Dagur - 26.08.1986, Blaðsíða 2

Dagur - 26.08.1986, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 26. ágúst 1986 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 420 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 40 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÓRNSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, GESTUR E. JÓNASSON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi vs. 95-4070 hs. 95-4368), HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585 hs. 41529), KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR, RÚNAR ÞÓR BJÖRNSSON, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960 hs. 95-5729) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Jeidari. íslenska vegakerfið íslendingar hafa verið mjög iðnir við að fjár- festa í bifreiðum á undanförnum árum og allt bendir til þess að nýtt íslandsmet í bílainn- flutningi verði sett á þessu ári. Aukinn bíla- innflutningur leiðir hugann að ástandi ís- lenska vegakerfisins. Enn vantar talsvert á að helstu samgöngu- leiðir séu þesslegar að hægt sé að aka þær á nýjum eða nýlegum bíl með góðri samvisku. Ómögulegt er að reikna út hvað það er dýrt í raun að hafa vegina í slæmu ásigkomulagi. Farartækin slitna mun fyrr en ella og ending- artími þeirra styttist að sama skapi. Þá eru slæmir vegir slysagildrur og eru oft á tíðum orsök tjóna sem eru óbætanleg með öllu. Þótt enn sé langt í að við stöndum jafnfætis öðrum þjóðum Evrópu í vegamálum, hefur mikið áunnist á síðasta áratug. Á 8 ára tíma- bili, frá 1976—1984 hefur gatnakerfi þéttbýl- isstaða utan Reykjavíkur lengst úr 622 kíló- metrum í 771. Á sama tíma hefur hlutur gatna með bundnu slitlagi meira en tvöfald- ast og eftir framkvæmdir sumarsins er nærri lagi að áætla að um 75% gatna í þéttbýli séu með bundnu slitlagi. Upphaf þessara öru breytinga má rekja til aukinnar umfjöllunar um gatnagerð með bundnu slitlagi hjá einstökum sveitarfélögum og samtökum þeirra á árunum 1973 og 1974. í samræmi við mikinn áhuga sveitarfélaganna samþykkti Alþingi ný lög um fjáröflun í þessu skyni árið 1974. Um svipað leyti var meðferð þéttbýlisvegafjár breytt í vegalögum og fram- lög til bundins slitlags aukin úr 10% í 25%, jafnframt því sem Lánasjóður íslenskra sveit- arfélaga jók lánveitingar til gatnagerðar. Framkvæmdastofnun ríkisins fékk fram- komnar hugmyndir um úrbætur í gatnagerð til úrvinnslu í samvinnu við Vegagerð ríkis- ins. í framhaldi af því samþykkti stjórn Fram- kvæmdastofnunar reglur um lánveitingar úr Byggðasjóði til sveitarfélaga vegna gatna- gerðar. Þær reglur hafa síðan verið í stöðugri endurskoðun í þeim tilgangi að koma eins mikið til móts við sveitarfélögin og mögulegt er. Þannig hefur margt lagst á eitt með að vekja áhuga almennings og ráðamanna á úrbætum í vegagerð hér á landi. Brýnasta verkefnið nú er að koma þjóðvegum utan þéttbýliskjarna í viðunandi horf og auka hlutfall bundins slitlags. Það kostar umtals- verðar fjárhæðir en fullyrða má að þeim pen- ingum sé skynsamlega varið. BB. -viðtal dagsina Haukur Sigurðsson er nýtek- inn við starfí sveitarstjóra á Blönduósi, og eins og forvit- inna er siður þá fór blaðamað- ur Dags til fundar við Hauk og bað hann að segja svolítið af sjálfum sér. „Ég er Vestfirðingur í aðra ættina en Þingeyingur í hina og átti lengst af heima á ísafirði, en á meðan ég átti heima þar var ég alltaf í sveit á sumrin í Mývatns- sveit. Þá fór maður með gömlu Esjunni frá ísafirði til Akureyrar og svo áfram austur landveginn. Ég var tvo fyrstu veturna í MA en tók svo seinni tvo í MR. Þá voru foreldrar mínir fluttir í Kópavoginn þar sem pabbi var kennari." - Og á sumrin, við hvað vannstu þá? „Það má eiginlega segja að ég hafi alltaf verið á flakki um landið. Fyrst þegar ég fór alltaf í Mývatnssveitina á sumrin og svo eftir að ég var orðinn 16 ára fór ég að vinna hjá verkfræðistofu og var við landmælingar víðs vegar um landið. Ég var í landmæl- ingunum fram undir það að ég lauk námi utan eitt sumar. Pá fór ég á síld í Norðursjónum, það „Finnst ég hafa sest hér í mjög gott bú“ - Haukur Sigurðsson, nýráðinn sveitarstjóri á Blönduósi í viðtali dagsins var gríðarlega gaman.“ - Nú höfum við talað um það tímabil fram að því að þú laukst námi, en það hefur alveg gleymst að minnast á hvað þú varst að læra. „Já, ég lauk stúdentsprófi ’69 og fór síðan beint í viðskipta- fræðina. Ég hélt uppteknum hætti eftir að ég kom í Háskól- ann. Ég vann meira og minna með skólanum enda var ég byrj- aður að búa eftir eitt ár í háskóla. Svo útskrifaðist ég 1975.