Dagur - 26.03.1986, Page 2

Dagur - 26.03.1986, Page 2
2 - DAGUR - 26. mars 1986 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 420 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 40 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BRAGI V. BERGMANN, GESTUR E. JÓNASSON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavlk), YNGVI KJARTANSSON, KRISTJÁN G. ARNGRlMSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. rJeiðari. Menningarlegt skítkast Einn af okkar ágætustu rithöfundum, Guð- laugur Arason, settist nýlega í ritstjórastól Norðurlands, málgagns Alþýðubandalagsins á Norðurlandi eystra. Guðlaugur hefur löng- um þótt hvass penni og er greinilegt af for- ystugrein þeirri, sem hann ritar í blað sitt þann 25. mars s.l. að hann ætlar ekki að kafna undir nafni. í forystugrein þessari, sem fjallar um menningarmál, ræðst Guðlaugur harka- lega að Degi og vitnar sér til fulltingis í að hans mati ábyrgt menningarrit sem kallast Dagskráin og er auglýsingasnepill sem dreift er í hvert hús á Akureyri vikulega. Hann full- yrðir að Dagur hafi enga stefnu hvað varðar skrif um menningarmál og nefnir því til stuðnings að Dagur hafi ekki fjallað nema lítillega um eina ákveðna málverkasýningu hér í bæ. Fleiri dæmi nefnir Guðlaugur um „menningarlega lágkúru Dags“, t.d. að lögð hafi verið heil opna undir kynningu á leiksýn- ingu frammi á Melum í Hörgárdal og að Dag- ur hafi verið fremstur í flokki þeirra er héldu því fram að „Vögguvísa" Ólafs Hauks Símon- arsonar í söngvakeppni sjónvarpsins hafi ver- ið ólögleg. Þetta eru öll rökin um menningar- legt sinnuleysi blaðsins. Guðlaugi láist að geta þess að Dagur hefur myndlistargagnrýnanda á sínum snærum sem skrifar reglulega um þau mál enda hafa á þessu ári birst fjölmargar greinar sem fjalla sérstaklega um myndlist. Flestir merkustu menningarviðburðir á Norðurlandi hafa hlotið verðugan sess á síðum Dags hingað til og svo mun verða um ókomna tíð. Dagur er ekki sammála „Norðurlandi" um að umfjöllun um menningarviðburði í dreifbýlinu flokkist undir lágkúru. Hvað varðar umfjöllun Dags um lag- ið „Vögguvísu", stendur hvert orð óhaggað sem birtist í Degi. Vögguvísa var ólögleg samkvæmt reglum keppninnar þó svo að stjórnendur hennar kysu að líta svo á að lagið væri gjaldgengt. Það er ekki laust við að manni finnist Guð- laugur sitja í glerhúsi við steinkast sitt. Menningarskrif Norðurlands hafa hingað til hvorki þótt tröllvaxin né ítarleg. Tilhæfulaus- ar ásakanir og órökstuddar fullyrðingar eru ekki nýjar af nálinni frá þessum bæ en þær breytast ekki í staðreyndir þótt þær séu endurteknar í sífellu. Það er yfirlýst stefna Dags að gera öllum málaflokkum sem best skil, hvort sem það eru menningarmál eða eitthvað annað. Þar eru allar ábendingar vel þegnar og umræða er til góðs, en menningar- legu skítkasti er hafnað. BB. viðtal dagsins. „Fólk heldur keifið óumflyjanleg örlög" -Árnl Gunnarsson hjá „Nýju afli“ á Sauðárkróki í viðtaii dagsins Nýlega bárust fregnir af nýjum valkosti fyrir Sauðkrækinga við bæjarstjórnarkosningarnar í vor. Það er hópur ungs fólks sem kallar sig „Nýtt afl“, sem hyggst nú bjóða fram í fyrsta skipti. Verður þetta líklega annað af tveim þverpólitískum framboðum í vor hér í bæ, þar sem F-listinn, samtök óháðra kjósenda, er að undirbúa framboð, en sá listi hefur átt bæjarfulltrúa undanfarin ár. Nýtt afl efndi til borgarafundar í safnahúsinu á Sauðárkróki sunnud. 