Dagur - 19.03.1986, Blaðsíða 11

Dagur - 19.03.1986, Blaðsíða 11
19. mars 1986 - DAGUR - 11 Prófastarnir sem sóttu prófastafundinn á Akureyri í síðustu viku. Mynd: KGA Fyrsti prófastafundurinn utan Reykjavíkur á Akureyri: Félagsleg vandamál verða ekki leyst með fóstureyðingu - Ákaflega hrifinn af kirkjubyggingarframkvæmdunum í Glerár- hverfi, segir sr. Pétur Sigurgeirsson, biskup Prófastar íslensku þjóðkirkj- unnar funduðu á Akureyri í síðustu viku. Slíkir fundir eru haldnir árlega og í þetta sinn var hugað að því að halda fundinn utan Reykjavíkur og þá kom enginn annar staður en Akureyri til greina, að sögn Péturs Sigurgeirssonar, biskups. AIIs eru 15 prófastar á Islandi og mættu þeir allir til fundarins. Sr. Pétur var spurður um málefni og sam- þykktir fundarins. „Á fundinum voru rædd margs konar mál, sem varða kirkjuna,“ sagði sr. Pétur. „Við ræddum m.a. um framkvæmd nýrra laga, sem Alþingi hefur samþykkt; annars vegar um sóknarnefndir, en hins vegar um héraðssjóði. Lögin um sóknarnefndirnar gera ráð fyrir að fjölgað verði í sóknarnefnd- um í samræmi við fólksfjölda í sóknum. Lögin um héraðssjóði gera ráð fyrir að sóknir innan hvers prófastsdæmis leggi vissa prósentu í sameiginlegan sjóð, sem ætlað er að styðja og styrkja frjálsa kirkjulega starf- semi í prófastsdæminu. Á fundinum var einnig tekin ákvörðun um að kalla saman svonefnda „leikmannastefnu“, þar sem leikmenn úr hverju prófastsdæmi munu kama til fundar, sem er alger nýjung í kirkjulegu starfi hérlendis. Pað var ekki ákveðið hvenær þessi leikmannastefna verður, en það er gert ráð fyrir henni í frum- varpi til laga, sem liggur fyrir Alþingi núna, um starfsemi kirkjunnar, og upphaflega er komið frá svonefndri starfs- háttanefnd. Sú nefnd var mjög starfsöm á sínum tíma og hún tók skipulagsmál kirkjunnar til gagngerðrar endurskoðunar. Á prófastafundinum var lýst yfir stuðningi við framkomið frumvarp Þorvaldar Garðars Kristjánssonar og fleiri, sem nú er endurflutt á Alþingi og fjallar um fóstureyðingar og fleira. Par er m.a. gert ráð fyrir því, að afnumm verði heimild til fóstur- eyðinga af félagslegum ástæð- um. Við teljum að það sé réttara að leysa þessi félagslegu vandamál með öðrum hætti. Nú er starfandi nefnd, sem fjallar um mögulegar breytingar á skiptum prestakalla og pró- fastsdæma, miðað við þær breytingar sem orðið hafa á þjóðfélaginu. Þessi mál voru rædd á fundinum og einnig ný löggjöf um kirkjugarða, sem er í undirbúningi. Pað voru því mörg mál, sem fjallað var um á fundinum.11 - Endurreisn Hólastóls sem biskupsseturs hefur verið til umræðu. Hafa einhverjar ákvarðanir verið teknar í því sambandi? „Nei, en það prestakall hefur verið auglýst laust til umsóknar, ásamt 10 öðrum prestaköllum. Pað kemur síðan í ljós, þegar umsóknarfrestur er útrunninn, hverjir sækja um. Það má einn- ig geta þess, að nú verður ráðið í embætti sjúkrahússprests. Það hefur verið heimild fyrir því í lögum, allt frá 1970, en það hef- ur aldrei fengist fjárveiting fyrr en nú. Reyndar er starfandi einn sjúkrahússprestur, sr. Sig- finnur Þorleifsson, en hann er eingöngu starfandi við Borgar- spítalann. En þessi nýi sjúkra- hússprestur verður starfandi á vegum kirkjunnar og á að þjóna öllum ríkissjúkrahúsunum.'1 - Áttu ekki von á að sr. Sigurður Guðmundsson, vígslu- biskup, sæki um Hóla? „Jú, ég býst við því, en það kemur í ljós þegar umsóknar- frestur rennur út.