Dagur - 19.03.1986, Blaðsíða 6

Dagur - 19.03.1986, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 19. mars 1986 Áhuginn leyndi sér ekki hjá konunum sem mættar voru í Vaxtarræktina í kjallara íþróttahallarinnar á Akureyri á mánudagskvöldið. Þarna voru þær á öllum aldri og lyftu lóðum, toguðu og teygðu líkani- ann eftir ákveðnu prógrammi og gáfu ekkert eftir. Blaða- maður og Ijósmyndari Dags litu við í Vaxtarræktinni og fylgdust með konunum nokkra stund. Það var sumsé kvennatími í Vaxtarræktinni og á milli tuttugu og þrjátíu konur mættar. Kvennatímar eru þrisvar í viku, á mánudags- og fimmtudagskvöld- um á milli kl. 20.30 og 22.00 og á laugardögum frá 14.30-16.00. Annars er opið alla virka daga frá 16.00-22.00 og þá fyrir bæði kyn- in og um helgar er opið frá kl. 10 á morgnana til 3 á daginn. Þannig að ailir sem áhuga hafa á líkams- rækt ættu að geta fundið sér tíma. „Kvennatímarnir hafa verið ákaflega vinsælir undanfarið,“ sagði Sigurður Gestsson, en hann er kunnur vaxtarræktarmaður. „Samt hafa konur verið dálílið fcimnar að hafa sig af stað, en eftir fyrsta tímann er hindrunin yfirstigin." Vaxtarrækt hófst á íslandi árið 1981, að sögn Sigurðar og byrj- uöu akureyrskir áhugamenn þá þegar. í fyrstu var æft í Lundar- skóla, en síðan fluttu vaxtarrækt- armenn sig niður í íþróltahöll og voru um tíma með aðstöðu á annarri hæð Hallarinnar. Fyrir ári síðan fengu þeir aðstööu í kjallara hússins í sal sem er um 250 fermetrar að stærð. Sigurður smíðaði öll tæki sjálf- ur og sagði hann að ekki hefði verið hægt að koma þessu á fót öðruvísi því tækin eru óhemju dýr. „Ég er búinn að eyða um 2500 vinnustundum í að koma þessu upp," sagði Sigurður, „Þetta er allt lífið. Það má eigin- lega segja aö vaxtarræktin og lífs- stíllinn sem henni fylgir sé hálf- gerð hugsjón. Stundir þú vaxtar- rækt verður þú einnig að ástunda hollt líferni." Síðastliðið mánudagskvöld voru þær Kristjana ívarsdóttir og Guðrún Reynisdóttir leiðbein- endur, en báðar hafa þær stund- að vaxtarrækt af kappi og eru í 10 manna keppnisliði sem fer héðan frá Akureyri á Islandsmót í vaxt- arrækt sem haldið verður þann 13. apríl. Guðrún sagði að í kvennatím- ana mættu konur frá aldrinum 16 ara og upp í 50 ára. „Konur koma hingað í mismunandi lík- amlegu ástandi, en þetta er þann- ig íþrótt að fólk velur sjálft það sem hentar því best,“ sagði Guð- rún. Farið er eftir ákveðnu prógrammi, fyrst eru upphitun- aræfingar, síðan er farið í tækin. Fólk getur svo þróað eigið prógramm þegar það hefur stundað líkamsrækt um tíma. Að sögn Sigurðar Gestssonar þá eru um 100 manns sem stunda líkamsrækt reglulega á Akureyri. „Annars gengur þetta í bylgjum. Það er toppur í þessu á veturna, en þegar veðrið fer að skána, þá vill fólk frekar vera úti _við. En áhugi á líkamsrækt er mikill á Akureyri og við höfum átt tals- vert af íslandsmeisturum.“ Kem til að fá hreyfingu Olga Björg Sigþórsdóttir lyfti lóð- um af kappi, en gaf sér þó smá- stund til að ræða við okkur. „Ég byrjaði hérna í fyrrasumar, en tók mér pásu og er að byrja aftur núna. Ég kem hingað til að fá einhverja hreyfingu. Ég hef ekki áhuga á að stunda aðrar íþróttir og finnst þetta því ágætt. Það er gaman að fást við tækin, ég set mér það markmið að þyngja æfingarnar og næ þannig ár- angri,“ sagði Olga Björg. Ekkert elsku mamma! „Við tökum alltaf skorpu hérna annað slagið,“ sögðu þær Brynja Björnsdóttir og Birna Guðjóns- dóttir. „Hingað kemur þú og getur breytt líkamsformi þínu. Þetta er púl og ef þú hefur vilja þá getur þú séð árangur. Við komum hingað þrisvar í viku og erum minnst einn og hálfan tíma í einu.“ Þær Brynja og Birna sögðust byrja á upphitunaræfingum, skella sér síðan í tækin og að lok- um eru gólfæfingar í akkorðið, eins og þær stöllur orðuðu það. „Hér dugar ekkert elsku mamma. Maður verður að kýla á þetta. Og fara rennandi sveittur út.“ Brynja og Birna sögðust vinna allan daginn og það væri svolítið erfitt að hafa sig af stað, „en það Brynja og Birna: „Förum sælar og ánægöar heim eftir púlið.“ Myndir: - KGA. „Ég hef ekki áhuga á að stunda aðr- ar íþróttir,“ sagði Olga Björg Sig- þórsdóttir. er ofboðslega gaman þegar mað- ur er kominn.“ „Það er afskaplega gott að koma hingað. Það er hægt að ná árangri á stuttum tíma, hægt að brenna staðbundinni fitu ef áhersla er lögð á vissa líkams- hluta. Og þar fyrir utan safnar maður andlegu þreki líka. Og fer sæll og ánægður heim til sín eftir púlið.“ -mþþ Guðrún Reynisdóttir og Kristjana ívarsdóttir Vaxtarræktinni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.