Dagur - 19.03.1986, Blaðsíða 3
19. mars 1986 - DAGUR - 3
„Mannréttindi
fótum troðin“
- segir Ragnar Jónsson en starfsmaður Félags-
málastofnunar fór í óleyfi inn í íbúð hans og hóf
að bera út húsmuni
„Ég tel að mannréttindi séu
fótum troðin þegar svona lag-
að gerist. Maður hlýtur að hafa
einhvern rétt er slík mál koma
upp,“ sagði Ragnar Jónsson
um þann atburð er starfsmaður
Félagsmálastofnunar Akureyr-
ar ásamt fyrrverandi eiginkonu
Ragnars fóru inn í íbúð hans
að honum forspurðum og tóku
að bera þaðan út húsmuni og
tleira. „Ég kom að þeim þar
sem þær voru að bera ýmsa
muni úr íbúð minni. Ég spurði
hverju þetta sætti og fékk lítið
svar. Það kom í Ijós að þær
höfðu ekkert í höndunum sem
réttlætt gæti þessar aðgerðir og
rak ég þær því út úr íbúðinni,“
sagði Ragnar.
Forsaga málsins er sú að Ragn-
ar og fyrrverandi eiginkona hans
„Aðsóknin í helgarferðirnar til
Reykjavíkur er gífurleg og
reyndar er það þannig sumar
helgar að við getum ekki ann-
að eftirspurn,“ sagði Gísli
Jónsson hjá Ferðaskrifstofu
Akureyrar í samtali við Dag.
Gísli sagði að þegar mest væri
um að vera færu einhver hundruð
„helgarfarþega“ til Reykjavíkur
á vegum Ferðaskrifstofu Akur-
slitu samvistum fyrir um það bil 5
mánuðum. Eiginkonan fór í
burtu í október og býr nú í
Reykjavík ásamt eldra barni
þeirra, dreng sem er 7 ára. Ragn-
ar hefur haft hjá sér 3 ára barn
þeirra hjóna, undanfarna 5 mán-
uði, eða síðan konan fór burtu.
Fór Ragnar fram á yfirráðarétt
yfir öðru barninu, en konan vildi
fá bæði börnin. Konan kom til
Akureyrar 13. mars með bréf frá
dómsmálaráðuneytinu þar sem
segir að hún fái yfirráðarétt yfir
báðum börnunum. Bréfið er dag-
sett 11. mars og þann dag gekk
lögskilnaður í gildi. Samkvæmt
fógetabókun er skráð að konan
fór burtu um 5 mánuðum áður.
Ung stúlka sem gætt hefur litlu
stúlkunnar á morgnana meðan
Ragnar er í vinnu, var síð'an á
leið með hana til dagmömmu um
eyrar. Mikið er um að fólk kaupi
skemmtun á Broadway í „helgar-
pakkanum“ eða eitthvað annað
slíkt.
Mjög mikið er um að Norð-
lendingar ætli að bregða sér til
útlanda í sumar. Gísli sagði að
t.d. væri verulega mikið meira
bókað í svokallaðar sólarlanda-
ferðir en í fyrra og nýi staðurinn
á Costa Del Sol, „Benal beach“
væri vinsælastur. gk-.
hádegisbil 13. mars. Á leiðinni
beið móðirin eftir stúlkunni með
barnið og tók það af henni og
sagði jafnframt að stúlkan mætti
ekki segja Ragnari frá því. Fór
móðirin síðan með stúlkuna til
Reykjavíkur að kvöldi 13. mars,
án þess að ræða við Ragnar.
Hann hafði fengið umsögn frá
Félagsmálastofnun um að barn-
inu liði vel hjá sér.
„Mig langar til að spyrja hvort
þetta sé barninu fyrir bestu að
mati Félagsmálastofnunar,"
sagði Ragnar. „Þetta er spurning
um aðferðir dómsmálaráðuneyt-
isins og Félagsmálastofnunar á
Akureyri. Mér hafði ekki verið
tilkynnt um þessa niðurstöðu um
yfirráðarétt barnsins. Ég fékk
ekki að kveðja það, hvað þá tala
við það. Hefði ekki verið réttara
að tilkynna mér um þetta og leyfa
mér síðan að fá eina viku eða svo
til að undirbúa barnið?“ spurði
Ragnar.
