Dagur - 19.03.1986, Blaðsíða 9

Dagur - 19.03.1986, Blaðsíða 9
19. mars 1986 - DAGUR - 9 -íþróttic Umsjón: Kristján Kristjánsson Firmakeppni KRA í knattspyrnu: SÍS sigraði í keppninni Undanúrslit og úrslit í firma- keppni KRA í innanhússknatt- spyrnu fóru fram á föstudags- kvöld í Skemmunni. Það voru 8 lið sem komust áfram og var þeim skipt í 2 riðla og þau lið sem stóðu best að vígi eftir riðlakeppnina léku til úrslita. Liðunum 8 var skipt í 2 riðla, í a riðli léku SÍS A, Póstur Ö, SÍS D, og Búnaðarb./Iðnarb. í b riðli léku ÚA B, Tactic/G Óskarss., Sjónvb./Brekkuv. og Raforka/ OLÍS. Það voru lið SÍS A og Raforku/OLÍS sem sigruðu í riðlakeppninni og léku þau til úrslita. Það voru þessi sömu lið sem léku til úrslita í firmakeppni Þórs um daginn og þá sigraði lið Raforku/OLÍS en nú snéru leik- menn SÍS dæminu við og sigruðu í úrslitaleiknum með 5 mörkum gegn 4. Annars fóru leikirnir í undan- úrslitunum þannig: SÍSA Bún/Iðn 4-2 Póstur Ö SÍSD 6-5 Bún/Iðn SÍSD 1-7 SÍSA Póstur Ö 6-2 Póstur Ö Bún/Iðn 7-4 SÍSD SÍSA 4-5 ÚAB Raf/Olís 2-2 Tactic/G.Ó. Sjónvb/Brekkuv. 8-1 Raí/Olís Sjónvb/Brekkuv. 7-4 ÚAB Tactic/G.Ó. 2-5 Tactic/G.Ó. Raf/Olís 3-6 Sjónv/Brekkuv. ÚA B Urslit: 5-8 SÍSA Raf/Olís 5-4 Eins og áður sagði sigraði lið SÍS í keppninni. Veitt voru veg- leg verðlaun, sigurvegararnir fengu gullpeninga og bikar sem gefinn var af Bílasölunni h.f. Strandgötu 53 Akureyri og liðið sem varð í 2. sæti fékk silfurpen- inga. Stjórn KRA vill koma á fram- færi þakklæti til þeirra fyrirtækja og félagahópa fyrir þátttökuna og stuðninginn. A-lið SÍS sigraði í firmakeppni KRA. Mynd: KK Þórsarar héldu um daginn upp á sæti í 2. deild, en skyldi það hafa verið of snemmt? Mynd: KK Þórsarar verða að gefa leikinn - Ekki hægt að semja um jafntefli - Selfoss gefur leikinn gegn Völsungi Ársþing HSÍ - haldið 30.-31. maí Ársþing HSÍ verður haldið helgína 30.-31. maí næstkom- andi í Reykjavík. Reiknað er með að aðalmál fundarins verði fjölgun liða í 1. og 2. deild, þó alltaf geti komið upp óvænt stórmál á svona þingum. Hingað til hefur verið talað um að tillagan um fjölgun liða í 1. og 2. deild verði samþykkt á þing- inu. Ekki eru þó allir vissir í dag um að svo verði því nú eru uppi háværar raddir um að liðin bæði í 1. og 2. deild sé þessu mótfallin. Hefur einnig heyrst að einhver lið úr þeim deildum ætli jafnvel að leggja til að fækkað verði í 1. og 2. deild eftir næsta keppnis- tímabil. Ómögulegt er að segja á þessu stigi hvernig þetta mál fer en vonandi á sem bestan veg fyrir flesta. Ef tillagan um fjölgun liða í þessum tveimur deildum verður ekki samþykkt spila Þórsarar áfram í 3. deild að ári og yrði það þeim mikið áfall. Þrír íslenskir golfleikarar, þeir Pétur Antonsson og Gunnar Sólnes frá Akureyri og Jóhann Benediktsson frá Keflavík, léku nýlega á alþjóðlegu móti í Portúgal. Þar var keppnisfyrirkomulag þannig að þrír áhugamenn