Dagur - 26.03.1986, Síða 9

Dagur - 26.03.1986, Síða 9
8 - DAGUR - 26. mars 1986 Texti: Helga Kristjánsdóttir — Myndir: Gísli Tryggvason og Helga Ingibjörg Kristjánsdóttir Flest göngum við til prests og fermumst á fjórtán ára aldrinum, hvort sem ástæðan er nú vegna eigin sannfæringar, vilja pabba og mömmu eða einhvers annars. Þar sem páskarnir fara nú í hönd og fermingarnar eru rétt að byrja, fannst okkur tilvalið að helga þennan þátt fermingunni og öllu því sem henni fylgir. Við náðum tali af séra Birgi Snæbjörnssyni og þremur nýfermdum fermingarbörnum. Birgir Snæbjörnsson sóknarprestur í Akureyrarprestakalli - Hvað hefur þú starfað lengi sem prestur? „Síðan 1953 - ég var fyrst prestur vestur í Húnavatnssýslu, á Æsustöðum í Langadal, þá eitt og hálft ár í Laufási og síðan hef ég starfað sem prestur hér á Akureyri frá því 1960.“ - Hvernig er að þjóna Akur- eyrarprestakalli? „Mér hefur fundist Ijómandi að vera hér. Þetta er minn fæðingar- bær sem ég hef unað mér ákaf- lega vel í. Hér er fjöldamargt af góðum kirkjuvinum sem Ijúft hef- ur verið að starfa með.“ - Var það vegna áhrifa frá umhverfinu sem þú gerðist prest- ur eða hefur þetta verið þín „innri köllun" frá upphafi? „Ja, ég man nú aldrei eftir mér öðruvísi en að ég hafi beðið mín- ar bænir, ég læröi það alveg um leið og ég lærði að tala, sótti einnig mikið kirkju með afa mínum. Svoleiðis að þetta kom eins og af sjálfu sér- það stefndi alltaf í þessa átt. Að vísu var ég nú að hugsa um náttúrufræði framan af í menntaskóla en svo held ég að það hafi verið í 5. bekk sem ég tók þessa ákvörð- un.“ - Þú sérð ekkert eftir þessu vali? „Nei, síður en svo.“ - Er ekki erfitt að vera prestur og þurfa alltaf að vera jákvæður og geta séð hlutina í björtu Ijósi? „Það er náttúrlega ákaflega mismunandi. Maður verður að reyna að taka þátt í öllum kjörum og aðstæðum sóknarbarnanna sem útheimtir það að gleðjast með glöðum og hryggjast með hryggum að heita má á sömu stundum. - Maður kemur kannski beint úr kirkjugarðinum frá því að jarðsetja til þess að skíra eða gifta og verður þá aftur að taka þátt í gleði fólksins." - Þar sem þessi þáttur er helgaður fermingunum langar mig að spyrja þig nokkurra spurninga í tilefni þess. - Heldur þú að unglingar í dag fermist af innri sannfæringu eða bara vegna þess að „allir hinir“ ferm- ast á þessum aldri? „Ja, ég held nú að þau, að langmestu leyti, sýni þessu fulla alvöru og taki þátt í þessu. Ég finn það t.d. á fermingarstundun- um að það býr mikil alvara á bak við en auðvitað veit ég að þau hafa ekki á móti því að fá gjafirn- ar. Það er bara að verða þannig í öllu að þetta gjafaflóð er farið að fylgja með.“ Magnús Karlsson Nanna Skúladóttir Birgir Snæbjörnsson Geir Gíslason - Finnst þér kannski að það ætti að breyta fermingunni þann- ig að ekki skapist allt þetta gjafa- flóð og tilstand í kringum athöfn- ina sjálfa? „Það má aldrei verða svo að gjafirnar fari að skyggja á tilgang sjálfrar fermingarinnar, það nær ekki nokkurri átt. Mér finnst margar þessar auglýsingar í sambandi við fermingargjafir vera farnar að ganga algjörlega út fyrir öll takmörk. En hvernig er hægt að breyta þessu, þetta fær- ist allt út í það að gjafir fylgi merkisatburðum - er það ekki orðið svipað í kringum stúdents- prófið? Það eru einmitt vandræð- in þegar það kemur upp metingur og þetta verður allt of mikið mál. Það er ekki við kirkjuna að sakast og ekki sjálf fermingarbörnin." - Er fermingaraldurinn ekki of lágur í dag? „Það má nú kannski