Dagur - 09.06.1986, Blaðsíða 8

Dagur - 09.06.1986, Blaðsíða 8
é - ÖÁGÚR' - §.°/uní'1986 Nauðungaruppboð sem auglýst var í 131., 138. og 145. tbl. Lögbirtingablaðsins 1985 á fasteigninni Tungusíða 26, Akureyri, þinglesinni eign Björgvins S. Jónatanssonar, fer fram eftir kröfu bæjargjaldker- ans á Akureyri og innheimtumanns ríkissjóðs á eigninni sjálfri föstudaginn 13. júní 1986, kl. 14.30. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð annað og síðasta á fasteigninni Skarðshlíð 36 C, Akureyri, tal- in eign Heiðbjartar Ingvarsdóttur, fer fram eftir kröfu Veðdeild- ar Landsbanka Islands, Brunabótafélags Islands og Gunnars Sólnes hrl. á eigninni sjálfri föstudaginn 13. júní 1986, kl. 16.00. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 114., 117. og 121. tbl. Lögbirtingablaðsins 1985 á fasteigninni Skarðshlíð 24 E, Akureyri, þinglesinni eign Torfa Sverrissonar, fer fram eftir kröfu Gunnars Sólnes hrl., Ásgeirs Thoroddsen hdl. og Jóns Kr. Sólnes hrl. á eigninni sjálfri föstudaginn 13. júní 1986, kl. 15.00. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 156. tbl. 1985 og 1. og 4. tbl. Lögbirt- ingablaðsins 1986 á fasteigninni Laskjargata 3, neðri hæð, að austan, Akureyri, þinglesinni eign Sigurðar Steingrímssonar o.fl. fer fram eftir kröfu bæjargjaldkerans á Akureyri og Trygg- ingastofnunar ríkisins á eigninni sjálfri föstudaginn 13. júní 1986, kl. 17.00. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 23., 40. og 45. tbl. Lögbirtingablaðsins 1985 á fasteigninni Hrísalundur 16H, Akureyri, þinglesinni eign Ara M. Torfasonar o.fl., fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbanka íslands og Gunnars Sólnes hrl. á eigninni sjálfri föstudaginn 13. júní 1986, kl. 13.45. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 66., 67. og 68. tbl. Lögbirtingablaðsins 1984 á fasteigninni Hatnarstræti 88, efri hæð, að norðan, Akureyri, þinglesinni eign Stefáns Sigurðssonar, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbanka íslands, Tryggingastofnunar ríkisins, Jóhanns Salbergs Guðmundssonar hrl. og Róberts Á. Hreið- arssonar hdl. á eigninni sjálfri föstudaginn 13. júní 1986, kl. 13.30. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð Mánudaginn 16. júní 1986 kl. 10.00 veröa seldir á nauöungaruppboöi í dómssal embættisins aö Hafn- arstræti 107 Akureyri, tveir víxlar, annar aö fjárhæö kr. 70.000, hinn aö fjárhæö kr. 50.000, báöir útgefnir 16. apríl 1986 af Hermanni Guömundssyni meö gjalddögum 15. ágúst og 15. desember 1986 og þrjú veðskuldabréf, tvö aö fjárhæö kr. 200.000 og eitt aö fjárhæö kr. 215.067, öll tryggö meö veöi í Reyni BA- 400, en annað 200.000 króna bréfiö er aö auki tryggt með veöi í fasteigninni Bjarkarlundi á Litla- Árskógssandi. Uppboö þetta ferfram aö kröfu Bene- aikts Olafssonar hdl. Ávísanir ekki teknar gildar sem greiösla, nema meö samþykki uppboöshaldara. Greiösla viö hamars- högg. Bæjarfógetinn á Akureyri, 6. júní 1986 Sigurður Eiríksson, aðalfulltrúi. Hjónaminning: Mundína Freydís Þorláksdóttir Fædd 8. apríl 1899 - Dáin 5. desember 1985 Sigurbjöm Finnur Bjömsson Fæddur 16. september 1895 - Dáinn 29. maí 1986 - frá Ytri-Gunnólfsá Laugardaginn 7. júní var til moldar borinn afi okkar, Finnur á Ytri-Á. Það varð stutt á milli brotthvarfs afa og ömmu af