Dagur - 26.03.1986, Side 1

Dagur - 26.03.1986, Side 1
Mynd: KGA. 69. árgangur Akureyri, miðvikudagur 26. mars 1986 59. tölublað Fermingargjafir / mjög mikiu úrvati. Steinhringar - gullfestar og armbönd Fermingarrammar. Odýrir silfurhringar og skartgripaskrín. GULLSMlblR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI Verður Pétur Einarsson ráðinn leikhússtjóri? Flest bendir til þess að Pétur Einarsson Ieikari verði ráðinn næsti leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar samkvæmt heimild- um blaðsins. Forráðamenn Leikfélagsins voru í Reykjavík á mánudag til Blönduós: 8 konur áfundi Hópur sá sem orðaður hefur verið við kvennaframboð við komandi sveitastjórnarkosn- ingar á Blönduósi boðaði sl. sunnudag til formlegs stofn- fundar þess sem þær kjósa að kalla óháða kvennahópinn. Þrátt fyrir að vel hafi verið auglýst mættu 8 konur á fundinn. Forráðamenn fundarins neit- uðu að tekin yrði mynd á fundin- um. Ekki vildu þær heldur svara spurningum um framhald starf- seminnar, nerna því, að unnið yrði að framtíðarmálum. Þá hef- ur kvisast út að helstu forvígis- konur kvennahópsins vilji ekki taka sæti efst á væntanlegum framboðslista ef af framboði verður. Sýnist mönnum þá ótrúlegt að listinn fengi nema örfá atkvæði. Ef svo færi, þá væri sennilega verr af stað farið en heima setið, þar sem flestar þessara kvenna hefðu eflaust orð- ið ofarlega á listum sinna gömlu flokka og því getað haft þó nokk- ur áhrif á stjórn sveitafélagsins, í stað þess að standa áhrifalausar utan við allt eftir bramboltið. G.Kr./gej- viðræðna við þá aðila sem til greina koma í sambandi við starfið. Það voru þau Hlín Agn- arsdóttir og Hafliði Arngrímsson annars vegar og Pétur Einarsson hins vegar. Leikhúsráð hélt síðan fund um málið í gær en tók ekki endanlega afstöðu, því ákveðið var að ræða við starfsmenn leik- hússins í gærkvöld og fá álit þeirra á þeim aðilum sem líklegir eru til starfsins. Fundur leikhúss- ráðs verður síðan haldinn klukk- an 11 í dag, þar sem lokaákvörð- un verður tekin um málið. Þar sem fund og ekki hægt að fá upplýs- ingar um endanlega ákvörðun ráðsins, er rétt að setja spurning- armerki við fréttina þrátt fyrir að heimildir blaðsins þyki traustar. gej- Akureyri: Vistgjöld lækka um 5% Bæjarstjórn Akureyrar sam- þykkti á fundi sínum í gær að lækka vistgjöld á dagvistum á Akureyri um 5%. Lækkunin er afturvirk og gildir því frá 1. þessa mánaðar. Eftir lækkunina er leikskóla- gjald, miðað við 4 tíma á dag 1970 krónur, ntiðað við 5 tíma á dag er gjaldið 2400 krónur og fyr- ir börn sem þar dveljast einnig í hádeginu greiðast 2950 krónur. Almennt dagheimilisgjald er eftir lækkun 4590 krónur á mánuði en einstæðir foreldrar greiða nokkru lægra gjald eða 3120 krónur. BB. Pétur hættir hjá Krossanessverksmiðjunni -Ástæðan er tengsl hans við laxafóðurverksmiðju á Suðurnesjum Pétur Antonsson forstjóri Sfld- arverksmiðjunnar í Krossanesi mun láta af störfum innan skamms. Samkomulag mun hafa náðst um þetta atriði á milli Péturs og stjórnar Krossanessverksmiðjunnar. Á fundi bæjarstjórnar Akureyrar í gær lagði Sigurður J. Sigurðs- son bæjarfulltrúi fram fyrir- spurn til bæjarstjóra Helga M. Bergs, sem jafnl'ramt er stjórn- arformaður Krossanessverk- smiðjunnar, vegna þessa. Fór Sigurður fram á að bæjarfull- trúum yrði gerð grein fyrir þessu máli. Helgi sagði að stjórn verk- smiðjunnar myndi skýra bæjar- stjórn frá málavöxtum eins fljótt og auðið væri. Að öðru leyti vildi hann ekkert um málið segja. Dagur hefur það eftir mjög áreiðanlegum heimildum að upp- sögn Péturs hafi verið nauðsynleg til að stefna ekki framtíð laxafóð- urverksmiðjunnar ístess h.f., sem verið er að setja upp í Krossanesi, í voða. Svo sem kunnugt er á Akureyrarbær Krossanessverksmiðjuna og tek- ur ásamt KEA og norsku fyrir- tæki þátt í stofnun laxafóður- verksmiðjunnar. Norðmennirnir eiga 48% hlutafjár í því fyrirtæki. Nú hefur komið á daginn að ver- ið er að setja sams konar verk- smiðju á laggirnar í Grindavík og raskar tilkoma þeirrar verk- smiðju öllum hagkvæmnisfor- sendum sem gengið var út frá við stofnun ístess h.f. Eignaraðilar að Grindavíkurverksmiðjunni er eiginkona Péturs og fjölskylda hennar og mun Pétur hafa haft einhverja milligöngu um að samningar tókust við þá erlendu aðila sem þar eru með í spilinu. Auk þess á Pétur, samkvæmt til- kynningu í Lögbirtingarblaðinu þann 21. febrúar s.l., sæti í stjórn þeirrar verksmiðju. Þegar þetta var ljóst þótti stjórn Krossanessverksmiðjunn- ar sýnt að Pétur hefði misnotað aðstöðu sína auk þess sem það væri allsendis ófært að einn aðili sæti „beggja vegna borðsins", þegar um væri að ræða alls kyns upplýsingar tæknilegs- og við- skiptalegs eðlis sem vægast sagt væri óæskilegt að bærust til sam- keppnisaðilans. Það þótti því ljóst að ef Pétur léti ekki af störf- um mjög fljótlega væri samstarf- inu við norska aðilann stofnað í hættu og eins víst að þeir drægju sig út úr samstarfinu. Uppsögn Péturs hefur ekki verið afgreidd formlega af stjórn Krossanessverksmiðjunnar en það mun væntanlega gerast ein- hvern næstu daga. Blaðið hafði samband við Pét- ur vegna þessa, en hann vildi ekkert um málið segja. BB.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.