Dagur - 09.06.1986, Blaðsíða 10

Dagur - 09.06.1986, Blaðsíða 10
iii..i-ma -- -Hí-t’ hw.> '■! 10 - DAGUR - 9. júní 1986 Ford Cortina árg. 77 til sölu og niðurrifs. Einnig til sölu barnabíl- stóll. Uppl. í síma 61227 í hádeg- inu og á kvöldin. Til sölu Skoda 120 LS árg. '84. Ekinn 27 þús. km. Skoda 120 LS árg. ’82. Ekinn 23 þús. km. Skoda 120 L árg. '82. Ekinn 18 þús. km. Skálafell. Sími 22255. Tónlistarskóli Skagafjarðar- sýslu vill ráða píanó- og tré- blásturskennara til starfa næsta vetur. Upplýsingar í síma 95- 6232 og 95-6438. Okkur vantar starfskraft, strák eða stelpu á aldrinum 15-25 ára til vinnu í nætursölu um helgar. Uppl. í Pylsuvagninum Ráðhús- torgi. Pésa pylsur. SveitadvöI 14 ára strákur óskar að komast i sveit. Upplýsingar í síma 26258 eftir kl. 20.00. Tökum að okkur daglegar ræst- ingar fyrir fyrirtæki og stofnan- ir. Ennfremur allar hreingerningar, teppahreinsun og gluggaþvott. Ný og fullkomin tæki. Securitas, ræstingadeild, sími 26261.__________ Hreingerningar, teppahreinsun, gluggaþvottur. Tökum að okkur hreingerningar á íbúðum, stigagöngum og stofnun- um, einnig teppahreinsun með nýrri djúphreinsivél sem hreinsar með góðum árangri. Vanir og vandvirkir menn. Aron í síma 25650 og Tómas í síma 21012. Hreingerningar-Teppahreinsun. Tökum að okkur teppahreinsun, hreingerningar og húsgagna- hreinsun með nýjum fullkomnum tækjum. Gerum föst verðtilboð ef óskað er. Uppl. í síma 21719. Grjótgríndur Bifreiðaeigendur. Smíða grjótgrindur á allar tegundir bifreiða með stuttum fyrirvara. Ýmsar gerðir fyrirliggjandi. Verð frá kr. 2.000- Ásetning á staðnum. Sendi í póstkröfu. Uppl. gefur Bjarni, Lyngholti 12, sími 96- 25550 eftir kl. 19.00. Um helgar eftir samkomulagi. íbúð óskast. Tvær stúlkur og 2ja ára barn vant- ar 3ja herb. íbúð sem fyrst. Helst í Glerárhverfi. Upplýsingar í síma 21602 á kvöldin. Óska eftir 3ja-5 herb. íbúð á leigu. Ekki blokkaríbúð. Uppl. í síma 61506. Ef þig vantar góðan leigjanda þá er hann hér. Ungt par með barn bráðvantar 2ja-3ja herb. íbúð í langan tíma. Vegna símaleysis vinsamlegast sendið tilboð til afgreiðslu Dags merkt: 13. Húsnæði óskast t.d. 3ja-4ra her- bergja íbúð fyrir 6 menntaskóla- nema næsta vetur. Helst sem næst Menntaskólanum. Góðri umgengni heitið. Tilboö ósk- ast fyrir 20. júní í síma 41349. Ég er reglusöm skolastúlka og óska að taka á leigu herbergi í haust sem næst Verkmennta- skólanum, helst með eldunarað- stöðu. Guðrún Pálína sími 62300. Gæludýr Búðin þín - Allt fyrir dýrin. Ódýr hundabein. Vítamín alls konar. Katlit kaldsandurinn. Tilboð. Hamstrabúr og hamstur kr. 1000. Líttu inn. Sendum í póstkröfu. Opið 14-18 sími 96-24840. Skrautfiskabúðin Hafnarstræti 94, bakhús. Óska eftir tvíburakerru helst með skýli beint á móti hvort öðru. Tvíbreiður kemur einnig til greina. Uppl. í síma 41007. Teppahreinsun-Teppahreinsun. Hreinsið teppin sjálf. Leigjum út nýjar hreinsivélar til hreinsunar á teppum, stigagöngum, bílaáklæð- um og húsgögnum. Teppaland Tryggvabraut 22, sími 25055. Ökukennsla. Vilt þú læra á bíl eða bifhjól? Lærið á hagkvæman og öruggan hátt á nýja GM Opel Ascona 1600. Útvega öll prófgögn og vottorð. Egill H. Bragason, ökukennari, símar 23347 * 22813. Toyota prjónavél. Verð 8 þúsund. Uppl. í síma 24596. Drengjareiðhjól til sölu. Til sölu þriggja gíra KALKOF drengjareiðhjól. Verð 6 þúsund kr. Upplýsingar í síma 23134 eftir kl. 7 á kvöldin. HOHNER munnhörpur margar gerðir. Verð frá kr. 50.00. Tónabúðin, sími 22111. Eftirtaldar járnsmiðavélar til sölu: Harris logsuðutæki ásamt stórum