“ - Ertu ánægður með próf- astafundinn? „Já, það er ég, og ég vil nota tækifærið til að þakka heima- mönnum fyrir gestrisnina. Það var okkur hjónunum sérstök ánægja, að fá tækifæri til að koma hingað og heilsa upp á gamla vini. Það er líka ánægju- legt að sjá þær breytingar sem hér hafa átt sér stað. Og mér finnst einkenni bæjarins vera mikil menning. Það vil ég undir- strika." - Nú hafa verið gerðar ýmsar breytingar á næsta umhverfi Akureyrarkirkju; nýjar bygg- ingar hafa risið frá grunni í Mið- bænum og öðrum hefur verið breytt. Finnst þér þessar breyt- ingar til lýta? „Það sem komið er truflar mig ekki, en frekari hækkanir á húsum gætu skyggt á kirkjuna. Akureyrarkirkja verður ævin- lega þetta rnikla og fagra tákn þessa bæjar og á það má ekki skyggja. Mér þykir vænt um þær hugmyndir um safnaðarsal við kirkjuna, sem komnar eru fram. Það yrði mjög mikil lyfti- stöng fyrir allt safnaðarstarf, að fá þennan sal sem fyrst. Eins er ég ákaflega hrifinn af þeim kirkj ubyggingarframkvæmdum sem standa yfir í Glerárhverfi og þeim samhug sem þar ríkir um bygginguna," sagði sr. Pétur Sigurgeirsson, biskup, í lok samtalsins. - GS. Húseignir Haga hf. Óseyri 4, Akureyri eru til sölu. Húsin eru samtals 1760 fm og seljast í einu lagi eða í hlutum. Mikil lán geta fylgt. Nánari upplýsingar gefur Haukur Árnason, sími 96-21488 og 96-23308 heima. Sjúkraliðar Dvalarheimilið Hlíð vill ráða sjúkraliða á hjúkrun- ardeild. Til greina koma fastar næturvaktir og vaktir kl. 8-12 virka daga. Einnig vantar til sumarafleysinga. í Skjaldarvík vantar sjúkraliða á allar vaktir og einnig til sumarafleysinga. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í símum 23174 og 21640. JimiY HEILSUGÆSLUSTÖÐIN Á AKUREYRI Hjúkrunarfræðingar Heimahjúkrun - Sumarafleysingar Laus er hálf eða heil staða hjúkrunarfræðings við heimahjúkrun. Hafið samband við hjúkrunarforstjóra í síma: 24052 eða 22311 kl. 11-12 daglega og fáið nánari upplýsing- ar. Hjúkrunarforstjóri. Barnaleikvellir Starf eftirlitsmanns leikvalla á komandi sumri er laust til umsóknar. Æskilegt er að umsækjandi hafi fóstrumenntun eða reynslu á hliðstæðu sviði. Umsækjandi þarf að hafa bifreið til afnota. Umsóknarfrestur er til 15. apríl nk. Nánari upplýsingar um starfið gefur umsjónar- maður leikvalla í síma 21281 milli kl. 10 og 12 f.h. Leikvallanefnd. AKUREYRARBÆR |g| Akureyrarbær - barnaleikvellir Störf gæslufólks við barnaleikvelli Akureyrar á komandi sumri eru laus til umsóknar. Umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri og sótt námskeið í uppeldisfræðum eða hafa hald- góða reynslu í barnauppeldi. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Akureyrarbæjar. Umsóknir skal senda til leikvallanefndar skrifstofu Akureyrarbæjar fyrir 15. apríl nk. Nánari upplýsingar um starfið gefur umsjónar- maður leikvalla í síma 21281 milli kl. 10 og 12 f.h. Leikvallanefnd.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.