Dagur - 24.03.1986, Síða 2

Dagur - 24.03.1986, Síða 2
2 - DAGUR - 24. mars 1986 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 420 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 40 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISFJÁNSSON BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BRAGI V. BERGMANN, GESTUR E. JÓNASSON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík), YNGVI KJARTANSSON, KRISTJÁN G. ARNGRlMSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. leiðari_________________________ Stöðugleiki í verðlagsmálum Ríkisstjórnin stefnir að því að ná verðbólg- unni niður í 9% í lok þessa árs. í nýgerðum kjarasamningum voru gerðar ýmsar ráðstaf- anir til þess að lækka marga mikilvæga útgjaldaliði almennings, svo sem opinber þjónustugjöld, skatta og útsvör. Þá voru gerðar ráðstafanir til að draga úr fyrirsjáan- legum hækkunum svo sem framast væri kost- ur. Stöðugleiki í verðlagsmálum er í raun for- senda kjarasamninganna. Með stöðugu verð- lagi fær hinn almenni launþegi ákveðna kaup- tryggingu auk þess sem kaupmátturinn rýrn- ar ekki. í kjölfar kjarasamninganna hefur því verið lögð stóraukin áhersla á hert verðlagseftirlit. Sumar ráðstafanir í þeim efnum hafa þegar komið til framkvæmda en aðrar eru enn á undirbúningsstiginu. Verðlagsstofnun gegnir forystuhlutverki í þessum aðgerðum og hefur hún haft samráð við aðila vinnumarkaðarins um framkvæmdina. Nýjasta könnun Verðlagsstofnunar, sem gerð var í stórmörkuðum og matvöruverslun- um á höfuðborgarsvæðinu, sýnir að þörfin fyr- ir hert verðlagseftirlit er mjög brýn. Niður- stöður könnunarinnar benda ótvírætt til þess að fólk geti sparað miklar fjárhæðir með því að velja á milli vörutegunda og verslana. Þannig var munurinn á hagkvæmustu og óhagkvæm- ustu kaupunum hvorki meira né minna en 26% sem þýðir að vísitölufjölskyldan getur sparað allt að 70 þúsund krónur á ári í inn- kaupum til heimilisins með því að halda vöku sinni og versla ávallt þar sem verðið er lægst. Hér er því ekki um neitt smámál að ræða. Verkalýðsfélög um allt land eru nú að undirbúa herferð í verðgæslumálum. Til- gangurinn er að auka verðskyn almennings og hvetja fólk til að vera á verði gagnvart verðhækkunum, hvaðan sem þær koma. Við höfum búið það lengi við mikla verðbólgu að verðskyn almennings er orðið talsvert brenglað. Það þarf að skerpa. Telja má víst að það hafi mikil áhrif á kaup- menn þegar þeir verða varir við að verð- gæslumönnum þessa lands hefur fjölgað um mörg þúsund og að almenningur fylgist grannt með verðlaginu. Þannig er tryggt að verðlag haldist eins stöðugt og framast er kostur og þar með er stórt skref stigið í áttina að því markmiði sem ríkisstjórnin hefur sett sér í baráttunni við verðbólguna. BB. __viðtal dagsins. Mynd: KGA. „Mér finnst spennandi að vinna að vöniþróun“ - sagði Marjo Kristinsson textílverkfræðingur „Ég hef séö um allt gæðaeftir- lit í ullariðnaði, en eftir að breytingar voru gerðar síðast- liðið haust, þá ber ég ekki ábyrgð á daglegu gæðaeftirliti. Það hefur færst yfir til starfs- fólksins sjálfs og verkstjór- anna. Nú er ég meira í vöru- þróun og að búa til vöru- staðla,“ sagði Marjo Kristins- son textílverkfræðingur, en hún vinnur hjá Sambandsverk- smiðjunum á Akureyri. Marjo