Dagur - 09.06.1986, Blaðsíða 7

Dagur - 09.06.1986, Blaðsíða 7
Umsjón: Kristján Kristjánsson 9. júní 1986- DAGUR-7 tið 2. deild ;tal sigri savík dagskvöld með einu marki gegn tveimur. Völsungar voru mun frískari í byrjun og sóttu stíft en erfiðlega gekk að nýta þau færi sem gáfust. Njarðvíkingar fengu aðeins tvær sóknir í hálfleiknum svo heitið geti og þeir náðu að skora í annarri þeirra. Var það Jón Ólafsson sem það gerði um iniðjan hálfleikinn. Völsungar héldu áfram að pressa að marki Njarðvíkinga eftir markið en ekkert gekk. í hálfleik var staðan 1:0. Völsungar héldu uppteknum hætti í síðari hálfleik, þ.e.a.s. sækja án árangurs. Njarðvíkingar fengu þrjú upphlaup í síðari hálfleik og náðu að bæta við öðru marki í einu þeirra. Haukur Jóhannsson skoraði þá glæsilegt mark af löngu færi efst í bláhornið á 80. mfn. Völsungar náðu síðan aðeins að klóra í bakkann skömmu fyrir leiks- lok er Kristján Olgeirsson skoraði af stuttu færi. Var oft æði fjölmennt inn í vítateig Njarðvíkinga síðustu mín en þeir stóðu af sér alla sókn Völs- unga og fóru enn einu sinni heim með öll stigin frá Húsavík án þess að eiga nema örlítið í leiknum. Völsungar náðu ekki upp þeim baráttuneista sem hefur vantað í lið- ið og því fór sem fór. Það voru að- eins þeir Vilhelm Fredriksen og Birgir Skúlason sem sýndu sín réttu andlit. Hjá Njarðvíkingum var markvörð- ur þeirra langbestur. HJ/KK ð 3. deild )ll vann öarfiröi skora eina mark leiksins. Hólmar Ast\’aldsson komst upp að enda- mörkum renndi boltanum út á Eyjólf sem skoraði af öryggi. Tindastóll réði lögum og lofum á vellinum allan leikinn og fékk nokk- ur góð færi sem ekki tókst að nýta. Varnarleikur liðsins var mjög góður og fengu Valsmenn ekki eitt einasta færi í leiknum. Það verður þó að segjast að Vals- menn gáfust aldrei upp og þeir eiga örugglega eftir að standa sig í sumar. vann Eskifiröi menn voru meira með boltann en Leiftursmenn náðu þó að skapa sér hættulegri færi. í hálfleik var staðan 1:0. Austramenn náðu að jafna leikinn um miðjan síðari hálfleik úr víta- spyrnu. En Leiftursmenn voru ekki á því að gefa neitt eftir og skömmu síðar skoraði Halldór Guðmundsson sigurmarkið fyrir Leiftur með glæsi- legu marki af 25 m færi. Var sigur liðsins sanngjarn og hafa Ólafsfirð- ingar sett stefnuna beina leið í 2. deildina á ný. I 1. deild kvenna: íslandsmótið 4. deild Hvöt vann UMFS Hvöt sigraði UMFS í 4. deild- inni í knattspyrnu á Blönduósi á föstudagskvöld með einu marki gegn engu. Mark Hvatar skoraði þjálfari liðsins Garðar Jónsson úr vítaspyrnu á 30. mín. leiksins. Leikurinn var lítið fyrir augað mikið um kýlingar fram og til baka. Dalvíkingar börðust þó vel allan leikinn ákveðnir í að ná í stig en heimamenn fóru frekar rólega yfir þrátt fyrir sigur. Dalvíkingar fengu upplagt færi til að jafna 3. mín. fyrir leikslok er þeir fengu dæmda vítaspyrnu. En Auðunn Sigurðsson mark- vörður varði lélega spyrnu Björns Friðþjófssonar auðveldlega við mikinn fögnuð heimamanna. Daginn eftir léku Dalvíkingar gegn Kormáki á Hvammstanga og unnu öruggan sigur 3:1 þrátt fyrir að vera undir í hálfleik 1:0. Mörk Dalvíkinga skoruðu Einar Hólm 2 og Guðjón Stefánsson 1. Mark Kormáks skoraði Albert Jónsson: Tp Golfverslun J| Dcmd-Bctmwéir * • fiftlfclrálamim .ioAn etmí Golfskálanum Jaðri sími 22974. Tvö töp Þórs Kvennalið Þórs í knattspyrnu fór suður um helgina og lék sína fyrstu leiki í 1. deildinni. Á laugardag gegn KR og í gær gegn Val og töpuðust báðir lcikirnir. KR-stelpurnar komust í 1:0 strax á 3. mín. leiksins með marki úr vítaspyrnu. Þórsstelp- urnar náðu að jafna um miðjan fyrri hálfleikinn en KR-stelpurn- ar náðu að bæta við öðru marki fyrir hlé og þannig var staðan í hálfleik. KR-stelpurnar bættu svo