Dagur - 18.08.1986, Page 1

Dagur - 18.08.1986, Page 1
Akureyri, mánudagur 18. ágúst 1986 Gölluð lög um höfundarrétt og einkaleyfi: 69. árgangur 151. tölublað Afmælisfargjöldin: Mikið bókað Mikill straumur ferðamanna virðist liggja til Reykjavíkur vegna hátíðahaldanna í tilefni 200 ára afmælis borgarinnar. Sem kunnugt er eru Flugleiðir með sérstakt tilboð á flugfar- gjöldum í tilefni afmælisins og gildir það fyrir alla áfangastaði Flugleiða á landinu. Hljóðar til- boðið upp á 2700 kr. fyrir mann- inn og er þá sama hvaðan af land- inu flogið er. Samkvæmt upplýs- ingum sem fengust hjá Flugleið- um hefur mikið verið bókað og talsvert spurt út í þessi fargjöld. Mun þó enn vera eitthvað laust. Ekki er boðið upp á nein sér- stök afmælisfargjöld hjá Flugfé-i lagi Norðurlands. Friðrik Adolfs- son sagði að Flugfélag Norður- lands færi mikið af ferðum til ísafjarðar og Eskifjarðar og þar væru líka afmæli. Ef flugfélagið hefði farið út í afmælisfargjöld þá hefðu þau þurft að gilda fyrir þessa staði líka. JHB Það var á fimmtudag í síðustu viku að Gunnlaugur Konráðsson á Árskógsströnd frétti það frá trillukörlum á Hauganesi að hval hefði rekið á land rétt utan við höfnina í Árskógi. Þá um kvöldið fór hann og leitaði dýrsins og er hann var kominn þar sem heitir Fagurhöfði blasti við honum ótrúleg sjón. I víkinni fyrir neðan hann lá heljarstórt búrhveli. Greinilegt var að þá hafði skepnan legið þarna einhverja daga án þess að nokkur hefði tekið eftir henni. En illmögulegt er að sjá skepnuna nema utan frá sjó. Ekki er fjarri lagi að segja dýrið vera eina fjórtán, fimmtán metra og um tuttugu og fimm til þrjátiu tonn að þyngd. Gunnlaugur sagðist ekki vita til þess að nokkurn tíma áður hafi slíkt stórhveli rekið á land hér í firðinum og reyndar kannaðist hann ekki held- ur við að áður hafí sést til búrhvala í Eyjafirði. bv framleiðsluvara og einnig að sett yrðu ný einkaleyfislög sem myndu þjóna betur íslenskum aðstæðum. „Nú eru að koma fram í aukn- um mæli vandamál af þessu tagi. Það eru allir að stela frá öllum og þetta er skaðlegt því þetta haml- ar gegn allri vöruþróun og öllum frumleika. En það er bara ákaf- lega erfitt að eiga við þetta,“ sagði Árni Vilhjálmsson. JHB „Vantar kennara í flesta skóla á landinu" - segir Guðmundur Ingi Leifsson, fræðslustjóri „Það er nú heldur bágt, verður að segja,“ sagði Guðmundur Ingi Leifsson, fræðslustjóri í Norðurlandskjördæmi vestra, þegar hann var spurður hvern- ig gengi með kennararáðning- ar á svæðinu. Guðmundur sagði að það vantaði eitthvað af kennurum í flesta skólana í hans umdæmi, en sums staðar væri þó búið að leysa fram úr þessum vandræðum með því að ráða fólk til kennslu sem ekki hefði kennaramenntun. Þegar Guðmundur var spurður hvort illa gengi að fá menntaða kennara til starfa, sagði hann: „Þeir eru nú varla til. Það er helst fólk sem hefur verið að útskrifast sem stúdentar eða eitthvað annað, sem skreppur þá kannski í þetta 1 ár eða svo. Þó finnst mér nú vera heldur minna framboð á því en oft áður.