léku sem lið með einum atvinnumanni og var það enskur atvinnumaður sem lék með íslensku kylfingun- Handknattleikslið Þórs átti að leika í Vestmannaeyjum í gær gegn Tý í 3. deildinni. Var þetta síðasti leikur liðanna en bæði eru búin að vinna sér sæti í 2. deild að ári. Þórsarar þó með þeim fyrirvara að sam- um. Er skemmst frá því að segja að þeim gekk mjög vel og höfn- uðu þeir í 2. sæti keppninnar. Einn frægasti golfleikari Evr- ópu fyrir nokkrum árum, írinn Christy O’Connor, setti sig í sam- band við íslendingana er keppn- inni lauk og varð að samkomu- lagi að hann myndi leika með þeim Pétri, Gunnari og Jóhanni í þessu móti að ári. gk-. þykkt verði að fjölga liðuin í 1. og 2. deild. Ekki hefur það gengið þrauta- laust fyrir Þórsara að komast til Eyja og var einnig ófært þangað í gær eins og svo oft áður. Liðin hafa því ákveðið að sleppa því að leika leikinn þar sem hann skipti engu máli fyrir þau. Hefur verið ákveðið af liðunum að leikurinn verði ekki spilaður og að það verði Þórsarar sem verði að gefa leikinn, samkvæmt heimildum Dags. Ekki verður beitt neinuni refsiákvæðum gegn Þórsurum fyrir það. Áður höfðu forráða- menn liðanna ákveðið að leikur- inn færi jafntefli en það getur víst ekki gengið. Þórsarar hafa því lokið sínum leikjum í 3. deildinni og eini leikurinn sem liðið á eftir að spila í vetur er gegn KA í Akureyrar- mótinu sem leikinn verður innan tíðar. Þá hafa Selfyssingar gefið leik sinn við Völsung sem átti að fara fram á Laugum í kvöld. Það mun þýða tekjutap fyrir Völsunga þar sem þeir hafa fengið mikið af áhorfendum á leiki sína í vetur. Eiga þeir hiklaust að leita rétt- ar síns vegna þess tekjutaps. Akureyrskir golfarar: Kepptu í Portúgal Hængsmótið í Höllinni á laugardag: Opið íþrótta- mót fatlaðra - Reynir Pétur verður heiðursgestur Á laugardaginn kemur verður haldið í íþróttahöllinni á Akureyri hið árlega Hængs- mót sem er opið íþróttamót fyrir fatlaða. Keppendur að þessu sinni verða um 60 talsins víðs vegar af landinu. Það er Lionsklúbburinn Hængur og íþróttafélag fatlaðra á Akur- eyri sem sjá um framkvæmd inótsins. Heiðursgestur móts- ins verður enginn annar en Reynir Pétur Ingvarsson göngugarpur. Mótið verður sett kl. 9 á laug- ardagsmorgun og síðan hefst mótið sjálft og verður dagskráin þannig: Kl. 9.15 Boccía allir flokkar. Kl. 13.00 Bogfimi. Kl. 13.00 Borðtennis. Kl. 15.00 Lyftingar. Kl. 15.00 Boccía sveitakeppni. Síðan er reiknað með að verð- launaafhending og mótsslit verði í kringum kl. 17.00. Félagar úr Lyftingaráði Akureyrar munu aðstoða við keppnina í lyfting- um. Mótsstjóri verður Magnús Ólafsson og yfirdómari Þröstur Guðjónsson. Bæjarbúar eru hvattir til að koma við í Höllinni á laugardag og fylgjast með keppni fatlaðra. Aðgangur er ókeypis. Reynir Pétur Ingvarsson verður heiðursgestur á Hængsniótinu á laugardag.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.