Dagur - 19.03.1986, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 19. mars 1986
_w'ðfa/ dagsins.
Ml
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR:
STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI
SÍMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 420 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 40 KR.
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR:
HERMANN SVEINBJÖRNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI:
GlSLI SIGURGEIRSSON
FRÉTTASTJÓRI:
GYLFI KRISTJÁNSSON
BLAÐAMENN:
ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BRAGI V. BERGMANN,
GESTUR E. JÓNASSON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík), YNGVI KJARTANSSON,
KRISTJÁN G. ARNGRlMSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON,
MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR,
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
Jeiðari.
Raunhæf samþykkt
Efnahagsmálin hafa verið megin viðfangsefni
þeirrar ríkisstjórnar sem nú situr. Það var
vegna þess alvarlega ástands sem ríkti í efna-
hagslífinu vorið 1983 að Framsóknarflokkur-
inn ákvað að ganga til samstarfs við Sjálf-
stæðisflokkinn. Aðrir flokkar treystu sér ekki í
glímuna við þá gífurlegu erfiðleika sem við
blöstu. Á miðstjórnarfundi Framsóknar-
flokksins sem haldinn var á Akureyri árið
1984 var samþykkt að stefna að því að ná
verðbólgunni niður fyrir tveggja stafa tölu á
þessu kjörtímabili. Mörgum fannst þá sem
þarna væri komin ein þessara samþykkta sem
aldrei nær að verða meira en orðin tóm.
Öllum er ljóst að verulegur munur er á
stefnu stjórnarflokkanna tveggja. Sjálfstæðis-
flokkurinn vill láta einstaklingsframtakið og
hinn svonefnda frjálsa markað ráða ferð-
inni en forðast ríkisafskipti svo sem frekast er
kostur. Framsóknarflokkurinn byggir jafnt á
samvinnuhreyfingunni og einstaklingsfram-
takinu og útilokar ekki afskipti ríkisvaldsins.
Flokkurinn taldi nauðsynlegt að taka á
efnahagsmálunum með ákveðnum og lög-
bundnum aðgerðum, strax og stjórnarsam-
starfið hófst. Samstaða náðist um þær
aðgerðir og allir þekkja árangurinn. Verð-
bólgustigið féll um 110 stig, úr 130% í u.þ.b.
20%. Eftir að tímabili lögbundinna aðgerða í
efnahagsmálum lauk snemma árs 1984 tók
verðbólgan strikið upp á við á ný. Þótt báðir
stjórnarflokkarnir séu fylgjandi frjálsum
kjarasamningum er um töluverðan áherslu-
mun að ræða. Þannig hefur Framsóknarflokk-
urinn alltaf talið að algert afskiptaleysi stjórn-
valda væri óframkvæmanlegt, sérstaklega við
þær aðstæður sem enn ríkja í íslensku efna-
hagslífi. Við síðustu samningagerð var það
þannig mest fyrir tilstilli framsóknarmanna
að afskipti stjórnvalda voru mjög markviss og
afgerandi.
Árangurinn er smám saman að koma í ljós.
Framfærsluvísitalan lækkaði í seinasta mán-
uði í fyrsta sinn í 15 ár. Ef allt gengur sam-
kvæmt áætlun má gera ráð fyrir að verðbólg-
an verði 9% í lok þessa árs. Þar með er sam-
þykktin frá miðstjórnarfundinum 1984, sem
til er vitnað í upphafi, á góðri leið með að
verða að veruleika. Spádómurinn um innan-
tóm orð hefur sem betur fer ekki ræst. Þeir
taka til sín þakkirnar sem unnið hafa til
þeirra. BB.
Sigrún Guðmundsdóttir, mjðlkurfræðingur:
- Hvernig líkar þér þessi
vinna, nú vinnurðu mest með
körlum, hvernig taka þeir þér?
„Þeir taka mér vel, ekki öðru-
vísi en öðrum held ég. Hér vinn
ég á rannsóknarstofunni og hef
eftirlit með þessu öllu saman.
Við fluttum hingað í fyrrasumar,
þá höfðum við verið rúmlega
þrjú ár úti í Danmörku þar sem
ég lauk framhaldsnámi í fyrra-
vor. Þetta nám gefur manni
möguleika til að starfa við fleira
en mjólkuriðnað, t.d. smjörlíkis-
gerð og ýmsan matvælaiðnað.“
- Þú ert frá Selfossi, alin upp
við vegginn á stærsta mjólkurbúi
landsins. Hafði það áhrif á starfs-
valið?
„Það má segja að ég hefði
aldrei farið út í þetta ef mjólkur-
bú hefði ekki verið á Selfossi, því
ég fór að vinna þar.“
- Hvað finnst þér almennt um
starfsgreinaval kvenna, finnst þér
þær ekki sækja nóg í þessu hefð-
bundnu karlastörf?
