Dagur - 19.03.1986, Blaðsíða 7
19. mars 1986 - DAGUR - 7
leiðbeinendur í kvennatímum í
„Þetta eru dýrar og miklar
framkvæmdir, við vinnum að
því þessa dagana að setja upp
tækin,“ sagði Hilmar Þór
Hilmarsson verkstjóri í Hrað-
frystihúsi Þórshafnar, en
hann vinnur nú ásamt fleirum
að uppsetningu tækja í nýja
loðnubræðslu sem þeir Þórs-
hafnarbúar eru að byggja.
Húsið sem loðnubræðslan
verður í var til staðar, en öll
tæki voru tekin út, nema hvað
ein pressa og einn sjóðari fengu
að vera. Þrátt fyrir að ekki
þurfti að byggja húsið, þá sagði
Hilmar að í rauninni þyrfti að
byggja upp allt frá grunni, því
engar vatns-, rafmagns- og
gufulagnir voru til staðar.
Öll tæki voru keypt frá Nor-
egi, en verið var að rífa verk-
smiðjuna niður. „Tækin líta
mjög vel út, það hefur greini-
lega verið hirt um að hafa hlut-
ina í lagi og einnig hefur verið
vandað til er tækin voru tekin
niður. Þannig ætti að vera auð-
veldara fyrir okkur að setja þau
saman.“
Loðnubræðslan á Þórshöfn. Reiknað er með að aikastageta verksmiðjunnar verði 600 tonn af loðnu á sólar-
hring. Myndir: - mþþ
Loðnubræðsla á Þórshöfn:
„Ætlum að vera klárir
fyrir næstu vertíð"
- segir Hilmar Þór Hilmarsson verkstjóri
Afkastageta verksmiðjunnar á
að geta orðið um 600 tonn af
loðnu á sólarhring og sagði
Hilmar að stefnt yrði að þvf að
bæta löndunaraðstöðuna þann-
ig að fljótlegt yrði að afgreiða
skipin. Því auðvitað skiptir það
skipin miklu máli að komast
sem fyrst á sjóinn aftur.
Sagði Hilinar að reynt yrði að
gera loðnubræðsluna klára fyrir
næstu vertíð í haust. „Með
góðu tíðarfari. skipulagi og
heppni á það að takast. Við
stefnum að því af fullum krafti
að vera tilbúnir fyrir næstu ver-
tíð og ætlum okkur ekki að gef-
ast upp. Það skiptir okkur öllu
máli að geta komið þessu í
gagnið. Staðurinn liggur vel við
landfræðilega séð, þannig að
við erum bjartsýnir á að fá nóg
hráefni."
Þórshafnarbúar þurfa ekki að
óttast hina víðfrægu peninga-
lykt sem fylgt heíur bræðslum af
þessu tagi. Fullkomin reykevð-
ingartæki fylgdu með verk-
smiðjunni frá Noregi. Verk-
smiðjan verður öll hin nýtísku-
legasta. í dag er algengast aö í
loðnubræðslum sé eldþurrkun.
en í loðnubræðslunni á Þórs-
höfn er orkan mynduð í gufu-
þurrkurum sem gefur af sér
meiri hita.
„Þetta á að vera mun hag-
kvæmara og verðmætara mjöl
sem fæst með gufuþurrkun,"
sagði Hilmar Þór Hilmarsson að
lokum. -mþþ
Tækin í loðnubræðsluna voru keypt frá Noregi.
Er blaðamaður Dags kom við
í loðnubræðslunni var verið að
setja upp soðeimingartæki, búið
var að steypa undirstöður undir
þurrkara og pressu og var fyrir-
hugað að setja tækin upp á
undirstöðurnar við fyrsta tæki-
færi.
Um fimmtán manns vinna að
uppsetningunni, menn frá fryst-
ihúsinu, Trésmiðju KÞ og ein-
nig voru tveir menn frá Héðni í
Reykjavík að störfum við
loðnubræðsluna.
„Þetta hefur gengið ágætlega,
veðurfræðingarnir hafa verið
ákaflega liðlegir við okkur og
hagað tíðarfari rétt eins og okk-
ur hentar. Við höfum ævinlega
fengið hláku þegar við þurftum
að steypa, þannig að við kvört-
um ekki.“
Tækin sem keypt voru frá
Noregi, voru þrír 50 tonna
þurrkarar, pressa, tveir gufu-
katlar og soðeimingartæki.
„Það var allt annað en einfalt
mál að koma þessum þungu
hlutum upp þrönga og lélega
bryggju. Ætli þetta hafi ekki
verið uin fimm tonna farmur og
hann kom með norsku skipi.
Skipið var ansi skemmtilega
útbúið og lyftigeta þess var 75
tonn á bómu, en þær voru tvær.
Þurrkararnir voru hífðir upp og
settir á „treiler" sem síðan var
keyrður upp að verksmiðjunni.
Þurrkurunum var komið fyrir
nokkurn veginn í beinni línu við
það sem þeir eiga að vera. Katl-
arnir voru dregnir upp með
öflugri stálbómu. Þyngstu og
stærstu hlutirnir voru settir inn
strax, en aðrir eru í millibils-
ástandi fyrir utan verksmiðj-
una. Þetta gekk skínandi vel,
við unnum við þetta frá því
seinni part á sunnudegi og vor-
um búnir um kvöldmat á þriðju-
degi."
Fyrirhugað er að byggja 15UU
fermetra mjölhús sem verður í
beinu framhaldi af verksmiðj-
unni. Einnig á eftir að byggja
einn lýsistank og olíutanka.
Hilmar Þór Hilmarsson: „Við erum bjartsýnir á að lá nóg hráefni.“
Unnið er að uppsetningu tækja í loðnubræðslunni og eru um 15 ntanns í
vinnu við það unt þessar mundir.