segja, ég býst við að það væri æskilegra að hafa þau aöeins eldri. Þetta hefur t.d. oft verið rætt á presta- stefnum og þá hefur það verið viðbáran að allir sveitaprestarnir missa börnin burt frá sér skömmu eftir þennan aldur - ná þá ekki til þeirra. Að sumu leyti tel ég að þau séu móttækilegri á þessum aldri en næstu ár á eftir þá er oft eins og það komi upp- reisnartímabil, þau vilja fara að slíta bönd og reyna að komast undan áhrifavaldi hinna full- orðnu. Það gæti vel verið að ekki næðist til allra. Hins vegar held ég að áhrifin frá fermingunni lifi áfram með þeim ungu, þó þau sýni kirkjunni ekki mikla ræktar- semi á því tímabili sem fer í hönd, ég held að þetta komi fram seinna." - Hvernig var það þegar þú fermdist hafa ekki orðið miklar breytingar á fermingarsniðinu síðan þá? „Þetta hefur náttúrlega breyst 26. mars 1986 - DAGUR - 9 geysilega mikið síðan. Ég hugsa nú að í eðli okkar höfum viö verið alveg eins og börnin núna. Þá voru fermingargjafir ákaflega fáskrúðugar - við fengum t.d. ekki úr, nema rétt einstaka ferm- ingarbarn. Alltaf eftir því sem ég verð eldri þá þykir mér vænna um þennan undirbúningstíma og prestinn sem bjó mig undir ferm- inguna. Hann hafði mikil áhrif á okkur, séra Friðrik J. Rafnar.“ - Hvernig er fermingarundir- búningi ykkar prestanna hér við Akureyrarkirkju háttað? „Við séra Þórhallur Höskulds- son höfum unnið saman að öllum þessum undirbúningi. Við erum hvor með sína vikuna og fermum allt saman - erum báðir í öllum fermingarathöfnum og líka í alt- arisgöngunni." - Hvað þurfa krakkarnir að kunna fyrir ferminguna? „Ja, viö látum þau læra tíu sálma og lesa bók sem heitir Kristin trúfræði (eitthvað um 118 bls.). í henni eru kaflar sem þau þurfa að læra utanbókar." - Og læra þau þetta sam- viskusamlega? „Ja, það er sjálfsagt misbrest- ur á hjá sumum." - Er þeim þá hlýtt yfir? „Já, við tölum við þau. í þeim tuttugu og fimm tímum sem þau eru hér reynum við að spyrja þau öll í flestum tímum. Við vorum nú með smá próf núna - sendum þau heim með blöð sem þau eiga að vinna." - Á þeim aldri sem krakkar læra kristinfræði í grunnskólan- um eru þau yfirleitt ekki frædd um annað en kristna trú - þjóð- kirkjuna - hver er ástæðan? „Já, það er nú fyrst og fremst af því að kirkjan hérna er þjóð- kirkja og ríkið ber að verulegu leyti ábyrgð á kirkjunni og kirkj- unnar málum. Mér finnst það ekki óeðlilegt þó að í skólanum, sem ríkið rekur og stendur á bak við, að þar komi kirkjan inn í. Hins vegar er trúfrelsi og það hefur komið fyrir að foreldrar hafa óskað eftir því að taka börn- in úr tímum hjá okkur prestun- um.“ - Er frjáls mæting í kristin- fræði? „Nei, en þau hafa getað fengið undanþágu frá þessu.“ - Að síðustu er hérna ein spurning sem er ættuð frá henni vinkonu minni: Lestu oft í Biblí- unni eða notar þú hana bara sem „flettirit"? „Ég les oft í henni, kannski ekki alveg alla daga en lang- flesta." Og þá höfum við það! Magnús Halldór Karlsson og Geir Gíslason - Hvernig líður ykkur eftir ferminguna? G.: „Ágætlega.” M. : „Bara vel. - Hann Geir, er veikur með hita og svona." - Hvers vegna fermdust þið? „Til þess að játa trúna.“ - Þannig að þið eruð alveg sannfærðir um að hún sé sú eina og sanna? - Eruð þið búnir að læra vel fyrir ferminguna? „Já, já, alveg svakalega. - alla sálma og allt.“ - Finnst ykkurfermingaraldur- inn of lágur í dag? „Nei, alls ekki - hann er á mjög heppilegum aldri." - Hvað þurftuð þið að læra fyrir ferminguna? „Helling af sálmum og lesa alveg ákaflega mikið. Við erum búnir að eyða miklum tíma í þetta.