Dagur


Dagur - 27.02.1986, Qupperneq 16

Dagur - 27.02.1986, Qupperneq 16
Akureyri, fímmtudagur 27. febrúar 1986 Skipagötu 12 ■ Sími 21464 Kjúkfavjar eru gccðafceða AKUREYRI Skipagötu 12 • Sími 21464 Saksóknari óskar eftir nánari rannsókn á Sjallamálinu Rannsóknarlögreglan á Akureyri hefur sent gögn varðandi rann- sókn á hugsanlegu fjármálamis- ferli í Sjallanum til ríkissaksókn- ara. Þar hafa skjölin verið yfirfar- in, en í gær voru þau send aftur til rannsóknarlögreglunnar á Akureyri, með beiðni um frekari 'rannsókn á málinu. Þegar Dagur ræddi við rannsóknarlögreglu- mann í gærkvöld höfðu gögnin ekki borist norður. Hann átti hins vegar von á því, að umbeðin framhaldsrannsókn fælist í frek- ari yfirheyrslum í málinu og að þeim verður unnið strax og máls- gögn hafa borist norður. Síðuhverfi Akureyri: 500 foreldrar senda mótmæli til stjómvalda Rúmlega 500 foreldrar í Síðu- hverfi hafa skrifað undir bréf sem sent verður til fjármálaráðherra, menntamálaráðherra og allra þingmanna Norðurlandskjördæm- is eystra. Með undirskrift sinni eru foreldrar að mótmæla því að enn eru ófrá- gengnir samningar milli mennta- málaráðuneytisins og Akreyrarbæjar varðandi byggingu Síðuskóla á Ak- ureyri. í bréfinu segir orðrétt: „Skuld ríkisins vegna byggingar Síðuskóla nemur nú að talið er um 20-30 miiljónum króna. Við foreldr- ar í Síðuhverfi mótmælum því að börn okkar verði enn á ný flutt í aðra skóla og við sættum okkur ekki við annað en að vandi skólans verði leystur." Fyrirsjánlega þarf að flytja einn til tvo árganga úr Síðuskóla yfir í aðra skóla strax í haust ef ekki verður ráð- ist í að fullklára fleiri kennslustofur í nýbyggingunni. Yrði þá að grípa til þess ráðs sem nemendur í Síðuhverfi þekkja allt of vel, að keyra börnin á milli skólahverfa. Foreldrarnir vilja með bréfi þessu þrýsta á að málin verði leyst á farsælli hátt. BB. Saumakonur hjá Heklu: Allar endurráðnar hjá Iðnaðardeildinni Saumafólk hjá Sambands- verksmiðjunum á Akureyri þarf ekki að standa uppi at- vinnulaust, þótt fataverk- smiðjunni Heklu verði lokað, en það hefur nú endanlega verið ákveðið. Að sögn Jóns Sigurðarsonar framkvæmdastjóra Iðnaðar- deildar hefur verið ákveðið að hefja framleiðslu á ullarjökkum til útflutnings, en eftirspurn eft- ir slíkum fatnaði hefur aukist mjög að undanförnu. Þá mun Iðnaðardeildin taka að sér að sauma vinnufatnað fyrir inn- lenda söluaðila. „Þetta tvennt og svo það að þörf er fyrir fleira starfsfólk í ýmsum iðnaði hjá okkur, gerir það að verkum að við höfum boðið öllum saumakonunum ráðningu hjá Iðnaðardeildinni. Með öðrum orðum ætlum við að auka framleiðsluna en ekki yfirbygginguna," sagði Jón. Það verða því innan við 10 manns af þeim 63 sem sagt var upp störfum, sem ekki geta fengið endurráðningu í kjölfar þessarar ákvörðunar. BB. WB8llB5BWIIgBBÍWSGaiglliMBWI^IIWITIlWH8HMlBBBB8BÍBBBB88BWM „Ég vona að unglingamir kunni að meta þetta framtak" -segiróli B. Kristdórsson „Ég á húsnæði úti í Sunnuhlíð og datt í hug að nýta það á þennan hátt, svo það standi ekki autt,“ sagði Óli Berg Kristdórsson, sem sótt hefur um leyfí til að setja upp leik- tækja- og knattborðsstofu í verslunarmiðstöðinni Sunnu- hlíð á Akureyri. Það er bæjarfógetans á Akur- eyri að veita slíkt leyfi. Hann leit- aði eftir umsögn bæjarstjórnar um málið og hefur hún fyrir sitt leyti samþykkt að leyfið verði veitt. Óli hefur í hyggju að setja hurð út á svalirnar, þannig að leiktækjastofan geti verið opin utan verslunartíma. Byggingar- nefnd hefur samþykkt þá breyt- ingu. „Ég er ekki alveg búinn að gera upp við mig hvort ég rek stofuna sjálfur ellegar leigi hana öðrum. Ég hef trú á því að þetta geti borið sig. Það búa margir í Þorpinu og unglingarnir kunna vonandi að meta þetta framtak, þótt fullorðna fólkið virðist ekki kunna að meta verslanirnar þarna.