Dagur - 09.06.1986, Blaðsíða 9

Dagur - 09.06.1986, Blaðsíða 9
9. júní 1986 - DAGUR - 9 Ríkisstjómin hefur þurft að taka eifiðar ákvarðanir - og það hefur komið niður á fylgi flokksins,“ segir Guðmundur Bjarnason ritari Framsóknarflokksins í viðtali við Dag „Úrslit þessara sveitarstjórnar- kosninga koma mér nokkuð á óvart, einkum þó úrslitin hjá okkur á Norðurlandi eystra. Tapið hjá Framsóknarflokkn- um þar er u.þ.b. 2% meira en meðaltalstap yfir Iandið,“ sagði Guðmundur Bjarnason alþingismaður og ritari Fram- sóknarflokksins er hann var inntur álits á úrslitum nýaf- staðinna kosninga. „Petta er vissulega áhyggjuefni og við hljótum að verða að skoða hug okkar um hvað þarna er á ferðinni. Vafalaust hefur lands- málapólitíkin sitt að segja. Fram- sóknarflokkurinn hefur verið í ríkisstjórn um langt skeið og samstarf við Sjálfstæðisflokkinn hefur alltaf reynst okkur þungt í skauti. Ríkisstjórnin hefur þurft að taka erfiðar ákvarðanir í efna- hags- og atvinnumálum og gripið til nauðsynlegra en óvinsælla aðgerða á sumum sviðum at- vinnulífsins svo sem í landbúnaði og sjávarútvegi. Þessar aðgerðir eru eflaust ofarlega í hugum fólks en við treystum því að þær muni styrkja efnahags- og atvinnulífið þegar til lengri tíma er litið. Þá hafa húsnæðismálin verið erfið mál undanfarin misseri og okkur hefur ekki tekist að koma því nægilega á framfæri við almenn- ing að þær breytingar sem gerðar voru á húsnæðislöggjöfinni í þinglokin munu gerbreyta að- stöðu húsbyggjenda til hins betra, þannig að nánast er um byltingu að ræða.“ -Hvað um flokksstarfið telur þú það vera nógu öflugt? „Það er ýmislegt í okkar vinnu- brögðum sem við þurfum að taka til endurskoðunar. Við þurfum að endurskipuleggja flokksstarfið og taka það til sérstakrar athug- unar hvernig við högum okkar málflutningi og áróðri. Okkur hefur greinilega ekki gengið nógu vel að koma málflutningi okkar á framfæri við almenning. Við höf- um góðan málstað að berjast fyr- ir og höfum ávallt reynt að vinna af heilindum og ábyrgð, hvort sem er í ríkisstjórninni, á Alþingi og í sveitarstjórnum um allt land. Kannski má líka segja að við þingmenn kjördæmisins höfum ekki lagt þessum sveitarstjórnar- kosningum nægilegt lið. Þar sem Framsóknarflokkurinn hefur ekki ráðið sér framkvæmdastjóra ennþá, hef ég að ósk framkvæmda- stjórnar Framsóknarflokksins annast rekstur flokksskrifstof- unnar í Reykjavík að undan- förnu og haft nóg að gera við að sinna því. Ég reyndi að gera það sem ég gat þaðan en auðvitað hefði maður heldur kosið að vera fyrir norðan og taka virkan þátt í slagnum þar. Kannski hefði mað- ur fengið einhverju áorkað. En við þurfum greinilega að taka skipulagningu flokksstarfsins til endurskoðunar, bæði hvað varð- ar skrifstofuna og félagslega upp- byggingu flokksins svo og mál- gögnin. Það er til dæmis athyglisvert hversu vel Alþýðuflokkurinn kemur út úr kosningunum með tilliti til þess að hann hefur ekk- ert sterkt málgagn á bak við sig. Sterkir og útbreiddir fjölmiðlar virðast ekki hafa haft nein úr- slitaáhrif í þessum kosningum." -Hvað um framboðslista flokksins í sveitarstjórnarkosn- ingunum. Voru þeir ef til vill ekki nógu sterkir? „Það er erfitt fyrir mig að segja til um það, en mín skoðun er sú að listar okkar hafi verið skipaðir góðu og vel hæfu fólki. Auðvitað