“ - Lesið þið oft í kristnum bók- um - Biblíunni og svoleiðis? M.: „Nei, ekkert voðalega oft.“ G. : „Ja, alltaf þegar ég fer að sofa.“ - Láta flestir jafnaldrar ykkar ferma sig núna? „Já, allir sem við þekkjum." - Nú er veðrið mjög vont, - hefur það nokkuð haft áhrif á allt umstangið í kringum ferming- una? G. : „Nei, nei.“ M. : „Jú, það kemst enginn í veisluna mína.“ - Bjóðið þið mörgum í veislu nú á eftir? „Svona þrjátíu manns." Nanna Skúladóttir - Hvernig líður þér eftir ferm- inguna? „Bara vel.“ - Var hún nokkuð öðruvísi en þú bjóst við? „Nei.“ - Hvers vegna léstu ferma þig? „Nú, ég játa kristna trú.“ - Er búið að vera mikið umstang í kringum þína ferm- ingu? „Já, frekar." - Verðurveislahjáþéráeftir? „Já.“ - Er þetta ekki mikið álag fyrir aðstandendur? „Ég veit það ekki, ætli það ekki.“ - Hefur þetta vonda veður sem nú er nokkuð haft áhrif á þína fermingu? „Nei, það held ég ekki.“ - Hvað kostar að láta ferma sig í dag? „Það kostar 1.700 kr., fyrir utan fötin, matinn og annað. Fermingarfötin kosta svona um 9.000.“ - Hafa allir efni á þessu öllu saman? „Já, ég held nú að flestir hafi það, - alla vega hef ég ekki orðið vör við neinn sem ekki hefur haft efni á fermingu." Takk fyrir og til hamingju. Páskaferðalög fyrirhyggju með Nú sem endranær hyggja ugg- laust margir á ferðalög innan- lands um páskana. Því er hyggi- legt að huga að þeim búnaði sem hæfir ferðalögum á þessum árstíma. Mikilvægt er að þeir sem ætla á fjöll eða aka um fjallvegi, séu þess meðvitaðir að nú er allra veðra von og færð getur spillst fljótt. Hlýjan fatnað og teppi er sjálfsagt að hafa meðferðis. Einnig keðjur, skóflu, dráttar- taug og nauðsynlega varahluti. Aður en lagt er af stað í fjalla- ferðir þarf að kanna veðurútlit og færð. Nauðsynlegt er að tíma- setja ferðina og gefa einhverjum upp fyrirhugaða leið og hvenær á að koma til byggða. Slíkt getur komið í veg fyrir áhyggjur skyld- menna, og jafnvel óþarfa leit. Notkun ökuljósa hefur aukist mikið og sannað ágæti sitt. Á blautum og forugum vegum verð- ur bíllinn oft samlitur umhverf- inu og sést illa. Ökuljósin eru því oft það eina sem við sjáum þegar bíll nálgast. Þegar for sest á ljósker dofna ljósin, og verður því að þurrka af þeim eða þvo reglulega. Stöðuljós má aldrei nota í akstri. Væntanlega verður rnikii umferð við skíðastaði landsins. Förum ekki á vanbúnum bílum í skíðalöndin því það veldur erfið- leikum og óþægindum í umferð- inni. Ganga verður þannig frá bílum í bílastæði að þeir trufli ekki eða tefji aðra umferð. Vélsleðamenn sem verða þar sem skíða- og göngufólk er á ferð verða að sýna tillitssemi. Um leið og Umferðarráð óskar öllum ferðalöngum góðrar ferðar minnir það á að í páskaumferð- inni höfurn við tillitssemi við samferðarmenn að leiðarljósi. Bílbeltin spennt, ökuljósin kveikt og ökum á jöfnum hraða. Það sparar bensín og veldur minni streitu. Vart þarf að minna á að akstur og ölvun eiga ekki saman. Kæruleysi í þeim efnunt getur eyðilagt helgina fyrir fullt og allt - jafnvel framtíð ótalinna aðila. Stórdansleikur Sólarsal. Hljómsveitin Áning leikur. Matur framreiddur í Mánasal til kl. 22.00. Miðvikudagur 26. mars Sunnudag — páskadagur Annar í páskum Kjallarinn er opinn miðvikudag 26. mars. Big-Band Rafns Sveinssonar skemmtir. Kjallarinn Opið laugardag til kl. 23.30. er opinn Sunnudag til kl. 23.30 fimmtudag og annan páskadag til kl. 01.00. til kl. 23.30.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.