Dagur - 09.06.1986, Blaðsíða 3

Dagur - 09.06.1986, Blaðsíða 3
Ný verslun í Sunnuhlíð viku var opnuð ný verslun í verslunarmiðstöðinni í Sunnuhlíð. Hún ber heitið Gallery mynd og eigendur eru Þórhallur Jónsson og Inga Vestmann. Gallery mynd, eins og nafnið gefur til kynna, sérhæfir sig í sölu mynda af ýmsum stærðum og gerðum og eru þær í römmum. Þórhallur Jónsson sagði að þarna fengjust myndir „við allra hæfi,“ og verðið væri frá 330 kr. og upp í 3100 kr. Viðgerð á Akureyrarkirkju Á næstu dögum verða vinnu- pallar reistir við Akureyrar- kirkju þar sem lagfæra á þak- rennur og endurnýja klæðn- ingu á kirkjunni að utan. Verk þetta hefur staðið til nokkuð lengi og er nú ákveðið að Ijúka því í einum áfanga. Hinn 17. nóvember sl. voru 45 ár liðin frá því Akureyrarkirkja var vígð. Allan þann tíma hefur kirkjan staðið á brekkubrún sem eins konar tákn bæjarins og verið í forgrunni á flestum myndum af bænum. Frá upphafi hefur kirkj- an líka haft sama útlit og í engu verið breytt frá fyrstu gerð. Þannig hefur hún á sinn hljóðiáta hátt minnt á þann sem ekki breytist þótt annað sé hverfleika háð og breytingum undirorpið. En fastheldni við ytra útlit ráða líka friðunarsjónarmið. Kirkjuna teiknaði sem kunnugt er Guðjón Samúelsson, þáverandi húsa- meistari ríkisins, og er hún meðal þekktustu verka hans og af mörg- um talin í röð fegurstu bygginga hérlendis. Þegar huga þarf að viðgerðum eða breytingum verð- ur því ætíð að hafa samráð við embætti húsameistara. Svo var einnig gert nú þegar ákveðið var að lagfæra þær skemmdir sem orðið hafa á steinmulningsklæðn- ingu og þakrennum kirkjunnar. Talið var að þær lagfæringar biðu sér ekki til bóta en jafnframt að endurnýja yrði klæðninguna í heild sinni til að koma í veg fyrir litar- og áferðarmun. Sóknarnefnd hefur nú falið Híbýli hf. að annast þessar fram- kvæmdir og verkstjóri verður Gísli Bragi Hjartarson. Taldi nefndin rétt að skýra bæjarbúum frá þessum framkvæmdum þar sem búast má við að vinnupallar verði reistir við kirkjuna innan tíðar og síðan færðir til eftir því sem verkinu miðar. Byrgja verður glugga á þeim stað sem unnið er hverju sinni því að mikilva^t er að myndrúðurnar verði ekki fyrir skemmdum. Áætlað er að verkið taki 2-3 mánuði. Óhjákvæmilegt er að þessi framkvæmd hafi einhver óþæg- indi í för með sér fyrir þá sem til kirkjunnar koma. Þó er von sóknarnefndar að hún valdi sem minnstri röskun á starfi kirkjunnar, enda verður vinna ætíð lögð niður þegar athafnir fara fram. Talið var hagkvæmast að vinna verkið í einum áfanga bæði með tilliti til kostnaðar og annarra aðstæðna, en ljóst er að hér er bæði um vandasama og fjárfreka aðgerð að ræða. Því er mikils um vert að hún njóti skiln- ings og stuðnings innan safnaðar- ins. Fréttatilkynning frá Sóknarnefnd Akureyrarkirkju. Passíukórinn: Syngur „Sköpunina" eftir Hayden Lokatónleikar Passíukórsins á Akureyri verða í íþrótta- skemmunni á Akureyri 18. júní n.k. Eru tónleikarnir tileinkaðir 100 ára afmæli Kaupfélags Eyfirðinga. Arnheiður Eyþórsdóttir sem er einn söngvara í kórnum sagði að kaupfélagið hefði styrkt kórinn mjög vel og þess vegna væri eðli- legt að tileinka KEA þessa tón- lceland seafood corporation! Vömskortur háð fyrirtækinu að undanfömu - Seldi fiskafurði á Bandaríkjamarkað fyrir um þrjú þúsund milljónir króna um til sölu dró úr möguleikum fyrirtækisins. Miðað við sama tíma í fyrra er þó um verulega aukningu á verð- mæti að ræða eða 525 milljónir króna. í maí voru seldar fiskafurðir fyrir 10,6 milljónir dollara, en fyrir 9,8 milljónir dollara í maí í fyrra. Guðjón B. Ólafsson fram- kvæmdastjóri Iceland Seafood Corporation segir að vöruskortur hafi verið mikill að undanförnu og erfitt sé að geta sér til um langtímaáhrif þess að geta ekki annað eftirspurn á Bandaríkja- markaði. í maí hefði í fyrsta sinn borið á því að jafnvel þorskflök hafi ekki verið fáanleg en þar fyr- ir utan hefðu karfi og grálúða ver- ið illfáanleg og einnig hefði verið hægt að selja mikið meira af rækju. Fyrstu fimm mánuöi ársins hefur Iceland Seafood Corpor- ation, sölufyrirtæki Sambands- ins selt fiskafurðir í Bandaríkj- unum fyrir tæpar þrjú þúsund milljónir króna. Ljóst er aö salan hefði getað orðið miklu meiri, en skortur á fiskafurð- leika. Lokaverkefnið er ekki af lak- ara taginu, en það er „Sköpunin“ eftir Joseph Hayden. Hafa kór- félagar æft verkið frá áramótum. Einsöngvarar með kórnum á flutningi „Sköpunarinnar“ verða Sólrún Bragadóttir sópran, Berg- þór Pálsson bassi og Mikael Jón Clarke tenór. Um 30 manns voru starfandi með kórnum í vetur. gej- SPENNUM BELTIN sjálfra okkar vegna! éí júnf 1986 - ÖXgÚr - 3 ér Tilkynning frá Bfla- og vélaverkstæði Hjalta Sigfússonar Arskógsströnd. Vinsamlega athugið breytt símanúmer. Framvegis verða símanúmer okkar: Skrífstofa 61810 Verkstæði 61811 Bíla- og vélaverkstæði Hjalta Sigfússonar. 0 HEILSUGÆSLUSTÖÐIN Á AKUREYRI Krabbameinsleit Konur takið eftir! Leitarstöðin verður lokuð í júlí og ágúst vegna sumarleyfa. Notið nú vel skoðunardagana í júní, ennþá lausir tímar. Tímapantanir eru sem áður alla virka daga frá kl. 08.00-17.00 í síma 25511. Starfsfólk Krabbameinsleitarstöðvarinnar. Ritstjórn Auglýsingar Afgreiðsla Sími (96) 24222

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.