Dagur - 19.03.1986, Blaðsíða 1

Dagur - 19.03.1986, Blaðsíða 1
69. árgangur Akureyri, miðvikudagur 19. mars 1986 54. tölublað „Gettu, gettu, gettu hver ég er?“ Leikfélag Akureyrar frumsýnir á iaugardagskvöldið söngleikinn „Blóðbræður", sem farið hefur sigurför um Evrópu að undanförnu. Á myndinni eru Barði Guðmundsson og EUert A. Ingólfsson í hlutverkum sínum, en þeir leika blóðbræðurna. Nánar um leikinn í Helgar-Degi. Mynd: GS Byggðastofnun til Akureyrar? Inn í íbúðina w I „Starfsmaður Félagsmáia- stofnunar á Akureyri hafði enga heimild til þess að fara inn í íbúð mína og bera þaðan muni,“ sagði Ragnar Jónsson uni það er farið var inn í íbúð hans að honum forspurðum. Starfsmaður Félagsmála- stofnunar Akureyrar fór inn í íbúð Ragnars ásamt fyrrverandi eiginkonu hans og hófu þær að bera út ýmislegt sem tilheyrði honum og 3 ára barni þeirra. Pau hjón höfðu ekki verið sam- mála um yfirráðarett yfir börn- um þeirra tveimur, 7 ára dreng og 3 ára stúlku. Eiginkonan konr til Akureyr- ar og hafði meðferðis bréf frá dómsmálaráðuneytinu, þar sem sagði að henni væri dæmdur forráðaréttur yfir báðum börn- unum. Fór hún síðan með barn- ið til Reykjavíkur án þess að tala við Ragnar, sem segir að starfsmaður Félagsmálastofn- unar hafi farið inn í íbúðina í heimildarleysi. Nánar um þetta á bls. 3. Samvinna um útgerð raðsmíðaskips - ef gengið verður að tilboði Útgerðar- félags Kópaskers hf. Allt situr við það sama í atvinnu- málum á Kópaskeri. Nokkrir hafa sótt þaðan vinnu til Raufar- hafnar en aðrir farið suður á vertíð. Að sögn Kristjáns Ármanns- sonar oddvita hefur samkomulag verið gert milli Útgerðarfélags Kópaskers hf. og nýstofnaðs útgerðarfélags á Svalbarðseyri um stofnun hlutafélags sem myndi gera út raðsmíðaskip sem Útgerðarfélag Kópaskers hefur gert tilboð í, ef gengið verður að því tilboði. Hér er um samvinnu tveggja sveitarfélaga að ræða sem bæði eiga undir högg að sækja í atvinnu- og byggðamálum. Sam- vinnan byggist í aðalatriðum á því að skipið verði gert út til rækjuveiða og landi að öllu jöfnu á Kópaskeri. Hins vegar yrði meirihluti áhafnar skipsins frá Svalbarðseyri. Jafnframt yrði stefnt að frekari útgerð ef vel tekst til. IM-Húsavík. „Ólíklegt að stofnunin verði flutt út á land“ - segir einn stjórnarmanna Byggðastofnunar Miklar umrædur urðu um það í haust hvort flytja ætti Byggða- stofnun úr höfuðborginni til Akureyrar. Stjórn Byggða- stofnunar heimsótti Akureyri í haust í boði bæjarstjórnar til að kynna sér aðstæður og ræða við bæjaryfirvöld. Engin ákvörðun var tekin en stjórn Byggðastofnunar fól ráðgjafa- fyrirtækinu Hagvangi h.f. að gera úttekt á málinu, þar sem fram kæmu kostir þess og gall- ar að flytja Byggðastofnun til Akureyrar. Kolbeinsey seldi vel Kolbeinsey ÞH-10 seldi í Þýskalandi í gær 127 tonn af karfa og grálúðu fyrir rúmar 7,2 milljónir króna. Meðalverð var 56,85 kr. fyrir kg. Þetta er mjög gott verð enda var fiskurinn „stjörnufiskur" eins og ævinlega er upp úr svona góðu skipi. Voru Þjóðverjar mjög ánægðir með afla Kolbcinseyjar að sögn Kristjáns Ásgeirssonar framkvæmdastjóra íshafs hf. sem á og gerir Kolbeins út. IM-Húsavík Nokkuð hefur dregist að skýrsla þessi liti dagsins ljós, m.a. vegna þess að miklar breytingar hafa