við þriðja markinu í síðari hálfleik. En Þórsstelpurnar náðu að minnka muninn í lokin er Lára Eymundsdóttir gerði sitt annað mark. Leikurinn við Val var frekar ójafn, Valsliðið töluvert betra. Þórsstelpurnar börðust vel og það var ekki fyrr en eftir miðjan síðari hálfleik sem Valsstelpurnar náðu að skora. Þær bættu svo við öðru marki fyrir leikslok og 2:0 urðu úrslit leiksins. Arni Þór Freysteinsson skorar þriðja mark KA með góðu skoti frá vítateig. Mynd: BV íslandsmótið 2. deild: Staðan 2. deild Staöan í 2 deild íslands- mótsins í knattspyrnu af loknuin leikjum helgarinnar er þessi: Völsungur-IJMFN 1:2 KS-lBl 1:1 KA-Þróttur 3:1 Einherji-Selfoss 0:0 Víkingur-Skallagrímur 9:0 KA 4 2-2-0 10: 4 8 UMFN 4 2-2-0 9: 5 8 Selfoss 4 2-2-0 6: 2 8 Víkingur 4 2-1-1 14: 4 7 KS 4 1-3-0 6: 5 6 Völsungur 4 1-2-1 5: 3 5 Einherji 4 1-2-1 4: 7 5 ÍBÍ 4 0-3-1 8:10 3 Þróttur 4 0-1-3 5: 9 1 Skallagrímur 4 0-0-4 1:19 0 Möridn það eina sem gladdi augað „Ég er ekkert sérlega ánægður með leikinn í sjálfu sér en þetta eru þrjú stig. Liðið er á uppleið og ég er bjartsýnn á framhaldið,“ sagði Gústaf Baldvinsson þjálfari KA eftir að lið hans hafði unnið örugg- an sigur á Þrótti í 2. deildinni í knattspyrnu á laugardag. Leikurinn fór frekar rólega af stað og lítið var um fallegt spil hjá liðunum. Fyrsta færið kom á 10. mín. er Nikulás Jónsson Þróttari átti skalla framhjá marki KA eftir aukaspyrnu. 2. mín. síð- ar komst Tryggvi í færi hinum megin er hann fékk boltann í vítateig Þróttar úr löngu innkasti en gott skot hans fór af varnar- manni í horn. KA-menn héldu áfram að sækja og á 19. mín. kom fyrsta markið. Sendur var hár bolti inn í teig Þróttar, Tryggvi náði að nikka boltanum út til Hinriks sem kom á fleygiferð og skoraði með góðu skoti í bláhornið hjá Guðmundi markverði. Eftir markið gerðist fátt markvert fram að hléi nema á 32. mín. átti Erlingur lúmskt skot að marki Þróttar eftir hornspyrnu en Guð- mundur markvörður bjargaði vel. í hálfleik var staðan 1:0. Þróttar náðu einu þokkalegu skoti í byrjun síðari hálfleiks sem er KA sigraði Þrótt 3 Haukur markvörður varði. Það var svo á 63. mín. að KA bæti við öðru marki og var þar Bjarni Jónsson að verki. Hann fékk boltann frír á markteigs- horni frá Árna Freysteinssyni og skoraði af öryggi í fjærhornið. Árni átti aðra góða sendingu fyrir markið skömmu síðar á Helga Jóhannsson en skot hans fór í hliðarnetið. Á 73. mín. kom þriðja mark KA. Árni fékk þá sendingu inn fyrir vörn Þróttar, hljóp með boltann að markinu og skaut svo af vítateig góðu skoti í hornið. Var Guðmundur markvörður mjög illa staðsettur þegar Árni skoraði. KA-menn héldu áfram að sækja og á 81. mín. átti Helgi enn eitt skotið framhjá marki Þróttar eftir góða fyrirgjöf frá Hinriki. Stuttu seinna komst Árni inn í vítateig Þróttar en nú sá Guðmundur við honum og varði í horn. Var þetta síðasta hættulega færi KA í leiknum. Síðustu mín. hresstust Þróttar- ar örlítið eða öllu heldur að KA- menn fóru að slaka á og á 85. mín. skoraði varamaðurinn Birg- ir Sigurðsson eina mark Þróttar af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá Sigurði Hallvarðssyni. Sigurður var svo sjálfur á ferðinni mín. seinna er hann fékk boltann einn 1 og óvaldaður á markteig en lélegt skot hans fór vel framhjá. Úrslit- in því 3:1 fyrir KA og liðið trónir á toppnum í 2. deildinni. Frískastir í liði KA að þessu sinni voru þeir Þorvaldur Örlygsson, Helgi Jóhannsson og Árni Freysteinsson. Tryggvi Gunnarsson var óvenju daufur í þessum leik. Þróttaraliðið er slakt og á eftir að lenda í strögli í sumar. Menn eins og Kristján Jónsson léku langt undir getu í þessum leik. Góður dómari leiksins var Guðmundur Stefánsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.