16. mars sl. Frummæl- endur á fundinum voru; Árni Gunnarsson, Sigfús Sigfússon, Ólafur Ólafsson og Ingi V. Jón- asson allir í „Nýju afli“. Auk þeirra höfðu framsögu tveir stjórnarmenn úr Samtökum milli landshluta, þeir Pétur Valdimars- son formaður samtakanna og Árni Steinar Jóhannsson. Fund- arstjóri var Hólmfríður Bjarna- dóttir frá Hvammstanga. Pað hlýtur að vera fundarboðendum nokkur vonbrigði að ungt fólk lét vart sjá sig á fundinum. U.þ.b. þrjátíu manns komu á fundinn, mest fólk sem tilheyrir ekki leng- ur yngri kynslóðinni. Tveir bæjarfulltrúar mættu, en þeirra var sérstaklega óskað þegar fund- urinn var auglýstur. En um fund- inn sjálfan verður ekki fjölyrt hér. Sama dag og fundurinn fór fram hitti blaðið að máli Árna Gunnarsson aðalforsprakka hins nýja framboðs. Árni er reyndar ekkert unglamb lengur, verður fimmtugur á þessu ári og vildi hann taka fram, að hann væri ekki að nota unga fólkið sér til einhvers pólitísks frama. Heldur vildi hann láta unga fólkið njóta sín með því að standa að baki því í þessu framboði og byggist ekki við að verða í einu af efstu sætum listans. „Mér finnst ég bera ábyrgð á þessu unga fólki. Mér finnst skelfilegt að hugsa til þess að mín kynslóð hafi ekki verið heppnari en svo, að skilja við efnahagsmál þjóðarinnar í flækju. Ég get ekki séð af vinnu- brögðum þessarar kynslóðar að hún sé færari að stjórna en þetta unga fólk sem búið er að mennta með ærnum kostnaði. Stjórnmála- menn tala í sínum fallegu ræð- um um hvað unga fólkið okkar sé duglegt og glæsilegt og hvað sé mikils af því að vænta. En þegar ungt fólk ætlar að hasla sér völl á hinum ýmsu sviðum, þá er því haldið niðri og því ætlað að alast upp í einhverjum ákveðnum stjórnmálaflokkum og þeim kennd þessi gömlu vinnubrögð sem eru orðin okkur svo dýr. Pað er síður en svo þörf að endurtaka þau með næstu kynslóðum. Við erum búin að veðsetja þessa ungu kynslóð fyrir miklu meira, en góð siðgæðisvitund býður. Ég er viss um að þessar virkjana- veislur og ýmislegt annað verður orðið tímaskekkja og rugl, þegar þetta unga fólk tekur við skuldunum og þarf að bera ábyrgð á þessum hlutum. Árni kvað þennan hóp hafa farið að stinga saman nefjum eft- ir áramótin í vetur og nú þegar vera kominn með nægilega með- mælendur til að geta teflt fram góðum lista í vor. En hver eru aðalstefnumál Nýs afls? „Segja má að okkar stefnumál séu mjög svipuð þeirra í Samtök- um milli landshluta. Við úti á landsbyggðinni viljum fá yfirráð yfir okkar verðmætasköpun. Þingmennirnir okkar eiga ekki að vera taldir einhverjir krafta- verkamenn, þó þeir geti náð smá fjárveitingu heim í hérað eins og álitið er í dag. Þetta á að vera sjálfsagt mál. Við viljum vekja athygli fólks á hvernig komið er málefnum landsbyggðarinnar gagnvart höfuðborgarsvæðinu. Hvernig vinnubrögð hafa þróast í þá átt sem festa alla hluti í þessu voðalega kerfi sem fólk virðist vera farið að halda einhver óum- flýjanleg örlög. Okkur sýnist þessi vinnubrögð vera komin út á landsbyggðina, í bæjar- og sveitar- félögin, það sé farið að festa alla hluti óþarflega mikið. Hér gilda byggingareglugerðir, skipulags- reglugerðir og alls konar reglu- gerðir. Okkur finnst að þurfi að losna um þetta, því borgarinn sé kominn í hálfgerða spenni- treyju. Við teljum að auk þessa, gefi þetta reglugerðafargan bæjarfulltrúum færi á að skjóta sér bak við þ^ð. Þess vegna þarf að brjóta þetta upp til að gefa bæjarfulltrúum frjálsari hendur og gera þá ábyrgari í ákvarðana- töku,“ sagði Árni Gunnarsson að lokum. -þá

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.