„Pað er alltaf verið að tala um
jafnrétti en samt fara flestar kon-
ur í þessi hefðbundnu störf. TÉg sé
ekkert í mínu starfi sem kona
getur ekki gert alveg eins og karl-
maður, þó eitt og eitt verk sé erf-
itt ennþá.“
- Hvernig er þetta erlendis, er
méira um að konur séu farnar að
stunda þetta starf?
„Nei það er alveg það sama og
hér. Ég vann á mjög stórum
vinnustað í Danmörku og þar var
ein kona fyrir. Ég var því ekki
alveg nýtt fyrirbrigði fyrir körlun-
um.
Þegar ég útskrifaðist úr skólan-
um vorum við um hundrað sem
útskrifuðumst í einu, þar af sex
konur. Svo við höfum verið um
sex prósent af nemendum. Ég
veit ekki til að nein íslensk kona
sé við þetta nám hér á landi í
dag.“
- Nú er mikil umræða um
mjólkurneyslu og kvótamál, viltu
segja eitthvað um þau mál?
»Ég er handviss um að ef
mjólk og mjólkurvörur væru
ódýrari mundi fólk nota mikið
meira af þeim og þá þyrfti jafnvel
engan kvóta, en ég hef ekki neina
lausn á því hvernig hægt væri að
lækka verðið.“
- Að lokum Sigrún, hefurðu
ekki eitthvað skemmtilegt að
segja frá námsdvölinni í Dan-
mörku?
„Mér er ákaflega minnisstætt
þegar ég fór út. Ég fór ein og
maðurinn minn kom ekki fyrr en
eftir þrjár vikur. Ég hafði aldrei
farið ein út áður, en ætlaði að
vinna í fjóra mánuði á rannsókn-
arstofu til að læra dönskuna áður
en ég byrjaði í skólanum. Rann-
sóknarstofan var í litlu þorpi og
ég kom þangað seinni hluta dags
og enginn var lengur við vinnu á
stofunni. Ég þurfti að redda mér
herbergi á minni bjöguðu
dönsku, gisti á kránni á staðnum
og þar var lítill svefnfriður. Dag-
inn eftir fór ég í símaklefa og
hringdi skjálfandi á beinunum á
minn tilvonandi vinnustað og
bjóst við hinu versta, en y/irmað-
urinn kom og náði í mig og
útvegaði mér húsnæði. Það var
tekið vel á móti mér, séð fyrir
öllu og þarna líkaði mér ágæt-
lega.“ IM
í fyrrasumar flutti mjólkur-
fræðingur til Húsavíkur ásamt
fjölskyldu sinni og hóf störf hjá
Mjólkursamlagi KÞ. Mjólkur-
fræðingur þessi heitir Sigrún
Guðmundsdóttir og er eina
konan á landinu sem er starf-
andi við þessa iðn eins og er.
Því fannst mér sjálfsagt að
forvitnast svolítið hjá Sigrúnu
um námið og starfið og hún
tók þeirri forvitni Ijúfmann-
lega.
- Sigrún, þú ert mjólkur-
fræðingur, hefur það ekki verið
hefðbundið karlmannsstarf fram
að þessu?
„Jú, og er það enn, ég held að
við séum fjórar sem höfum lokið
þessu námi en ég sé sú eina sem
er starfandi eins og er. Hinar eru
að vinna við annað eða að eiga
börn.“
- Hvenær tók íslens.k kona
fyrst próf í mjólkurfræði?
„Líklega um 1978, það eru
ekki orðin tíu ár stðan við byrj-
uðum að vinna við þetta.“
- Hvenær kom svo röðin að
þér?
„Ég útskrifaðist sem mjólkur-
fræðingur 1983. Þetta er iðnnám
og við getum tekið allt það verk-
lega hér heima en þurfum svo að
vera eitt ár í skóla í Danmörku.
Auk þess vann ég þar eitt ár á
mjólkurbúi og stundaði fram-
haldsnám eitt ár.“
- Hvernig datt þér í hug að
velja þér þessa starfsgrein?
„Ég held að það hafi verið til-
viljun. Ég var að vinna á mjólk-
urbúi en hafði ekkert stefnt að
þessu áður.“
- Hentar starfið nokkuð síður
konum en körlum?
„Nei, eini ókosturinn er að
þetta er bindandi starf. Maður
verður að mæta til að gera ýmsa
hluti sem geta ekki beðið. T.d. í
sambandi við rannsóknirnar, það
verður að fylgjast með sýnunum
á ákveðnum tímum hvort sem
það er helgi eða einhver annar
dagur. Það hafa orðið miklar
breytingar á seinni árum þannig
að brúsaburður er úr sögunni og
líkamlegt erfiði er ekki svo mikið
í starfinu.
Vinnutíminn er mjög góður,
ég vinn frá kl. 7 á morgnana til 3
á daginn og hef því góðan tíma til
að sinna barninu mínu.“
„Flestar konur fara í
þessi hefðbundnu störf“