Dagur - 09.06.1986, Blaðsíða 1

Dagur - 09.06.1986, Blaðsíða 1
69. árgangur Akureyri, mánudagur 9. júní 1986 105. tölublað Aldarafmæli KEA: 2000 manns i veislu í Höllinni - Auöhumla og mjaltastúlkan afhjúpuð, tónleikar með Rikshaw og fleira í tilefni afmælisins. inn að kvöldi 20. júní A þessu ári á Kaupfélag Ey fírðinga aldarafmæli, en félag- ið var stofnað 19. júní 1886 af Þjófnaður úr bíl Að sögn lögreglumanna víða um Norðurland var helgin róleg. Ein bílvelta varð við Grænalæk í Mývatnssveit. Ekki urðu meiðsl á fólki en bíllinn mun vera töluvert skemmdur. Á Akureyri voru 2 teknir fastir aðfaranótt sunnudags, grunaðir um þjófnað á fatnaði úr bíl. Stóð bíllinn við hótel í bænum. Kom- ust mennirnir inn í bílinn og stálu 37 flíkum, aðallega leðurjökk- um. Pað var fyrir árvekni lög- reglumanna að málið upplýstist. Tóku þeir eftir að bíllinn stóð opinn og skammt frá sátu þjóf- arnir í öðrum bíl, voru þeir drukknir og virtist ekkert umhug- að að koma sér í burtu. Voru þeir látnir sofa úr sér og hafa nú játað þjófnaðinn. Lögreglan á Akureyri tók 5 fyrir of hraðan akstur um helg- ina. Var einn á 130 km. hraða og mun verða sviptur ökuleyfi. 2 minniháttar árekstrar urðu í bænum, án meiðsla á fólki. Tvö rúðubrot urðu um helgina, var brotin rúða í Fatahreinsun Vig- fúsar og Árna í Hólabraut og í Landsbankanum. Einn var tek- inn fyrir ölvun við akstur. Að sögn lögreglumanna var nokkuð mikil ölvun og gleðskapur í mið- bænum aðfaranótt sunnudags, en allt fór þó friðsamlega fram. -HJS Jón G. Sólnes látinn Jón G. Sólnes varð bráðkvaddur á heimili sínu í gærmorgun. Jón var fæddur 30. september 1910 og lést því á 76. aldursári. Jón vann mikið að málefnum Akur- eyrar og Norðurlands. Hann sat bæjarstjórn í áratugi, átti sæti á Alþingi nokkur ár og var banka- stjóri Landsbankans til fjölda ára. Dagur vottar ættingjum og aðstandendum Jóns samúðar- kveöjur. nokkrum bændum í Eyjafírði. Starfsemin var smá í sniðum í upphafí, en stofnun fyrstu samvinnusölubúðarinnar á Akureyri árið 1906 lagði grundvöllinn að framtíðinni. KEA er öflugasta og umsvifa- mesta kaupfélag landsins og veitir yfir 1000 manns atvinnu. Nú rekur KEA tvo tugi versl- ana á Akureyri og öðrum byggð- um Eyjafjarðar og félagið sinnir einnig vinnslu og sölu landbúnað- ar- og sjávarafurða, útgerð, ýmiss konar iðnaði og þjónustu. Það er eitt stærsta fyrirtæki landsins. í tilefni af afmælinu verður aðalfundur félagsins hald- inn 18. júní í Samkomuhúsi bæjarins. Þann 19. júní verður hátíðarfundur við Mjólkursam- lag KEA og hefst hann kl. 13.30. Að lokinni setningu fundarins verður helgiathöfn í umsjá Sigurðar Guðmundssonar, vígslubiskups. Hjörtur E. Þórar- insson, stjórnarformaður KEA mun flytja hátíðarræðu. Nokkur ávörp verða flutt og ýmiss konar skemmtiatriði. Á þessum fundi verður stærsta listaverk landsins, Auðhumla og mjaltastúlkan, afhjúpað. Hátíðarfundurinn er öllum opinn og verður vinna hjá KEA felld niður þennan dag. Til að minnast þessara tíma- móta hefur öllum starfsmönnum og mökum þeirra verið boðið til veislu í íþróttahöllinni við Þór- unnarstræti. Einnig hefur verið boðið þangað aðalfundarfulltrú- um KEA ásamt mökum, auk