“ - Og hvað tók þá við? „Þegar ég útskrifaðist var ég nýfluttur til Vestmannaeyja og ætlaði að setjast þar að. Konan mín er Vestmanneyingur og heitir Ásta Kjartansdóttir. Við ætluðum sem sé að búa þar eins og segir í vísunni, til æviloka. En það æxlaðist nú þannig að við vorum þar ekki nema í tvö ár, þá bauðst mér starf á Akranesi í eitt ár sem bæjarritari. Bæjarritarinn þar ætlaði í frí í eitt ár, en hann kom ekki aftur og ég hélt áfram þarna í þrjú og hálft ár. Síðan var ég ráðinn til Akureyrarbæjar um mitt ár 1980 og þar var ég til árs- loka ‘82 sem fulltrúi bæjarstjóra eða aðstoðarmaður, þetta var svona eitthvað á reiki hvað starf- ið var kallað. Eftir það fór ég svo til byggingafyrirtækisins Híbýlis hf. og kem sem sagt þaðan í þetta starf hér. Þá held ég nú að þú hafir söguna svona í stórum dráttum." - En hvað kom svo til að þú ákvaðst að sækja um hér en ekki einhvers staðar annars staðar? „Nú við hjónin höfðum rætt um það að breyta til og þegar í vor fór ég að fylgjast með í blöðum og sjá svona hvar yrðu einhverjar breytingar. Ég hef farið hér um Blönduós ótal sinnum í gegnum árin og þetta er staður sem ég gat vel hugsað mér að stoppa á. Bær- inn er af þeirri stærð sem ég get hugsað mér að sé ósköp gott að búa á. Ég þekki litla bæi af reynslunni og við slógum til með að láta fara inn umsókn.“ - Hvað er fjölskyldan stór? „Við erum sex, börnin eru á aldrinum frá átján og niður í tveggja ára. Tvö þeirra fara hér í skóla þau eru níu ára og fjórtán ára, elsta stelpan okkar verður í Menntaskólanum á Akureyri og svo fáum við pláss fyrir þennan tveggja ára hálfan daginn á leik- skólanum. Fjölskyldan kemur hingað í byrjun september og konan mín fer ekki í neina vinnu utan heim- ilis að minnsta kosti ekki svona fyrst í stað, en hún hefur unnið undanfarið á verðlagsskrifstof- unni á Akureyri.“ - Og hvernig líst þér svo á aðkomuna hjá hreppnum, bæði peningastöðuna og annað er lýtur að rekstrinum? „Mér líst afskaplega vel á aðkomuna hérna, að öllu leyti. Þá undanskil ég ekkert. Ég kom hérna á miðju sumri og á miðjum framkvæmdatíma, kannski held- ur farið að halla á hann, og mér finnst staðan afskaplega eðlileg. Hún er sem sagt í samræmi við það sem ég vænti og eðlilegt er að hún sé. Ég hins vegar get ekki né vil, eftir þessa örfáu daga sem ég hef setið í þessum stól, farið að gefa yfirlýsingar um nánari stöðu mála. Mér hefur verið ákaflega vel tekið af öllum þeim sem ég hef hitt, og þarf að hafa sam- vinnu við í mínu starfi, mér fellur það fólk vel. Ég varð að vísu fyrir því að þegar ég hafði verið hér í nokkra daga, þá kom það upp á að skrifstofustjórinn hér ætlar að fara að stinga af austur í Skútu- staðahrepp þar sem hann verður sveitarstjóri. Mér þykir það bölvað, en svona er nú gangur lífsins og alltaf kemur maður í manns stað.“ - Eru einhverjir verkþættir sem þú hefur komið auga á sem þér finnst að þyrfti að leggja meiri áherslu á en gert hefur verið, eða einhver óska verkefni? „Það eru nú flestir hlutir þann- ig að það má gera þá öðruvísi og jafnvel betur, en ég get ekki núna á þessari stundu sagt að hér séu neinir sérstakir hlutir sem ég hefði hugsað mér að væru gerðir öðruvísi en eins og þeir hafa ver- ið gerðir og eins og ég sagði þá finnst mér að ég hafi sest hér í mjög gott bú. En það er kannski annað sem gjarnan mætti koma fram. Ég hef ákaflega gaman af gróðri og það var ekki fyrr en ég fór að vera hérna og fara um bæinn að ég átt- aði mig á því að það væri bara töluvert af trjám í bænum. En þegar maður kemur hingað sem ferðamaður annað hvort að sunn- an eða norðan þá sést þetta lítið. Ég held að það væri ákaflega gaman þegar maður kæmi að bænum ef maður kæmi þá inn í svona fallega byggð sem sæist í gegnum trjágróður meðfram þjóðveginum. Það væri ákaflega gaman ef þessi spotti af þjóðvegi eitt sem liggur hér í gegn væri umvafinn gróðri, það væri ótví- rætt merki um að þarna væri byggð og hún bara þó nokkur.“ - En hvað gerir svo nýi sveitar- stjórinn á B'lönd'uósi þegar hann þarf ekki að vera í vinnunni? „Hann hefur nú gert allan skrambann. Ég hef verið talsvert í félagsmálum, ég hef starfað talsvert undanfarin ár í Kiwanis- hreyfingunni, verið í lúðrasveit, verið í Big Band, svo hérna áður fyrr var ég í kórum. Ég hef ver- ið að væflast svona ýmislegt í kringum þetta og lent í störfum sem þessu tengjast, lent í stjórn- um þessara félaga og svoleiöis. Nú síðustu árin hef ég verið í sóknarnefnd Lögmannshlíðar- sóknar. Síðustu árin hef ég reynt að láta ekki dag líða án þess að ég færi í sund. Nú og svo er ég í veiðiskap, bæði lax, gæs og rjúpu, svona eins og ég get.“ - Að lokum Haukur, ertu bjartsýnn á framtíðina? „Já ég er bjartsýnn og ég vænti mér alls hins besta hér og vona bara að framhaldið verði eins og byrjunin." G.Kr.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.