kútum. Rafsuðuvél fyrir 220 V straum. Vélsög (hjakksög) fyrir 220 V. Borvél sem stendur á borði, mótorlaus. Fimm metra langt vinnuborð úr járni ásamt skrúfstykki. Steðji og stór bretta- skífa. Einnig er til sölu harmonika 120 bassa. Uppl. í síma 22097 eftir kl. 7 á kvöldin. Barnavagn • Bíll. Til sölu Silver Cross barnavagn. Verð 15. þúsund. Einnig Auto Bianci árgerð 77 til niðurrifs. Til- boð óskast. Uppl. veitir Hafsteinn í sfma 25400 á vinnutíma. Skjólbelti. I skjólinu getur þú látið fegurstu rósir blómstra. Hugsaðu því um framtíðina, og gerðu þér skjól. Höfum, eins og undanfarandi ár, úrvals víðir. 75. cm. 3. ára gamlar á aðeins 33. kr. Sendum hvert á land sem er. Gróðrarstöðin Sólbyrgi. sími: 93-5169. Klæði og geri við bólstruð húsgögn. Áklæði og leðurlíki í úrvali. Látið fagmann vinna verkið. Sæki og sendi tilboð í Btærri verk. Bólstrun Björns Sveinssonar, Geislagötu 1, sími 25322. Heimasími 21508. Bifreiðaverkstæðið Þórshamar hf. v/Tryggvabraut sími 22700. Tökum að okkur réttingar og bílamálun. Vönduð vinna. Góð þjónusta. Fundartímar AA-samtakanna á Akureyri. Mánudagur kl. 21.00 Þriðjudagur kl. 21.00 Miðvikudagur kl. 12.00 Fimmtudagur kl. 21.00 Föstudagur kl. 12.00 Föstudagur kl. 21.00 Föstudagur kl. 24.00 Laugardagur kl. 14. CO Laugardagur kl. 16.00 Laugardagur kl. 24.00 Sunnudagur kí. 10.30 Annar og síðasti fimmtudagsfund- ur í mánuði er opinn fundur svo og föstudagsfundur kl. 24.00. Guðni Helgason frá Kálfborgará í Bárðardal nú til heimilis að Hlíð- argötu 4, Akureyri, var áttræður laugardaginn 7. júní. Munið minningarspjöld kven- félagsins Hlífar. Allur ágóði rennur til Barnadeild- ar FSA. Spjöldin fást í Bókabúð- inni Huld, Blómabúðinni Akri, símaafgreiðslu sjúkrahússins og hjá Laufeyju Sigurðardóttur Hlíð- argötu 3. Minningarkort Krabbameinsfélags Akureyrar fást í Bókabúð Jónas- ar. Minningarkort Akureyrarkirkju fást í verslununum Bókval og Huld. Minningarkort Hjarta- og æðaverndarfélags Akureyrar fást í Bókabúð Jónasar og Bókvali. Minningarkort vegna sundlaugar- byggingarinnar í Grímsey fást í Bókval. Sállaus lifir enginn maður og mállaus lifir enginn þjóð - eftir Marlín J.G. Magnússon Nú er árið 1112 á tíðartöflu íslands frá landnámi Ingólfs Arn- arsonar árið 874 á rómversku töflunni, og er íslenzka málið þá jafn gamalt. Vel hefði mátt halda upp á þetta ár meðal ai)ra íslend- ínga í heimi, sem Ár málsins, þar sem menntamálaráðherra íslands hefir gert það að lögboði að allir eigi samtök í því að hreinsa, auka, fegra og vernda íslenzkt mál. Sállaus lifir enginn maður, og mállaus lifir engin þjóð. Raunhyggja leiðir alla til skiln- ings á því hversu nauðsynlegt það er að hver og einn styðji vandað íslenzkt mál eftir getu, eins og málið er orðið fullnuma og fagurt, skáldamálið sjálft. Fram- farir á íslandi hafa verið afar miklar á öllum sviðum mannfé- lagsins og vitanlega útheimtist það, að nýyrði bætist við málið. Sum nýyrði, sem ég hefi séð á prenti, eru mjög heppileg, en sum ekki, og eins eru mörg orð sem slæðst hafa inn í daglegt meginmálið svo slæm, að þarf að útrýma þeim sem allra fyrst. Ég hefi trú á því, að yngra fólkið verði helzt til þess að hreinsa málið gamla og góða, svo að það megi endast önnur ellefu hundr- uð ár! Pað verður gert með því að athuga það, sem er rangt, og fara rétt með. Ég hef veitt því athygli að eftir- farandi orð eru daglegt mállýti, er ófegrar íslenzkt mál: Kannski. Upphaflega var þetta ritað kann að skje, og þaðan af ské, og þá ske, en er nú orðið ski, sem er málleysa. Rita mætti nú kannské á nútíðar máli, þar