Hann fór til lögreglunnar um
kvöldið og vildi láta koma í veg
fyrir að móðirin færi með barnið
til Reykjavíkur undir þessum
kringumstæðum. „Þeir sögðust
ekki hafa heimild til þess, en yfir-
lögregluþjónninn var tilbúinn að
taka niður kæru vegna yfirgangs
starfsmanns Félagsmálastofnun-
ar. Ég hef ekki tekið afstöðu til
þess máls ennþá, enda var búið
að skipta búinu að undanskildum
nokkrum munum sem samkomu-
lag var um milli mín og konunn-
ar,“ sagði Ragnar. Hann sagðist
hafa heimildir fyrir því að mikl-
um þrýstingi hafi verið beitt í
dómsmálaráðuneytinu vegna
þessa máls. „Mig langar að fá
svör við því hvort konan hafi
fengið ráð hjá Félagsmálastofnun
þegar farið var inn í íbúðina
mína,“ sagði Ragnar.
Ferðaskrifstofa Akureyrar:
Gífurleg aðsókn
í helgarferðir
Að undanförnu hafa fjölmiðlar
fjallað nokkuð um þróun
smásöluálagningar á kinda-
kjöti síðustu árin. Upplýsingar
sem birtar hafa verið um
álagninguna hafa verið villandi
og gefið tilefni til rangra álykt-
ana.
Verðlagsstofnun hefur gert
athugun á þróun álagningar á
kindakjöti undanfarin ár auk
þess sem gerð var umfangsmikil
verð- og álagningarkönnun 17.
og 18. febrúar s.l. á kindakjöti.
Helstu niðurstöður í athugun
Verðlagsstofnunar eru eftirfar-
andi:
1. Hlutfallsleg smásöluálagn-
ing á kindakjöti var sem hér segir
í september 1982 og í febrúar
1986.
September Febrúar
1982 1986
Heilir skrokkar 11,2% 10,2%
Súpukjöt 24,3% 17,0%
Hryggir 6,8% 16,8%
Læri 6,8% 16,8%
Eins og sést af framangreindum
tölum hafa fullyrðingar um að
smásöluálagning á einstökum
hlutum kjöts hafi hækkað um allt
að 589% á föstu verðlagi ekki við
rök að styðjast. Byggja þær full-
yrðingar á samanburði á ósam-
bærilegu kjöti auk þess sem
útreikningur álagningarinnar var
gerður á villandi forsendum.
Fullyrðingar um að smá-
söluálagning jafngildi nú þeirri
upphæð sem bændur bera úr být-
um af kindakjöti eru fráleitar.
Bændur fá 161,44 kr fyrir hvert
kg af 1. verðflokki kindakjöts.
Kaupmenn fá 20,50 kr fyrir kg af
heilum skrokkum, um 9 kr/kg af
slögum að jafnaði og 67 kr/kg af
lærissneiðum úr miðlæri svo
dæmi séu tekin.
Unnið við vinnslu á kindakjöti.
Mynd: KGA.
Nýkomið í
Range Rover
Lugtargrindur, svartir hjólbogalistar, aftur-
rúöugardínur, kassar milli sæta, stýrishjól
(nýrri gerö), hliðarlistar - merktir, merktar
aurhlífar, þokuljós með svörtum grindum,
toppgrindarbogar margar geröir, horn á
stuðara, felgur nýrri gerð, grill með inn-
byggðum Ijósum.
Sendum í póstkröfu samdægurs.
Höldur sf.
varahlutaverslun
Fjölnisgötu 1 b, Akureyri,
símar 96-21365 og 96-21715.
Stálpottar og -pönnur
Grýta — verslun Sunnuhlíð sími 26920.
Nú er komin
raftækjaverslun í Miðbæinn
Við höfum til fermingargjafa hárblásara með eða
án bursta ★ Hitabursta ★ Pilishave
rakvélar ★ Stórsniðuga skrifborðslampa
með spar-peru ★ Hitateppi.
— ★ —
Við höfum öll helstu merkin:
Nilfisk - Girmi - Moulinex - Braun
Philips - Kalorik.
Verslið við fagmann
ATH. Við erum í Brekkugötu 7.
Raftækni
sími 26383.