang ýmissa mála og voru tillögur þess efnis sendar ríkisstjórninni. Hér fer á eftir það sem aðilar vinnu- markaðarins telja að ríkis- stjórnin þurfi að gera - for- sendur kjarasamninganna. Auk þess var samkomulag um það milli aðUa að launakerfið yrði endurskoðað, þ.e. að færa kauptaxta að greiddu kaupi, auka hlut fastra launa í heild- artekjum og stuðla að auknu jafnvægi á vinnumarkaði og leiðréttingu milli starfshópa m.a. vegna launaskriðs sem valdið hefur misgengi. Hús- næðismálin voru ennfremur ákaflega stór þáttur í sam- komulaginu, þ.á m. endur- skipulagning lífeyrissjóðakerf- isins, eins og greint hefur verið frá í Degi. Lækkun tekjuskatts Ríkisstjórnin beiti sér fyrir lækk- un tekjuskatts um allt að 150 milljónir króna á þessu ári til samræmis við breyttar verðlags- horfur frá því sem fjárlög gerðu ráð fyrir. Bent er á hækkun pers- ónuafslátts sem æskilega leið til þess að ná þessu markmiði. Fyrirframgreiðsla tekjuskatts lækki til samræmis við þetta. Lækkun útsvars Ríkisstjórnin beiti sér fyrir því að sveitarfélög lækki útsvar í ljósi lægri verðbólgu en forsendur fjárhagsáætlana þeirra byggðu á. Fyrirframgreiðsla útsvars lækki að sarna skapi. Lækkun vaxta Ríkisstjórnin beiti sér fyrir því að vaxtaákvarðanir styðji og fylgi verðlagshjöðnun. Vextir lækki strax 1. mars og síðan mánaðar- lega í samræmi við lækkun verð- bólgu. Lækkun á verði opinberrar þjónustu (0,5% vísitöluáhrií) Ríkisstjórnin beiti sér fyrir lækk- un á verði opinberrar þjónustu eins og fram kemur í bréfi til að- ila vinnumarkaðarins dags. 11. febrúar 1986 en þar er m.a. gert ráð fyrir: 10% lækkun rafmagnsverðs. 7% lækkun á töxtum Hita- veitu Reykjavíkur. 5% lækkun á afnotagjöldum ríkisútvarpsins. 5% lækkun á dagvistargjöld- um. Auk þess sem vænst er að önnur fyrirtæki ríkis og sveit- arfélaga fylgi sömu stefnu. Bein áhrif þessarra lækkana eru metin á 0,5% í vísitölu fram- færslukostnaðar en með óbeinum áhrifum af því að opinber fyrir- tæki falla frá hækkunum síðar á árinu eru áhrifin í heild metin á 0,7%. Nú þegar verði gengið eftir skýrum svörum frá sveitarfélög- um og orkufyrirtækjum um fyrir- ætlanir þeirra í ljósi nýrra verð- lagsforsenda. Staðfest verði að ekki komi til frekari hækkana síðar á árinu. Miðað er við að lækkun þjón- ustu komi fram eigi síðar en 1. mars 1986. Lækkun á verði á bensíni og olíum (0,65% áhrif í vísit.) Lækkun á verði á bensíni og olí- um á heimsmarkaði skili sér í verðlagningu á þessum vörum hérlendis. Miðað er við að bensín lækki a.m.k. um 4% fyrir 1. mars og aftur fyrir 1. apríl þannig að lækkun alls verði a.m.k. 10%, sem lækkar framfærsluvísitöluna beint um 0,5%. Auk þess er gert ráð fyrir því að óbein áhrif af þessarri lækkun og almennri lækkun á vörum unnum úr olíu verði 0,15% til viðbótar. Lækkun á verði búvöru (0,5% vísitöluáhrif) Ríkisstjórnin beiti sér fyrir því í samráði við bændur og aðra aðila sem vinna og versla með búvörur að búvöruverð hækki ekki fram til 1. júní og ekki umfram 2% í hvert sinn sem nýtt búvöruverð er ákveðið á árinu 1986. M.a. er bent á þá leið að hluti útflutningsuppbóta á búvörur verði notaður til þess að fjár- magna sérstaka verðlækkun á kindakjöti nú á útmánuðum. Jafnframt verði gert ráð fyrir sérstakri verðlækkun á kinda- kjöti eftir sláturtíð næsta haust. Afnám verðjöfnunargjalds af rafmagni (0,35% í vísitölu) Ríkisstjórnin beiti sér fyrir af- námi verðjöfnunargjalds af raf- magni. Þessarri aðgerð er ætlað að lækka orkuverð hérlendis til almennra nota til samræmis við lækkandi orkuverð erlendis. Áhrifin af þessarri aðgerð sem gengið er útfrá að komi til fram- kvæmda fyrir 1. mars eru metin á 0,35% í vísitölu framfærslu- kostnaðar. Lækkun á tollum á grænmeti (0,15% vísitöluáhrif) Ríkisstjórnin ábyrgist lækkun á tollum á innfluttu