“ BB. Vatnsveitustjórn ávítar meirihiuta sjálfstæöismanna og Kvennaframboðs í vatnsveitumálinu: Skammsýni í stað fyrirhyggju Pétur Yaldimarsson hefur ver- ið kosinn formaður Vatnsveitu- stjórnar Akureyrar, í stað Freys Ófeigssonar, sem sagt hefur af sér, eins og fram hefur komið í fréttum. Astæðan fyrir afsögn Freys var sú ákvörðun bæjarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins og Kvennaframboðs- ins, að taka af framkvæmdafé vatnsveitunnar, til annarra framkvæmda bæjarins. Vatnsveitustjórnin hefur fjall- að um þetta mál, gerði það á sín- um fyrsta fundi eftir að Freyr sagði af sér. Niðurstaða þeirra umræðna var eftirfarandi bókun: Fóstrunám á Akureyri: „Við viljum fjölga námsbrautunum" „Með þessu erum við að reyna að auka gildi okkar skóla og bjóða nemendum upp á fjöl- breyttara nám,“ sagði Bern- harð Haraldsson skólameistari Verkmenntaskólans á Akur- eyri um þær hugmyndir sem eru uppi um að flytja frekara nám á uppeldisbraut út í hinn almenna framhaldsskóla og þar með bjóða upp á aukna námsmöguleika. Samvinna er meðal Verk- menntaskólans á Akureyri og Fjölbrautaskóla Suðurnesja í þessum efnum. Er mikill vilji meðal ráðamanna þessara skóla að gefa fólki kost á auknu námi í uppeldisfræðum. „Við erum ekki að varpa rýrð á Fósturskóla ís- lands með þessum óskum okkar, heldur viljum við gefa fólki sem ekki býr í Reykjavík kost á að njóta menntunar í sinni heima- byggð,“ sagði Bernharð. Þessar hugmyndir um aukna menntun á uppeldisbraut annars staðar en í Reykjavík, hafa mætt nokkurri andspyrnu meðal ráðamanna Fósturskólans. „Það eru ekki allir sem eiga þess kost að stunda nám í Reykjavík, jafn- vel þó þeir búi á Suðurnesjum," sagði Bernharð. Hann sagði jafn- framt að fósturstörf yrðu stunduð í okkar þjóðfélagi í framtíðinni og mikil þörf væri á menntuðu fólki í þau störf. Einnig sagði hann að menntunarkröfur til starfsins yrðu ekki minnkaðar, svo ekki væri verið að tjalda til einnar nætur með þessum óskum. gej- „Á yfirstandandi kjörtímabili hafa stjórn og starfsmenn Vatns- veitu Ákureyrar staðið fyrir upp- byggingu veitukerfa fyrir aukið vatnsmagn og minnkandi orku- kostnað. Þá hefur þess verið gætt að framkvæmdir væru í samræmi við tekjur vatnsveitunnar á hverju ári. Með þessari fyrir- hyggju var hægt að fella niður álag á vatnsskatt á yfirstandandi ári. Stjórnin telur það eðlilegast að viðskiptavinir Vatnsveitu Akur- eyrar njóti þess í lækkuðum gjöldum þegar uppbygging veit- unnar er það langt komin að hægt er að dreifa framkvæmdum sem eftir eru á lengri tíma og nýta þannig eingöngu eigið fé veitunn- ar. Með ákvörðun bæjarstjómar á fundi sínum 11. febrúar 1986 var komið í veg fyrir að þessi áætlun nái fram að ganga. Stjórnin harmar þá skammsýni sem í sam- þykkt tillögunnar felst. Þá bendir stjórnin á að bæjarstjórn sam- þykkti á fundi sínum þann 19. nóvember 1985 bókun stjórnar Vatnsveitu Akureyrar athuga- semdalaust, þar sem vatnsveitu- stjóra er falið að láta hanna 4000 m' vatnsgeymi. En á fundi sínum 11. febrúar 1986 fellir hún það út úr framkvæmdaáætlun vatnsveitunnar að verkið verði hafið. Á það skal jafnframt bent að reglugerð Vatnsveitu Akur- eyrar heimilar ekki sköttun umfram þörf vatnsveitunnar til að standa undir útgjöldum.“ Hjólhýsaleiga: Vísað aftur til bæjarráðs Á fundi bæjarstjórnar Akur- eyrar í fyrradag var samþykkt samhljóða að vísa til bæjar- ráðs erindi Matthíasar P. Matthíassonar um að fá að reka hjólhýsa- og tjaldvagna- leigu á Akureyri. Öskað var eftir svæði sunnan Eikarlundar undir Smáhólum og var ekki gert ráð fyrir að fólk tæki þar hjólhýsi og tjaldvagna og færi með, heldur hefði afnot af þessum tækjum á staðnum. Það kom fram á fundi bæjar- stjórnar að bæjarfulltrúar töldu þennan stað óheppilegan til slíks reksturs og var því erind- inu vísað til bæjarráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.