Dagur - 09.06.1986, Blaðsíða 6

Dagur - 09.06.1986, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 9. júní 1986 Erlingur til Noregs „Jú það er rétt, ég er búinn að ákveða að spila handbolta með norska 1. deildarliðinu Fred- riksborg SKI næsta vetur,“ sagði Erlingur Kristjánsson handknattlciks- og knatt- spyrnumaður úr KA er blaða- maður Dags innti hann eftir þeim málum. „Ég fer út um leið og knatt- spyrnuvertíðinni lýkur í haust. Ég kem til með að vinna í Noregi í vetur en fer svo næsta vetur í íþróttaháskóla í Oslo í fram- haldsnám," sagði Erlingur sem hefur rétt lokið námi við íþrótta- kennaraskólann á Laugarvatni. Ekki þarf að fjölyrða um það hversu slæmt það er fyrir KA að missa Erling. Jafnt handknatt- leiks- sem knattspyrnulið. Erlingur Kristjánsson. Aöal- fundur Aðalfundur foreldrafélags KA fer fram í Lundarskóla fimmtu- daginn 12. júní kl. 20.30. stund- víslega. Stefán jóhnnnsson markvörður KR ver hér vel aukaspyrnu hjá Júlíusi Tryggvasyni í leiknum á föstudagskvöld. , Mynd: BV Islandsmótið 1. deild: KR vann Þór í mjög lélegum leik -1:0 á grasvelli Þórs á laugardag „Þetta er nú ekki það versta sem ég hef séð til strákanna en þetta er líka ansi langt frá því að vera það besta. Okkur vant- ar að binda endahnútinn á sóknarleikinn og ef okkur fer ekki að takast að skora þá er ekki bjart framundan. Svo held ég að slæmur völlur hafi komið í veg fyrir að leikmönn- um tækist að sýna sínar bestu hliðar.“ Þetta sagði Björn Arnason þjálfari Þórs eftir tap- leikinn gegn KR á föstudags- kvöldið var. Sigur þessi sem er fyrsti sigur KR á Akureyri síð- an 1977 fleytti liðinu í efstu sæti deildarinnar en Þórsarar eru í því næst neðsta með 4 stig. Leikurinn var slakur og var nánast ekkert um skemmtilegan samleik sem gat glatt augað. Leikmönnum tókst illa að hemja boltann og einkenndist leikurinn af miðjuþófi og kýlingum. Eina góða marktækifæri fyrri hálfleiks féll í hlut KR-inga er Hálfdán Örlygsson skaut föstu skoti sem Baldvin markv. Þórs varði naum- lega á marklínu. Seinni hálfleikur var líkur þeim fyrri en þó brá fyrir heldur skemmtilegri töktum. Halldór Áskelsson átti hörku skot í stöng í upphafi hálfleiksins. Seinna átti svo Júlíus Tryggvason gott skot úr aukaspyrnu en markvörð- ur KR varði af stakri snilld. En KR-ingar áttu líka sín færi og á 76. mín. fékk Ásbjörn Björns- son boltann inn fyrir vörn Þórs og skoraði örugglega framhjá Bald- vini sem kom hlaupandi út á móti. Stuttu seinna skoraði Einar Arason fyrir Þór en markið var dæmt af vegna rar.gstöðu. íslandsmótið 2. deild: Jafntefli á Slgló í lélegum leik Það var rislág knattspyrna sem leikmenn KS og ÍBÍ sýndu síð- astliðið föstudagskvöld. Það var sparkað bæði hátt og langt og þeir kaflar í leiknum þar sem liðin náðu einhverju spili voru bæði stuttir og fáir. Höfðu áhorfendur á orði að þetta væri slakasti leikur sem þeir hefðu séð lengi. Siglfirðingar voru enn án nokkurra sinna bestu manna og er greinilegt að þessi forföll há liðinu nokkuð. Heimamenn byrj- uðu mun betur og skoruðu strax á 6. mín. þegar Hafþór komst upp að endamörkum og renndi fyrir markið. Þar kom Gústaf Björnsson þjálfari og bókstaflega tæklaði boltann í mark ÍBÍ. Var það mjög klaufalegt hjá ísfirðing- unum. KS-ingar sóttu fast áfram og minnstu munaði í tvígang að þeim tækist að bæta við mörkurn. Á þessum tíma keyrðu þeir upp hraðann en virtust ekki ráða við hann því seinni hluta hálfleiksins réðu Isfirðingar mun meira gangi mála. Tvisvar skapaðist hætta við mark heimamanna, fyrst eftir skot Isfirðinga af löngu færi í þverslá og í seinna skiptið eftir langt innkast Jóns Oddssonar Strax í upphafi síðari hálfleiks fengu Siglfirðingar aukaspyrnu rétt utan markteigs sem ekkert varð úr. Á 52. mín. jafna svo ísfirðingar. Jón Oddsson átti skalla