nýju grænmeti, aðallega tómötum og agúrkum (á þeim tímum sem slíkur innflutn- ingur er á annað borð heimilað- ur), þannig að ýmsar tegundir innflutts nýs grænmetis lækki í verði um a.m.k. 30%. Slík lækk- un vegur um 0,15% í vísitölu framfærslukostnaðar. Lækkun á tollum af fólksbifreiðum (1,5% vísitöluáhrif) Ríkisstjórnin standi fyrir lækkun á tollum eða öðrum aðflutnings- gjöldum af bifreiðum sem tryggi að bifreiðar með 2000 rúm- sentim. vél eða minni lækki í verði um a.m.k. 30%. Stærri bif- reiðar lækki hlutfallslega minna. Slík lækkun vegur 1,5% í vísi- tölu framfærslukostnaðar. Lækkun á tollum af hjólbörðum (0,15% vísitöluáhrif) Tollar af hjólbörðum fyrir fólks- bifreiðir verði felldir niður. Áætl- uð vísitöluáhrif eru um 0,15%. Lækkun á tollum af heimilistækjum (0,35% í vísitölu) Ríkisstjórnin beiti sér fyrir eftir- farandi lækkun á tollum af ýms- um heimilistækjum: Tollar á sjónvarpstækjum, myndbandstækjum, útvarps- tækjum og hljómtækjasam- stæðum lækki úr 75% í 40%. Tollar á ýmsum heimilistækj- um sem nú bera yfir 40% toll lækki í 40%. Tollar á ýmsum tækjum sem nú bera 40% toll lækki í 15% Almenn verðlækkun á þessum vörutegundum vegna þessarra tollalækkana er nálægt 20% sem vegur um 0,35% í vísitölu. Niðurfelling launaskatts til eflingar samkeppnisstöðu Ríkisstjórnin gangist fyrir því að launaskattur verði felldur niður af fiskvinnslu, útflutnings- og samkeppnisgreinum til þess að gera þeim auðveldara að taka á sig launakostnaðarhækkanir meðan gengi krónunnar er haldið stöðugu. Verðgæsla og verðkannanir Ríkisstjórnin feli Verðlagsstofn- un að stórauka verðgæslu og verðkannanir til þess að sem best megi fylgjast með þróun verðlags á sem flestum mörkuðum. Mark- miðið með slíku er að auka upp- lýsingar um verðlagsmál, veita aðhald við verðákvarðanir og efla verðskyn almennings. Verðlagsstofnun hafi náið samráð við aðila vinnumarkaðar- ins um framkvæmd málsins, sbr. yfirlýsingar aðila um aðhald í verðlagsmálum. Fjármögnun aðgerða Aukin kaup lífeyrissjóða á ríkisskuldabréfum Sérstakt samkomulag hefur verið gert um aukin kaup lífeyrissjóða á ríkisskuldabréfum, þannig að lífeyrissjóðirnir kaupi a.m.k. fyr- ir 2650 milljónir króna á þessu ári af ríkissjóði, byggingarsjóðun- um, Framkvæmdasjóði og Stofn- lánadeildinni. Þessi auknu kaup lífeyrissjóð- anna á skuldabréfum gefur ríkis- sjóði svigrúm til þess að lækka skatta um a.m.k. 625 milljónir króna á þessu ári. Gefur 625 milljónir króna Sérstakar aðgerðir ríkisstjórnarinnar Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir lækkun útgjalda eða hækkun skatta fyrir jafn háa upphæð og svarar til þess svigrúms til skatta- lækkana sem gefst við aukin skuldabréfakaup lífeyrissjóð- anna. Ríkissjóður bætir þannig krónu við hverja þá krónu sem hægt er að lækka skattana um vegna aukinna skuldabréfakaupa lífeyrissjóðanna. Bent er á eftirfarandi leiðir fyr- ir ríkissjóð til að leysa þann vanda sem skapast við sérstaka 625 millj. króna skattalækkun: Sérstakur 10% launaskattur á banka til þess að stuðla að að- haldi og sparnaði í vinnuafls- notkun í bankakerfinu. Þetta gefur 225 millj. kr. Sérstök lækkun fjárveitinga til vegagerðar um 200 millj., króna vegna sparnaðar í kjölfar lækkandi olíuverðs. Sérstakt 40% álag á eigna- skatt vegna lækkunar tolla á bifreiðum og heimilistækjum. Miðað er við að þessi aðgerð skili um 200 milljónum króna. mm Iár er ódýrt að endurnýja skóna Litir: Fbl. - græ. - futzia Stærðir: 36-41 Áður: 2.095.- Nú: 1.095.- finír femÉpskór og margar fleiri gerðir Dömu- og herraskór Litir: Fbl. - græ. - futzia Stærðir: 36-41 Áður: 2.280.- Nú: 1.295.- 1936 Mokkasia Litir: Fbl. - græ. - futzia Stærðir: 36-41 Áður: 2.280.- Nú: 1.295. 1986 SKOGERDIN AKUREYRI

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.