sem stafurinn é er kominn í staðinn fyrir je, sem áður var. Ort. Þetta er dagleg málvilla blaðamanna, rithöfunda og fleiri, oa er í Orðabók Menningarsjóðs 'xJlS. 491. Þetta á víst að vera beyging á orðinu að yrkja, og á að vera orkt, en ekki beyging á orðinu að yrða, sem kemur þó aldrei fram sem ort, heldur yrt. Horfið. Á víst að tákna eitt- hvað, sem ekki er lengur sjáan- legt, en þetta á að vera hvorfið - nefnilega það, sem er komið í hvarf. Annars má rita horfið á þetta, ef eitthvað er til að horfa á. Sótt. Þetta óhræsis orð er um of misnotað í prentmáli, ritmáli og talmáli. Að sönnu er til sótt, og er stundum smitandi, en þeir, sem misnota þetta orð, eru ekki að tala um sjúkdóm, heldur um það að sækja, og á þá að vera sókt en ekki sótt. Hefur. Þetta orð, sem merkir að hefja, er illilega misnotað fyrir orðið hefir, sem merkir að hafa. Þarna eru tvö fullgíld alíslenzk orð, sem hafa þó algjörlega ólíka meiningu, og má ekki misnota þau orð, enda engin þörf á því. Tvískinning. Lesið hefi ég í Morgunblaðinu þar sem þing- maður er ávarpaður þannig að hann svarar því, að þarna sé ver- ið með tvískinning. Sjálfsagt hefir meiningin verið sú, að hinn væri með tvískynj- ung, en það er tal, sem má skynja á tvo vegu. Sagt er að fornorðið at sé hvorfið úr íslenzku máli, en svo er ekki þar sem eru forskeytin að orðunum atkvæði og athygli, og eins fleiri orðum. I raun mætti rita í nútíðar máli aðkvæði og aðhygli, fyrst að talið er réttritun að sleppa at fyrir að. Veik. Nú les maður í íslenzk- um blöðum. . . hann veik sér. . . í staðinn fyrir að hann vék sér. Þessi mistök eru af kæru- leysi. Kvóta. Þetta er eitt leiðinleg- asta og klaufalegasta nýyrðið í 'slenzku máli, og hefir enga meiningu. Þarna er verið að herma eftir framburði orðsins quota, en það er eitt af mörgum latínskum orðum í enskri tungu. Orðið quota, þýðir þó ekki annað en tilhlutun á íslenzku máli, og má sleppa latínunni. Eilítið. Upphaflega var þetta ritað tveimur orðum ei lítið, og eins eigi lítið, sem merkir ekki lítið. Ævi. Þetta er ekki íslenzkt orð heldur uppgerð, þar sem ekki er vitað af æ-vi. Við vitum ekki hvað ævarandi vi gæti verið. Þarna á að rita æfi, dregið af æfð - lífsþróttur - æfiskeið. Til er viðurkennd réttritun í reikningstölum, en bankar, verzl- anir, og eiginlega allir á íslandi fara algjörlega öfugt með það, og hafa brotapunkta alls staðar þar sem kommur eiga að vera, og kommur þar sem brotapunktur á að vera. Ég var spurður að því hér vestra í bankanum, sem ég verzla við, hvað allir þessir brota- punktar ættu að tákna, og mátti ég útlista það fyrir þeim, að þetta væri öfugt notað á íslandi. Kommur eiga að gera grein- arskil milli milljóna, þúsunda, og svo hundruða, en ef um brot úr einum er að ræða þá kemur brotapunkturinn og táknar hvað marga hluti úr einum er um að ræða. Til dæmis: 1000,168.25, sem táknar 25/100 af einum í tíunda reikningi. Þetta er orðin alheims réttritun. Þó tekur fram úr öllum skiln- ingi á reikningsréttritun þegar maður les í blaði, frá íslandi: 1,64% fjárframlag til vegamála. Þarna á að vera brotapunktur og ritast 1.64%. Komman þarna villir öðrum skilningi á þessu, þar sem ekki er um greinarskil milli þúsunda og hundruða að ræða. íslenzka stílsetjunarfélagið ætti að taka upp þetta réttritunar- form á reikningstölum, og eigin- lega standa þeir sig betur en aðrir með hreinsun á málinu að öllu leyti. Með virðingu og vinsemd, Með virðingu og vinsemd, Marlín J.G. Magnússon, rithöfundur Kanada.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.