hefur mjög mikið að segja að framboðslistarnir séu sterkir. í sveitarstjórnarkosningum er ekki síður verið að kjósa menn en málefni. Þess vegna þarf ávallt að vanda mjög valið af frambjóð- endum og velja fóik sem er til- búið til að takast á við þessi mál af miklum krafti. Stjórnmála- vafstur útheimtir mikla vinnu og menn verða að fara út í stjórnmál af áhuga fyrst og fremst. Það fólk sem fer í framboð verður að leggja mikið á sig. Með þessu er ég ekki að segja að það ágæta fólk sem vann fyrir Framsóknarflokkinn í þessum kosningum hafi ekki lagt sig fram. Eg vil þakka öllu því fólki sérstaklega. Það lagði mikið á sig þótt kosningarnar færu öðruvísi en að var stefnt og þetta fólk hefði í raun átt skilið. Sums staðar fóru þessar kosn- ingar vel. í nokkrum sveitarfé- lögum fékk Framsóknarflokkur- inn góða útkomu og þar má minna á staði eins og Akranes, Patreksfjörð, Seyðisfjörð og Selfoss, svo einhverjir séu nefnd- ir og í okkar kjördæmi má minna á Raufarhöfn. Þar hélt flokkur- inn fylgi sínu og bætti örlitlu við sig hlutfallslega. Þetta sýnir það að ef menn vinna af miklum krafti er hægt að ná árangri. Mér finnst það einnig umhugs- unarvert að útkoma Framsóknar- flokksins skuli ekki vera betri með tilliti til þess að enginn flokkur lagði eins mikla áherslu á að gæta jafnræðis milli kynja og að gera hlut ungs fólks sem stærstan við röðun á framboðs- lista. Þetta virðist ekki hafa haft eins mikið að segja og menn gerðu ráð fyrir. Éf við tökum Akureyri sem dæmi vann sá listi mest á sem hafði fæst kvenfólk í efstu sætunum og tiltölulega hæsta meðalaldurinn. Þetta finnst mér athyglisvert." - Tengsl Framsóknarflokksins og samvinnuhreyfingarinnar eru oft gerð að umræðuefni fyrir kosningar og andstæðingar flokksins nota þetta óspart gegn honum. Hvað vilt þú segja um þetta atriði? „Við þurfum að taka samstarf flokksins og samvinnuhreyfingar- innar til endurskoðunar. í mín- um huga er þetta samstarf ekkert leyndarmál og á alls ekki að vera það. En einhvern veginn er það að verða svo í hugum fólks að samvinnuhreyfingin er ekki það afl og sá máttur sem hún hefur verið. Fólk sem vinnur hjá sam- vinnuhreyfingunni hugsar ekki á sama hátt til síns atvinnuíyrirtæk- is og gert var hér áður fyrr og tel- ur e.t.v. að pólitísk þátttaka sam- vinnuhreyfingarinnar eigi að vera með nokkuð öðrum hætti en ver- ið hefur. Þar á ég við það að auð- vitað hlýtur samvinnuhreyfingin að þurfa að eiga eða hafa pólit- ískt afl í forsvari fyrir sig og það hefur Framsóknarflokkurinn vissulega reynt að vera í gegnum árin. Einhver hugarfarsbreyting hefur samt orðið hjá fólki og samvinnuhreyfingin og þar með kaupfélögin hafa neikvæða merk- ingu í hugum margra og Fram- sóknarflokkurinn hefur goldið þess í nokkrum mæli. Þessu verð- um við að breyta. Þegar svo að eitthvað bjátar á í atvinnulífinu einhvers staðar úti um land kemur strax upp sú krafa að kaupfélagið á staðnum eða samvinnuhreyfingin hlaupi undir bagga og reyni að leysa málin. Það tel ég reyndar að hún eigi að gera en mér finnst að hinn almenni kjósandi eigi að meta það og virða þegar hann gengur til kosninga, meta það við sam- vinnuhreyfinguna og það stjórn- málaafl sem mest og dyggilegast hefur stutt við bakið á þeirri hreyfingu.“ BB.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.