að markinu, Baldur Ben- ónýsson besti varnarmaður KS- liðsins ætlaði að skalla frá en var svo óheppinn að skalla í eigið mark óverjandi fyrir Ómar markvörð. Stuttu síðar munaði minnstu að ísfirðingum tækist að ná for- ystunni er boltinn fór í stöngina og þaðan fyrir markið þar sem Ómar markvörður náði að kló- festa boltann. ísfirðingarnir voru sterkari aðilinn á vellinum í síð- ari hálfleik en náðu þó ekki að skapa sér nein færi til viðbótar. Aftur á móti áttu Siglfirðingar nokkrar verulega hættulegar skyndisóknir. Jafntefli voru sann- gjörn úrslit í leiknum. Bestir í liði KS voru Gústaf Björnsson og Hafþór Kolbeins- son og virðast þeir félagar ná mjög vel saman á vellinum. 1 liði ísafjarðar var Benedikt Einarsson aftasti varnarmaður- inn bestur og Jón Oddsson var einnig góður. Ólafur Sveinsson dómari hafði góð tök á leiknum en að venju höfðu heimamenn ýmislegt að athuga við störf línuvarðanna meðan á leiknum stóð. -bá Kaldur Bcnónýsson varð fyrir því óláni að skora sjáHsmark. Eftir leikinn veittust nokkrir óánægðir áhorfendur að dómara og línuvörðum og er það ósiður sem óvert er að herma eftir útlendum. í stuttu máli tilþrifalít- ill leikur þar sem jafntefli hefði verið sanngjörn úrslit. Staðan 1. deild Staðan í 1. deild Islands- mótsins í knattspyrnu er 1:0 þessi: IA-FH ÍBK-ÍBV 1:0 UBK-Víðir 0:1 Þór-KR 0:1 Valur-Fram 1:1 KR 5 2-3-0 7:2 9 ÍA 5 2-2-1 5:2 8 Víðir 5 2-2-1 3:3 8 Valur 5 2-1-2 7:4 7 FH 5 2-1-2 6:5 7 UBK 4 2-1-1 3:2 7 ÍBK 5 2-0-3 3:7 6 Fram 4 1-2-1 3:3 5 Þór 4 1-1-2 3:4 4 ÍBV 4 0-1-3 1:9 1 Reynir vann Leikni Reynir Árskógsströnd sigraði Leikni Fárskrúðsfirði með tveim- ur mörkum gegn engu í 3. deild- inni í knattspyrnu á laugardag. Reynir var betra liðið og vann sanngjarnan sigur. ___íþróttic_ íslandsmót UMFNs „Ég var ánægöur með þennan leik að mörgu leyti en við nýttum ekki öll þau færi sem við fengum og því fór sem fór. Við áttum svo til allan leikinn og sköpuðum okkur ótal færi sem ekki nýttust,“ sagði Kristján Olgeirsson leikmaður Völsungs í knattspyrnu eftir að lið hans hafði tapað heima fyrir Njarðvík í 2. deildinni á föstu- 3. deild Þróttur N. vann Magna - á Grenivík 2:0 Þróttarar frá Neskaupstað unnu nokkuð öruggan sigur á Magna frá Grenivík er liðin mættust á Greni- víkurvelli í 3. deildinni í knatt- spyrnu á laugardag. Úrslitin urðu 2:0 og voru þau úrsiit sanngjörn. Þróttarar hófu leikinn af miklum krafti og strax á fyrstu mín. leiksins lá boltinn í marki Magna. Það var Bergvin Haraldsson sem skoraði. Þróttarar héldu áfram að sækja og Marteinn Guðgeirsson náði að bæta við öðru marki fyrir hlé og þannig var staðan í hálfleik. Leikurinn jafnaðist í síðari hálf- leik án þess þó að Magnamenn næðu að ógna marki Þróttara að neinu viti. Úrslitin því 2:0 fyrir Þrótt. íslandsmóti Tindastc Val Rey Eftir slakan leik á móti Reyni um síðustu helgi náðu Tindastóls- menn að rísa úr öskustónni að nýju austur á Reyðarflrði á laug- ardaginn. Það var aldrei spuming hvort liðið var betra og sigur Tindastóls í minnsta lagi. Fljótlega í leiknum fengu Stólarnir dæmda vítaspyrnu er Eyjólfi var brugðið innan vítateigs. En Björgvin Pálsson markvörður Vals varði spyrnu Eiríks Sverrissonar. Skömmu síðar ná svo Tindastólsmenn að Leiftur Austra I Leiftursmenn héldu áfram sigur- göngu sinni í b-riðli 3. deildar í knattspyrnu á föstudagskvöld. Þá sóttu þeir Austra á Eskifirði heim og fóru burt með öll þrjú stigin í sanngjörnum 2:1 sigri á heima- mönnum. Trónir íiðið nú á toppi deildarinnar eftir þrjár umferðir. Leiftursmenn mættu ákveðnir til leiks og náðu að skora strax á 3. mín. Var þar að verki Óskar þjálfari Ingi- mundarson eftir að hafa fengið stungusendingu inn fyrir vörn Austra frá Halldóri Guðmundssyni. Heima-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.