er frá Finnlandi, en llutti til Akureyrar árið 1981. Við byrj- um samt á að spyrja Marjo um textílverkfræðina. „Ég lærði textílverkfræði í tækniháskóla í Helsinki. Textíl- verkfræði er sér háskólagrein, en grunnurinn er sá sami og í véla- verkfræðinni. Pað er til dæmis sama stærðfræðin, eðlis- og efna- fræðin kennd í þessum greinum, en síðan bætist við allt sem tengt er textíliðnaði, hliðargreinar ýmiss konar eins og framleiðslu- stýring, vélafræði og allt um hrá- efni sem tengd eru textíliðnaði. Þetta er nám sem tekur um 6-7 ár, allt háskólanám er teygjan- legt. Tækniháskólinn í Helsinki er mjög stór, en þessi deild sem ég var í er fremur lítil. Við vorum bara þrettán sem útskrifuðumst í mínum árgangi úr textílverkfræð- inni. Samt er þetta ein af elstu greinunum sem kenndar eru við skólann.“ - Hverjir eru atvinnumögu- leikarnir að námi loknu? „í Finnlandi heldur fólk yfir- leitt í greinar sem tengjast þung- um textíliðnaði, en sumir fara í fataframleiðslu. Þegar ég var búin að læra var dálítið atvinnu- leysi í Finnlandi, þannig að eitthvað af fólki fór út í annað.“ Marjo hefur unnið hjá Sam- bandsverksmiðjunum frá því í maí árið 1981. „Þetta er fjölbreytt starf, ég hef unnið hjá öllum deildum og hef starfað með fólki úr hinum ýmsu deildum verksmiðjanna. Eftir rekstrarbreytingar sem gerðar voru síðastliðið haust þá er starf mitt hér ekki alveg full- mótað. En ég hef verið meira í vöruþróun og það finnst mér spennandi. Við erum að vinna að ýmsum hugmyndum núna í sambandi við fatnað fyrir næsta ár. Hönnunar- deildin er með ýmsar nýjungar í deiglunni og óskir þar að lútandi og við reynum síðan að útfæra þær þannig að hægt sé að hefja framíeiðsluna. Það eru hönnuðir og sölumenn sem ákveða línuna, hvaða liti við erum með og þess háttar, en mitt starf er eingöngu á tæknilega sviðinu. Þeir koma með hug- myndir til mín og ég sé út hvaða hráefni best er að nota og hvernig á að setja efnisbúta saman til að hægt sé að hefja framleiðsluna. Allt sem lýtur að vélunum er á minni könnu, til dæmis í hvaða vélum best er að vinna ákveðið band.“ Marjo er gift Gísla Kristinssyni arkitekt og eiga þau þrjú börn, níu ára gamla stúlku og tvo stráka, sjö og tveggja ára. Fjöl- skyldan flutti til íslands árið 1980 og bjó í Reykjavík í átta mánuði, en flutti til Akureyrar í maí árið 1981. „Mér líkar alveg ljómandi vel hérna. Annars væri ég löngu farin. Mér líkaði ekki vel að búa í Reykjavík, veðrið og stressið fóru í taugarnar á mér. Aftur á móti fannst mér ég strax eiga heima hér. Ég er frá Turku, og veðrið hérna er líkt og veðurfarið þar. Svo er ég líka svo hrifin af fjöllunum og sjónum. Fjöllin bæta mér upp skógana, en heima í Finnlandi var allt skógi vaxið. í fyrsta skipti sem ég kom til íslands, árið 1974, þá fórum við hringveginn. Þegar við komum hingað til Akureyrar sagði ég við Gísla, að ef við myndum flytja til íslands, þá vildi ég eiga heima hér. Við þurftum að taka ákvörð- un um það hvort við ætluðum að setjast að á íslandi eða í Finn- landi áður en börnin fóru í skóla og hér ætlum við að eiga heima, erum nýbúin að byggja. Annars veit maður aldrei hvað getur gerst í lífinu. Það getur svo margt gerst,“ sagði Marjo að lokum. mþþ

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.