þess- ari jörð, enda bæði orðin háöldr- uð og farin að heilsu, eftir anna- saman og árangursríkan starfs- dag. Mundína amma fæddist á Lóni í Ólafsfirði, dóttir hjónanna Önnu Gunnlaugsdóttur frá Garði og Þorláks Ólafssonar Gíslason- ar, sem fyrstur manna byggði sér bæ í „Horninu“, þar sem nú er Ólafsfjarðarkaupstaður. Mund- ína ólst upp hjá foreldrum sínum í Ólafsfirði, ásamt þrem systkin- um, og flutti með þeim á Kleif- arnar, þegar Anna og Porlákur byggðu í Ártúni. Finnur afi fæddist á Ytri- Gunnólfsá, sonur Kristínar Bjarnadóttur, frá Austari-Hóli í Flókadal, en hún flutti að Ytri-Á til móðurbróður síns, Björns Gíslasonar árið 1881, og manns hennar Björns Baldvinssonar frá Skeggjabrekku. Afi dvaldi því á Ytri-Á allt þar til hann sökum heilsubrests flutti þaðan 86 ára að aldri. Mundína og Finnur kynnt- ust á Kleifunum og vorið 1917 gengu þau í hjónaband. Þau eignuðust 20 börn, fjögur þeirra dóu í æsku, en sextán eru enn á lífi og fylgdu öll föður sínum til grafar. Þau hafa öll verið heilsu- hraust og komist vel af í lífinu og voru foreldrum sínum til mikillar gleði og hjálpar í leik og starfi. Afkomendur Mundínu og Finns eru nú 134 á lífi. Á Ytri-Á var tvíbýli eða félags- bú eins og það er kallað nú til dags, en þar bjuggu einnig Anton bróðir Finns og kona hans Guð- rún Sigurjónsdóttir, ættuð úr Fljótum. Ánton lést fyrir nokkr- um árum, en Guðrún eða Rúna eins og hún er alltaf kölluð, lifir mann sinn og dvelst nú á Dvalar- heimilinu Hornbrekku. Bræðurnir byggðu saman íbúð- arhúsið á Ytri-Á, og bjuggu Anton og Rúna á efri hæðinni. Þau áttu 10 börn og var oft líf í tuskunum á þessum margmennu heimilum. Það vakir enn í minningunni sá fjöldi af stígvél- um og gúmmískóm sem við aug- um blasti í forstofunni, þegar við komum í heimsókn til afa og ömmu. Anton og Finnur höfðu bland- aðan búskap, sauðfjárrækt og útgerð og höfðu mikið umleikis. I þá daga voru ekki grónar göturn- ar niður í fjöru eins og nú er. Sem dæmi um framsýni þeirra má nefna að þeir byggðu árið 1933, ásamt öðrum bændum á Kleifun- um, rafstöð, sem notuð var í mörg ár, og sjást enn minjar herinar í ánni. Við munum Mundínu ömmu scm glæsilega konu, sem hélt reisn sinni fram á efri ár, þrátt fyrir margar barneignir og erfið- an vinnudag. Hana var gott heim að sækja, enda ávallt fjölmenni hjá henni, en þó var ætíð nóg rými fyrir alla. Aldrei sáum við hana fella verk úr hendi og sér- stakt var að sjá hvernig hún gat prjónaö og lesið samtímis. Það var engu líkara en að hún þyrfti aldrei að sofa og þrátt fyrir lang- an vinnudag, urðum við þess aldrei vör að hún hrjáðist af nútíma sjúkdómunum streitu eða ofþreytu. Barnabörnin áttu stórt rúm í hjarta hennar og sóttu mik- ið til hennar. Hún mundi eftir afmælisdögum okkar allra, 52ja að tölu. Það sást líka glöggt við útför hennar, 13. desember sl., hve við mátum hana mikils, því þar komum við allflest, þrátt fyrir langan veg margra okkar og að um hávetur var. Það var okkur til mikillar gleði, hve veðurguðirnir voru ömmu hliðhollir í hennar hinstu för, stillur og heiðskírt veður. Finnur afi var orðlagður þrek- maður og mikill göngugarpur. Þegar enginn læknir var í Ólafs- firði, sótti hann oft lyf til læknis- ins á Dalvík. Þá gekk hann yfir þar sem heitir Drangar. Hann var síðasti bóndinn sem stundaði