Dagur - 09.06.1986, Blaðsíða 11

Dagur - 09.06.1986, Blaðsíða 11
Námskeið fýrir nýliða í lögreglunni Dagana 3.-5. júní fór í fyrsta sinn fram námskeið fyrir nýliða í lögreglunni á Akur- eyri. Námskeiðið fór fram í íþróttahöllinni á Akureyri og voru þátttakendur 15 talsins. Blaðamenn Dags komu við í íþróttahöllinni og ræddu við aðstandendur og þátttakend- ur. Ólafur Ásgeirsson, aðstoðaryf- irlögregluþjónn, sagði að nám- skeiðið, sem væri bæði bóklegt og verklegt, væri hugsað fyrir nýliða sem ekki hefðu farið í lög- regluskólann. Bóklega þáttinn sæju þeir heimamenn um en verklegi þátturinn væri í höndum Jóns Bjartmarz, þjálfara hjá lög- regluskólanum í Reykjavík. „Bóklegi þátturinn er aðallega fólginn í kennslu í skýrslugerð og umferðarreglum, fræðslu um fíkniefni, hjálp í viðlögum, o.s.frv. í verklegu þjálfuninni eru svo kennd ýmis tök, menn eru þjálfaðir í að nota kylfur, labba í takt og bera sig almennt vel, að ógleymdri þrekþjálfun. Og í gær fórum við svo í sund á Lauga- landi og gengum úr skugga um að þeir væru allir vel syndir.“ Ólafur sagði þetta námskeið koma á ágætum tíma þar sem óvenjumikið væri af nýliðum í lögreglunni nú. „Flestir þeirra hafa aldrei komið í búning fyrr, aðeins örfáir þeirra hafa verið hjá okkur áður. Hins vegar er ágætt að það komi fram að allir þessir menn eru valdir úr stórum hópi umsækjenda. Þeir þurfa að leggja fram ýmis gögn og ferill þeirra er vandlega rannsakaður þannig að ég held mér sé óhætt að segja að við séum með bestu mennina." Ólafur sagðist telja mjög nauð- synlegt að hafa námskeið sem þetta hér á Akureyri, liðið væri einfaldlega orðið það fjölmennt að allt of dýrt væri að senda mannskapinn til Reykjavíkur. Einnig væri mjög erfitt að finna tíma til þess. „Tíminn setur okk- ur miklar skorður. Auðvitað væri miklu æskilegra að hafa þetta námskeið lengur en þrjá daga, en menn eru að ljúka skólunum fyrst núna og sumarleyfin að hefjast og þá þurfa mennirnir að vera tilbúnir," sagði Ólafur Ásgeirsson að lokum. Jón Bjartmarz, þjálfari, sagði að sér litist vel á mennina. „Þeir eru auðvitað mjög misjafnir en það er enginn áberandi lélegur og margir eru ágætir. Það er aðal- lega þrekið sem þeir mættu æfa betur.“ Jón sagði enn fremur að auðvitað væri tíminn ákaflega stuttur en á sambærilegum nám- skeiðum í Reykjavík væri ekki varið nema þrernur dögum í verklega þjálfun þannig að þetta væri ekkert einsdæmi hér. JHB „Hefði ekki viljað fara beint í búninginn“ 9. júní 1986 - PAGUP -11 111 ..... Haugsugubailcar 2-6 tommu . STRAUMRASSF ÞJÓNUSTA MEÐ LOfT- HÁÞRÝSTT OG RAFMAGNSVÖRUR Furuvöllum 1 • 600 Akureyri • Sími 96-26988 Öngulsstaðahreppur Þar sem engir framboðslistar voru lagðir fram, fyrir tilskilinn framboðsfrest þann 20. maí sl., verður kosning til hreppsnefndar og sýslunefndar óbundin. Eftirtaldir aðilar sem síðast voru kjörnir í ofantaldar nefndir, hafa skorast undan endurkjöri: Hörður Garðarsson, Rifkelsstöðum I, til hreppsnefndar og sýslunefndar. Sigurgeir Garðarsson, Staðarhóli, til hreppsnefndar. Minnum á lækkun kosningaaldurs í 18 ár, miðað við kjördag. Kjörfundur verður settur í félagsheimilinu Freyvangi kl. 10.00 að morgni laugardagsins 14. júní næst- komandi. Brúnum 27. maí 1986. Kjörstjórnin. Tbaneæ Rafmagnsgítarar og rafmagnsbassar Mikið úrval. Verð frá kr. 12.500.00, með vandaðri tösku. Húsvíkingar - Þingeyingar 41585 er símanúmer Ingibjargar Magnúsdóttur blaðamanns Dags. Skrifstofan er að Stóragarði 3. Opið frá kl. 9-11 f.h. - segir Hólmar Svansson lögregluþjónn „Mér iíst bara alveg ágætlega á þetta. Æfingamar eru að vísu mjög stífar en þær eru líka mjög góðar,“ sagði Hólmar Svansson, einn nýliðinn á nám- skeiðinu. „T.d. keyrði hann mann alveg gjörsamlega út í gær þannig að maður var með mikla strengi í morgun en þetta sýnir manni bara hvað maður er lélegur." Hólmar sagðist telja námskeið sem þessi bráðnauðsynleg. „Ég hefði ekki viljað fara beint í bún- inginn og út á götu. Æfingarnar kenna manni ýmislegt, t.d. æfð- um við handtökur í gær og þá sá maður hvað það skiptir miklu að við séum samhentir, það er það sem gildir. Lögreglan á nefnilega ekki að standa í slagsmálum," sagði Hólmar Svansson. JHB Hinir geysivinsælu DAIHATSU bílar til afgreiðslu strax. Allar almennar bílaviðgerðir. Umboð Varahlutir □aihatsu Viðgerðir r BILVIRKI sf. Fjölnisgötu 6 * Sími 23213

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.