“ Þá kom fram í samtalinu við Guðmund, að þrátt fyrir boð um fasta yfirvinnutíma, húsaleigustyrki og annað slíkt, ykist eftirsóknin í kennarastöður sáralítið. Guðmundur sagði að sýnu verst gengi að fá stærðfræði- og raungreinakennara og þá vantaði við marga skóla á svæðinu. Hann taldi þetta m.a. stafa af því að mikil eftirspurn væri eftir fólki með talnagetu og t.d. færu marg- ir þessara kennara á tölvunám- skeið, sem væru ókeypis kenn- aranámskeið og við það yrðu þeir eftirsóttir starfskraftar úti á vinnumarkaðnum og jafnvel boð- ið í þá til annarra starfa en kennslu. „Þetta eru menn sem hafa góða grunnmenntun fyrir, síðan bæta þeir þessari tölvu- kunnáttu við sig og þá hverfa þeir fljótt úr skólunum,“ sagði Guð- mundur. Þegar Guðmundur var spurður hvort þyrfti að gera kennara að hálaunastétt til að þeir myndu haldast í störfum, sagði hann að það myndi hjálpa til. En einnig væri ýmislegt við starfsaðstöðu kennara sem þyrfti lagfæringar við. Hann sagði það sínu pers- ónulegu skoðun, að gera þyrfti kennarastarfið þannig, að kenn- arar yrðu með meiri viðveru í skólunum. Líka þegar þeir væru ekki að kenna. Kennurum verði gert kleift að vera við þetta sem fullt starf, en þurfi ekki að sækja önnur störf til að fylla upp í. Að lokum sagði Guðmundur, að sumir skólar virtust verða ósköp lítið varir c , væru farnir að tína upp fólk í kringum sig til að redda málum með stundakennslu og slíku. G.Kr. „Allir stela frá öllum“ - segir Árni Vilhjálmsson lögfræðingur „Það eru einmitt þessar eftir- líkingar sem eru vandamálið hér. Menn virða ekki rétt hvers annars og afla sér heldur ekki verndar. Raunar er ekki mögulegt að afla sér hennar nema að mjög takmörkuðu leiti,“ sagði Arni Vilhjálmsson lögfræðingur. Hann hefur unn- ið að athugunum á höfundar- réttarmálum, en eins og kom fram í Degi sl. mánudag er Árni B. Guðjónsson hjá Árfells innréttingum í Reykja- vík mjög óhress með Akureyr- inga og heldur því fram að þeir hafí á undanförnum árum Launin hækka Þann 1. september hækka laun um 0,39% umfram það sem gert var ráð fyrir í kjarasamn- ingum, vegna hækkunar á framfærsluvísitölunni frægu. Alls hækka laun því um 3,39% um næstu mánaðamót. Þetta þýðir í raun að einstakl- ingur sem er með 20.000 krónur í laun, fær hækkun um 678 krónur, fer sem sagt úr 20.000 í 20.678 krónur. Það voru launarxefnd Al- þýðusambandsins og Vinnuveit- endasambandsins sem tóku þessa ákvörðun í gær. í samningum var gert ráð fyrir 3% hækkun þann 1. september, en hækkunin verður sem sagt 3,39%. Fólk á því von á glaðningi í launaumslögunum sínum um næstu mánaðamót. -SÓL smíðað innréttingar eftir sínum teikningum og hugmyndum. Árni Vilhjálmsson vildi ekki láta neitt hafa eftir sér um mál Árna B. Guðjónssonar þar sem hann sagðist ekki hafa kynnt sér það sérstaklega. „En það leikur oft enginn vafi á að menn eru höfundar að hinum og þessum teikningum og hugmyndum og eiga því réttinn sem slíkan. En það hefur hins vegar reynst ákaf- lega erfitt að beita lögum um höfundarrétt í svona tilvikum vegna þess að þau eru fyrst og fremst ætluð til að vernda bók- menntir og listaverk en ekki iðn- hönnun. Þegar við erum með svona hluti þá er miklu erfiðara að sjá hvort um stuld sé að ræða eða ekki. Það er svo erfitt að sanna slíkt. Annars staðar eru notuð skráningarkerfi og þar eru tilteknar hannanir skráðar. Þær eru síðan verndaðar samkvæmt skráningunni," sagði Árni Vil- hjálmsson. Þegar hann var spurður hvern- ig mætti bæta úr þessum málum hér sagði Árni að það væri eink- um tvennt sem kæmi til greina. Annars vegar mætti sækja um einkaleyfi ef um einhverjar tækninýjungar væri að ræða. Á hinn bóginn mætti setja hér lög, eins og alls staðar annars staðar væru til, um verndun hönnunar og útlits. Slík lög væru ekki til hér. Árni sagðist vera formaður í samtökum um vernd eignarrétt- inda á sviði iðnaðarins og þau samtök hefðu verið að þrýsta á að sett yrðu lög um útlitsverndun

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.