annarra gesta. Sökum mikils fjölda reyndist nauðsynlegt að skipta kvöldverðargestum í tvo hópa. Sá fyrri kemur í höllina að kvöldi 19. júní, en seinni hópur- Gera má ráð fyrir að alls verði um 1000 gestir í höllinni hvort kvöld. Ymislegt verður til skemmtunar í höllinni, má þar nefna að Páll Jóhannesson syngur við undirleik Ólafs Vignis Álbertssonar. Félagið hefur ekki gleymt ungu kynslóðinni því kvöldið 21. júní verða tónleikar fyrir hana í íþróttahöllinni. Hljómsveitin Rikshaw frá Reykjavík leikur. Boðsmiðum vegna þessara tón- leika verður m.a. dreift í kvöld- verðinum. -HJS Frá Sjómannadeginum á Akureyri. Málefna samningur meirihlutans „Jafnræði með flokkunum“ - að mínu mati, segir Gunnar Ragnars Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hefur Sigfús Jóns- son verið ráðinn bæjarstjóri á Akureyri næsta kjörtímabil. Að sögn Gunnars Ragnars fá Sjálfstæðismenn forseta bæjar- stjórnar, en ekki er ákveðið hver það verður. „Við munum ákveða það strax eftir helg- ina“, sagði Gunnar. Bæjarstjóri hefur verið for- maður bæjarráðs og svo mun verða áfram, að sögn Gunnars. í hverri 5 manna nefnd bæjarins fær Sjálfstæðisflokkur 2 menn og Alþýðuflokkur 1. Varðandi for- mennsku í helstu nefndum fær Sjálfstæðisflokkur formennsku í veitustjórn, atvinnumálanefnd, hafnarstjórn, byggingarnefnd og skólanefnd, Alþýðuflokkur fær skipulagsnefnd. „Að mínu mati er jafnræði með flokkunum, mið- að við styrkleika. Alþýðuflokk- urinn óskaði eftir því að Sigfús yrði ráðinn bæjarstjóri og við gát- um fyllilega sætt okkur við það. Við erum með formennsku í fleiri nefndum en Alþýðuflokk- ur. sem er eðlilegt þar sem Sjálf- stæðisflokkurinn er stærri‘‘,sagði Gunnar. -HJS Aðalfundur Slippstöðvarinnar 5 milljon kr. halli á rekstrinum - geri ekki of mikið úr þessum halla, segir Gunnar Ragnars forstj. „Reksturinn hjá okkur á síð- asta ári var viðunandi miðað við aðstæður. Það var í fyrsta skipti í 13 eða 14 ár sem var svolítill halli á rekstrinum, rúmar 5 milljónir“, sagði Gunnar Ragnars, forstjóri Slippstöðvarinnar í samtali við Dag, en aðalfundur Slipp- stöðvarinnar var haldinn á laugardag. Sagði Gunnar að velta Slipp- stöðvarinnar síðastliðið ár hefði verið rúmar 400 milljónir og hall- inn væri rúmlega 1% af veltu. „Ég geri ekkert of mikið úr þess- um halla, afskriftir eru 11 millj- ónir, fjármunamyndun í fyrirtæk- inu er 7-8 milliónir og greiðslu- staða batnar. Auðvitað vildi maður heldur sjá hagnað, en það er svo að þessi iðnaður hefur átt í erfiðleikum síðastliðin 3 ár og ég held að við höfum komist nokk- uð vel í gegnum þá erfiðleika og það sé bjartara framundan.“ Aðspurður um verkefni fram- undan sagði Gunnar að nær ein- göngu væri unnið í viðgerðum núna, nýsmíðar væru aðeins rað- smíðabátarnir sem eftir væri að ljúka við og yrði það gert í haust. “Við sjáum ekki langt fram í tímann, en ég held að við séum með verkefni út þetta ár og ég er ekkert svartsýnn á að við munum ná verkefnum áfram,“ sagði Gunnar. -HJS „Urslit kosninganna eru vissu- lega áhyggju- efni“ - segir Guömundur Bjarnason ritari Framsóknar- flokksins. sjá bls. 9

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.