Dagur - 09.06.1986, Blaðsíða 5

Dagur - 09.06.1986, Blaðsíða 5
9. júní 1986 - DAGUR - 5 eflaust fáir grein fyrir hve mikið andlegt og líkamlegt álag fylgir þessum árstíma hjá þeim sem búa með fé. Það sem helst plagar bændur núna er vorleysi. Fjárbændur sjá ekki fram á að geta sleppt alveg á næstunni, enginn gróður kominn. En það eru ekki bara dökkar hliðar á búskapnum. Hjá Svavari hafa verið óvenju margar þrí- lembdar ær þetta vorið og frjó- semi því mikil. Þegar ær ber þremur lömbum er yfirleitt eitt lambið tekið og það vanið undir einlembu. Það tekst í flestum tilvikum vel. Ef þrjú lömb ganga undir á er hætt við að eitt verði út undan, því ærin hefur ekki nema 2 spena. Ákaflega rökrétt. Þeir sem einhvern tíma hafa komið nálægt sauðburði hafa tek- ið eftir því að rollurnar vilja aðeins sín eigin lömb, hin fá heldur betur fyrir ferðina ef þau nálgast of mikið, svo ekki sé tal- að um ef þau reyna að komast á spena. Það er alveg merkilegt að rollan skuli alltaf þekkja sín lömb aftur, þó þau séu innan um 30, að því er manni virðist, nákvæmlega eins lömb. Þetta er stórmerkilegt eðli. Sagði Svavar að þrílembdar ær yrðu mjög sárar þegar eitt lambið væri tekið, þó þær haldi tveimur eftir. Þær jarma stundum í nokkra daga á eftir, vilja fá afkvæmið aftur. En við skulum vona að vorið fari að koma, svo ekki sé talað um sumarið, svo blessuð litlu lömbin geti haldið á vit frelsisins og dvalið þar sumar- langt við þyt í grasi og lækjarnið. -HJS Passa- myndir Gott úrval mynda- ramma mynd LJÓSMVN DASTOFA Sími 96-22807 • Pósthólf 464 Glerárgötu 20 602 Akureyri Alltaf blundað í mér að búa - Helgi Hallsson, bóndi á Kálíborgará í Bárðardal í stuttu spjalli Á bænum Kálfborgará í Bárð- ardal býr Helgi Hallsson, ' ásamt fjölskyldu. Fjölskyldan flutti af mölinni, nánar tiltekið frá Akureyri, síðast liðið vor að Kálfborgará. Helgi er frá Arndísarstöðum, sem er næsti bær við Kálfborgará, en Jó- hanna, kona hans, frá Akur- eyri. Á ferð blaðamanna Dags um Bárðardalinn var þeim bent á að tala við Helga vegna þess að hann fékk ekki nægan mjólkurkvóta. „Ég er með 13 kýr og 52 kindur og fékk 25.000 lítra mjólkur- kvóta, sem ég er nú búinn með. Ég hefði þurft að fá 35-40.000 lítra yfir árið. Hvað ég geri við mjólkina? Ég sel hana, fæ 6 kr. fyrir lítrann í staðinn fyrir rúm- lega 20 kr. Það skrítnasta við þetta er að það vantar alltaf mjólk í mjólkurbúið til að halda framleiðslunni gangandi. Þetta verður vonandi leiðrétt á næsta verðlagsári. Búskapurinn gengur ágætlega, það eru engin vanhöld á skepnum eða slíkt. Aðalvanda- málið er að fá að selja það sem hægt er að framleiða, ráðunautar virðast ekki vita hvað á að gera. Menn eru komnir langt frá þeim sem framleiða þegar þeir sitja í bændahöllinni fyrir sunnan. Þeir menn sem þurfa að skipta kvót- anum eiga sjálfsagt erfitt.“ Helgi er lærður húsasmiður og starfaði við það er hann bjó á Akureyri. „Það blundaði alltaf í mér að fara að búa. Ég hefði ekki farið úr bænum ef mér hefði ekki líkað betur við sveitina, reyndar vann ég mest úti í sveit þó ég byggi í bænum." Helgi hefur tek- ið að sér smá verkefni í smíðum í sveitinni. „Ég hef nú lítið unnið við smíðarnar, það eru nokkur verkefni sem ég hef trassað. Það er nóg að gera á búinu, sauðburði er að ljúka og þó kindurnar séu ekki margar eru þær að þessu all- an sólarhringinn.“ Við vorum þá ekkert að tefja önnum kafinn bóndann lengur og kvöddum. -HIS Einnig sérstakt afmælisverð á þvottavélum og þurrkurum Þvottavél 5304 Þvottavél 8015 Þurrkari Allar herrabuxur í herradeild með 10% afslætti. Allir kjólar í vefnaðarvöru deild með 10% afslætti. SÍMI (96)21400 Tilboð þessi gilda tU afmælisdags KEA 19. júní.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.