heyskap í Hvanndölum. Þann 17. september 1965, eða daginn eftir sjötugsafmælið sitt batt hann á sig bakpokann og gekk yfir til Héðinsfjarðar, ásamt öðrum bændum til að smala, og til er í eigu okkar mynd af honum sem eitt okkar tók þegar hann kom ti! baka. Á þeirri mynd heldur hann á mink sem hann veiddi á leið- inni. Á þessu sést að hann hélt sínu mikla þreki fram eftir öllum aldri og sem dæmi má nefna að alltaf réri hann á „Skóhlífinni", en svo nefndi hann síðasta bátinn sinn, til að vitja um kolanetin, allt þar til hann varð fyrir því áfalli árið 1981, að missa sjónina. Ef hann hefði haldið henni, er eins víst að hann hefði hlaupið um landareignina sem endranær fram til dauðadægurs. Síðustu þrjú árin dvöldu afi og amma á Dvalarheimilinu Horn- brekku. Oftast var hann hress þegar við komum í heimsókn og þann 11. maí í vor eða daginn áður en hann veiktist í hinsta sinn kom eitt okkar til hans. Þá var hann hress og fylgdist með því sem var að gerast í firðinum. Nú er hann farinn til ömmu og laus við þjáningarnar sem hann leið síðustu dagana. Við viljum þakka starfsfólkinu á Hornbrekku fyrir umönnunina við afa og ömmu þennan tíma sem þau hafa dvalið hjá ykkur. Eins þökkum við ykkur, afi og amma, allar góðu stundirnar sem við áttum hjá ykkur. Fyrir hönd barnabarnanna á Akureyri. Helga, Stína og Sissi. Mig langar til að kveðja afa minn og ömmu með fáeinum orðum. Afi minn Sigurbjörn Finnur Björnsson lést 29. maí en amma mín Mundína Freydís Þorláks- dóttir lést 5. desember sl. að Dvalarheimilinu Hornbrekku í Ólafsfirði. Það leita margar minningar á hugann. Við barnabörnin þeirra nutum þess hve börnin 16 voru og eru samstilltur systkinahópur. Eins og geta má nærri var oft margt um manninn á Ytri-Á, en alltaf pláss fyrir alla, líf og fjör og mikið tilhlökkunarefni á hverju sumri að fara í heimsókn norður í Ólafsfjörð. En skýrustu myndirnar í huga mér eru af afa, þar sem hann stendur á sólríkum sumardegi með orfið og brýnir, á meðan hann spjallar við mig um það sem ég vil. Aldrei féll þeim verk úr hendi þó skrafað væri, og athygli og hlýlegt viðmót áttum við alltaf víst hjá þeim. Þau héldu ótrúlegri starfsorku fram á efri ár og virt- ust komast af með miklu minni svefn en almennt gerist. Þegar við unga fólkið komum á fætur á morgnana höfðu þau oft verið að störfum í nokkra klukkutíma. Viðræður afa við okkur unga fólkið voru glaðlegar og hispurs- lausar. Oft fór hann á kostum, og ég minnist þess hve skemmtilegur og hnyttinn hann var í svörum. Amma fylgdist af alúð með öll- um sínum stóra hópi og lét sér ekkert óviðkomandi, og gott var að leita til hennar ef eitthvað bjátaði á, því þar áttum við vísan skilning. Síðast heimsótti ég afa og ömmu á Hornbrekku í fyrrasum- ar. En þá hittust afkomendur Kleifa-fólksins á Kleifunum og rifjuðu upp gömul kynni. Þar gafst unga fólkinu kærkomið tækifæri til að átta sig betur á þessu stóra og mikla ættartré. Amma dó 5. desember sl. þá voru kraftarnir þrotnir og síðustu árin voru henni lítt til gleði, hún æðraðist ekki en lífslöngunin virtist horfin. Afi dó 29. maí aldraður maður eftir langan og strangan starfsdag og fékk kærkomna hvíld. Að leiðarlokum vil ég þakka þeim góða og gleðilega samfylgd. Stcinunn Guðmundsdóttir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.