Dagur - 26.03.1986, Síða 10

Dagur - 26.03.1986, Síða 10
á ferð og flugL Gísli Sigurgeirsson skrifar Ferðaskrifstofa Akureyrar selur Ítalíuferðirnar fyrir Útsýn. Gísli Jónsson, framkvæmdastjóri, var með í ferðinni í haust og hann var veislustjóri í lokahófinu. ir mikil samskipti við þýskumæl- andi þjóðir. Frá Bibione er ekki nema fárra klukkustunda akstur til borga í Þýskalandi og Austur- ríki, svo dæmi séu nefnd. Enda býður Útsýn upp á þriggja landa skoðunarferð, sem tekur tvo daga. Ekið er um Ítaiíu, um Júg- óslavíu og Austurríki. Það er ferð sem enginn ætti að sleppa. Fleiri skoðunarferðir eru á dagskránni, en hæst ber þar dags- ferð til Feneyja. # Fjölbreyttir matsölustaðir Matarmenning ítala er fjölbreytt og á Bibione og í næsta nágrenni er að finna urmul af „sælkera“- matsölustöðum sem svíkja engan. Halldór E. Laxness, far- í lok dvalarinnar var efnt til mikillar veislu, þar sem meðal annars var keppt í epladansi. Oddur Árnason og Hulda Árnadóttir sigruðu með miklum yfir- burðum. arstjórinn okkar, efndi til einnar „sælkeraferðar“. Það var stór- kostlegur kvöldverður, sem stóð frá því um kvöldmatartíma fram undir miðnætti. Og það var aldrei leiðinlegt. Mig minnir að réttirnir hafi verið sjö. Síðast komu eld- steikt jarðarber. Ummmm, því- líkt lostæti. Fiskréttaveisla var líka ógleymanleg. Hún var úti á lítilli eyju og það var ljúft að sigla þangað í kvöldkyrrðinni. Boðið var upp á margar tegundir af fiski, sem sjómennirnir í eynni höfðu veitt fyrr um daginn. Fisk- urinn var því ferskur og ljúffeng- ur. Nokkuð sem landinn ætti að taka sér til fyrirmyndar, því allt of oft er boðið upp á fúlan fisk á íslenskum veitingahúsum. Heilt yfir er hægt að gefa Bibi- one og Valbella bestu meðmæli. Sérstaklega er staðurinn hentug- ur fyrir fjölskyldufólk; börnin geta haft þar óþrjótandi verkefni. Ferðaskrifstofa Akureyrar er með Útsýnarumboðið á Akureyri og margir Akureyringar fóru á vegum skrifstofunnar til Ítalíu í fyrrasumar. Nú hefur Útsýn bætt við ferðum að Gardavatninu, en þar er náttúrufegurð rómuð. Mcóal gesta á Bibione var Ililm; Gíslason, bæjarverkstjóri. Hér c hann á leið til hafs. „Mikið svakalega er búið að vera gaman að dvelja hérna, ég hefði ekki trúað þessu að óreyndu, ekki síst vegna þess að ég hafði heyrt misjafnlega látið af staðnum. En ég er mjög ánægður, hér hef ég haft rúm- góða og snyrtilega íbúð, sund- laugarnar eru við útidyrnar og íbúðabyggingarnar eru ekki í miðjum skarkalanum. Þó er ekki nema fárra mínútna gangur á ströndina og í aðalverslunar- götuna, þar sem allt iðar af lífi á kvöldin. Og maturinn drengur; Italirnir eru snillingar í að kitla hragðlaukana." Þetta sagði einn af Útsýnarfar- þegunum á Bibione á Ítalíu, að aflokinni dvöl þar í fyrrasumar. Hann dvaldi í einni íbúðinni á Valbella, en byggingarnar þar eru nýlegar, standa spölkorn frá ströndinni, en ekki færri en 10 sundlaugar eru við byggingarnar. 5 mínútna gangur er á ströndina, auk þess sem Valbellamennn sjá um að aka gestum sínum þangað og heim aftur. # Ítalía heillar Bibione er á Norður-Ítalíu, skammt frá Lignano, en þangað hefur Útsýn verið með hópferðir í 12 ár. Bibione hefur hins vegar ekki verið á landakorti Útsýnar nema í 2 sumur. En Ítalía heillar og að sögn Péturs Bjarnasonar, yfirfararstjóra Útsýnar á Ítalíu, eru dæmi þess að sama fólkið komi þangað aftur ár eftir ár. „Það eru fá lönd sem hafa upp á jafn mikið að bjóða og Ítalía," sagði Pétur. „Ítalía er einstök, landslagið er fjölbreytt, strand- lengjan er með þeim lengstu í Evrópu og landið er byggt af þjóð, sem er innbyrðis ólík. Mannlífsmunstrið er því fjöl- breytt og flókið. Þar að auki varðveitir Ítalía mikla sögu, og sá sem hefur áhuga á menningu get- ur ekki annað en orðið hrifinn af Ítalíu. Það dugir ekki heil manns- ævi til að kynnast landinu til hlítar. Ég hef t.d. komið til Fen- eyja oftar en ég hef tölu á, en ég er alltaf að sjá þar eitthvað nýtt. Matarmenningin á Ítalíu er lfka heill heimur út af fyrir sig. Það vita þeir sem reynt hafa. Ég get því sagt með sanni, að ferðamað- urinn upplifir hluti á Ítalíu, sem hann kynnist hvergi annars staðar," sagði Pétur. Eftir að hafa kynnst Ítalíu með tveggja vikna dvöl á Bibione get ég tekið undir margt af því sem Pétur segir. Það vakti strax athygli mína, við komuna til ítal- íu, hvað allt virðist snyrtilegt, öfugt við það sem sést víða á Spáni. Bibione er eins konar sumarbær, því húsin tæmast og flestallt fólkið hverfur í burtu á Með glöðum á góðri stund, að aflokinni sjöréttaðri sælkeramáltíð. haustmánuðum. Enda eru húsin óupphituð og veturnir kaldir. Síðasti vetur var meira að segja mjög kaldur og það snjóaði á Lignano, sem er mjög óvenju- legt. Síðasta sumar var hins vegar mjög gott, frá því um miðjan maí og fram í miðjan september. En ef þú vilt sól upp á hvern einasta dag, þá er hún ekki trygg vor og haust. En þá er hitinn bærilegur. Þá er líka færra fólk á svæðinu og mannlífið afslappaðra. Þar við bætist, að á haustin er hægt að gera rnjög góð kaup á útsölum, því kaupmennirnir leggja kapp á að selja allt úr búðunum. % Landinn kann vel við sig Þeir staðir sem Útsýn hefur yfir að ráða á Italíu eru flestir sniðnir að þörfum Þjóðverja. Kröfur okkar virðast vera áþekkar, því íslendingar virðast kunna að meta það sem boðið er upp á. Það er algengast, að afgreiðslu- og þjónustufólk tali ítölsku og þýsku og t.d. matseðlar eru á þessum tungumálum. Það þýddi því sjaldnast að reyna enskuna lil að gera sig skiljanlegan. Hald- betra var að tala bara íslensku, því ítalirnir lögðu sig alla fram við að komast til botns í óskum viðskiptavinarins. Þýskukennsla er almenn í ítölskum skólum, rétt eins og enskan hér heima, enda hafa ítal-

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.