átt sér stað hjá Hagvangi h.f. og þar hafa orðið tíð manna- skipti. En nú er skýrslan komin. Ekki er alveg ljóst hvort um loka- skýrslu er að ræða, ellegar bráða- birgðaskýrslu. Hins vegar hafa þeir, sem fengið hafa skýrsluna í hendur, verið tregir að tjá sig um innihaldið. Dagur hefur það þó eftir áreiðanlegum heimildum að skýrslan sé öll í svo kölluðum véfréttastíl og í henni sé á engan hátt tekin afgerandi afstaða með eða á móti flutningi. Stjórn Byggðastofnunar ætlaði að halda fund í gærmorgun og þar átti skýrslan margumtalaða hugsanlega að koma til umræðu. Fundarhald truflaðist þó verulega vegna „náttúruhamfara í Reykja- vík“, eins og einn fundarntanna orðaði það. Þegar stjórnarmenn hafa kynnt sér efni skýrslunnar er ætlunin að senda hana til bæjarstjórnar Akureyrar eins og talað hefur verið um. Að sögn eins stjórnar- manns í Byggðastofnun er ólík- legt að ákvörðun verði tekin á næstunni. „Þetta er nú hálfgerð svæfingarmeðferð, enda tcl ég mjög ólíklegt að stofnunin verði flutt út á land. Alla vega er skýrslan þannig gerð að stjórnin Höfum Rannsókn á rekstri veitinga- hússins Sjallans á Akureyri er nú lokið hjá bæjarfógeta- embættinu á Akureyri. Sigurður Eiríksson fulltrúi bæjarfógeta sagði að skýrsla um rannsóknina hefði þegar verið send til ríkissaksóknara. „Málið er hjá honum núna og þú verður að leita til hans um frekari upp- lýsingar," sagði Sigurður. Þórður Björnsson ríkissak- sóknari sagðist ekki vita betur en að rannsóknin væri enn í gangi fyrir norðan. „Við höfurn enga skýrslu fengið enn og á meðan svo er verð ég að líta svo á að málið sé hjá bæjarfógetaembætt- inu á Akureyri." Væntanlega berast einhverjar fréttir af skýrslunni á næstunni. getur túlkað hana hvernig sem hún vill.“ BB. gegn um kerfið" þessa stundina. BB. A fundi sveitarstjórnar Rauf- arhafnar nýlega lá fyrir erindi Sambands íslenskra sveitarfé- laga þar sem óskað var eftir að álagningarprósenta útsvars yrði lækkuð um 5,5%. Útsvarsprósenta á Raufarhöfn var 11% og hefði því átt að lækka í 10,4% samkvæmt þessu. en sveitarstjórnin ákvað að lækka Leikfélag Akureyrar: Fimm sóttu um Umsóknarfrestur um stöðu leikhússtjóra Leikfélags Akur- eyrar rann út 15. mars. s.I. Fimm umsóknir bárust um stöðuna, þar af ein frá Akur- eyri. Að sögn Theodórs Júlíussonar formanns Leikfélags Akureyrar og leikhúsráðs óska 4 af 5 umsækjendum nafnleyndar. Reyndar er sú umsókn sem gefin er upp. frá tveimur aðilum sem sækja um stöðuna santeiginlega. Eru það Hlín Agnarsdóttir og Hafliði Arngímsson sem bæði eru menntaðir leikhúsfræðingar og hafa starfað í Reykjavík og víðar. Hafliði sótti um leikhús- stjórastöðuna fyrir 4 árurn er Signý Pálsdóttir var ráðin. Theodór sagði að fundur leikhús- ráðs tæki væntanlega afstöðu til umsóknanna á fundi sínunt í dag. gej- prósentuna í 10%. Jafnframt var samþykkt að aðstöðugjaldstigi yrði óbreyttur og önnur þjón- ustugjöld væru í samræmi við það sem er hjá öðrum sveitarfélög- urn. Pá var beiðni sóknarnefndar unt 2% hækkun kirkjugarðsgjalds hafnað en ákveðið að styrkja kirkjuna nteð ekki minna frant- lagi en var á sl. ári en það var þá 50 þús. krónuri Ríkissaksóknari: Raufarhöfn: Útsvarsprósenta 10%

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.